Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — WÓÐVILJINN Helgiti 14,—15. ágúst 1982 st jornmál á siinnudeg* Fjórtán ára óráös- flan íflugstöðvarmálinu Einar Karl Haraldsson skrifar Fjórtán ár eru liöin frá því að í alvöru var farið að huga að bygg-' ingu nýrrar flugstöðvar á Keflavík- urflugvelli. Fjórir utanríkisráð- herrar hafa vonast til þess að fá að verða þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrstu skóflustunguna en ekki orðið að ósk sinni. Það er mikill misskilningur, sem reynt er að við- halda af andstæðingum Alþýðu- bandalagsins, að það hafi brugðið fæti fyrir að áform um flugstöð næðu fram að ganga. Þar hafa ó- raunsæjar áætlanir, óhagstæð þró- un í millilandaflugi og vandræða- gangur í utanríkisráðuneytinu spillt framgangi málsins. Hver skýjaborgin eftir aðra hefur leystst upp og orðið að engu án tilverkn- aðar Alþýðubandalagsins. Draumsýn Núverandi flugstöðvarhús á Keflavíkurflugvelli var reist til bráðabirgða 1948 og var í upphafi ætlað að endast í tvo áratugi. Þrátt fyrir verulegar endurbætur og dýrt viðhald er þessi timbur- og tjöru- pappabygging ófullnægjandi og jafnvel hættuleg eldgildra. Þar að auki er hún staðsett á miðju athafn- asvæði hersins þar sem saman blandast farþegaumferð og hern- aðarumsvif. í byrjun síðasta áratugar var af miklum stórhug ráðist í hönnun mikillar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli. Mikil aukning hafði þá verið á farþegaumferð til og frá landinu og menn sáu fyrir sér Is- land sem miðstöð millilendinga alþjóðlegra flugfélaga á leiðum yfir Atlantshafið. Þegar leið á áratug- inn varð hinsvegar ljóst að lang- fleygar þotur myndu gera drauminn um Island sem miðstöð alþjóðaflugsins að engu, auk þess sem samkeppnin á flugleiðum yfir Atlantshafið var að dæma Loft- leiðir úr leik. Sú þróun hefur haldið áfram og eftir mikið samdráttar- tímabil í íslenska millilandafluginu sem helst í hendur við erfiðleika flugfélaga um allan heim eru engar horfur á að veruleg aukning verði í farþegaumferð um Keflavíkurflug- völl næstu árin. Risamennska Fram eftir síðasta áratug voru menn að endurskoða og minnka teikningar Aeroport de Paris og Wilhelm Lauritzens Tegnestue A.S. Ekki var vanþörf á, því að þegar Aeroport de Paris lauk verki sínu við teikningar af flugstöð var því spáð að heildarumferð um Keflavíkurflugvöll árið 1980 yrði 1.8 milljón farþega, og 1990 5.3 milljónir. Reyndin varð sú að 1978 reyndist heildarumferð um flug- völlinn, þ.e.a.s. þeir sem komu, fóru og höfðu viðkomú, vera 556 þúsund farþegar. í fyrra var þessi tala komin ofan í 431 þúsund farþega. Við getum gert okkur í hugar- lund hvernig við íslendingar stæð- um í dag ef farið hefði verið að tillögunum frá 1972 og við stæðum uppi með flugstöð sem ætti að anna tveimur milljónum farþega og hefði í upphafi verið sniðin til þess að geta annað afgreiðslu 5-7 mill- jóna farþega. Hætt er við að ein- hverjir væru þá þessa dagana að tala um offjárfestingu, hrikaleg skipulagsmistök í flugmálum, og ábyrgðarleysi í meðferð ríkisfjár- mála. Aðskilnaðarstefna Þáttaskil urðu í flugstöðvarraun- um síðsumars 1974 eftir stjórnar- skipti og tilkomu helmingaskipta- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Einar Ágústsson utanríkisráðherra í vinstri stjórn- i Ijói táii ár liala ói aunhæfar áætlanir, óhagslæð þróun i tnillilandaflugi og vandræðagangur i utanrikis- ráðuneylinu komið i vcgfyrir skynsamlega ákvarðanatöku i sambandi við nýja flugstöð á Keflavikur- llugvelii og aðskilnaö farþegaumferðar ög hernaðarumsvifa i herstöðinni. inni 1971 - 74 sem ætlaði að reka herinn, fór sem utanríkisráðherra hægri stjórnar til Washington í við- ræður um endurskoðun setuliðs- samningsins. Höfuðlínan í þeim samningum var aðskilnaður hern- aðarumsvifa frá almennri starfsemi á Keflavíkurflugvelli. í samkomu- laginu við Bandaríkin frá 1974 segir í fylgiskjali: ”C. Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun leitast við að fínna leið til þess að vinna að því í samvinnu við ís- lensku ríkisstjórnina að skilja að svæði þau, þar sem rekstur far- þegaflugs og starfsemi varnarliðs- ins fer fram. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna mun taka þátt í byggingu nýrrar farþegaflugstöðvar eftir því sem fjárvcitingar heimila og varn- arliðsrekstur krefst. í þessu sam- bandi var rætt um að Bandaríkin kosti lagningu aðkcyrslubrauta fyrir flugvélar, byggingu flugvél- astæða, lagningu vega, þar með tal- inn nýr bílavegur, svo og endurnýj- un á kerfi því, sem flytur eldsneyti að flugvélum.” Kostnaðurinn við allt utan dyra var áætlaður 25 milljónir dollara. Washington-samkomulagið frá 1974 var mun víðtækara og kvað meðal annars á um miklar íbúða- byggingar inn á herstöðvasvæðinu til þess að koma hermönnum sem hreiðrað höfðu um sig í leiguíbúð- um í byggðarlögum á Suðurnesjum inn fyrir girðingu. Á það var bent að í raun festi þetta samkomulag hersetuna í sessi. Engu að síður var óhægt fyrir Al- þýðubandalagið að leggjast af hörku gegn því öðruvísi en með kröfum um brottför hersins. Það hefur ætíð verið stefna sósíalista að einangra hersetuna sem mest frá íslensku þjóðlífi og þarna var á ferðinni viðleitni í þá átt. Með rök- um má halda því fram að eindregn- ari leið að því að koma hernum burt væri að samblöndun "herlífs og þjóðlífs" væri sem mest í von um að það magnaði andúð á "leigjand- anum“. Slík stefna er ekki í sam- ræmi við þjóðlegan metnað sósíal- ista sem m.a. börðust af hörku ‘ gegn dátasjónvarpi og rýmkun í ferlimálum bandarísku dátanna. Bandaríkin hafna En menn skyldu þá halda að allt væri klappað og klárt með flugstöðina. Svo var ekki eins og fram kemur í skýrslu Benedikts Gröndals utanríkisráðherra frá því í október 1979: ”1 þessum viðræðum (um Washington-samkomulagið — aths. Þjv) var ekki rætt um þátt- töku Bandaríkjamanna í byggingu hússins. Fljótlega eftir þetta var tekið að huga að innlcndri fjár- mögnun flugstöðvarinnar, og komu þá erfiðleikar í Ijós. Hér var um stórfé að ræða, og aðrar þarfir þjóðfélagsins taldar brýnni.“ Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar samþykkti að fela Einari Ágústssyni utanríkisráðherra það óþrifaverk að leita eftir því, að Bandaríkjamenn greiddu að mestu kostnaðinn vegna aðskilnaðarins. Þess var farið á leit við bandaríska sendiherrann í Reykjavík að hann athugaði hvort til greina kæmi þátt- taka Bandaríkjanna í byggingunni sjálfri. Sendiherra Islands í Was- hington fylgdi þessu erindi eftir. Svarið var hvar sem barið var að dyrum í bandaríska stjórnkerfinu: Hingað og ekki lengra. ”Arið 1977 var enn leitað hóf- anna um þetta mál við ýmsa banda- ríska valdamenn við mörg tæki- færi, en í júní það ár barst neikvætt svar, og var talið, að bandaríska þingið mundi ekki geta samþykkt slíka aðstoð“, segir í skýrslu Bene- dikts. Takið eftir orðalaginu: AÐSTOÐ, segir þar. Tvöfaldur tilgangur En kvabbinu linnti ekki. Tvö- falda neitun létu menn ekki á sig fá. Haustið 1977 fór Einar Ágústsson utanríkisráðhera enn til Washing- ton og ræddi um þetta mál við ýmsa ráðamenn. Þá kom upp sú hug- mynd, sem samkvæmt heimildum Þjóðviljans, mun vera runnin undan rifjum bandaríska sjóhers- ins, ”að öðru máli skipti um flug- stöðvarbygginguna ef hún gegndi jafnframt því hlutverki að vera til taks sem sjúkrahús og í almanna- varnarskyni ef til þyrfti að taka á Keflavíkurflugvelli“. Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar féllst strax á þessa hugmynd, en í byrjun maí 1978 tilkynnti send- iherra Bandaríkjanna í Reykjavík að Bandaríkin væru reiðubúin að taka þátt í fjármögnun flugstöðvar- innar á fyrrgreindum forsendum. Föst upphæð í upphafi var það ætlun banda- ríska sjóhersins, ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og Banda- ríkjastjórnar að Bandaríkin greiddu 40 - 50% af kostnaði við nýja flugstöð. En Bandaríkjaþing sagði nei við slíkum áformum. Þau rök komu fram á Bandaríkjaþingi að hér væri auðsjáanlega um mannvirki að ræða sem ekki helg- aðist af neinni sérstakri hernaðar- legri þörf eða nauðsyn hersins til þess að koma á eðlilegan hátt til móts við kröfur um breytt sambýli við íslendinga. Ef greiða ætti þetta fé til íslendinga væri um ”aðstoð“ að ræða sem ætti betur heima undir liðnum ”þróunarhjálp“ á banda- rískum fjárlögum heldur en að það ætti að færa undir liðnum hernað- arútgjöld. Þingmenn frá afskekkt- um fylkjum í Bandaríkjunum bentu á að þeir vildu gjarnan eiga þess kost að alríkisstjórnin ”gæfi“ þeirra ríkjum flugstöð á sömu kjör- um. Svo mikill var urgurinn út í þessa fjárveitingu á Bandaríkja- þingi að ákveðið var að íslendingar fengju aðeins fasta uphæð í eitt skipti fyrir öll, í staðinn fyrir hlut- fall af byggingarkostnaði. Tuttugu milljón dollara beini var hægt að kasta í hundinn til þess að hafa hann góðan, en ekki centi meir. Hagsmunafé hafnað Þannig stóðu mál þegar Alþýðu- bandalagið hóf þátttöku í ríkis- stjórn 1978. Það var að sjálfsögðu Ijóst frá upphafi að flokkurinn myndi ekki fallast á afnot af þessu hagsmunafé, sem pressað hafði verið út úr Bandaríkjastjórn með fjögurra ára samfelldu nuddi ís- lenskra ráðamanna. Og flokkurinn vakti sérstaka at- hygli á að "aðskilnaðarstefnan" hafði verið seld fyrir 20 milljónir dollara gegn tvöföldum tilgangi flugstöðvarinnar. f stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thorroddsen er svo hag- anlega búið um hnútana að þar segir skýrt og skorinort að ekki verði ráðist í framkvæmdir við flug- stöð á Keflavíkurflugvelli nema með samkomulagi ríkisstjórnar- innar allrar. Yfir þessa hindrun kemst ekki einu sinni fuglinn fljúg- andi, að sögn Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra. Önnur ríkis- stjórn verður að koma málinu í höfn eigi að standa að því með bandarísku hagsmunafé, sem ekki mun vera til reiðu í það óendan- lega. Hver er að plata? Samt sem áður hafa bæði Bene- dikt Gröndal og Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra látið undir- búa flugstöðvarmálið á þeirri for- sendu að Bandaríkjamenn greiddu 20 milljónir dollara í sjálfri flug- stöðvarbyggingunni. Ný bygg- ingarnefnd tók til starfa árið 1978 og hóf störf í samstarfi við banda- ríska sjóherinn. Og það var banda- ríski sjóherinn sem réði nýja hönn- unaraðila að verkinu, sem iuku því í núverandi formi í febrúar 1980 í ”samhöfundastarfi“ við banda- rísku hönnuðina. Enda þótt því sé lítt haldið á lofti hérlendis þá á flug- stöðin að hafa “tvöfaldan tilgang" — dual purpose — hernaðarlegan og almennan. Það getur verið að Framsóknarráðherrar, sem segjast vera ”plataðir“ á innlendum vett- vangi, hafi leikið það meistara- stykki að ”plata“ fjárveitingu í flugstöð út úr Bandaríkjaþingi, og þetta með tvöfaldan tilgang hennar hafi enga sérstaka meiningu. En hvaða meining var þá með því að láta bandaríska sjóherinn hanna flugstöðina á lokastigi? Hver er að plata hvern? Rismennskan enn á sveimi Hér hefur verið rakin að nokkru forsaga flugstöðvarmálsins. Það er nú á því stigi að lögð hefur verið fram tillaga um flugstöð sem ber enn merki þeirrar ”risamennsku“ sem réði flugstöðvaráformum í byrjun síðasta áratugar. Enn er gert ráð fyrir montflugstöð sem er á við þær flugstöðvar sem annast af- greiðslu milljóna farþega í er- lendum borgum þó að heildarum- ferð um Keflavíkurflugvöll nái ekki hálfri milljón, og engin líkindi séu á verulegri aukningu í bráð. Keflavíkurflugvöilur sem miðstöð millilandaflugsins er engin sjálfgef- in framtíðarlausn. Atlantshafsflug Flugleiða gæti lagst niður á næstu árum og gert núverandi flugstöðv- aráform að viðundri. Byggingar- lagið á flugstöðinni samkvæmt fyr- irliggjandi teikningum gerir alla áfangaskiptingu í sambandi við að- albygginguna ókleifa, og því óhægt um vik að laga bygginguna að framtíðarþörfum. Þá liggur fyrir að sé reiknað með fjármagnskostnaði af byggingunni mun verða stórtap á rekstri hennar og íslendingar sætu uppi með enn eina taphítina á ríkis- framfæri. Áætlað er að hlutur ríkis- ins yrði miðað við bandaríska framlagið um 25 milljónir dollara og allur kostnaður umfram áætlun legðist á ríkið. Þetta jafngildir 8 - 10 ára framlagi íslenska ríkisins til flugmála. fslenskir skattgreiðend- ur eiga að borga þetta og þykir ekki tiltökumál hjá sömu aðilum og kvarta hástöfum yfir flugvallar- skatti. Raunhæf leið Af þessum ástæðum hefur Al- þýðubandalagið lagt til að hönnuð verði minni, hagkvæmari og hent- ugri flugstöð strax á þessum vetri og gamla flugstöðin verði leyst af hólmi á skemmri tíma en í núver- andi áætlunum. Jafnframt að bygg- ing flugstöðvar yrði felld inn í heildaráætlun um framkvæmdir í íslenskum flugmálum og gerð sér- stök athugun á framtíð Reykjavík- urflugvallar og frambúðarmiðstöð millilandaflugs. Það er kominn tími til þess að leggja á hilluna óraunsæjar áætlan- ir, risamennsku og gírugheit í bandarískt hagsmunafé, og snúa sér að því að reisa íslenska flugstöð í samræmi við raunverulegar þarf- ir. Með því að fara slíka leið, eins og Alþýðubandalagið hefur lagt til, gæti tekið að hilla undir það að eitthvað gerðist í flugstöðvarmál- inu eftir fjórtán ára óráðsflan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.