Þjóðviljinn - 19.03.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Qupperneq 5
Utvarp allra landsmanna eftir Kristínu Ástgeirsdóttur eða... Þegar þessi orð eru rituð er alls óvíst hvort frumvarp stjórnar- > flokkanna til nýrra útvarpslaga kemst í gegnum þingið á þessu vori, eða hvernig það mun líta út að lokum. Enn eru margir þræðir lausir og ótal breytingatillögur fram komnar, en aðeins um 8 vik- ur eftir til þingfunda og mörg mál órædd. Það er því aldrei að vita nema hið langþráða „frelsi“ til að útvarpa verði enn um sinn draumur frjálshyggjunnar og sjónvarpsvélarnar hjá ísfilm verði áfram kaldar og myrkar. Það þarf vart að minna á að þegar umræður hófust um að leyfa einkarekstur á útvarps- og sjónvarpsstöðvum tóku Kvenna- listakonur þann pól í hæðina að standa vörð um Ríkisútvarpið og leggja til að það yrði eflt og því breytt, enda allir möguleikar þar innan veggja til að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fjöl- miðlunar. Því miður hefur frum- varpið hlotið allt of litla umfjöll- un enda gengur það þvert á hug- sjónir frjálshyggjunnar og gróða- aflanna sem þagað hafa þunnu hljóði um hugmyndir þess. Ný stjórnunarform Hins vegar hefðu ýmsir aðrir mátt taka til umræðu það sem felst í frumvarpi Kvennalistans, því þar er bryddað á nýjum stjórnunarformum, lýðræði og virkni almennings sem hlýtur að höfða til allra þeirra sem telja ,Það er ekki tilviljun að Morgunblaðið, DV, Reykjavíkur^ borg og SÍS hafa sameinast um fyrirtœkið Isfilm.... Hver og einn getur getið sér til um hvaða sjónar mið verða ráðandi íRadíó Ísfilm.í( mikilvægt að fólk fái einhverju ráðið um það hvers konar lífi er lifað í þessu landi. Mér er ekki grunlaust um að útvarpslaga- frumvarp Kvennaiistans (ásamt ýmsu öðru) eigi verulegan þátt í þeirri fylgisaukningu sem skoð- anakannanir sýna, endá hefur ekki staðið á viðbrögðum al- mennings, hringingar, bréf og hvatningar á götum úti. Sem bet- ur fer eru þeir margir sem vilja losna við að sjá Indriða G. og félaga á skerminum og vilja miklu fremur tryggja að Ríkisút- varpið sinni þeim skyldum sem því eru á herðar lagðar og að ekk- ert það verði gert sem kippi grundvellinum undan því. Þeim sem mesta trú hafa á markaðsöflunum og frelsi til að græða peninga er þungt fyrir brjósti vegna þeirrar „frelsis- skerðingar" sem þeir telja sig búa við. En það má spyrja, um hvað snýst málið í raun og veru? Tryggja fleiri stöðvar lýðræðis- legri umræður? Fá fleiri að koma sjónarmiðum sínum að með því að koma á fót stöðvum í einka- eign? Verða fleiri stöðvar til að efla íslenska menningu? Frelsi til hvers? Frelsi til að græða á auglý- singum? Það gefur auga leið að ef fleiri stöðvar eiga að þrífast við hlið Ríkisútvarpsins verða þær að hafa möguleika til að standa undir sér og einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni. Um tvennt er að ræða, annars vegar áskriftar- gjöld og þá verðum stöðin að ná til alls landsins ef hún á að skila verulegum upphæðum, hins veg- ar auglýsingar. Með báðum þess- um tekjuleiðum er farið í beina samkeppni við Ríkisútvarpið og þá vaknar spurningin hvernig á að tryggja hagsmuni þess? Það er nefnilega tvennt sem gleymst hef- ur í þessari umræðu allri sem ger- ir að verkum að allar áætlanir um einkaútvarp eru að mínum dómi skýjaborgir einar. Annað er sú staðreynd að íslendingar eru ekki nema 240.000 manns, rétt á við eina smáborg úti í Evrópu. Það gefur auga leið að margar stöðvar þrífast aldrei á svo litlum mark- aði, auglýsingamarkaðurinn þenst ekki endalaust út. Hefur verið gerð nokkur könnun á því hvort einhver grundvöllur er fyrir rekstri fleiri stöðva? Vill fólk fá fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðv- ar? Á að búa þörfina til? Hitt at- riðið og það sem meira máli skiptir er það að Ríkisútvarpið er eitt mikilvægasta öryggistækið í okkar samfélagi. Því er gert skylt að þjóna öllu landinu, það út- varpar veðurfregnur, kemur á framfæri alls konar mikilvægum tilkynningum og almannavarnir byggjast að hluta til á Ríkisút- varpinu ef eitthvert óhapp ber að höndum. Því má það ekki gerast að möguleikar Ríkisútvarpsins til Framhald á bls. 6. Stjómin - kjaradómur - kennarar eftir Gunnlaug Ástgeirsson Nú hafa flestir stærstu fram- haldsskólar landsins verið óstarf- hæfir á þriðju viku. Sú kennsla sem reynt hefur verið að halda uppi er nánast sýndarmennska, haldið uppi vegna fyrirmæla menntamálaráðherra. Það er ljóst að ef engin breyting á sér stað í þessari viku verður mjög erfitt að Ijúka skólastarfi í vor, þá verða engir stúdcntar útskrifaðir og engir nemendur verða teknir inn í skólana í haust. Ef þetta ástand verður ekki bráðlega leyst blasa við keðjuverkanir bæði upp og niður eftir skólakerfinu. Ábyrgðarleysi stjórnvalda Ríkisstjórninni virðist standa á sama. Allur fagurgalinn um gildi menntunar, eflingu hugvits, undirbúningurinn undir að mæta nýju samfélagi tækni og upplýs- inga reynist marklaust blaður þegar á hólminn er komið. Allt sem ríkisstjórnin hefur gert til þess að koma starfi skólanna í eðlilegt horf aftur, er óljós yfir- lýsing um að hún telji eðlilegt að kjaradómur taki tillit til aukinna krafna til kennara á liðnum árum og að leiðréttur verði sá kjara- munur sem sé á milli þeirra og annara háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Er í því efni vísað til skýrslu um endurmat á starfi kennara sem unnin var á vegum menhtamálaráðherra. í túlkun formanns samninga- nefndar ríkisins þýðir þessi yfir- lýsing það sama og samninga- „Menntamálaráð- herra vœri nær að vinna í alvöru að lausn deilunnar en að láta sig dreyma óraunhœfa drauma um bráðabirgða- lausnir“ nefndin hafði áður boðið í tilefni af skýrslunni eða einn til þrjá launaflokka eftir menntun og starfsaldri. Þetta þýðir að byrjun- arlaun kennara með fjögurra til fimm ára nám að baki hækkar úr 20.813 kr. í rúmar 22.500 kr. Stórbrotin lausn byggð á þeirri gífurlegu vinnu sem mennta- málaráðherra hefur gumað af nær daglega að unnin hafi verið í hennar ráðuneyti til að búa kenn- urum í hendur rök fyrir kjarabót- um þeim til handa. Það er greini- legt að skýrsla menntamálaráðu- neytisins er minna virði fyrir fjár- málaráðuneytið en pappírinn sem hún er skrifuð á. Þetta er það sem í munni menntamálaráðherra verður að stjórnin hafi gert allt sem í hennar valdi stendur til að leysa kennara- deiluna. í kjaradóm Ráðamenn hafa látið sem svo að nú þegar stjórnin hafi lýst því yfir að kjaradeilunni sé vísað í kjaradóm sé hennar afskiptum af því lokið og ekki annað að gera en bíða eftir niðurstöðum hins hlutlausa dómstóls. Þetta er regindella. Það mætti skrifa langt mál um hlutleysi kjaradóms. En í stuttu máli hefur það falist í því að taka aðeins mið af kröfum ríkisins í úrskurði sínum, jafnvel með rentvillum eins og dæmi eru um. rúman áratug hafa franthalds- skólakennarar búið við kjaradóm og lög um hann, þar sem segir m.a. að hann skuli gæta þess að háskólamenntaðir menn í þjón- ustu ríkisins skuli njóta sömu kjara og háskólamenntaðir menn á almennum markaði. „Hlut- leysi“ kjaradóms hefur leitt til þeirrar stöðu sem við nú erum í. Mergurinn málsins er sá að ríkisstjórnin er annar málsaðili í kjaradómsmálinu og samkvæmt reynslunni veltur úrskurður kjaradóms mjög mikið á kröfum ríkisins fyrir dómnum. Það er því af og frá að ríkisstjórnin hafi eng- in afskipti af málinu eftir að það er komið til meðferðar fýrir kjaradóm. Ríkisstjórnin á því enn alla kosti til að leysa þetta mál og aflétta vandræðaástandinuí skól- unum. Forfalla- kennsla í ræðu sem menntamálarað- herra hélt á Alþingi á fimmtudag kom fram að helsta ráð hennar til að ljúka skólastarfi í vor væri að ráða forfallakennara. Það er undrunarefni að menntamálaráðherra skuli ekki vera betur að sér um innra starf skóla og lifa í þeirri sjálfsblekk- ingu að þessi leið sé möguleg. Ef ljúka á skólastarfi með eðlilegum hætti í vor verður það ekki á færi annara en þeirra kennara sem gengu út úr skólunum 1. mars. Þegar ríkisstjórnin hefur gert við- unandi samning við kennara eða gefið út viðunandi yfirlýsingar um það hvernig hún hyggist haga málflutningi sínum fyrir kjara- dómi munu kennarar koma til starfa. En hver mínúta sem líður Framhald á bls. 6. Kok og hvatir í fyrirmyndarsamfélagi gróða- punganna eiga launamenn að éta það sem úti frýs. Þessi sjálfstæða framsóknarstefna hefur nú hrak- ið um fjögurhundruð kennara úr skólum sínum og stefnt násmvinnu þúsunda í verulega hættu, en kokhraustur fjármála- ráðherra lýsir því yfir á samráðs- fundi að sín vegna megi skóla- kerfið springa, - ránskjörin blívi. En kokhreysti ráðherrans er einsog önnur kokhreysti mest í kokinu. Opinberlega ríkir þögnin ein í fjármálaráðuneytinu: þetta mál kemur Albert ekki við. Og það er alveg rétt, þetta kemur Al- bert ekki við. Og ekki hinum ráð- herrunum heldur. Kennara- deilan gefur nefnilega góða inn- sýn í ástandið í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar, - biðsal dauðans -, þar sem hver treður á öðrum til að geta yfirgefið hið sökkvandi skip í björgunarvesti. Lamað skólastarf, gjaldþrot hús- byggjenda, togarauppboð: þetta er bara einsog hver annar hljóm- andi málmur eða hvellandi bjalla. Það sem máli skiptir eru væntan- leg stjórnarslit, prófkjör og kosn- ingar. Eini ráðherrann sem ekki skilur þetta er stjórnmálamaður- inn frá Sjálfstæðisfélaginu Hvöt, sá sem nú fer með menntamál. Ragnhildur Helgadóttir heldur ennþá að allt sé í stakasta lagi: ég hef gert svo mikið í þessu, skipað heila nefnd, - og samkvæmt laga- skilningi er verið að kenna í skól- unum. Þegar reynt er að svipta yfirstéttarblæjunni af veruleika ráðherrans bregst Ragnhildur við með hrokafullum pirringi: þessi siðlausi óþjóðalýður er að eyðileggja aga í skólunum! Svo stingur ráðherrann höfð- inu í sandinn og heldur hátíða- ræðu um tónlistarmál í stað þess að koma á stórfund kennara á Sögu. Þangað voru Sjálfstæðis- menn svo smekklegir að senda hirðfifl sitt, Árna Johnsen; sú skemmtun náði hámarki þegar talsmaður hins sjálfvirka sleppi- búnaðar í mannlegum sam- skiptum sakaði furidargesti um lögbrot! Uppgjafarandinn svífur einn yfir vötnum ráðuneytis Stein- gríms Hermannssonar. Þar er ekki hugsað um úrræði heldur um önnur skip, annað föruneyti. Eða einsog góðskáld úr kjör- dæmi sjávarútvegsráðherra orti um svipaðan barning: Lífs er orðinn lekur knör líka rœðinfúin. Hásetanna farið fjör og formaðurinn lúinn. Rauðhetta Þriðjudagur 19. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.