Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.—15. ágúst 1982 4 Hópferð Norræna félagsins til Grænlands: Þj óðleg vakning og vilji til sjálfstjórnar er það sem mér er minnis- stæðast Þetta var sérlega eftir- minnileg og velheppnuð ferð, sem hefur kveikt í mér Grænlandsbakteriuna þannig að mig dauðlangar aftur, sagði Sigurður A. Magnússon rithöfundur i viðtalí við blaöið í gær, en hann er einn þeirra 80 islendinga sem fóru til Grænlands á vegum Nor- ræna félagsins til þess að taka þátt i hátíðahöldum i tilefni þess aö 1000 ár eru liðin frá því Eirikur rauði kom fyrst til Grænlands. — Það er i sjálfu sér merkilegt að Grænlendingar áttu sjálfir frumkvæði að þvi að minnast komu norrænna manna til Græn- lands með þessum hætti og var það fyrst og fremst Henrik Lund borgarstjóri i Quaqortoq sem átti veg og vanda að skipulagningu hátiðahaldanna. Hins vegar var það Ferðafélagið á staðnum sem skipulagði ferðir okkar i þessar 2 vikur um Eystribyggð á Græn- landi. Við komum i 3 hópum með 2 daga millibili og flugum fyrst til Narssarssuaq og sigldum þaðan yfir til Brattahliðar hinum megin við fjörðinn þar sem við gistum eina nótt. Þaðan fórum við til Narssaq og vorum i 2 daga en dvöldum siðan lengst af i Quaqor- tog, þar sem hátiðahöldin fóru fram, en viöslödd þar voru m.a. Margrét Danadrottning, Sonja krónprinsessa af Noregi, Vigdis Rætt við Sigurð A Finnbogadóttir og lögmaðurinn i Færeyjum. Við vorum heppin með veður og fórum viða i skoðunarferðir, sem margar hverjar voru hinar ævin- tyralegustu. Meðal annars hlýdd- um við á Jonathan Mozfeldt for- mann Grænlensku landsstjórnar- innar flytja messu i Hvaleyjar- kirkju, sem er best varðveitta mannvirkið á Grænlandi frá timum norrænna manna. Var eitthvaö sem kom þér sér- staklcga á óvart i ferðinni? Stundakennara vantar i kjötiðnaðargreinum. IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Kennarar Nemendur Getum bætt viö nokkrum nemendum í a. grunndeild maimiöna b. iramhaldsdeild i húsgagnasmiði c. raísuðunemum d. íramhaldsdeild i húsasmiði e. grunndeiid bokiöna (undirbúnings- greinar iyrir prentun, setningu, bók- band, oíisetljosmyndun, offset- skreyting- og plötugerö.) Bókasafnsfræðingur Bókasafn Hafnarfjaröar óskar að ráða bókasafnsfræöing i 3/4 hluta starfs. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. sept. n.k. Uppiysingar gefnar i sima 50790. Yfirbókavörður Já, ég verð að segja það. Ég hafði haft það á tilfinningunni að Grænlendingar fyndu til hjálpar- leysis og vanmetakenndar gagn- vart Dönum og dönskum áhrifum, en ég varð þvert á móti var við mjög sterka hreyfingu til aukins sjálfstæðis og það kom mér á óvart hvað grænlenska tungumálið stendur sterkt þrátt fyrir þá staðreynd að um fimmti hluti ibúa landsins er nú af dönsk- um uppruna. Það er greinilega uppi mjög sterk hreyfing á Græn- landi sem miðar að þvi að afnema ýmis þau forréttindi, sem Danir hafa notið á Grænlandi, m.a. i launagreiðslum og koma á auknu jafnrétti i þeim efnum. Þá kom það mér einnig á óvart að dönsku- kunnátta var ekki almennari en raun ber vitni. Grænlendingar leggja augsýnilega mikið upp úr þvi að varðveita tungu sina og menningu og bókaútgáfa á græn- lensku er mjög myndarleg. Hittir þú cinhverja félaga þina úr rithöfundastétt? Nei, ég komst að þvi eftir að ég kom út að þeir voru á þingi um 200 km norðan við Nuuk þessa daga sem við dvöldum á Grænlandi. Eru Grænlendingar frá- brugðnir öðrum Norðurlanda- búum i háttum og lundarfari? Já, þeir eru bliðlyndir með af- brigðum, brosmildir og glað- lyndir og bera sterk einkenni Asiubúa. Það er stundum sagt að þeir lifi i öðrum tima en við, að minnsta kosti hafa þeir annað timaskyn. Þeir eru duglegir verkamenn, en þeim er ekki ásköpuð stundvisi og mér er sagt aö þetta hafi m.a. valdið erfið- leikum i þeirri iðnbyltingu, sem nú stendur yfir i landinu með þeim breyttu lifsháttum sem hún krefst. Við urðum lika vör við það á ferðum okkar að timasetningar stóðust ógjarnan og virtust þeir oft ekki skilja að ein eða tvær klukkustundir hefðu mikið að segja i þvi sambandi. Þá var einnig eftirtektarvert að sjá hvernig þeir eyddu fritima sinum, maður sá þá fara i smá- hópum upp um hliðar og inn i dali þar sem þeir kveiktu elda og undu við gleðskap fram. eftir degi. Varstu var við að áfengis- vandamál væri almcnnt á Græn- landi eins og stundum cr sagt? Já, óneitanlega og ekki sist á meðal eldra fólks. Stjórnvöld telja það ásamt með atvinnu- leysinu vera eitt stærsta vanda- málið sem þau eiga við að glima. Hvernig virtist þér atvinnu- ástandið vera i Quaqortoq? Ég veit að atvinnuleysiö er tals- vert, en atvinnulif virtist þó i fullum gangi. Hins vegar sá maður einnig marga, sem ekki voru i vinnu, en þeir gátu eins vel verið i sumarfrii. Grænlendingar búa við ýmsa erfiðleika, sem eru okkur fjar- lægir. Samgönguerfiðleikar eru gifurlegir, og m.a. sat drottn- ingarskipið fast i isnum fyrir utan Eiriksfjörð. Þeir ætla sér nú að tvöfalda sauðfjárrækt i Eystri- byggð, en erfiðleikar við túnrækt eru gifurlegir. Við hittum Þór Þorbergsson tilraunastjóra, sem vinnur um þessar mundir að þvi að kenna Grænlendingum tún- rækt. Hann tjáði okkur að hann þyrfti að meðaltali að tina 100 tonn af grjóti úr hverjum hektara sem ætti að taka til ræktunar, og segir það sina sögu. Hvers varst þú visari um af- stöðu Grænlendinga til Efnahags- bandalagsins? Mér virtist það skoðun flestra eða allra sem ég ræddi við, að Grænlendingar ættu að segja sig úr Efnahagsbandalaginu eins og samþykkt var i þjóðaratkvæða- greiðslunni s.l. vetur. Skoðanir um þetta mál munu þó vera skiptar, enda skiptir það miklu um framtíð landsins. Er ekki ýmsu ábótavant i sam- skiptum islendinga við Græn- land? Jú, vissulega, og það er til skammar hvað við höfum sýnt þessum nágrönnum okkar litla rækt til þessa. En þar er kannski ekki bara við okkur að sakast. Samgöngur hafa verið tregar og erfiðar á milli landanna, og þar er kannski að einhverju leyti við hina gömlu einangrunarstefnu Dana að sakast. Ég held hins vegar að þetta lofsverða frumkvæði Norfæna félagsins muni hafa áhrif i fram- tiðinni, og það var á flestum eða öllum þátttakendum i ferðinni að heyra, að þeir vildu vinna að auknum samskiptum og hefðu áhuga á að fara aftur. Enn hefur ekki verið stofnað Norrænt félag á Grænlandi, en það stendur nú til og ætti það að geta auðveldað samskipti i framtiðinni, Vina- bæjatengsl hafa hins vegar þegar skapast á milli nokkurra bæja, og á hátiðinni voru sérstakir full- trúar Akraness, sem er vinabær Quaqortoq. Við búum við likust skilyrði og Grænlendingar bæði i landbúnaði og sjávarútvegi, og það er greini- legt að það er mikill áhugi meðal Grænlendinga á að auka sam- skipti á milli þjóðanna. Það er skylda okkar að rækta þau tengsl sem þegar hafa náðst og auka þau til muna, þvi þótt Grænlendingar hafi e.t.v. meira til okkar að sækja i atvinnumálum og öðru, þá er okkur ekki siður ávinningur af slikum samskiptum i menningar- legu og félagslegu tilliti. ólg. Laus staða Kennarastaöa i ha^fræði við Mennta- skólann viö Hamrahliö er laus til umsókn- ar. Um er aö ræöa hlutastarf, 1/2 — 2/3 fullrar stoðu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir meö ytarlegum upplýsingum um námsieril og störf skulu hafa borist menntamalaraöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. ágúst n.k. Umsóknareyöublöö fást i ráðuneytinu. 11. ágúst 1982 Memitamálaráðuneytið Skrifstofustarf Starfskraftur oskast til skrifstofustarfa. Góð vélritunar- og islenskukunnátta nauð- synleg. Skriflegar upplysingar um menntun og fyrri störf sendist Fasteignamati rikisins Suðurlandsbraut 14 Reykjavik fyrir 27. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.