Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 2
FREITIR Útvarpslögin Atkvæðagreiðslu frestað Útvarpið Fréttir á Rás 2 Fréttamenn á Skúlagötu matreiða og lesa fréttirnar J Fyrsta apríl n.k. hefjast frétt- aútsendingar á Rás 2 og munu fréttamenn Rásar 1 við Skúla- götuna annast bæði fréttaöflun- ina og fréttalesturinn. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að fréttatími Rásar 2 yrði 3 mínútur í senn, kl. 11, 15, 16 og 17. í fréttatímanum kl. 16 verður fyrstu þremur mín- útunum útvarpað á báðurrl rásun- um en að þeim loknum heldur fréttalestur áfram á Rás 1. Fréttamenn munu sjálfir ann- ast lestur fréttanna og er fyrir- hugað að bæta við einum starfs- manni á fréttastofu útvarps af þessu tilefni. -Áí. Dilkakjötið 1800 tonn fárin út 500 eftir Nú í marslok verður væntan- lega búið að flytja út 1800 tonn af dilkakjöti frá sl. hausti. Áætlað var að flytja alls út 2300 tonn. Eftir eru þannig 500 tonn af á- formuðum útflutningi og er þá miðað við að innalandsneyslan minnki ekki. Á því munu þó nokkrar horfur vegna aukins framboðs á öðrum kjöttegund- um, en þó væntanlega ekki í mikl- um mæli. Horfur með útflutninginn nú eru mun betri en á sl. ári. í mars- lok í fyrra var búið að flytja út 1400 tonn en eftir stóðu þá af út- flutningsþörfinni 2300 tonn. Það kjöt, sem út hefur verið flutt nú, hefur farið til Færeyja, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, V-Þýskalands og Japan. -mhg. Útvarpið vill halda í afnotagjöldin. Útvarpið hafnar nefskattinum Ingvar Gíslason, forseti neðri deildar alþingis frestaði í gær afgreiðslu útvarpslagafrum- varpsins, en til stóð að þá yrðu greidd atkvæði um framkomnar breytingatillögur og málinu vísað til þriðju og síðustu umræðu í deildinni. Ástæða frestunarinnar mun vera ágreiningur um afgreiðslu- máta, þ.e. í hvaða röð breytinga- tillögur verða bornar upp og tók forseti sér frest fram á miðviku- dag til að kanna þann ágreining nánar. Fyrir helgi ákvað Friðrik Sófusson að láta tillögu sína um auglýsingaútvarp ekki koma til atkvæðagreiðslu fyrir en við þriðju umræðu, en sem kunnugt er, eru stjórnarflokkarnir á önd- verðum meiði í því máli. Ríkisútvarpið hefur nú sent menntamálanefnd neðri deildar greinargerð vegna hugmynda um að taka upp nefskatt í stað af- notagjalda. Leggst útvarpið ein- dregið gegn þeim hugmyndum og vill halda í afnotagjöldin a.m.k. í þau þrjú ár sem nýjum útvarps- lögum er ætlað að gilda. Brögð hafa verið að því að tæki, sem skráð eru á sama eiganda hafi verið á fleiri heimilum en hans eigin, og leggur útvarpið til að sett verði skýrari ákvæði í reglu- gerð um heimild til að hafa fleiri en eitt tæki á sama nafni. Nefndin mun taka afstöðu til þessa fyrir 3. umræðu, en miðað við 105 þús- und útvarpsnotendur á landinu yrði nefskatturinn um 3.200 krónur á mann ef innheimtuhlut- fall hans yrði 85%. -ÁI „Ég er ekkert að hita ykkur upp með ræðu. Skjótið þið bara". Andrei Tarkofskí á málþingi ásamt Árna Bergmann túlki, Andrei Tarkofskí á íslandi: Þeir vilja að sem fæstir viti af mér Sovésk yfirvöld hafa til þessa engu svarað tilmælum okkar hjóna um að fá son okk- ar og ömmu hans til okkar. Þau hafa komið í veg fyrir að ég gæti starfað að kvikmynda- gerð og ýtt mér með því úr landi og nú vilja þau að sem fæstir viti af mér, verkum mín- um og baráttu minni fyrir því að sameina fjölskylduna. Á þessa leið fórust rússneska kvikmyndastjóranum Andrei Tarkofskí orð á málþingi í Há- skólanum á laugardag og blaða- mannafundi. Hann taldi, að andmæli so- véska viðskiptafulltrúans í Reykjavík gegn kvikmyndavik- unni sem áhugamenn um list hans og stuðningsmenn hans í ofan- greindu mannréttindamáli efndu til, væru ekki komin til af við- skiptahagsmunum. Hann kvaðst telja að hverju landi væri heimilt að nota myndir sínar til að efna til yfirlitssýninga, þar væri ekki um sölu til venjulegrar dreifingar að ræða. Mikið fjölmenni var á málþing- inu í Háskólanum og var spurt af kappi. Tarkofskí taldi líf lista- mannsins erfitt hvar sem væri, þótt erfiðleikarnir væru aðrir í heimalandi hans en hér vestra. Hann kvaðst sjá mjög eftir sínum sovésku áhorfendum sem skildu sigöðrum betur. fslenskum kvik- myndamönnum ráðlagði hann á blaðamannafundi að leggja sig ekki eftir ódýrum skemmtimynd- um - það væri vonlaus vegur hvort eð væri og heimurinn troð- fullur af slíkum varningi. Nær væri að vinna af alvöru og alúð að myndum, sem ættu sér þjóðlegar rætur og um leið ættu von í áhuga þeirra sem um víðan heim létu sig velferð kvikmyndalistar varða. Tarkofskí kom hér á föstudag og hélt ávarp áður en síðasta mynd hans, Nostalghia, var sýnd í Háskólabíói. Á sunnudag fór hann með konu sinni og Tarkof- skíhópnum austur fyrir fjall, ræddi við Halldór Laxness, þáði boð Vigdísar Finnbogadóttur forseta og kvöldverðarboð borg- arstjóransí Reykjavík. Hann hélt til Parísar í gærmorgun. _ÁB T0RGIÐ 10 manns týndust fyrir austan Heklu. Var það nokkuð ríkis- stjórnin? Vatnsmýrin Framkvæmdir verði stöðvaðar Umhverfismálaráð Reykjavík- ur samþykkti á miðvikudag að óska eftir því að flugmálastjóri stöðvaði framkvaemdir í Vatns- mýri innan flugvallargirðingar meðan gerð verður úttekt á vatnsbúskap Tjarnarinnar í sam- vinnu við Háskóla íslands. í greinargerð með samþykkt- inni er bent á að fyrir nokkrum árum var ferskvatnsstreymi til Tjarnarinnar minnkað með bygg- ingu nýs ræsis sem flytur það í Skerjafjörð. Ekki sé vitað hvaða áhrif frekari framkvæmdir á þessu svæði kunni að hafa, hvorki þær sem nú eru í gangi innan flug- vallargirðingar né fyrirhuguð vegarlagning hringinn í kringum öskjuhlíð. Þá ákvað umhverfismálaráð að flýta friðlýsingu Vatnsmýrarinn- ar norðan Norræna hússins en það mál hefur verið á döfinni árum saman. -ÖS. Kennaradeilan 400 manns í Sjallanum Frá Helga Guðmundssyni, blaðamanni Þjóðviljans á Akur- eyri: f gærkvöldi efndu kennarar, nemendur og fulltrúar foreldra til fundar í Sjallanum til að ræða kennaradeiluna og voru um 400 manns á fundinum og ríkti mikil stemmning fyrir málstað kenn- ara. Töluðu fulltrúar allra ofan- greindra hópa og auk þess Heimir Pálsson fv. menntaskóla- kennari. Kom það m.a. fram að þeir nemendur Menntaskólans, sem enn stunda sjálfsnám, munu ekki mæta í skólann á morgun til þess að leggja áherslu á samstöðu með kennurum og fulltrúar ann- arra skóla svo sem Verkmennta- skólans munu einnig efna til stuðningsaðgerða. 1 15 80 Allir með Steindóri! ALLAR STÆRÐIR SENDIBÍLA Riðuveikin Víðtækarí aðgerðir en áður ífyrsta sinn tekið fyrir samfellt svæði Fjárskipti vegna riðuveiki hóf- ust haustið 1978 austur á Jökuldal. Síðan hefur fé verið fargað á þeim bæjum þar sem riðan hefur komið upp svo scm í Skagafirði, Árnessýslu og víðar. í haust gerðist það hins vegar að tekið var fyrir samfellt svæði burtséð frá því hvort riðu hafði orðið þar vart á öllum bæjum eða ekki. Á þessu svæði eru Barða- strandarhreppur, Patrekshrepp- ur og tveir bæir í Auðkúluhreppi. Munu þær aðgerðir hugsaðar sem fyrsti áfangi í fjárskiptum á svæð- inu sunnan Mjólkár í Arnarfirði. Að því er best er vitað mun innan skamms tekin ákvörðun um framhaldið en málið er við- kvæmt. Talið er að enn séu eftir tvær kindur í Tálknanum og verð- ur reynt að ná þeim með ein- hverjum hætti. Þar til í haust hafa afurðatjóns- bætur verið miðaðar við skattmat ær og þá að hluta greiddar í des. sama ár og fénu er fargað en að fullu í febrúar árið eftir. Nú geta menn hinsvegar valið um þennan kost eða að fá greidd næsta haust 65% af frálagsverði 15 kg dilks miðað við verðlagsgrundvallar- verð. Ekki munu mikil brögð að því að bændur hafi hætt búskap vegna fjárskiptanna sérstaklega. Sumir hafa sinnt annarri vinnu á meðan þeir voru fjárlausir, 2-3 ár, og nokkrir hafa horfið að öðr- um búgreinum. -mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.