Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 5
Hclgin 14,—15. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Góður heyfengur stopulan þerri Reynir Bjarkason, þriggja ára sonur hjónanna i Mjósyndi, er glaöhlakkalegur á svip og heldur sig á öruggum stað, meðan blás- arinn er i gangi. með búskap og þá aðallega kartöflurækt. Gestur Kristjánsson var þar á túni, þegar fréttaritara bar að, ásamt frænda sinum Kristjáni Asmundsyni, bónda i Ferjunesi, sem var að hjálpa honum að vél- binda hey i bagga. Gestur gaf sér tima til smá- skrafs, þótt rigningarlega liti út með kvöldinu og ærið verk væri fyrir höndum að koma böggunum i hús, áður en hann brysti á með rosa, einn ganginn til. Gestur sagðist hafa tekið upp það nýmæli i sinum búskap i sum- ar að útbúa sér flatgryfjur til vot- heysverkunar i hlöðu, og ætlaði hann að nota baggana til að fergja með votheyið. Hann lét illa af þurrkleysinu i sumar og sagð- ist enn eiga eftir að ná inn tals- verðum heyjum. Gestur sagði heyfeng sinn þó vera góðan og yrðu öll hús orðin full þegar hann væri búinn að koma böggunum fyrir. Hann sagði eins og Bjarki, sem er tengdasonur hans, að þetta væru góð hey og litið sem ekkert hefði hrakist hjá sér, grös hefðu ekki sprottið úr sér og þetta væri prýðilegasta fóður. Gestur kvaðst að lokum vonast til þess að það færi að rofa til og gera samfelldan þurrk nokkra daga. Ein heil þurrkvika myndi þar skipta sköpum fyrir hann og marga aðra bændur á Suður- landi. -ráa Heyið bundiö i bagga með nýjustu tækni að Forsæti. Þótt nú sé áliðið sumars eiga margir bændur á Suðurlandi enn langt í land með að ná inn heyjum sin- um. Tíðarfar hefur verið rysjótt það sem af er og stopull þurrkur. Mjög er misjafnt hve mikinn hluta heyfengs bændur verka í vothey/ og margir þurrka öll sin hey. Bjarki Reynisson, bóndi i Mjós- yndi i Flóa, er einn þeirra sem eingöngu hefur hirt. i þurrhey, og hefur honum þó búnast mjög vel og hefur-átt eina nythæstu kú á Suðurlandi. Bjarki kvaðst þó hafa fullan hug á að koma sér upp að- stöðu til votheysverkunar, og væru það áform hans að gera það Tveir bœndur í Flóa teknir tali í heyskapar- önnum Bjarki i Mjósyndi notar eins og margir aðrir sjálfhleðsluvagn við hirðinguna, og er að þvf rnikill vinnusparnaður. Gestur Kristjánsson, bóndi í Forsæti, híeður heyinu i garða meö múga vélinni. um leið og hann kæmi sér upp nýju fjósi. Hann sagði það þó vera bót i máli núna að vel væri sprott- ið, og væru hlöður orðnar sneisa- fullar hjá sér. Og þar með var Bjarki þotinn af stað til að troða heyiið uppi undir mæniás i fjóshlöðunni, til að enn væri hægt að blása þar inn örfá- um tuggum, svo fréttaritari sá sitt óvænna og fór að leita að öðr- um bónda sem hægt væri að tefja örskotsstund frá heyskapnum. Handan þjóðvegarins, gegnt Mjósyndi, er bærinn Forsæti, þar sem lengi hafa búið bræðurnir Gestur og Sigurjón Kristjáns- synir ásamt sinu fólki, en i For- sæti er eiginlega visir að smá- þorpi, þvi synir beggja hafa reist sér þar hús og búa þar með fjöl- skyldum sinum og hafa smiðar að aðalatvinnu, þótt þeir séu lika

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.