Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.03.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsfmi: 81348. Helgarsími: 81663. Þrlðjudaour 19. mars 1985 65. tölublað 50. árganQur UðDVimNN Fjármálaráðherra Albert Guðmundsson tjármálaráðherra: Okkur finnst leiðinlegt að skólarnir skuli loka en þjóðfélagið hefur bara ekki efni á svona hækkunum. Ljósm. E.ÓI. Suðurnes Hæiri kröfur en þjóð- félagið þolir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Samkomulag milli mín og formanns HIK að leggja málið fyrir kjaradóm. Ríkisstjórnin einhuga í afstöðunni til kennaradeilunnar Það sem kennaradeilan snýst um núna er ósk kennara um kauphækkun sem þjóðfélagið ekki þolir. Þeir eru þegar búnir að fá 20% hækkun meðan aðrir fengu 16,4% hækkun hjá BHM. Nú fara félögin öll fram á 70-80% hækkun en kennarar 30% því til viðbótar. Við bara getum ekki orðið við þeirri beiðni. Við skiljum þörfina fyrir góða kenn- ara, við sjáum hættuna í því að skólarnir loki og þykir það leiðin- legt en þjóðfélagið hefur bara ekki efni á svona hækkunum, fyrir neinn starfshóp. Þetta sagði Albert Guðmunds- Menntamálaráðherra Auðvitað Helgi fær starfslaun Auðvitað fær nýi stórmeistar- inn starfslaun, við eignumst ekki stórmeistara í skák á hverjum degi, sagði Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Menn hafa nokkuð verið að velta því fyrir sér hvort Helgi Ól- afsson nýbakaður stórmeistari fái ekki starfslaun eins og Friðrik Ól- afsson stórmeistari hafði meðan son fjármálaráðherra, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær um kennaradeiluna, sem flestum ber saman um að standi nú uppá fjármálaráðuneytið. Og fjár- málaráðherra hélt áfram: Hvað á að segja við verkamenn sem vinna störf sem eru undir- staða fyrir allri velmegun í landinu? Þeir myndu að sjálf- sögðu kom með réttmætar kröfur um sömu prósentuhækkun á eftir. Það myndi svo aftur þýða kollsteypu í þjóðfélaginu. Á sama tíma og við erum að reyna að vinna okkur útúr vandanum og getum það með samstöðu, er okkur ljóst að kennarar þurfa að fá hækkun. Við höfum tekið til greina það sem sannanlega hefur orðið þeim í óhag, dregist afturúr og höfum boðið þeim að leiðrétta það,en það er bara ekki nóg fyrir þá. Það varð að samkomulagi milli mín og formanns HÍK að leggja málið fyrir kjaradóm, síðast þeg- ar við ræddum saman. Við vorum sammála um að við næðum ekki saman um neina bráðabirgða- lausn, þaðan af síður endanlega lausn og því væri ekki um annað að ræða en láta málið fara í kjara- dóm. Ríkisstjórnin öll hefur fylgst með máíinu frá einu skrefi til annars og það er alger sam- staða innan ríkisstjórnarinnar eins og málið hefur verið leitt. -S.dór hann var atvinnuskákmaður og Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari hefur. Með slíkum starfslaunum væri Helga gert kleift að helga sig skákinni ein- göngu. Nú hefur menntamála- ráðherra staðfest að svo verður og er það gleðiefni. -S.dór Slegist um ferskvatniö Landbúnaðarráðherra heimilar fiskeldisstöð Sambandsins umfangsmikla ferskvatnstöku. A Iþjóðaskákmótið Helgi og Lein efstir Fjórða umferð á alþjóðlega skákmótinu á Húsavík var tefld í gær. Biðskákum var ekki lokið er blaðið fór í prentun en staðan á mótinu, áður en þær voru tefldar, er sú að í 1.-2. sæti voru Lein og Helgi Ólafsson með 2Vi vinning en sá fyrrnefndi með vinningslega biðskák og sá síðarnefndi með eina óteflda skák við Guðmund Sigurjónsson. Lombardy var í 3. sæti, einnig með 21/2 vinning. í 4.-6. sæti voru Zuckerman, Sævar ogJónL., all- ir með 2 vinninga og biðskák. í gær vann Helgi Pálma Péturs- son og Helmers og Lombardy gerðu jafntefli. Aðrir skákir fóru í bið og átti Guðmundur vinn- ingslíkur gegn Karli, Zuckerman gegn Áskeli og Lein gegn Sævari. Fjórða biðskákin varð milli Jóns L. og Tisdal. Akvörðun Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra að leyfa Sambandsfyrirtækinu Is- landslax h/f að bora eftir fersk- vatni á lóð fyrirtækisins nálægt Grindavík hefur vakið mikla reiði sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum þar sem ekkert samráð hefur verið haft við heimamenn hvernig beri að nýta á hagkvæmasta máta það tak- markaða grunnvatn sem er hægt að ná í á Reykjanesskaga. Samningurinn við seiðaræktar- stöðina sem á að taka í notkun í sumar heimilar fyrirtækinu að bora eftir og nýta allt að 350 sekl. af köldu vatni sem er mun meira vatn en Hitaveita Suðurnesja notar fyrir öll Suðurnesin auk þess sem fyrirtækið fær að bora eftir og nýta 20 sekl. af 100 gráðu heitu vatni á lóð sinni. Bæjarstjórn Grindavíkur þarf að staðfesta samkomulag ráð- herra við fyrirtækið áður en fram- kvæmdir verða heimilaðar. Sú staðfesting liggur ekki ennþá fyrir og sagði Jón G. Stefánsson bæjarstjóri í Grindavík við Pjóð- viljann í gær að heimamenn litu á vatnsforðann á Suðurnesjum sem sameiginlegt hagsmunamál allra sveitarfélaga og það væri ekki hægt að líta á vatnstöku við fisk- eldisstöðina nema í samhengi við stöðu mála á öllu svæðinu. „Það eru nókkrar lagfæringar sem við viljum láta gera á þessum samningi áður en við getum sam- þykkt hann og ég held að það eigi að geta tekist að leysa málið. Þó það sé ekki sannað þá eru tals- verð líkindi til þess að það sem tekið er frá öðrum endanum sé kippt undan hinum, og því verður að líta á þetta í einu samhengi," sagði Jón. Að sögn Freysteins Sigurðs- sonar hjá Orkustofnun sem unn- ið hefur að rannsóknum á svæð- inu er talið að ferskvatnsfilman sé um 10 þús. sekl. en aðeins hluta vatnsins sé hægt að taka án mjög mikils kostnaðar. -•g- Hrakningar Leitað að tug manna Lögreglan: Rétt að fólk láti vita af ferðum sínum. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli sem stýrði leitinni var hér sem betur fer ekki nema um Nokkuð víðtæk leit var gerð í gærmorgun að hópi fólks sem var á ferð á vélsleðum austan Heklu við Landmannalaugar og Hrafntinnusker. Um hádegisbil lét fólkið vita af sér og var þá í skálanum í Hrafntinnuskeri í góðu yfirlæti. Upphaflega hafði hópurinn sem taldi 10 manns ætlað að koma til byggða á sunnudags- kvöld en þegar ekkert spurðist til fólksins er leið á nóttina, var lög- reglan látin vita. Fóru félagar úr hjálpar- og slysavarnasveitum á Hellu og Hvolsvelli til leitar auk þess sem flugvél og þyrla land- helgisgæslunnar flaug yfir svæð- ið. kostnað og fyrirhöfn að ræða. Rétt væri að brýna fyrir fólki að það léti vita af ferðum sínum gæf- ist þess nokkur kostur, svo ekki þyrfti að standa í óþarfa leit og valda ættingjum áhyggjum. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.