Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Qupperneq 26
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 Afmæli Guðrún Guðrún Björnsdóttir húsmóðir, Dalbraut 27, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Óspaksstaða- seli í Hrútafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Eftir að hún gifti sig var hún fyrst húsfreyja að Kolbeinsá og síðan að Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Þau hjónin brugðu búi 1947 og fluttu suður þar sem þau áttu fyrst heima á Seltjarnarnesinu, síðan í Skerjafirði og loks við Freyjugötu í Reykjavík. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Guð- bjöm Benediktsson, f. 29.8. 1898, d. 19.5. 1990, verkamaður. Hann var sonur Benedikts Árnasonar, bónda á Felli í Strandasýslu og síðar verkamanns í Reykjavík, og Oddhildar Jónsdóttur húsfreyju. Dætur Guðrúnar og Guðbjörns eru Ingibjörg Þuríður Guðbjörns- ‘ dóttir, f. 20.7. 1928, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigvalda Kristjáns- syni verkamanni og eru börn þeirra Guðbjörn og Kristján; Gerður Guðbjörnsdóttir, f. 29.11. 1931, húsmóðir í Grundarfirði, en maður hennar er Sverrir Lárus- son múrari og eru börn þeirra Guðrún, Hjördís, Jón, Lárus, Sjöfn og Halldóra; Oddhildur Guð- Björnsdóttir björnsdóttir, f. 1.10.1937, húsmóð- ir í Hafnarfirði, gift Sigurði G. Sigurðssyni bifreiðarstjóra og eru börn þeirra Dýrfinna, Hrönn, Guðrún Birna og Ingibjörg Erla; Ingveldur Guðbjörnsdóttir, f. 11.6. 1942, húsmóðir, gift Magnúsi Sveinbjörnssyni múrara og eru börn þeirra Gunnar Bragi, Edda Björk og Bragi. Dætur Guðrúnar eru því fjórar, barnabörnin fjórtán, langömmu- börnin eru tuttugu og tvö en langalangömmubörnin eru tvö, svo afkomendur hennar eru nú fjörutíu og tveir talsins. Systkini Guðrúnar: Margrét Björnsdóttir, f. 25.10. 1892, d. 26.12. 1924; Ingveldur Björnsdóttir, f. 7.5. 1894, nú látin; Pálína Bjömsdóttir, f. 12.9. 1895, d. 25.2. 1933; Bjarni Gunnlaugur Björnsson, f. 1.10. 1896, d. 22.2. 1946; Hermann Björnsson, f. 20.8. 1898, látinn; Óskar Albert Björnsson, f. 16.5. 1901, d. 2.10. 1960; Sigmundur Ingvar Björnsson, f. 16.5. 1901, d. 18.11.1971; Ingunn Stefanía Björnsdóttir, f. 28.11. 1902, d. 11.4. 1925; Björnfríður Stefanía Björns- dóttir, f. 28.11. 1902, d. 11.4. 1925; Jensína Björnsdóttir, f. 23.2. 1905, d. 12.9. 1978; Guðrún; Þórhallur Björnsson, f. 1.5. 1910, d. 12.11. 1973. Foreldrar Guðrúnar voru Björn Björnsson, f. 28.9. 1864, d. 10.5. 1911, bóndi á Óspakseyri, síðast á Fossi, og Ingibjörg Pálsdóttir, f. 16.9. 1866, d. 12.7. 1948, húsfreyja. Guðrún verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðrún Björnsdóttir. Þorsteinn Geirsson Þorsteinn Geirsson, bóndi og oddviti að Reyðará í Bæjarhreppi, varð sjötugur í gær. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Reyðará og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Laugaskóla í Suð- ur- Þingeyjarsýslu 1949. Þorsteinn bjó félagsbúi á Reyð- ará 1950-64 og hefur verið þar bóndi síðan. Þá var hann barna- kennari í Bæjar- og Mýrahreppi í tuttugu og þrjá vetur. Þorsteinn hefur verið fulltrúi á sautján aðal- og aukafundum Stéttarsambands bænda á árunum 1971-87, sat í stjóm Stéttarsam- bands bænda 1974-87, í Fram- leiðsluráði landbúnaðarins 1974-87, í stjóm Sauðfjárræktar- sambands Austur-Skaftfellinga 1955-80, í stjórn ungmennasam- bandsins Úlfljóts 1960-65, 1970-76 og 1984-85, var gjaldkeri Búnaðar- sambands Austur-Skaftfellinga 1962-87, í stjórn Menningarsam- bands Austur- Skaftfellinga 1962-70, í stjórn Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga 1971-92, situr í sýslunefnd Austur-Skaftfellinga frá 1987, situr í hreppsnefnd Bæj- arhrepps frá 1964 og er oddviti hreppsins frá 1982, í sóknarnefnd Skaftafellskirkju frá 1965, í stjórn Sjúkrasamlags Bæjarhrepps frá 1951 og meðan það starfaði, í stjórn Búnaðarfélags Bæjarhrepps frá 1964, í stjórn Sauðfjárræktarfé- lags Bæjarhrepps 1960-88, í stjórn ungmennafélagsins Hvatar í Bæj- arhreppi um árabil og í stjórn Menningarsjóðs Austur-Skaftfell- inga 1980-86 og frá 1996. Eftir Þorstein hafa komið út bækurnar Gamla hugljúfa sveit I, útg. 1990, og Gamla hugljúfa sveit II, útg. 1995. Þá hefur hann skrif- að greinar í Skaftfelling, ársrit Austur-Skaftfellinga, og í afmælis- rit sem gefið var út þegar ung- mennasambandið Úlfljótur varð fimmtíu ára. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 10.7. 1965 Vigdísi Guðbrandsdóttur, f. 24.5. 1929, húsfreyju. Hún er dóttir Guðbrands Björnssonar, f. 14.5. 1889, d. 2.6. 1946, bónda á Hey- dalsá í Strandasýslu, og Ragnheið- ar Guðmundsdóttur, f. 24.8.1894, d. 24.10. 1972, húsfreyju. Synir Þorsteins og Vigdísar eru Geir Þorsteinsson, f. 24.4. 1965, trésmíðameistari á Höfn í Horna- firði, sambýliskona hans er Björk Pálsdóttir og sonur þeirra, óskírð- ur, er f. 27.1. 1996 en sonur Geirs er Stefán Mikael Þór, f. 18.9.1990; Gunnar Bragi Þorsteinsson, f. 13.8. 1966, búfræðingur og verka- maður á Höfn í Hornafirði, en kona hans er Herborg Þuríðar- dóttir og er dóttir þeirra Elín Sól, f. 20.1. 1993 en sonur Herborgar er Gísli Halldór Sigurðsson, f. 31.7. 1987. Sonur Vigdísar er Guðbrandur R. Jóhannsson, f. 19.8. 1949, kenn- ari, var kvæntur Benediktu Theó- dórs og er sonur þeirra Páfl, f. 13.4.1979. Guðbrandur og Bene- dikta skildu og var síðan sambýl- iskona hans Þórdís Sigurðardótt- ir, f. 2.2. 1939, d. 24.12. 1994. Systkin Þorsteins: Aðalheiður Geirsdóttir, f. 11.3.1923, vefnaðar- kennari á Höfn í Hornafirði; Sig- urður Geirsson, f. 5.2.1924, bóndi á Reyðará, síðar verktaki og um- sjónarmaður íþróttahúss á Höfn; Baldur Geirsson, f. 11.9. 1930, raf- virki í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins voru Geir Sigurðsson, f. 21.7. 1898, d. 10.2. 1976, bóndi að Reyðará, og Mar- grét Þorsteinsdóttir, f. 18.9. 1896, d. 13.4. 1987, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 9. apríl 80 ára Sigrún Lúðvíksdóttir, Fífilgötu 10, Vestmannaeyjum. Hjalti Ólafsson, Hrafnistu í Reykjavík. 75 ára Ottó Gíslason, Heiðnabergi 12, Reykjavík. Ásthildur Teitsdóttir, Hjarðarfefli I, Eyja- og Miklaholts- hreppi. Kristín Sveinsdóttir, Vitateigi 5, Akranesi. Kristín er að heiman. Karl S. Björgvinsson, Krossavík, Svalbarðshreppi. 70 ára Jóhanna S. Hansen, Jöklaseli 11, Reykjavik. Jóhanna tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, að Logafold 154, Reykjavík, í dag eftir kl. 16.00. Stefán Pétursson, Þykkvabæ 16, Reykjavík. 60 ára Björgvin O. Gunnarsson, Leynisbraut 2, Grindavik. Halldór Höskuldsson, Réttarheiði 25, Hveragerði. Ásgerður Björnsdóttir, Fellsási 6, Mosfellsbæ. Halldóra Stephensen, Ægisgötu 36, Vatnsleysustrandar- hreppi. Þórður Guöjón Finnbjörnsson, Hrauntungu 44, Kópavogi. Ómar Árnason, Móabarði 20, Hafnarfirði. 50 ára____________________ Hilmar Skúli Ólafsson, Skálagerði 7, Reykjavík. Frans B. Guðbjartsson, Sundlaugavegi 20, Reykjavík. Sævar Gunnar Skúlason, Laugarnesvegi 118, Reykjavík. William R. Jóhannsson, Efstahjalla 11, Kópavogi. Geirlaug Magnúsdóttir, Túngötu 3, Reykjavík. 40 ára Davíð Þór Björgvinsson, Skipasundi 53, Reykjavik. Elín Magnea Óskarsdóttir, Eyjahrauni 19, Þorlákshöfn. Svanborg Eygló Óskarsdóttir, Skeggjastöðum, Vestur- Landeyjum. Stefanía Emma Ragnarsdóttir, Álakvísl 32, Reykjavík. Særós Guðnadóttir, Gnoðarvogi 62, Reykjavík. Úlfar Brynjarsson, Hamarsbraut 4, Hafnarfirði. Grímur Rúnar Waagfjörð, Álfholti 18, Hafnarfirði. Karólína Árnadóttir, Barrholti 12, Mosfellsbæ. Mary Simundson, Hlaðhömrum 6, Reykjavík. Salaleiga Höfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði HÓTEL (VlM) 5687111 * Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFTÍ SÍMA 550 5752 Stefán Þór Þórsson Stefán Þór Þórsson, dagskrár- stjóri við meðferðarstofnun í Kaupmannahöfn, til heimilis að Prinsesse Charlottes Gade 9, Kaupmannahöfn, varð fimmtugur á páskadag. Starfsferill Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og stundaði síðan flugnám hjá Flugmálastjórn. Stefán starfaði hjá Flugmála- stjórn um skeið en flutti síðan til - Danmerkur þar sem hann var við nám og störf. Hann hefur verið ráðgjafi og dagskrárstjóri á með- ferðarstofnunum á íslandi og í Danmörku sl. tíu ár, þar af í fimm ár við meðferðarheimilið Tinda þar sem hann var bæði hópstjóri og dagskrárstjóri. Hann starfar nú sem dagskrár- stjóri á meðferðarstöð í Kaup- mannahöfn. Fjölskylda Stefán Þór kvæntist 2.9. 1969 Hildi Jörundsdóttur, f. 26.5. 1949, háskólanema. Hún er dóttir Jör- undar Sveinssonar, f. 2.9. 1919, d. áo.9. 1968, loftskeytamanns og k.h., Margrétar Einarsdóttur, f. 10.8. 1922, talsímavarðar. Börn Stefáns Þórs og Hildar eru Elsa Ida Stefánsdóttir, f. 5.2. 1975; Margrét Helga Stefánsdóttir, Stefán Þór Þórsson. f. 7.3. 1990. Systkini Stefáns Þórs eru Elsa Margrét Þórsdóttir, f. 10.1. 1949, myndlistarmaður og leiktjalda- hönnuður í Fárösun á Gotlandi í Svíþóð; Kári Hafldór Þórsson, f. 14.12.1950, leikstjóri og leiklistar- kennari í Reykjavík. Foreldrar Stefáns Þórs: Þór Guðjónsson, f. 14.11.1917, fyrrv. veiðimálastjóri, búsettur í Reykja- vík, og Elsa E. Guðjónsson, f. 21.3. 1924, fyrrv. deildarstjóri textíl- og búningadeildar Þjóðminjasafns Is- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.