Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 32
uúDViuiNN Helgin 14.—15. ágúst 1982 Abalslmi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt a6 ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlabsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og.81527, umbrot 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsíml 81333 Kvölcisími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 nafn vikunnar Ólafur R. Grímsson Þessa vikuna hcfur bygg- ing nýrrar flugslöövar á Kellavikui'Hugvelli verið of- arlega á haugi, og hefur sér- álit ólai's K. Grimssonar i ut- aiirikisiiiálaiicfnd og ráö- gjafarnefnd um flugstöövar- hygginguna koiniö ýinsum úr jafnvægi án þess aö til- raUn lial'i þö veriö gerö til þess aö leggja máleínalcgt mat á hin ýmsu rök lians i málinu. olafur R. Grimsson er þvi naln vikunnar aö þessu sinni. 1 niálflutmngi sinum hel'ur hann lyrst og l'remst lagt fram tæknileg og skipulags- leg rök gegn þvi aö ráöist veröi i byggingu þess mann- virkis sem teiknaö helur ver- iö og er 22 þúsund lerm. aö flatarmáli (gólfpláss fyrir rúm 30% þjúöarinnar miöaö viö 3á lerm.l. Þau-tæknilegu rökeru fyrst og lremsl bund- in þrem óvissuþállum i framvindu islenskra flug- niála: 1) hvort álramhald veröur á samkeppnisflugi yf- ir Atlanlshaliö um island, 2) hvort Reykjavikurflugvöllur veröur framvegis á sama staö eöa hvort hann veröur fluttur, 3) hvorl vænla má aukins larþegafjölda um Keflavikurflugvöll i sam- ræmi viö þá spá sein byggt var á þegar þessi risabygg- ing var hönnuö. Vilaö er aö þær forsendur slandast ekki lengur. Þessar tæknilegu lorsend- ur hafa hins vegar ekki feng- ist ræddar af skynsamlegu viti vegna þess aö inn i máliö blandast dollarar frá banda- riska hernum, og er þaö ekki i lyrsta skipti sem slikir pen- ingar slá glýju i augu nianna. i leiöara UV i gær segir ebs þaö veröa „hlutskipti Al- þýöubandalagsins aö bjoöa íslendingum upp á þá ósvinnu næstu árin, og jafn- vel áratuginn aö kveöja landiö og heilsa gestum i skjóli nöturlegra hernaöar- mannvirkja." Ekki eru sak- irnar litlar sem upp á Al- þýöubandalagiö eru bornar, enda er tilefniö ekki litiö þar sem eru aöskiljanlegar mill- jónir dollara, sem hægt er aö mjólka Ut Ur hernum. Ekki drögum viö hins vegar i ela þaö þjóöarstolt sem íylla mun lungu og kviö DV-rit- stjórans þegar hann kemur til meö aö lagna erlendum gestum og heilsa þjoö sinni i þeirri draumahöll sem hýsa mun yfir þriöjung þjóöarinn- ar standandi og var byggö fyrir bandariska betlidali. 1 sérálili olals Ragnars Grimssonar um máliö segir m.a. aö reynist ein al þrem fyrrgreindum forsendum röng séu „röksemdir lyrir réttmæti þeirrar tegundar al byggingu.sem nú er teiknuö, um leiö hrundar. Reynist þær allar rangar, mun bygg- ing slikrar flugstöövar flokk- ast undir einhver stærstu mistök i skipulagsmálum opinberra mannvirkja og stjórnun flugmála á Is- landi.” —dlg. Við erum á leið upp í Al- menningaskarð í Horn- bjargi þegar við sjáum skyndilega hreyfingu í hlíð- inni. Það er ekki um að vill- ast. Tveir refir, annar brúnn og hinn hvítur, skjótast upp brattann á fleygiferð og hverfa í stóra urð. Neðar er stór skafl og þar er sá þriðji að snudda. Við störum hug- fangin og stöndumst ekki þá freistingu að ganga í humátt að rebba á skafli- num. Hann veitir okkur lengi vei enga athygli. Reyndar er hann bara að leika sér á skaflinum. Milli þess sem trýnið er ofan í snjónum stekkur hann upp. Þetta er eins og hálfgerð ballettsýning. Þegar við nálgumst enn frekar fer hann á bak við stóran stein. Eg er kominn alveg að stein- inum og rebbi veitir mér loks at- hygli. Hann er svolítið hissa og veit ekki alveg hvernig hann á að taka mér. Hann gægist bæði upp fyrirog undan steininum og augun eru stór og kringlótt af undrun. Þetta er dökkbrúnn, fallegur og stálpaður yrðlingur sem ekki hefur enn kynnst vonsku heimsins. Ég er ekki nema í 2 - 3 metra fjarlægð og þá sé ég að hann skýst undir steininn. Þetta er stóreflis bjarg og greinilega holrúm undir. Á því eru margar út- göngudyr. Nú höfum við raðað okkur í kringum steininn og öðru hverju rekur rebbi greyið trýnið út en hörfar jafn óðum. Ef gægst er inn undir má sjá glytta í augu hans. Svo gerir hann atrennu að fara út en þá smelli ég af myndavélinni og hann hrekkur í kút við smellinn og hörfar á ný. Dálítil stund líður. Skyndilega læðist hann út og dregur magann við jörðina. Hann hleypur í kring- um steininn og við tökum öll mynd- ir. Svo skokkar hann á brott. Við göngum nú upp í stórurðina og þar er greni, mikið umrót, bein og fuglafiður. Sá dökki er aftur far- inn að leika sér við skaflinn en nú sjáum við að hann tekur stefnuna í átt til okkar. Við bíðum í ofvæni með vélarnar mundaðar og reynum að láta fara lítið fyrir okkur. Hann nálgast í rólegheitum og virðist ekkert liggja á. Engin hræðslu- merki eru sjáanleg á honum. Við stöndum tveir upp á einum steinin- um við grenið þegar mér finnst ég þá verða var við hreyfingu fyrir neðan okkur. Jú, þaðerekki um að villast. Ljósu trýni er stungið út um holu og rétt á eftir skýst einn Ijós- mórauður út og tekur á sprett. Við erum ekki höndum seinni með myndavélarnar og smellum af. Svo er bara að sjá hvernig fókusinn verður. Við erum lengi á vappi í kringum grenið og öðru hverju láta yrðling- arnir þrír sjá sig, nær eða fjær. Þeir virðast engan ótta hafa af okkur, haga sér eins og hvert annað fávíst ungviði. Foreldrarnir eru vafalaust einhvers staðar víðs fjarri í fæðu- leit. Nóg er af matnum í fjörum og björgum. Þetta hlýtur að vera gósenland fyrir rebba. Til skamms tíma voru að vísu refaskyttur á ferð hér árlega en ferðum þeirra hefur fækkað undanfarin ár. Auðvitað á rebbi að eiga friðland hér á Hornströndum þar sem engin sauðkind stígur fæti sínum og hefur ekki gert í 30 ár. Raunin mun samt vera sú að friðun refsins er ekki innifalin í friðun þjóðgarðsins, sem nú á að heita hér, og má það furðu- legt heita. Bændurnir, mestu hat- ursmenn rebba, segja að Horn- strandir séu uppeldisstöðvar fyrir hann í öðrum landshlutum. Nýlega rakst ég á grein eftir Pál Hersteinsson dýrafræðing í ís- lensku tímariti en hann hefur undanfarin ár helgað sig rannsókn- um á lífsmunstri íslensku lágfótu. Hann segir að það tjón sem rebbi valdi á íslensku sauðkindinni sé að- eins brot af þeim peningum sem árlega er varið til útrýmingar hon- um. Hann segir ennfremur að það sé hrein undantekning ef refur ráð- ist á heilbrigð lömb eða fullorðnar kindur. Áður fyrr þegar vetrarbeit tíðkaðist meira en nú er og féð var illa haldið af hungri og vosbúð þeg- ar líða tók að vori hafi skolli hins vegar oft séð sér leik á borði. Refurinn er sannur Islendingur því að hann hefur lifað á landinu síðan ísöld lauk eða 9000 árum lengur en homo sapiens — maður- inn. Hann ætti því að eiga fullan tilverurétt í íslenskri náttúru — ekki síst á friðuðu landi eins og á Hornströndum. En allt frá árinu 1295 hefur verið sett fé til höfuðs honum hérlendis og má í raun og veru heita furðulegt að hann skuli ekki löngu vera útdauður. Það er fyrst á þessari öld sem gengið hefur veríð svo nærri honum að talið er að stofninn hafi eyðst að 2/3 hlutum. A SV-landi er refur t.d. orðinn afar fátíður. Tvö litaafbrigði eru af íslenska refnum. Annars vegar eru brún dýr og halda þau sama litnum allt árið. Hins vegar hvítir refir sem verða Ijósmórauðir á sumrin. Sá brúni er meira með ströndinni fram en sá hvíti upp á hálendinu. Yrðlingarnir á greninu við Almenningaskarð voru greinilega af blönduðu for- eldri því að tveir þeirra voru brúnir eins og fyrr sagði en einn ljós. Daginn eftir áttum við aftur leið um þessar slóðir og sáum yrðling- ana aftur í návígi. Við gengum svo niður að bænum Horni og er við vorum að koma til baka sáum við fullorðinn ref í fjörunni. Hann sá okkur og tók hann þá á sprett og sáum við á eftir honum eins og blátt strik upp í hlíðar Dögunarfells. Þá tókum við einnig eftir öðrum sem var samferða rétt á undan. Kannski voru þetta foreldrarnir. Refir hafa víst þann hátt á að helga sér land- svæði með því að spræna á landa- Uppi á gi'eninu. Kefssvipurinn leynir sér ckki. Þess skal getið að engin al' þessuin myndum er tekin mcð aðdráttarlisnsu, lieldur mcð venjulegri linsu i návigi. A myndinni l'yrir ofan rcynir Kebbi útgöngu. Um leið og smcUurinn i Ijósmyndavél- inni heyrðist hrökk hann til baka. merkin og má þá enginn annar refur voga sér inn fyrir þau merki. Þeir sem hyggja á Hornstranda- ferðir geta vænst þess að sjá rebba í þjóðgarðinum og er það ekki síst spennandi við slíkar ferðir. En þeir sem ætla að ná verulega góðum myndum ættu að hafa að- dráttarlinsu meðferðis. Því miður vorum við bara með venjulegar linsur, annars hefðum við náð mjög fínum myndum. Og eitt er víst: Ég ætla að ganga íTófuvinafélagið eft- ir þessi stuttu kynni. — GFr Sú Ijósa skaust undan steininum sem greinarhöfundui- stóð á og svo mikill varð asinn á að ljósmynda að þetta varð útkonian. Ljósni.: GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.