Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1996 39 Menning Ljóðræn textílverk Sólrún Friðriksdóttir í Gallerí Greip Mikil gróska hefur verið ríkjandi í textil hér á landi síð- ustu misserin. Þar hefur ýmiss konar tilraunastarfsemi verið áberandi og blöndun við óskilda tækni og aðrar list- greinar og hafa þar m.a. tölvu- grafík, útskurður og gúmmí- slöngur komið við sögu. Sólrún Friðriksdóttir, sem um árabil Myndlist Ólafur J. Engilbertsson hefur starfað að list sinni á Stöðvarfírði ásamt þvi að reka þar Gallerí Snærós í félagi við Ríkharð Valtingojer grafíklista- mann, opnaði á laugardag sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Greip. Hún er enginn eftirbátur kollega sinna í nýjungum og notar t.d. gler talsvert í verk sín. Sólrún hefur áður tekið þátt í fjölda samsýninga vítt og breitt um heiminn, m.a. í Mexíkó, á Ítalíu, í Ungverja- landi og í Slóveníu, svo það er vonum seinna að hún opnar einkasýningu. Hárfínt og Ijóðrænt Á sýningu Sólrúnar eru alls 17 verk, þar af ellefu smámyndir í röð sem vekur nokkra athygli vegna hárfínna og ljóðrænna vinnu- bragða. Þarna er um að ræða verk unnin með blandaðri tækni. Sól- rún hefur komið margvíslegum efnum fyrir á milli örþunnra gler- platna sem hvUa hver ofan á annarri og eru svo rammaðar inn einar tíu saman. I þessum verkum kemur fram mikil dýpt og næsta leikræn stemning með því að ljós þrengir sér treglega í gegnum glerjaskóginn og myndar dulúð áþekka torkennilegri speglun í vatni. Næmleiki listakonunnar við meðhöndlun efnisins er einnig slíkur að lognkyrr og ljóðræn ára ríkir í flestum þessara verka. Gaman væri hins vegar að sjá hvernig svona verk pluma sig með birtugjafa aftan frá líkt og hefðbundin glerverk. Jafnframt virðast þessi verk bjóða upp á útfærslu í stærra formi. Frásögn og kröftug form Þótt míníatúrinn standi fyllilega fyrir sínu og sú myndröð hafi næmleikann og ljóðrænuna fram yfír stærri verkin eru þar vissir þættir sem einungis njóta sín í tUtek- inni stærð. Þetta sést vel í verk- um Sólrúnar Himinn - jörð - haf (nr. 14) og Foss (nr. 17). Þar er það miðleitin og sterk mynd- byggingin sem ríkir ofar fín- leikanum, kröftug form ofar ljóðrænu. Efniskenndin er jafn- framt ríkur þáttur í síðar- nefnda verkinu og bæði eru góðir fulltrúar fyrir klassískan frásagnarkenndan myndvefnað sem alltof lítið hefur verið stundaður hér á landi hin síð- ari ár. Sýningin passar vel inn í salinn og uppsetning er út- sjónarsöm þótt speglun á gler- verkunum hái þeim nokkuð. Þessi fyrsta einkasýning Sólrúnar Friðriksdóttur lofar því sannar- lega góðu um fjölbrevtileg tök á hinni æ fíóknari veflist. Sýning Sólrúnar í Gallerí Greip stendur einungis til sunnudagsins 14. apríl. Strengjakvartettar Haydns Joseph Haydn. Þegar hugurinn leitar til tónlistar klassíska tímans virðist oft sem nafn Joseps Haydns standi í nokkrum skugga af Mozart og Beet- hoven. Þó er óhætt að fullyrða að af- rek hinna tveggja síðarnefndu hefðu vart verið unnin ef ekki hefðu komið til verk Haydns sem þeir báðir sóttu í fyrirmyndir og uppörvun. Oft er um það rætt að Haydn sé höfund- ur hinnar klass- ísku sinfóníu og hins klassiska strengjakvartetts. Sumir ganga svo langt að segja Haydn hafa lagt grundvöllinn að hinum klassíska stil yfirleitt. Hinn frægi tónlistar- gagnrýnandi Sir Ðonald Tovey hélt því fram að hinn vínarklass- íski stíll hefði náð fullum söguleg- um þroska með strengjakvartett- um Haydns op. 20. Mozart hafði þá til hliðsjónar er hann samdi Haydn- kvartetta sína. Beethoven ___________________ hélt svo upp á þessi verk að hann handskrifaði a.m.k. eitt þeirra upp sér til lær- dóms og umhugsunar. Þessir strengjakvartettar eru nú fáanlegir á tveimur geisladisk- um í túlkun Mosaiques-strengja- kvartettsins. Kvartettinn skipa þau Erich Hobarth, fiðla, Andrea Bischof, fiðla, Anita Mitterer, lág- fiðla, og Christophe Coin, selló. Þau leita greinilega eftir þeim samhljómi sem gera má- ráð fyrir að hljómað hafi á tímum Haydns, m.a. leika þau án vibrato. Leikur Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson kvartettsins er mjög skýr og hreinn og hljómurinn fallega loft- mikill. Þessi einkenni eiga mjög vel við hinn tæra stíl Haydns og komast vel til skila þær skemmti- legu andstæður góðlátlegrar kímni og alvörugefinnar umhugs- unar sem ein- kenna þessi verk. Fyrir þann sem vill sökkva sér niður í form og byggingu klassískra verka eru kvartettar þessir hreinn fjár- sjóður. Snilligáfa, mörkuð kunn- áttu og góðum smekk, geislar af hverri nótu. Gaman er að sjá hve jafnvægi í formi er Haydn mikil- vægt og jafnframt hve fjölbreytt úrræði hann telur sér heimilt að nota til þess að ná þeim markmið- um. Þessi diskur er vel pening- anna virði. Farinelli Nú um þessar mundir hefur kvikmyndin Farinelli, sem fjallar um líf einhvers frægasta castrato- söngvara allra tíma, verið í sýn- ingu hér í bænum. Hefur jafnvel verið hægt að sjá hana frítt, ef maður kaupir geislaplötuna. En hvernig er hægt að búa til rödd castrato-söngvara? Reyndar var nýlega sýndur í sjónvarpi þáttur í röðinni „Nýjasta tækni og vísindi" þar sem það var sýnt hvernig rödd Farineflis í myndinni var búin til. I stuttu máli var það gert þannig að sópranrödd ------------------- Ewu Mallas-God- lewsku söng efri hluta tónsviðsins og kontra- tenór- rödd Dereks Lee Ragins söng neðri hlutann. Síðan var með hjálp tölva í IRCAM-hljóðverinu i París, þar sem miklar tilraunir hafa verið gerðar með hljóð og m.a. margir höfundar raftónlistar hafa unnið verk sin, lit beggja raddanna blandað og síðan dreift yfir allt tónsviðið. Castrato-söngv- arar, eða geldingar, voru í miklum metum á 17. og 18. öld, í Evrópu, einkum á Spáni og Ítalíu. Meðal þeirra þekktustu voru Cafarelli, Porporino og Farinefli, en hann varð nánast goðsögn í lifanda lífi. Hljómplötur Áskell Másson Geislaplatan með tónlistinni úr kvikmyndinni er mjög eiguleg, en hún inniheldur fagra og vel flutta tónlist, sem sum hver hefur lítt eða ekki heyrst lengi. Riccardo Broschi var bróðir Farinellis og eru eftir hann þrjú atriði á plötunni. Það fyrsta, sem er upphafsatriði plötunnar, er feikilega „virtúósískt", enda á það að hafa verið samið sérstaklega fyrir Farinelli. Gaman er að akró- batik þegar hún er vel af hendi leyst, og það er hún sannarlega --------------- hér, en einnig í Generoso risuegliati o core eftir J. A. Hasse, sem enn fremur á Artasere, en það er eingöngu leikið á hljóðfæri. Hljómsveitin Les Talens Lyriques leikur á upp- runaleg hljóðfæri undir stjórn Christophe Rousset á aflri plöt- unni og sýnir oftsinnis einkar fal- legan leik, m.a. í Lascia ch’io pi- anga eftir Hándel, Salve regina eft- ir Pergolesi og Alto Giove eftir N. Porpora, en það síðarnefnda er sérlega fagur einleikur á ástaróbó, eða obo d’amore. Fögur tónlist, frábærlega flutt og mjög athyglis- verð. 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu ✓ Þú hringir í slma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboð að loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færð þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu ✓ ✓ Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. Þú slærð'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Nú færð þú að heyra skilaboö auglýsandans. Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaþoð að loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. ^ Þá færð þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Þegar skilaboðin hafa veriö geymd færð þú uppgefið leyninúmer sem þú notar til þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er að skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. ^ Auglýsandinn hefur ákveðinn tíma tii þess að hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur f síma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærð inn leyninúmer þitt og færð þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu meö tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. [MJCoXMQJmm 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.