Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 8
MANNLÍF Alþýðubandalagið Vinnum að sam- stöðu í þinginu Fundur ABog Húsnæðishópsins. SvavarGestsson: Reiðubúnirað endurskoðaokkar tillögur ef það stuðlar að samstöðu um lausn vandans Taismenn Húsnæðishóps- ins svonefnda áttu á sunnu- dagskvöld fund með þeim Ragnari Arnalds og Svavari Gestssyni til að kynna Aiþýðu- bandalaginu hugmyndir hóps- ins um lausnir á vanda hús- næðiskaupenda. En í sam- tökum Ahugamanna um úr- bætur í húsnæðismálum eru nú um 5000 manns. Sama kvöld áttu talsmenn hópsins jafnframt fund með Bandalagi jafnaðarmanna og í gærkvöldi voru fyrirhugaðir fundir með öðrum flokkum. f stuttu viðtali við Þjóðviljann að loknum fundinum lýsti Svavar Gestsson yfir ánægiu sinni með skoðanaskiptin. „Eg verð að segja að hugmyndir þeirra um lausn málsins eru ekki ósvipaðar þeim hugmyndum sem Alþýðu- bandalagiðhefurlagtfram á þingi. Mér finnst mikið til unt dugnað og ósérhlífni þeirra sem hafa staðið að myndun samtakanna og vil að það komi skýrt fram að Al- þýðubandalagið vill leggja sitt af mörkum til að samstaða náist á þingi um lausn málsins. Ég legg áherslu á, að þó við höfum lagt fram ákveðnar tillögur á þingi, þá erum við reiðubúnir að skoða þær betur og jafnvel breyta ef það gæti orðið til þess að samstaða náist á þinginu um úrbætur í þeim anda sem Húsnæðishópurinn er að sækjast eftir“. -ÖS Efnahagsstefnan lega aukin greiðslu- byrði 82 prósent hærri afborgun í ár af láni sem tekiövar 1980 Efnahagsstefna ríkisstjórn- arinnar hefur gert að verkum að afborganir af miljón króna láni, sem tekið var til 20 ára 1980 eru í ár heilum 82 pró- sentum hærri en hefðu þær forsendur sem giltu þegar lán- Ið var tekið, varað áfram. Þegar lánið var tekið var miðað við 2,5% prósent vexti. Síðan hafa raunvextir allt að tvöfaldast og þar að auki hefur orðið mjög verulegt misgengi milli launa og lánskjara. Afleiðingarnar af stefnu stjórnarinnar á afborganir á lánum eru sýndar á meðfylgj- andi línuriti. -Ö,S Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum funda með fulltrúum þingflokks Alþýðubandalagsins. Frá v. Svavar Gestsson, Sigurgeir Þorgeirsson, Sturla Þengilsson, Baldur Gíslason, Ragnar Arnalds, Björn Ólafsson og Ogmundur Jónasson. Mynd-eik. Áhugamenn Við ætlum að ná okkar fram Björn Ólafsson í forystusveit áhugamanna um úrbœtur í húsnæðismálum: Petta getur ekki gengið svona áfram. Fólk sœttir sig ekki við annað en fullan sigur. „Menn gera sér nú orðið al- mennt grein fyrir því hversu stórt vandamál er hér á ferð- inn- eða öllu heldur slys. Það hefur átt sér stað stórfelld fjár- upptaka hjá heilli kynslóð ungs fólks og þetta eru pen- ingar sem við eigum og viljum fá til baka. Við viljum jafnframt með baráttu okkar tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki,“ segir Björn Ólafsson starfsmaður hjá Vegagerð ríkisins, en hann er einn for- vígismanna í hópi áhuga- manna um útbætur í húsnæð- ismálum sem hefur sannar- lega látið til sín taka á undan- förnum dögum. Nær er að tala um stórfylkingu en hóp, því þúsundir landsmanna hafa látið skrá sig til þátttöku í baráttunni fyrir úrbótum í hús- næðismálum. „Það er rétt að eftir að við héld- um hinn eftirminnilega Sigtúns- fund þá hefur hallað enn frekar undan fæti. Forsendan fyrir verðtryggðu lánunum hefur verið gjörbreytt. Launum kippt úr sambandi við vísitölur og stund- aður svartimarkaður með vexti og lánsfé. Það er unga fólkið sem 90 80 70 60 50 40 30 20 10 -10 % Hækkun 82,1 I / / / Hækkun greiðsina umfram hækkun launa vegna láns- / kjaravísitölu og breyttra raun J vaxta. 41,6 55,0 / / / / / / / / / / / / /Hækkungreiðslnaumfram 27,9 / / hækkun launa vegna láns- / kjaravisitölunnareinnar. y 34,9 / /< // // i/ !/ -0,7 -0,4 / -0,6 » * 20,4 1981 1982 1983 1984 1985 erfórnarlambiðíþessumleik. Nú segjum við stopp. Við ætlum að ná okkar kröfum fram. Það verð- ur ekki gefist upp og við munum neyta allra leiða til að fá það til baka sem af okkur hefur verið tekið. Fólk er mjög reitt. Við finnum það vel af viðbrögðunum. Fólk er orðið yfir sig reitt og sætt- ir sig ekki við annað en fullan sigur í þessu máli. „Við höfum átt fundi með full- trúum þingflokkanna og BSRB og óskað eftir viðræðum við ASÍ og stjórnvöld. Varðandi tillögur ASÍ vill ég segja að margar þeirra eru mjög góðar en við viljum fara varlega í alla uppstokkun á vísi- tölum. Við teljum að víðtæk sam- staða sé það eina sem dugar. Al- þýðusambandið hefur ekki haft neitt samráð við okkur í þessum málum en það er alveg ljóst að það verður ekki gert neitt sam- komulag í þessum málum án sam- ráðs við okkur. Hitt er Ijóst að málið þolir enga bið og lausnin verður að liggja fyrir núna á næstu vikum. Fólk er gjörsam- lega búið að vera eins og málin standa nú. Þetta getur ekki gengið léngur, sagði Björn Ólafs- son. -•g- Nær þriggja milj- arða aukaskattur Misræmi milli launa og lánakjara og hækkun raunvaxta hefur leitt til aukaskatts uppá um 2600 miljónir á húsnœðiskaupendur á 2 árum Húsnæðiskaupendur á ís- landi hafa á síðustu árum greitt um það bil 2600 miljón- um - eða hartnær þremur milj- örðum - meira í vexti og verð- tryggingu en þeir hefðu gert ef ríkisstjórnin hefði ekki gjör- breytt lánaforsendum. Þessi geipilegi aukaskattur stafar af tvennu. í fyrsta lagi lét stjórnin það verða sitt fyrsta verk að banna með lögum alla verðtryggingu á laun. Lán og afborganir voru Raunveruleg greiðslub. Ár (Vextir og afborganir) 1981 680 miljónir 1982 1346 miljónir 1983 2070 miljónir 1984 2970 miljónir 1985 3900 (áætlað) milj. hinsvegar verðtryggð áfram. Þetta þýddi í raun að laun lækk- uðu meðan lán hækkuðu og þarmeð óx greiðslubyrðin gífur- lega. I öðru lagi hækkuðu raunvextir á tímabilinu frá um 2,5 prósent- um upp í 5-6 prósent (hafa farið allt upp í 8 prósent). Þessi hækk- un raunvaxta hefur leitt til mjög aukinnar greiðslubyrði hjá þeim sem hafa tekið lán, og þarmeð hinum mikla fjölda húsnæðisk- aupenda. Þetta er skýrt í eftirfar- andi töflu: Greiðslubyrði miðað við forsendur ársins 1980 (Vextir og afborganir) Mismunur 680 miljónir 1346 miljónir 1720 miljónir 2140 miljónir 2510 miljónir óverulegur óverulegur 350 miljónir 830 miljónir 1390 miljónir Samtals þurfa húsnæðiskaupendur að greiða í vlðbót vegna aðgerða stjórnarinnar um 2600 miljónir Rétt er að taka fram að þessar tölur eru ekki hárnákvæmar en sýna hins vegar rétta stærðargráðu. -ÖS 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.