Þjóðviljinn - 19.03.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Síða 7
Það var mikið um að vera hjá Seyðfirðingum sl. föstudags- kvöld. Frumsýnd var íslenska kvikmyndin Hvítir mávar en hún var tekin þar eystra á sín- um tíma og lætur nærri að hátt í hundrað manns frá Seyðis- firði hafi komið nálægt gerð myndarinnar. Félagsheimilið Herðubreið hafði verið prýtt sérstaklega fyrir frumsýninguna og húsið troðfullt þegar sýning hófst eða um 200 manns. Undirtektir voru góðar að sögn tíðindamanns Þjóðvilj- ans á Seyðisfirði og var uppi margs konar álit á söguþræði og boðskap kvikmyndarinnar eins og vera ber þegar listaverk á í hlut. Áður en sýning hófst buðu að- standendur Hvítra máva til freyð- ivíndrykkju eins og hver vildi í sig láta og þeir Valgeir Guðjónsson handritshöfundur og Jakob Magnússon leikstjóri héldu stutt- ar tölur. Áður hafði bæjarráð Seyðisfjarðar boðið gestunum til kvöldverðar. Hvítir mávar voru svo sýndir í Háskólabíói á laugardag og fyrir troðfullu húsi. Var leikendum og leikstjórum klappað lof í lófa að lokinni sýningu, en nánar verður fjallað um þessa nýjustu afurð ís- lensks kvikmyndaiðnaðar í Þjóð- viljanum á morgun. En við látum myndirnar frá frumsýningunni austur á Seyðis- firði tala sínu máli. Jakob Magnússon leikstjóri Hvítra máva spjallarvið gesti áður en sýning hófst á Seyðisfirði. Ljósm. KA. Seyðisfjörður Hvítir mávar í hvítskúr- uðu samkomuhúsi Um 200 Seyðfirðingar komu á frumsýningu Hvítra máva sl. föstudag Bæjarstjórinn Þorvaldur Jóhannsson skálar fyrir Hvítum mávum en til vinstri má sjá vangasvipinn á aðalleikkonunni Ragnhildi Gísladóttur. Herðubreið var þéttsetin gestum enda urðu Hvítir mávar til á Seyðisfirði og tugir bæjarbúa leika í myndinni. Þriðjudagur 19. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.