Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Kennarar Halda ótrauðir áfram r Idag liggur allt skólahald niðri í grunnskólum landsins. Kenn- arar halda fundi um ástandið í skólamálum og í Reykjavík boða Kennarasambandið og Launa- málaráð BHM til útifundar á Austurvelli um kennaradeiluna. Heimsmet í pönnuköku- bakstri Pönnukökubakstur er aö verða ný og vinsæl keppnisgrein hér á landi og á laugardaginn var sett nýtt heimsmet í pönnuköku- bakstri. Gunnar Örn Gunnars- son, matreiðslumaður, bakaði hvorki meira né minna en 2504 pönnukökkur á 8 klukkustund- um. Það þýðir að Gunnar hefur verið tæpar tólf sekúndur með hverja pönnuköku að meðaltali. Fyrra metið var einungis vikuga- malt. Það var 1892 pönnsur á átta tímum. -ÖS Fellaskóli Smíðastofumar opnaðar Smíðastofurnar hafa verið opnaðar og það gert við þær sem þarf að gera, sagði Ragnar Júl- íusson formaður Fræðsluráðs í samtali við Þjóðviljann. - Það eru komin ný efni á markaðinn og því óþarft að nota lífræn leysiefni og eiturefni við kennslu. Fyrir helgi sagði Þjóðviljinn frá því að smíðastofur í Fellaskóla hafa verið lokaðar í rúman mán- uð. Var sú ákvörðun tekin af Vinnueftirliti ríkisins. í gær voru svo stofurnar opnaðar aftur og kennsla hafin. Málið var reifað í Fræðsluráði og að sögn Ragnars lofaði vinnueftirlitið að loka ekki stofunum án samráðs við menntamálaráðuneytið. Mun og menntamálaráðuneytið í sam- vinnu við félagsmálaráðuneytið setja reglur sem fyrirbyggja að vinnueftirlitið geti stöðvað starf- semi í skólum án vitundar menntamálaráðuneytisins. - aró Þingmenn TveirtilTogo Svavar og Friðrik á vorfund þingmanna- sambandsins Á fimmtudag halda þeir Frið- rik Sófusson og Svavar Gestsson til Togo í Afríku, þar sem þeir munu sitja vorfund Alþjóða þing- mannasambandsins. Venjulega hafa farið fjórir þingmenn á þessa vorfundi, en sökum fjarlægðarinnar var þeim fækkað nú. Togo er á vestur- strönd Afriku milli Ghana og Benin, og var áður þýsk nýlenda undir Prússakeisara. Þar búa yfir 2,6 miljónir manna. Útifundur á Austurvelli í dag. Engin kennsla í grunnskólum. HIK á rétt á 11 miljóna norrænu láni. Almennur stuðningur Sá fundur hefst klukkan þrjú og má búast við að opinberir vinnu- staðir tæmist af starfsfólki meðan fundurinn stendur. Tveir fulltrúar norrænna kenn- ara eru nú í Reykjavík og hafa þeir heitið fjárhagsstuðningi ef á þarf að halda. HIK hefur að auki samningsbundinn rétt á um 11 milljón króna láni frá félögum norrænna kennara. Sú upphæð jafngildir mánaðarlaunum allra uppsagnar- kennaranna. Kenn- arar í KÍ hafa styrkt starfsbræður sína með 250 þúsund krónum, og kennarar í Færeyjum hafa lagt fram sinn skerf: 10 þúsund dansk- ar krónur. „Kennarar á Norður- löndum hafa ekki ráð á að þessi deila tapist," sagði Anders Fri- vold frá norska kennarasam- bandinu á blaðamannafundi á sunnudg. Ástandið í framhaldsskólum fer dagversnandi, segir í yfirlýs- ingu þeirra kennara sem enn eru við störf, og nemendum fækkar sífellt. Kennararnir í skólunum skora á ráðherra að semja strax um lífvænleg laun til kennara; - Albert Guðmundsson segir hins- vegar í samtali við Þjóðviljann að þjóðfélagið þoli ekki þá hækkun sem kennarar fara frammá. - m Norrænn stuðningur í verki: fjárstyrkir og 11 milljón króna lán til reiðu. Fremstir á myndinni frá Sögufundinum: Anders Frivold frá norsku kennarasamtökunum, Lavst Rieman Hansen frá hinum dönsku, Kristján Thorlacius formaður HÍK. Mynd: - eik. Forsœtisráðherra: Okkur ber að finna leið útúr vandanum Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra: Pólitísk mistök annað en efnahagsleg mistök. Leiðréttingin verðurað koma ígegnum húsnœðiskerfið Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði á fundi sl. sunnudag að það hefðu verið pól- itísk mistök að tengja ekki saman lánskjör og laun, þegar farið var að hrófla við kaupgjaldsvísitölu- ! nni 1982. Þjóðviljinn innti forsæt- | isráðherra eftir því hverjum bæri að leiðrétta þessi mistök, þannig að saklausir þyrftu ekki að gjalda fyrir þau. Ég sagði að þetta væru pólitísk mistök, sem er dálítið annað en efnahagsleg eða fjárhagsleg mis- tök. Ég álít að við sem í pólitík- inni erum verðum að reyna að finna leið til að lagfæra þetta og það er verið að vinna að því núna af krafti. Ég vek í þessu sambandi athygli á því að þau viðbótarlán sem nú er verið að veita til 10 ára frá 50 til 200 þúsund á hvern mann, eru með niðurgreiddum vöxtum, 3,5% vöxtum, sem er um það bil 1,5% lægri vextir en á verðtryggðum bréfum. Þar með fá menn á 10 árum all mikið borg- að til baka. Ég tel að sú leiðrétt- ing sem menn geta gert verði að koma í gegnum Húsnæðismála- stofnun, með því að veita þessu fólki meiri lán og á Iægri vöxtum. Svo er allt annað með framtíð- ina. Varðandi hana eru ýmsar til- lögur sem liggja fyrir og mun auðveldara að fást við það mál en það sem liðið er. Ég hef sagt það áður að mér finnst koma til greina að afnema lánskjaravísi- tölu ef menn vilja. En þá verða þeir líka að vita hvað tekur við. Eins og fram kom í gögnum frá ASÍ sl. föstudag, myndi það þýða samkvæmt gamla kerfinu að greiðslubyrðin af slíkum lánum er mjög þung fyrst en fellur svo. Mér sýnast tillögur ASÍ, sem eru að vísu ekki alveg nýjar, við ræddum þær fyrir 2 árum, að taka útúr grundvellinum ýmsa liði, koma vel til greina. Það mál er í athugun hjá sérfræðingum okkar og Seðlabankanum. Ég tel að það væri skynsamlegri leið en að af- nema lánskjaravísitölu þegar til framtíðarinnar er litið. -S. dór Norrœna húsið í Þórshöfn Farið á bak við Hjört Pálsson Iblaðinu 14. september er því haldið fram, að ástæðan fyrir því að Hjörtur Pálsson lætur af starfi framkvæmdastjóra Nor- ræna hússins í Færeyjum sé m.a. sú, að fyrrum framkvæmdastjóri og nú meðlimur í stjórnarnefnd hússins, Steen Cold, blandi sér í reksturinn með ótilhlýðilegum hætti. Blaðið segir, að unnið hafi ver- ið gegn Hirti á bak eftir að hann kom til Færeyja, bréf hafi verið send frá húsinu án hans vitundar, fyrrverandi hússtjóri hafi tekið upp á sitt eindæmi að skipa starfs- fólki að gera þetta og hitt upp á sitt eindæmi og þar fram eftir göt- um. Eitt mál sem mjög kemur við sögu er það, að Daninn Ivan Ede- ling hefur notað ýmsa fyrir- greiðslu Norræna hússins í Fær- eyjum til að gera 300 steinprent- anir eftir klippumyndum Wil- liams Heinesens og selt þær fyrir um það bil hálfa miljón danskra króna í tengslum við 85 ára af- mæli hans. Meðan Norræna hús- inu hefur verið gert að standa undir veislu þegar Heinesen var heiðraður hefur Edeling ekki skilað krónu af sínum ábata til hússins. Hjörtur Pálsson hefur sem fæst viljað segja um málið í bili, en 14. september hefur þó fengið hálf- gildings staðfestingu hans á ýmsu því sem hér var rakið. Kennarar Sjö komnir aftur Sex af um fjögurhundruð upp- sagnarmönnum í HÍK hafa tekið aftur upp fyrri kennslustörf. I gær gáfust þrír kennarar Menntaskólans í Reykjavík upp og mættu til kennslu og á Sauðár- króki sneri enn einn aftur. Þrír kennarar Menntaskólans við Hamrahlíð tóku upp störf fyrir helgi. Mikill meirihluti kennara í MH og á Sauðárkróki heldur fast við uppsögn sína, 23 kennarar úr MR. - m Þriðjudagur.19. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.