Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 17
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. ágúst 1982 Helgin 14,—15. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Eins og margir muna, sem sáu Víkingaþætti Magnúsar Magnús- sonar í sjónarpi s.l. vetur, hefur undanfarin ár staðið yfir í York mikill uppgröftur á húsum og öðr- um minjum frá dögum víkinganna. 1972 hófst uppgröfturinn og hafa fjöldamargir vísindamenn lagt þar hönd á plóginn, en York Ar- chaelogical Trust sem stendur fyrir uppgreftrinum, hefur notið fjár- hagsaðstoðar frá fyrirtækjum bæði á Bretlandseyjum og Norð- urlöndum, einkum Danmörku. Hefur verið grafið upp í York handverksmannahverfi sem varpar nýju ljósi á daglegt líf og störf nor- rænna víkinga á þessum tíma. Er nú verið að undirbúa sýningu á þessu stóra víkingahverfi, sem er í Coppergate í miðri York, en hluti minjanna er á sýningunni nú í sumar. Til að hægt sé að sýna húsin og munina opinberlega, þarf að verja þá rotnun, en slík meðhöndl- un tekur langan tíma. Er gert ráð fyrir að hægt verði að opna þennan hluta víkingabyggðarinnar al- menningi árið 1984. Víkingasýningin sem í sumar er í York er að hluta til byggð kringum muni frá Coppergateuppgreftrin- um og að hluta frá dönskum söfn- um, einkum Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn, sem opnaði 11. apríl í fyrravor sýningu um víking- ana í Englandi. Ferð mín til York var ekki hugs uð til skemmtunar og upplyftingar eingöngu, heldur nokkurs gagns. Ég hef verið að glíma við það um alllangt skeið að gera handrit að leikriti byggðu að nokkru á Lax- dælu. Við Messíana Tómasdóttir, sem gerir leikmynd og búninga í verkinu, ákváðum að hefja sam- vinnu okkar einhvers staðar þar sem andi víkinga svifi yfir vötnum. Og York varð fyrir valinu. Við áttum pantað herbergi á „The Viking Hotel“ í York og komum þangað þreyttar eftir lest- arskröltið síðla dags. Við ákváðum að nota kvöldið til að vinna og fara árla morguns á sýninguna. Eftir að hafa fengið okkur far með „Fljótabátnum" sem siglir með túr- ista upp ána Ouse, þar sem áður sigldu drekkhlaðin víkingaskip, höldum við upp á hótel. í anddyri hótelsins er skilti sem segir að ein- mitt þar sem hótelið stendur hafi á miðöldum verið aðalgatan niður að ánni. Gatan hét „Develynstanes og er nafnið dregið af „Dyflinni" en þar var ein helsta höfn víkinga um miðja 9 öld. Hvar sem komið er í York má sjá myndir af víkingum. Meira að segja í kaffisölunni á járn- brautarstöðinni eru skreytingar upp um alla veggi af orustum vík- inga. Og að sjálfsögðu eru víkinga- skip á sápunni á hótelinu. Við sitjum uppi lengi nætur við handritið og lesum saman, reynum Rómverjar kölluðu bæinn Eboracum, en þeir misstu 6000 manns úr liði sinu þar árið 71. Síðan hét borgin Eoforwic, þá Jórvík og loks York. Þar sátu á mið- öldum danskir og norskir kóngar og sá síðasti þeirra var Eiríkur blóööx ásamt drottningu sinni Gunnhildi, en hann var drepinn árið 954. „Finna þeiri eigi fyrr en grunnföll voru á útborða og svo fram yfir. Var þá engi annar til en stefna á land upp, og svo gerðu þeir, sigldu þá til brots og komu að landi við Humru mynni. Þar héldust menn allir og mestur hluti f jár annað en skip. Það brotnaði í spón. Og er þeir hittu menn að máli, spurðu þeir þau tfðindi er Agli þóttu háskasamleg, að Eiríkur konungur blóðöx var það fyrir og Gunnhildur og þau höfðu þar ríki til forráða og hann var skammt þaðan uppi í borginni Jórvík." Myndir og texti: Þórunn Sigurðardóttir að strika og stytta. Við ákveðum að taka nafn Egils Skaliagrímssonar út úr verkinu, þótt hann hafi verið afi einnar höfuðpersónunnar, Kjartans Ólafssonar. Það varð hins vegar okkar fyrsta verk næsta morgun að setja nafn hans aftur inn í verkið, því kappinn sótti svo ræki- lega að okkur um nóttina, að hvor- ug okkar gat sofið. Ekki sögðum við þó hvorannarri frá draumförum okkar fyrr en bjart var af degi og vorum þá báðar jafn sannfærðar um að nú hefði Egiil heimsótt okk- ur. Enda sváfum við vel eftir að nafn hans var komið á sinn stað og verður ekki reynt að strika það þaðan aftur. Næsta dag var svo haldið á sýninguna og þar eyddum við næstu tveimur dögum. Gífurlegur fjöldi var á sýningunni og varla hægt að þverfóta. Það má segja að víkingaæði hafi gripið um sig á Bretlandi, ef dæma má af þeim fjölda sem sótti Víkingasýninguna í London um árið og þessa sýningu nú. A sýningunni sem er mjög um- fangsmikil er hægt að fylgja sög- unni allt frá 789 er víkingar réðust á land í Lindisfarne til þess er Har- aldur Harðráði er drepinn í bardaganum í Stamford Bridge 1066 oe víkingar þarmeð hraktir frá völdum í Englandi. Eitt hús- anna frá Coppergate hefur verið reist inni í safnbyggingunni,einnig hluti úr víkingaskipi, sleði, klæðis- bútar auk fjölda margra muna og minja sem fundist hafa frá þessum tíma. Teikningar og myndir prýða sýninguna og gefa glögga mynd af klæðnaði, vopnum, skartgripum og hárgreiðslu. Þá má ekki gleyma „víkingabúðinni" þar sem hægt er að kaupa allskyns minjagripi og bækur. Þar situr einnig Hollend- ingur nokkur, Matthijs De Jong (Matthías hinn ungi eins og við kölluðum hann) með tvö forn myntmót, sem fundust í Copper- gate. Þetta eru myntmót frá tímum víkmgakonunganna í Jórvík en tal- ið ér að víkingar hafi fyrst lært að nota peninga sem gjaldmiðil á Englandsárum sínum. Þarna slá túristarnir mynt og uppi á vegg er mynd af Charles prins við myntsláttuna, en hann opnaði sýninguna í vor, og af Magnúsi Magnússyni, sem greinilega er mjög vinsæll í Bretlandi. Verandi íslendingar þurftum við ekkert að borga fyrir myntina sem við slóum og fórum heim með blýpenní merkt bæði Kristi og Þór. Ég keypti mér þarna peysu með áletruninni „Erik Bloodaxe rules OK“ og vona að Agli mislíki ekki frekar við mig, en eins og menn muna voru þeir Eríkur hinn norski og Egill hinir mestu fjandmenn. Egill braut skip sitt við ósa Humb- er (Humru) og gekk síðan upp í Jórvík, þar sem Eríkur blóðöx var konungur. Til að bjarga höfði sínu orti Egill sitt fræga kvæði „ Höfuð- lausn“ í konungsgarði í Jórvík og þáði líf sitt að launum frá konungi. Raunar efumst við stórlega um að Eríkur eigi skiliö þá umsögn að hann hafi „ruled ÓK“ en Bretar vilja víst sýna með þessu að þeir hafi að nokkru fyrirgefið víkingum yfirgang sinn og meti þá að verð- leikum. Jórvíker svokvödd í samahitan- num og þegar við komum. Við fö- rumheim klyfjaðar bókum -þs. Þar sem nu heitir Kings Square i miöri York er talið að höll vlkinga- konunganna hafi staöið. Þar hefur Ilöfuðlausn væntanlega veriö flutt á sinum tlma, en nú ómar léttur djass um strætin, sem jafnan eru full af götusölum ogstrætisspilurum. Á ánni Ouse sigla bátar meö ferðamenn, en þarna fluttu vlkingar varning sinn upp á markaöinn I Jórvlk, sem var ein helsta verslunarmiöstöð á Bretlandseyjum. Mikill fjoldi feröamanna streymir á sýninguna I York, en hún veröur aöeins opin I sumar. Hér er greinarhöfundur og Messiana Tómasdóttir Messiana slær mynt hjá Matthlasi. ----------------------------------------I Svona telja inenn að gata i Jór- vík liafi litiö út á seinni hluta 9. aldar. Vikingur selur kaup- manni skinn. Allt i kringum miöborg York eru háir múrar sem hægt er aö ganga uppi á. Mikið af nöfnunum á götum og torgum eru af norrænum uppruna t.d. heitir ein aðalgatan ..Miklabraut” (Miklegate) ,,NoröimbraIand er kallað fimmtungur Englands, og er það norðast, næst Skotlandi fyrir austan. Það höfðu haft að fornu Danakonungur. Jórvik er þar höfuðstaður.” (Egils saga). Á mollheitum ágústdegi skrölti ég við annan mann i lest frá London og er förinni heitið til Jórvikur eða York eins og borgin heitir i dag. Ætlunin er að skoða þetta forna höfuðvigi norrænna vikinga á miðöldum og þá einkum sýninguna sem opnuð var 3. april i vor og lýkur 30. september og ber nafnið „The Vikings in England” 777 Jórvíkur á Englandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.