Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 3
Vsfj j^ijiji. JiksííU |«!*Í5W! ' 'i .i *' -• ; - • Helginl4:^15:írgúst 198? ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3 Seðlabankinn: Mótmæli lögð fyrir borgarráð Þorvaldur Tómas Sigurjón Þorsteinn Ólafur Jóhann Á fundi Borgarráðs s.l. þriðju- dag var lagt fram bréf til Davíðs Oddssonar vegna byggingar Seðla- bankahúss á Arnarhóli. Undir þetta bréf rita 29 þekktir menn nöfn sín. Bréfið hljóðar svo: Árið 1973 efndi samstarfsnefnd nokkurra menningar- og starfsmannafélaga í Reykjavík til mótmælafundar á Arnarhóli gegn ótrúlegum spjöllum bankastjórnar og bankaráðs Seðlabankans á Arn- arhóli. Á fundinum, sem var fjöl- mennur og einhuga, var samþykkt að stofna til almennra mótmæl- aundirskrifta meðal borgara Reykjavíkur gegn spjöllum á Arn- arhóli og byggingu stórhýsis þar, eða í grennd við hólinn, sem myndi byrgja útsýn yfir sund og eyjar og til fjallahringsins í fjarska. Texti mótmælalistanna var svohljóðandi: Undirskrifendur lýsa algerri andstöu við byggingu seðlabank- ans norðan í Árnarhóli og hverja aðra mannvirkjagerð, sem skerðir hólinn og spillir ýtsýni þaðan meira en orðið er. Nú er alveg Ijóst orðið að borgar- stjórn Reykjavíkur hefur ekki tekið til greina mótmæli borgar- anna, nema að litlu leyti. Ný teikning hefur verið gerð af banka- byggingunni og 'hun tlútt á lóð nokkru neðar en í fyrstu var ætlað. Vissulega höfðu þau ljótu skemmdarverk, sem unnin höfðu verið á sjálfum Arnarhóli valdið miklu um það hve Reykvíkingar brugðu skjótt við til mótmæla, en hinu aðalatriði mótmælanna, eyði- leggingu útsýnis af Hólnum og úr miðborg Reykjavíkur fylgdi einnig mikil alvara. Þegar litið er á hina nýju teikningu seðlabanka á lóð frystihússins er ljóst, að þessi þátt- ur mótmæla Reykvíkinga hefur því sem næst verið að engu hafður. Lægju einhver knýjandi rök til þess að leyfa byggingu seðlabanka á þessari lóð væri öðru máli að gegna. En ómögulegt er að koma auga á hin minnstu rök fyrir því. - Seðlabanki getur byggt hús sitt hvar sem er. Ef rísa eiga byggingar á þessum stað, væri tilvalið að byggja í fram- tíðinni láreist menningarhús, t.d. tónlistarhús, sem yrði almennings- eign og menn gætu notið þar fag- urra lista og hins einstæða útsýnis yfir sundin. Við skrifum þetta bréf vegna þess við teljum það skyldu okkar við þá mörgu Reykvíkinga sem á sínum tíma sendu borgarstjóra (sem þá var Birgir ísleifur Gunn- arsson) mótmæli sín. Þótt nú sé kominn annar borgarstjóri og borgarfulltrúar séu heldur ekki allir hinir sömu og áður, hlýtur sið- ferðileg ábyrgð núverandi borgar- stjóra og borgarstjórnar á sam- þykktum fyrri manna að vera í fullu gildi. Ef einhver kynni að segja að undirbúningi að hinni nýju bygg- ingu sé svo langt komið, að ekki verði aftur snúið er því til að svara að grunnur nýja hússins mun koma að góðum notum sem bílageymsla fyrir borgina til viðbótar við þá sem fyrirhuguð er í gömlu gryíjunni. Það er þess vegna eindregin krafaokkarað borgarstjórn taki nú þegar upp samninga við stjórn Seðlabankans um að hætt verði byggingu bankans á þessum stað. Bréfi þessu látum við fylgja ljós- rit af bréfi okkar til borgarstjóra, er honum voru.afhentir mótmælalist- arnir þ. 19.5.1974. Ennfremur sendum við borgarfulltrúum og vara-borgarfulltuúum ljósrit af bréfi þessu. Reykjavík 30. júní 1982. Þorsteinn Ö. Stephensen Halldór Laxness Þorkell Sigurbjörnsson Svava Jakobsdóttir Þóra Kristjánsdóttir Sveinn Einarsson Tlior Vilhjálmsson Gísli Alfreðsson Einar Magnússon Guðmunda Andrésdóttir Þórarinn Eldjárn Hjálmar H. Ragnarsson Jón Baldvin Hannibalsson Jón Þórarinsson Helga Hauksdóttir Franziska Gunnarsdóttir Tómas Guðmundsson Árni Bergmann Helgi Hálfdanarson Stefán Baldursson Sigurður A. Magnússon Ólafur Jóhann Sigurðsson Vilmundur Gylfason Þorvaldur Skúlason Bjarni Einarsson Leifur Þórarinsson Guðjón Kiartansson Sigurjón Olafsson Þórhallur Sigurðsson Sigurður Góðir greiðslu- skilmálar Ármúla 20 Roykjavík Símar 84630 og 84635 Höfum fyrirliggjandi einstak/ega vönduð sófasett — Úrvai ák/æða Bjóðum einnig flestar gerðir húsgagna í Árfellslitum ásamt Árfellsskilrúmum og Árfellshandriðum. Ármúla 20 Reykjavík. Símar 84630 og 84635.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.