Þjóðviljinn - 19.03.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Page 4
LEIÐARI Yfirlýsing um uppgjöf Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra lýsti því yfir um helgina aö þaö heföu verið meiriháttar pólitísk mistök aö hætta aö verö- tryggja kaupið en halda hins vegar áfram aö verðtryggja lánin. Þetta voru litlar fréttir fyrir þorra almennings sem hefur mátt búa viö afleið- ingar þessara mistaka um tveggja ára skeiö. Yfirlýsing Steingríms er hins vegar stórmerkileg þegar haft er í huga, aö sú stjórn sem nú situr var alls ekki mynduö til neins annars en einmitt kippa verðtryggingu launa úr sambandi! Yfirlýs- ing Steingríms er því ekkert annað en yfirlýsing um uppgjöf - um aö það hafi verið meiriháttar pólitísk mistök aö mynda stjórnina. Og þar hefur forsætisráöherra sannarlega á réttu aö standa. Steingrímur sýnir það hins vegar að hann kann alls ekki að skammast sín. Einmitt vegna þessara pólitísku mistaka sem hann er fyrst aö uppgötva núna, eru þúsundir fjölskyldna aö horfa uppá heimili sín á hraöför undir hamarinn. Einmitt þeirra vegna eru þúsundir íslendinga nú orðnir vanskilamenn í fyrsta sinn á ævinni, og sjá enga leið framúr skuldunum. Einmitt vegna þeirra hefur Lögbirtingarblaöiö aldrei flutt jafn margar auglýsingar um nauðungaruppboð og núna. Allt þetta var Steingrími Ijóst þegar hann og kumpánar hans í ríkisstjórninni ákváöu að af- nema kaupgjaldsvísitöluna en leyfa lánskjara- vísitölunni aö gossa áfram uppá við. Stjórnar- andstaðan benti á afleiðingar þess löngu fyrir- fram. En Steingrímur hlustaði ekki - fyrr en núna þegar almenn reiöi um allt land knýr hann til aö tala. En hann gleymir einu: Hver á að borga fyrir mistökin - hver á að greiða fjölskyldunum aftur það sem ríkis- stjórnin hefur ranglega tekið af þeim? Forsætisráðherra með hundrað þúsund krónur röskar í laun á mánuöi þarf auðvitaö ekki að hafa áhyggjur af slíku. En það er staðreynd sem ráðamönnum ætlar seint að lærast að al- menningur getur ekki étið yfirlýsingar þeirra og innantóm orð. Á meðan orðunum fylgja engar athafnir eru þau einskis nýt. Þess vegna eru orð forsætisráðherra til fárra fiska metin. En hvað hafa þessi pólitísku mistök, sem Steingrímur er fyrst að uppgötva núna, kostað húsnæðiskaupendur? Skref í Umræðan um húsnæðisvandann hefur eink- um snúist um hina gífurlegu greiðslubyrði sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa hrannað upp hjá húsnæðiskaupendum. Nú hefur einn af líf- eyrissjóðunum, Lífeyrissjóðurverslunarmanna, ákveðið að leggja af mörkum til aðstoðar þeim sem hafa tekið lán úr sjóðnum, með því að gefa þeim, sem tóku lán eftir að verðtryggingin hófst 1979, kost á því að sækja um fimm ára lengingu Þegar þessu ári er lokið er líklegt að hús- næðiskaupendur hafi á æviskeiði núverandi ríkisstjórnar greitt samanlagt 2200 til 2600 milj- ónir umfram það sem þeir hefðu greitt e.f láns- kjör hefðu verið tengd við kauplagið! Þessi upphæð er ekkert annað en auka- skattur sem Steingrímur og stjórn hans hafa sett á húsnæðiskaupendur, lögleyfðir ránsvext- ir, opinber stuldur. Auðvitað er það rétt hjá Steingrími að skilin á milli lánskjara og launakjara voru stórfelld pólit- ísk mistök. En þau urðu ekki til af engu. Þau voru sköpuð af núverandi stjórn og sá sem þar held- ur á kórsprotanum heitir Steingrímur Her- mannsson. Það er ríkisstjórn hans sem eru stærstu pólitísku mistökin. rétta átt lánstímans. Þetta minnkar greiðslubyrðina og ber að fagna. Sami sjóður hefur einnig ákveðið að reyna að létta undir með nýkaupendum með því að gefa þeim kost á lánum sem eru til lengri tíma en gerist og gengur, og eru þar að auki afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Þetta er jákvætt og þess er að vænta að aðrir lífeyrissjóðir stigi svipuð skref. KUPPT OG SKORIÐ í leiðara Morgunblaðsins á laugardag er vitnað í heimildir um að árið 1963 hafi 13,2% vinn- andi fólks starfað hjá ríki, sveitarfélögum og bönkum. Tutt- ugu árum síðar hafði þetta hlut- fall nær tvöfaldast. í tengslum við þetta kvartar blaðið yfir því, að yfirbygging lítils þjóðfélags sé orðin alltof stór. Það er vitanlega ekki nema rétt og sjálfsagt að vara við þenslu í skriffinnskubákni og þá ekki síst í þessu undarlega bankakerfi fs- lendinga, sem virðist óseðjandi með öllu. Hitt er svo annað mál, að því fer fjarri að sú þróun sé á einhvern hátt sérstök fyrir ísland, að það fjölgi mjög starfsfólki í opinberum geira. Svotil allsstað- ar hefur fólki fjölgað mikið við kennslu og þó enn meira við heilbrigðisþjónustu. í einka- framtakslandi eins og Bandaríkj- unum fer því fjarri að ný störf verði til í hefðbundnum fram- leiðslugreinum. Tæknibyltingin sker óspart niður störf iðnverka- manna og nú síðast er markaðs- hyggjan að slátra bandarískum bændum í stórum stfl. Hins vegar hafa á undanförnum árum þar ve- stra orðið til hundruð þúsunda starfa annarsvegar á spítölum og hinsvegar á hamborgarstöðum og öðrum matstöðum. Verklýðs- hreyfing óþörf? í leiðaranum er vikið að kjara- baráttu með svofelldum hætti: „Lífskjör verða ekki til við samningaborð og þaðan af síður í verkföllum, heldur í verðmœtum, ráðast alfarið af þjóðartekjum hverju sinni“. Vitanlega er beint samband milli þjóðartekna og lífskjara - sé litið á kjörin í heild. En eins og Morgunblaðið setur þetta mál fram, er engu líkara en þjóðar- tekjur finni sér sjálfkrafa ein- hvern réttlátan og náttúrlegan farveg til landsins barna án þess að verklýðssamtök þurfi nærri að koma. Eiginlega er ofangreint „spakmæli" Morgunblaðsins ekki annað en formúla fyrir þeirri gömlu og nýju óskhyggju íhalds- ins, að þá verði fyrst lífvænlegt í landinu, þegar verklýðshreyfing er ekki til og þar með ekkert „samningaborð". íslenska á Norðurlöndum Stundum hefur verið vikið í þessum pistlum hér að tillögu sem rekinn hefur verið áróður fyrir meira af kappi en forsjá um að íslensk bókmenntaverk verði lögð fram á íslensku til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Leiðaraskrif í Morgunblað- inu og nú síðast athugasemdir í Reykjavíkurbréfi hafa beint þessu máli inn í nokkuð annan farveg en í fyrstu - kannski það ráði nokkru um, að verkin eru í raun og veru lögð fram bæði á íslensku og í þýðingu og munu allmargir dómnefndarmanna geta lesið íslensku sér til gagns. í Reykjavíkurbréfi segir nú síðast að „óumdeilt er að íslensk- an er eitt af höfuðmálum Norður- landa“. Hinsvegar hafi það ekki verið metið sem skyldi, heldur hafi íslensku verið skipað á bekk með grænlensku og færeysku og öðrum „jaðarmálum" og sé það óviðunandi. í framhaldi af þessu segir bréfritari sem svo: „Við hljótum að gera kröfu til þess að íslenskunni verði skipað þar á bekk, sem henni ber, með öðrum höfuðtungumálum Norðurlandaþjóða. í því felst að við íslendingar tölum okkar tungu á fundum Norðurlanda- ráðs og á öðrum samnorrœnum vettvangi". Sem þýðir þá að þýtt sé af og á íslensku á samnorrænum fund- um. Beðið um aðstoð Enginn fer að efast um það hér innan sveitar að íslenska sé merkilegt mál. Satt að segja þurf- um við enga sérstaka fyrir- greiðslu á norrænum fundum til að gera okkur grein fyrir því. Rétt reyndar að menn hafi það í huga, að móðurmálið er hverjum og einum höfuðtunga sem ekkert kemst í samjöfnuð við. Og bæði í þeim skilningi og öðrum er t.a.m. færeyska ekki vitund ómerkilegri en íslenska og hreint ekki sú „af- bakaða íslenska" sem okkar þjóðremba vill vera láta. (Mætti þá eins segja að nútímaíslenska væri „afbökuð" forníslenska). Annað skiptir þó meira máli. Ef íslensk tunga á í vök að verj- ast, þá er það ekki vegna þess að íslendingar þurfa að tala skand- inavísku á norrænum vettvangi. Sé um háska að ræða, þá kemur hann frá gífurlegri fyrirferð ensku í lífi manna og skemmtunum. Morgunblaðs- menn hafa í raun fyrst og fremst verið að bera fram tilmæli um að Norðurlandamenn komi okkur til aðstoðar í því máli, leggi vel- vild og peninga í að efla sjálfs- traust Islendinga með því að gera þeim mögulegt að tala móður- málið á samnorrænum vettvangi. Sem væri vitanlega harla ánægju- legt, ekki er að efa það. Hin hliðin Hitt er svo vafasamara að slík aðstoð Norðurlanda bætti nokk- uð úr tilvistarvanda íslenskrar tungu. Nema síður væri. Ef það verður - fyrir sakir öflugrar þýð- ingarstarfsemi - óþarft fyrir ís- lendinga að leggja pínulítið á sig til að læra að nota svosem eitt Norðurlandamál, þá gerist annað í leiðinni. Þá verður enskan í enn ríkara mæli en áður Erlenda mál- ið, útlenskan eina. Enn minna verður um tengsl þau, sem tungu- málakunnátta beinir í aðrar áttir en til hins engilsaxneska heims. Og þar með er orðin enn hærri en áður sú „holskefla engilsaxneskra fjölmiðlaáhrifa“ sem einnig þeir á Morgunblaðinu hafa verið að jes- úsa sig yfir. Gáum að því. - AB DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviíjans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúl: Öskar Guðmundsson. Frétta8tjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guömundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreið8ÍU8tjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgrelðslu8tjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sfmavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 19. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.