Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 Fréttir Skeiðará: Hlaupið gengið yfir Deilur um búsetu sóknarprests á Djúpavogi: Hjónin hafa sitt brauðið hvort - sóknarnefndin vill sýna prestinum skilning „Presturinn býr ekki hér og fólk- ið hérna þekkir hana ekki. Þegar hún mætir á staðinn höldum við að einhver sé dáinn. Við viljum kirkju- starf og að hún passi æskulýðinn okkar. Hún kemur hálfsmánaðar- lega með kirkjuskóla og það mæta í kringum átta börn til hennar. Ég fer ekki í kirkju á meðan hún býr ekki héma,“ segir sóknarbarn eitt á Djúpavogi sem ekki vill láta nafns síns getið. Sóknarnefnd á Djúpavogi hefur borist kvörtun yfir sóknar- presti staðarins, Sjöfn Jóhannes- dóttur. Sum sóknarbarna hennar kvarta aðallega yfir því að hún búi ekki á Djúpavogi og neita að sækja kirkju þess vegna. Sjöfn er gift Gunnlaugi Stefánssyni, sóknar- presti í Heydölum, en þar eru hjón- in búsett. Þaðan til Djúpavogs er einungis klukkutíma akstur. Gunn- laugur þjónar bæði Breiðdalsvík og Stöðvarfirði en býr á hvorugum staðnum. Sjöfn neitar að flytja á Djúpavog þar sem hún kýs frekar að búa hjá eiginmanni sínum. „Það er ekki búið að taka þetta mál fyrir. Ég er mjög ánægður með Sjöfn sem sóknarprest hér. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Gunnlaugur og Sjöfn eru hjón. Sjöfn er mjög hæfur prestur og vinnur mjög vel það sem hún tekur að sér. Þetta er aðallega spuming um hvort við viljum sýna þeim skilning sem þau þurfa vegna þess að þau era hjón,“ segir Ómar Bogason í sóknarnefnd Djúpavogs. Ekki eru allir á eitt sáttir um bú- setu prestsins og sumir vilja sýna skilning á því að hún búi alk árið hjá manni sínum. Vandamálið hefði ekki komið upp ef hún hefði verið karlkyns prestur og átt konu sem fylgdi með eins og áður tíðkaðist. „Þetta er vandamál sem ekki hefði komið upp áður en konur fóru að verða prestar. Það er erfitt fyrir þau að búa sitt á hvorum staðnum. Það væri auðvitað kostur að hún væri héma alla daga' vikunnar," segir Ómar. -em DV, Öræfasveit: Skeiðarárhlaup náði hámarki síðastliðinn laugardag en rénaði síðan hratt og er alveg gengið yfir. Þetta varð mesta hlaup síðan hring- vegurinn var opnaður með Skeiðar- árbrú árið 1974. Rennsli árinnar reyndist mest um 2.800 rúmmetrar á sekúndu síðla dags á laugardaginn var. Að sögn Stefáns Benediktsson- ar, þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, var vatnið I ánni orðið svipað og eðli- legt sumarvatn um miðjan dag í gær. Vegagerðarmenn voru í önnum um páskana við að styrkja varnar- garða við Sæluhúsavatn, sem er skammt vestan við Skeiðcirá. Vatnið þar óx mun meira en brúarmann- virkin þar réðu við. Þrátt fyrir páskahret og dum- bungsveður gerðu margir sér ferð að Skeiðará til að fylgjast með ham- förunum þegar mest gekk á. -ERS DV, Suðurnesjum: „Við höfum farið fram á að hund- urinn verði skráður og hreinsaður. Maðurinn, sem hefur gefið hundin- um, segir að hann sé ákaflega róleg- ur og yfirvegaður. Hann var stilltur þegar við fórum um borð og engin hræðslumerki að sjá á honum,“ sagði Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri HeUbrigðiseftirlits Suðumesja, við DV. Fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins og hundaeftirlitsmaður fóru um borð í bát Bergþórs Hávarssonar, sem hefur verið bundinn við bryggju í Njarðvík á þriðja ár, og skoðuðu schafer-hundinn hans. Ábending kom til eftirlitsins um að hundurinn væri aleinn um borð. Bergþór er væntanlegur til landsins á næstu dögum en hann hefur verið á rækjutogara á Flæmska hattinum. „Mér skilst að hundurinn hafi aldrei farið úr bátnum. Ég veit til Schafer-hundurinn um borð f bátnum. Hann hefur ekki yfirgefið bátinn í tæp þrjú ár. DV-mynd ÆMK þess að hundar hafi verið um borð í aldrei heyrt að þeir væru einir um bátum alla sína ævi en maður hefur borð,“ sagði Magnús. -ÆMK Hundur í báti í Njarðvík: Einn í bátnum og aldrei farið frá borði í þrjú ár Rúta með 9 manns valt í Blóðbrekku: Kraftaverk að allir lifðu „Fólkið var allt sent á sjúkra- hús en flest af því fékk að fara heim eftir skoðun. Alvarlegasta tilfellið er brjóslbeinsbrot og ég get ekki annað sagt en að það sé hreint kraftaverk að allir skyldu sleppa lifandi, hvað þá með minniháttar meiðsl," segir Árni Pálsson, aðstoðarvaröstjóri lög- reglunnar í Neskaupstað, um það þegar rúta valt með bílstjóra og átta farþegum í Blóðbrekku rétt utan við Neskaupstað upp úr há- degi á skírdag. Farþegamir voru á leið í flug á Eskifirði og segir Árni aðkomuna að rútunni hafa verið hrikalega. Þakið hafi verið klesst niður að sætunum og mið- að við það sé með ólíkindum að ekki skyldi fara verr. Um aðdraganda slyssins segir Árni að gríðarlega blint hafi ver- ið og bílstjórinn hafi misreiknað stikur sem eru í vegarkantinum beggja vegna. Vinstra megin við bílinn séu þær merktar með tveimur endurskinsröndum en einni hægra megin. „Hann taldi stikuna hægra megin vera þá sem átti að vera vinstra megin. Ég gekk á undan lögreglubílnum þarna upp síð- ustu 50 metrana og ég sá ekki einu sinni á milli stikanna, svo blint var þama.“ -sv Eldur í risi Smásagnasamkeppni um Tígra í umferðinni - Tígrahorn opnað í Kringlunni í dag Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbsins, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að læra umferðarreglurn- ar. Það kemur því í hlut þeirra sem taka þátt í keppninni að leiða Tígra í gegnum umferðina i framsaminni sögu. Smásagan á ekki að vera lengri en 3 síður. Allir sem senda inn sög- ur fá að gjöf glitaugu á reiðhjólin sin. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögrn- i bókinni eiga síðan möguleika á að vinna vegleg verð- laun. Sérstakt Tígrahorn verður opnað í Kringlunni 1 dag, 9. apríl, og verð- ur opið til 14. apríl. Þar geta þeir krakkar sem vilja vera með fengið nánari upplýsingar eða skilað inn sögum. Sögur um Tígra í umferð- inni má einnig skila til Krakka- klúbbs DV, Þverholti 14,105 Reykja- vík, eða til Umferðarráðs, Borgar- túni 33, 150 Reykjavík. Skilafrestur er til 6. maí. Allir krakkar, 12 ára og yngri, geta verið með í smásagnakeppni sem heitir Tfgri í umferðinni. Skilafrestur er til 6. maí. Talið er að orsök elds sem kvikn- aði i risi í íbúð í Efstasundi í Reykjavík í gær megi rekja til raf- magns. Húsráöendur voru heima, uppgötvuðu eldinn fljótt og hringdu í slökkvilið. Það kom strax á vett- vang og náði að slökkva áður en eld- urinn hafði náð að læsa sig í veggi. Tjónið er ekki talið mikið. -sv Rússneski togarinn: Afskiptum hætt Dómsmálaráðherra ákvað, á skír- dag, í samráði við forsætisráðherra og urtanríkisráðherra, að hætta öll- um afskiptum af rússneksa togaran- um sem staðinn var að ólöglegum veiðum 2. apríl síðastliðinn. Mót- mælum var komið á framfæri við sendiherra Rússlands í Reykjavík og á það bent að ætlast væri til þess að rússnesk stjórnvöld gerðu ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir að slík atvik endurtækju sig. -sv Umboðsmaður barna á ferð: Umbjóðendurnir heimsóttir Umboðsmaður barna heimsótti fræðsluumdæmi Norðurlands vestra síðustu daga marsmánaðar. Heimsóttir vom 16 skólar á svæð- inu og embættið kynnt börnunum. Þá fjallaði umboðsmaður um rétt- indamál barna og um hlutverk sitt sem talsmanns þeirra. Þetta er í fjórða sinn sem um- boð.smaður heimsækir umbjóð- endur sína á landsbyggðinni en áöur hefur hann farið um fræðslu- umdæmi Suðurlands tvisvar sinn- um og einu sinni um fræðsluum- dæmi Vestfjarða. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.