Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN jHelgin 14.—15. ágúst 1982 Einar Olgeirsson áttræður fyrir okkur aö kynna okkur vel sögu lands og þjóöar. Þekking Einars á öllum þessum þáttum hefur gert hann manna hæfastan til að þróa og beita sólsialiskum úrræðum i islenskri stjórnmála- baráttu. Ég minnist er ég fór meö Einari i kosningaleiðangur vorið 1956. Þá gengum viö i óíærö yfir Siglu- íjarðarskarö, en félagarnir þaöan komu á móti okkur. Þetta var eríiö ganga, Einar var óvanur ljallgöngu og heilsan ekki of sterk, en viljann og úrræöiö vant- aði ekki. Káum klukkustundum siðar héll hann þrumandi ræöu á kosningalundi sem óþreyttur væri. Þá dáðist ég að Einari sem oftar. Kg veit aö aörir skrila um Al- þingismanninn Einar Olgeirsson, en þar var ég honum samtimis i nokkur ár. Til gamans ætla ég aö geta hér litils atviks. Einhverju sinni var nauösynlegt aö halda uppi málþófi og Einar lá þá ekki á liðisinu. Hann haföi staöiö i ræðustólnum i nokkrar klukku- stundir og þrumaö. Á eítir spuröi ég hann hvort hann heföi ekki verið oröinn þreyttur. Jú, svolitiö i l'ótunum, var svariö. Ekki var þaö nú annaö. En minnisstæðastur er þó mað- urinn sjálfur, Einar Olgeirsson, þessi ljúfi og góði félagi. Maður- inn sem aldrei hlifir sjálfum sér, en er fullur umhyggju fyrir öðr- um, sifellt spyrjandi um hag og afkomu félaganna og ef einhvers- staðar bjátar á þá að sjá um að- stoð. Þessi umhyggja og samúð með öllum sem minna mega sin i þjóðfélaginu er einn rikasti eðiis- þáttur Einars. Einar hefur tryggt sér sess meöal fremslu stjórnmálamanna fslands á þessari öld og ég hika ekki viö aö segja aö hann er jafn- framt ástsælasli loringi islenskrar alþyöu. Kæri Einar, hjartanlegar ham- ingjuóskir og innilegt þakklæti lyrir aö hala noliö samfylgdar þinnar svo lengi. Beröu Siggu, þinni ágætu konu, kærar kveöjur. Eðvarö Sigurösson Meðal verkafólks á Akureyri var uppi fótur og fit 11. september 1944, þann dag fyrir 38 árum flutti Einar Olgeirsson útvarpsræðu i sölum Alþingis, ræðu sem siðan er nefnd „Nýsköpunarræða Ein- ars Olgeirssonar.” A þeim dögum var komin sú tið að flest verkamannaheimili áttu sér útvarpstæki og þvi gátu menn hlustað i ró og næði heima hjá sér og það gerðu margir Akureyring- ar eins og aðrir landsmenn. En verkafólkið á Akureyri lét sér ekki nægja að hlusta á ræðu Ein- ars hver i sinu horni og var þvi ákveðið af nokkrum mönnum i fyrstu að koma saman i verka- lýðshúsinu við Strandgötu 7, og hlusta þar i sameiningu á ræðuna, og þangað flutti Þórður Valdi- marsson útvarpstækið sitt og kom þvi haganlega fyrir i fundarsaln- um. 1 Verkalýðshúsinu vildum við hlýða á ræðuna, i þvi húsi þar sem Einar hafði svo oft stjórnað fund- um og flutt erindi um verkalýðs- mál og sósialisma. Einkennandi við þennan fund var að enginn var fundarstjórinn og ekki hafði verið boðað til sam- fundarins á venjulegan hátt, það sem til stóð var látið berast mann frá manni, frá einum vinnustað til annars og nokkru áður en út- varpserindið hófst var fundarsal- urinn þéttsetinn og staðinn eins og húsrúm framast leyfði. Mér er það minnisstætt hve hljótt var i salnum og hve ræðunnar var beð- ið með alvöruþrunginni eftir- væntingu. 011 höfðum við lesið greinar Einars i Þjóðviljanum um nýsköpun atvinnulifsins og stórbreyttan atvinnugrundvöll og þvi gengum við þess ekki dulin hvert yrði aðalinntak ræðunnar og vissum auk þess að ræðan hlaut að koma i blaðinu okkar Þjóðviljanum. Svo þegar rödd i útvarpinu til- kynnti að Einar Olgeirsson tæki til máls og rödd EinaES sem við þekktum svo vel, fyllti salinn, hvarf hvert einasta andlit áð ræð- unni, hverju einasta orði, menn vildu svo sannarlega leggja sig fram um að nema og skilja þann boðskap sem i ræðunni fólst. Við vorum þess fullviss að öllum okk- ar yrði lögð nokkur byrði á herðar og vorum þess albúin hver eftir sinni getu að gangast undir þá byrði og þvi urðum við að vita sem gleggst hvað fólst i mikilleik orðanna og „brynja okkur með þekkingu” hvert og eitt til þess að geta tekið sem virkastan þátt i þeirri „uppreisn alþýðu” sem ný- sköpun atvinnulifsins var. öll þekktum við ræðusnilld Ein- ars og þann eldhug sem að baki bjó, svo langt sem skilningur hvers og eins náði til, og eins þá miklu hæfileika hans að gera hverja eina ræðu að kennslu- stund, við höfðum setið i þeim skóla sem reyndar stóð öllum op- inn, skóla sem hafði hert okkur og skerpt i verkalýösbaráttunni, baráttu sem þannig var uppbyggð fyrir atbeina Einars að hún var jafnframt uppbyggjandi fyrir allt þjóðlifið. Á meðan ræðan var flutt virtist mér athygli fólksins með þeim hætti eins og Einar væri þarna meðal okkar og þannig var mér innanbrjósts, og þess var ég full- viss að það sem að öðrum þræði dró fólkið að útvarpinu þennan dag var Einar sjálfur svo var hann elskaður og virtur af þeim sem þekktu hann best frá hans Akureyrarárum og áttu honum svo mikið upp að unna. Flestir töldu sig eiga hann að i lifsbarátt- unni framar öðrum mönnum og bera jafnframt ábyrgð á fram- gangi þeirra mála sem hann barðist fyrir að fá framgengt. Þegar upp var staðið i lok ræð- unnar fór það ekki leynt að mörg- um hafði vöknað um augu, svo áhrifarik var ræðan, flutningur hennar og innihald, og i þetta sinn var gengið næstum hljóðlega út úr verkalýðshúsinu út á svo til mannlausa götuna, svo var mönnum mikið i hug að orð urðu að biða. En á naistu dögum og timum var þessi útvarpsræða Einars og það sem hún leiddi af sér aðal umræðuefni meðal manna, nýsköpun atvinnulifsins var á hvers manns vörum, og það varð þjóðarvakning. Ég rifja upp þessa dýrmætu minningu sem kveðju og árnað- arósk til Einars Olgeirssonar á áttræðisafmælinu hans þann 14. ágúst n.k. og jafnframt sem heillaósk til islenskraralþýðu. Tryggvi Emilsson Þótt í dag sé erfitt og nær ómögu- legt aö lifa, því sem viö köllum mannsæmandi lífi, af dagvinnu- tekjum einum saman, þá hygg ég samt að það finnist ekki ein einasta manneskja, sem ekki viðurkennir það að lífskjör almennings hafa tekið þeim breytingum til batnaðar á þessari öld, að byltingu má kalla. Ennþá eru lifandi allmargir íslend- mgar sem upplifðu þessa lífskjara- byltingu og muna því tímana tvenna. En þeir eru færri á lífi for- ingjar þessarar byltingar, mennirn- ir sem leystu alþýðu þessa lands úr fjötrum eymdar og minnimáttar- kenndarogkenndu henni að vígbú- ast samtakamætti til lífskjarasókn- ar, sem leiddi til þessarar byltingar. Eitt þessara mikilmenna Einar Olgeirsson er áttrætt í dag. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna aó gera uttekt á ævistarfi Einars í þessu greinarkorni, en á þessum tímamótum í lífi hans sækja að ým- is sundurlaus minningabrot. Hvenær ég kynntist Einari veit ég ekki. Um hann var talað með virðingu á heimili foreldra minna frá því ég fyrst man eftir mér. Faðir minn hafði kynnst honum norður á Akureyri, þegar hann stundaði þar nám í Gagnfræðaskóla, en Einar var þá kennari þar. Fyrir utan skólanámið lærði hann þar hverju samstillt, sterk og meðvituð verkalýðshreyfing gat áorkað í réttindabaráttu almúgans, sem á þeim tímum var ekki hátt skrifaður. Kennari hans í þeim efn- um var Einar Olgeirsson. Vafa- laust hefur námið í Gagn- fræðaskólanum orðið föður mínum gagnlegt á lífsleiðinni, en kynni hans af Einari Olgeirssyni og sósí- alismanum mótuðu frá þeim tíma allt hans líf. Ég sá Einar fyrst ein- hverntímann rétt eftir 1950. Þá bjuggum við á Siglufirði. Það voru kosningar í aðsigi, og í framboði fyrir sósíalista var Gunnar Jó- hannsson forystumaður verka- manna á staðnum. Á þeim árum hafði ég engan áhuga á pólitík og forðaðist fundi eftir fremsta megni. En þegar það fréttist um bæinn að Einar Olgeirsson ætlaði að koma norður og tala á fundi í Al- þýðuhúsinu, þá var um leið víst að ég færi á fund til að sjá og heyra manninn. Húsið var mjög þétt skipað þeg- ar fundurinn hófst. Þar voru mættir flestir sósíalistar á Siglufirði og auk þeirra ýmsir forvitnir eins og ég, en þó flestir eldri. Á öftustu bekkjun- um, næst útidyrum, mátti svo þekkja yfirlýsta krata og fram- sóknarmenn og einstaka íhalds- menn. Gunnar Jóhannsson talaði fyrst- ur. Hann var með skrifaða ræðu og las hana hægt en þó með áherslum og nefndi margar tölur og %. Ég skildi ekkert í þeirri ræðu. Þegar Einar steig í ræðustólinn, mátti auðveldlega greina spennu og eftirvæntingu. Einar talaði blaða- Iaust eins og oftast. Hann talaði af sannfæringarkrafti og bjartsýni á máli sem allir skildu, jafnvel ég taldi mig skilja svolítið í því sem hann sagði. Þegar fundinum lauk, gengu sýnu bjartsýnni menn út úr Alþýð- uhúsinu heldur en fóru inn í það stuttu áður og allt kosningastarfið lifnaði við. Sjálfur notaði ég næstu daga til að ávarpa sem flesta af þeim sem ég þekkti, og ekki höfðu verið á fund- inum, þessum orðum: „Fórstu á fundinn? Mikið helv. var Einar góður.” Eftir að við fluttum til Reykja- víkur og ég fór að taka þátt í skipu- lögðu starfi sósíalista hér, fékk ég mörg tækifæri til að hlusta á Einar flytja ræður og notaði þau öll, eftir bestu getu. Það var einkenni á ræðustíl Ein- ars, hve auðvelt hann átti með að ræða hin flóknustu mál með þeim hætti, að allir áttu auðvelt með að skilja. Það voru kannske þessir hæfi- leikar hans umfram aðra, sem gerðu það að verkum að hér tókst að byggja upp sterkan sósíalista- flokk og halda honum saman þrátt fyrir kaldastríðsáróður og ýmis önnur ytri áföll. Við, sem erum nú það sem kall- að er „á besta aldri“, gerum okkur fulla grein fyrir því, að þau lífskjör sem við búum við, eru afleiðing af starfi og baráttu þeirrar kynslóðar, sem nú hefur að mestu lokið sínu ævistarfi. Við eigum henni mikið að þakka og okkar afkomendur einnig. Ég veit því að ég mæli fyrir munn fjölmargra þegar ég í dag hylli Ein- ar Olgeirsson og fjölskyldu hans á þessum tímamótum í lífi hans, og óska íslenskri alþýðu til hamingju með líf hans og starf. Sigurjón Pétursson. Kæri Einar, Það er ekki þrautalaust að senda þér afmæliskveðju sem á að birtast alþjóð. Miklu heldur hefði ég kosið að fara til þín og kyssa þig fast á munninn fyrir allt sem þú hefur gert og verið öll þessi ár. En á málgagninu okkar er eðlilega allt á öðrum end - anum í tilefni dagsins, enda eru þeir ekki margir sem hafa verið hnepptir í hald og fluttir á breskan Brimarhólm fyrir þetta sama málgagn. Dagskipun Kjartans var því skriflega afmælis- kveðja en ekki hinn fyrri kostur, enda er það alkunna að þið skiljið ekki „mjúku línuna“ í pólitíkinni, þessir karlar. Og það var eins gott að hún var ekki upp fundin þegar þú hófst hina miklu göngu íslenskrar alþýðu til mannsæmandi lífskjara, burt frá fá- tækt og umkomuleysi þess tíma. í þeirri baráttu dugði engin mjúk lína. Hún var háð af fullri hörku með þeim vopnum sem sigurstranglegust hafa reynst: viti og hugsun, menntun og málsnilld og óbilandi trú á sigur hins réttláta máls. Með öllum eldmóði hugans og óþreytandi elju við að skýra og greina var hinum kúgaða kennt að þekkja kúgara sinn. Fyrstu minningar barna eru oft skrýtnar og skemmtilegar. Fyrsta minning mín um þig, kæri Einar, er mér skýr í minni. Verið var að hlusta á útvarpsumræður frá Alþingi, sem eflaust voru þá í svipuðum dúr og þær eru nú. En allt í einu fórst þú að tala. Orðaflaumurinn buldi á veggjunum og sannfæringarkrafturinn skók hús- ið, svo að amma mín gömul og grand- vör sagði: Óskapa læti eru í mann - inum En ég hugsaði eitthvað á þá leið að þessi karl hefði áreiðanlega rétt fyrir sér, eins og mér hefur oftast fundist síðan. Alveg sammála höfum við ef til vill ekki alltaf verið, en þá er að greina hismið frá kjarnanum. Ég get heldur ekki státað af að hafa starfað með þér eða verið þér nákunnug, en við höf- um spjallað og jagast oggrátið saman einu sinni - af gleði. Eflaust skrifa margir langa afrekaskrá þína í blaðið okkar í dag, ættartölur og endur- minningar um langa vináttu. Heil bók hefur þegar verið um það allt skrifuð. En sú saga verður kannski aldrei sögð, sem mestu hefur skipt þig og þína: sagan um þjáningu þína, vonbrigði og sorgir í þessari löngu baráttu, niðurlægingu þína í tapaðri orrustu, örvæntingu í innlendum og erlendum fangelsisklefum, áhyggjur af afkomu konu og barna, níð og róg um þig og þína. Þér-finnst eflaust að sú saga sé einkamál, en stundir glæstra sigra inál okkar allra. Samt hlýtur þér að finnast gott að vita, að við deilum liinu líka, þó að minna sé um það talað. Par er þakklætisskuld okkar stærst. Sigrarnir eru ótvíræðir. Þjóðfélag- ið sem við fæddumst og ólumst upp í er ekki lengur til. Fátæktin og örygg- isleysið sem sú kynslóð bjó ennþá við kemur vonandi aldrei aftur, svo að södd og menntuð þjóðin hefur þess vegna tíma til að ræða mjúku línuna yfir rauðvínsglasi meðan heimilistækin mala og myndbandið hefur ofan af fyrir börnunum, óvit- andi um að auðvaldið í heiminum er ennþá samt við sig. Ennþá sveltur þriðjungur mannfólksins á jörðinni og sífellt skelfilegri vítisvélar standa tilbúnar til að gjöreyða heimsbyggð allri, þúsundfallt skelfilegri nú en fá- tæklingana á fjórða áratugnum hefði nokkurn tíma grunað að unnt væri að framleiða. Við eigum langa göngu enn fyrir höndum, félagi, og við eig- um þá ósk besta að þú verðir með okkur sem allra lengst. Okkur veitir ekki af. Á þessum degi eru konu þinni og okkar góðu félögum, börnum þínum, sendar hugheilar hamingjuóskir. Þeirra hlutur verður seint metinn. Ég vildi að við hefðum getað gefið þér jafngóða gjöf og hann Brynjólfur fékk á áttræðisafmæli sínu í maí 1978, en eins og þú veist öðrum betur er slíkt ekki alltaf á lausu. Við höfum fundið þér aðra gjöf að þessu sinni, en fyrir hinni berjumst við ótrauð á- fram. Undir þínu merki. Þá gjöf skaltu fá - fyrr eða síðar. Fyrir henni verður barist af fullri hörku. Guðrún Hclgadóttir ”AIlt hafði annan róm“ Stjórnmálamenn stjórna gangi mála og eru því hönnuðir samfélaga samkvæmt íslenskri málvitund; svona er íslenskan skýrt og skemmti- legt mál. — Pólitíkusar gegna sama hlutverki í öðrum löndum, þótt starfsheiti þeirra sé svona skrýtið og verði ekki tengt öðru í daglegu lífi en pólitíinu, sem þeim er ýmsum gjarnt að beita við byggingarstarf sitt að því er sögur herma. Einn af hinum miklu arkitektum nútímans á íslandi býr enn þá hjá okkur; hann Einar Olgeirsson verður Þrír stjórnmálaforingjar: Hermann Jónasson formaður Framsóknar- flokksins, Einar Olgeirsson formaður Sósíalistaflokksins og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.