Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 3 DV Fréttir Deilur forystumanna leigjenda og leigusala: Húsfélög eru eignarhalds- félög - eiga að vera íbúafélög, segir Jón frá Pálmholti „Ég lít svo á að húsfélög séu vett- vangur íbúa í fjölbýlishúsum til að ræða og leysa mál sem varða íbúana en samkvæmt lögunum um fjöleign- arhús eru þau eignarhaldsfélag. Þessi grein formanns Húseigendafé- lagsins er ekki til þess að ræða hana og hann virðist ekki hafa meira þol en það að þegar lögin sem hann samdi um fjöleignarhús eru gagn- rýnd þá missir hann stjórn á sér,“ segir Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. Sú grein sem hér er um að ræða er kjallaragrein sem birtist í DV í nýliðnum mánuði eftir Sigurð Helga Guðjónsson, formann Húseigendafé- lagsins. I henni skýtur formaðurinn óvenju fóstum skotum á Leigjenda- samtökin og formann þeirra, Jón Kjartansson, sem hann segir að lesi og túlki lög eins og kölski Biblíuna. „Ég hef oft gagnrýnt fjöleignar- húsalögin, sem Sigurður Helgi samdi, og þau eru aðskilnaðarlög á þann hátt að fólk sem býr í leiguí- Jón Kjartansson frá Pálmholti, for- maður Leigjendasamtakanna. búðum í ijölbýlishúsum hefur sam- kvæmt þeim ekki rétt til að vera í húsfélaginu, mæta á húsfélagsfund- um eða taka þátt í einu né neinu sem viðkemur íbúum, svo sem setn- ingu húsreglna eða öðru sem varðar íbúana. Það er aðeins eitt skilyrði fyrir því að vera í húsfélaginu og það er að fólk sé eigendur húsnæð- isins og eigendur greiða atkvæði eft- ir eignarhluta. Aðrir eru réttlaus- ir,“ segir Jón Kjartansson. í grein sinni segir formaður Hús- eigendafélagsins enn fremur að það sé háttur Jóns að hrifsa með frekju öll réttindi en láta öðrum eftir að axla ábyrgð og skyldur. Þá segir Sig- urður Leigjendasamtökin vera klíku örfárra öfgafullra kvista sem geri einkum út á opinbera styrki og láta sem þeir séu fjöldahreyfing. Jón segir að samskipti Leigjenda- samtakanna við Húseigendafélagið hafi oftast verið með eðlilegum hætti þar til í fyrra þegar Sigurður Helgi tók við formennsku. Nú fari öll samskipti milli félaganna fram bréflega og með formlegum hætti. -SÁ Korni sáð í mars Eftir óvenjumildan vetur og klakalausa jörð sáði Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöljum, korni í tvo hektara 29. mars og er það líklega einsdæmi. Á myndinni er Ólafur að plægja akurinn og undirbúa sáninguna. DV-mynd JBen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.