Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 Lesendur_________ Stéttarfélags- frumvarpið - ráðherra hristir kerfið Frumvarpið mun auka stéttarvitund manna sem þurfa nú að mæta á fundi til að kynna sér málin, segir m.a. í bréfinu. Spurningin Heldur þú að geimverur séu til? Andri Árnason nemi: Já, já, en ég hef aldrei séð þær. Alda Sveinsdóttir kennari: Kannski ekki þessir grænu karlar en ýmislegt er til í geimnum. Þórdís Lilja Ámadóttir húsmóð- ir: Nei. Jessica Tómasdóttir húsmóðir: Já, ég held að þær séu til. Svava Pétursdóttir kokkur: Já, al- veg eins. Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú hristir félagsmálaráðherrann eilítið upp í kerfinu. Hann hefur lagt fram frumvarp er menn kalla „stéttarfélagsfrumvarpið". Frum- varpið mun komast í gagnið á vor- dögum nái vilji ráðherra og ríkis- stjómar fram að ganga. Sem vonlegt er hafa ASÍ- menn og verkalýðsfé- lögin í landinu, svo og stjórnarand- staðan brugðist ókvæða við og sagt friðnum á vinnumarkaði stefnt í voða taki ráðherra ekki frumvarp sitt aftur og frysti það til eilífðar- nóns. Þetta nýja frumvarp gerir ráð fyr- ir nokkrum breytingum á núver- andi fyrirkomulagi. Til dæmis hvað það varðar að félögin afli sér verk- fallsheimildar. Verði frumvarpið að lögum þurfa fleiri en hingað til að mæta á fund til að væntanlegar að- gerðir öðlist gildi. Og þá þarf að fara fram leynileg atkvæðagreiðsla. Nú nægir að meirihluti þeirra sem mæta greiði atkvæði til að að- gerðir séu löglegar. En atkvæðatal- an getur verið hlaupandi, eða frá ör- fáum mönnum og upp í fulla Bíó- borg eins og gjarnan tíðkast þegar Dagsbrún á í hlut - með tilheyrandi sprengingum. En ég spyr: Hví eru menn svona hræddir við þær breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir? Það sem ég hef séð af því tel ég vera af hinu góða. Að það muni auka stéttarvit- und manna þar eð fólk þarf að mæta Jóhann Snæfeld skrifar: Þann 10. nóvember er grein í DV um 19 ára pilt sem ekki gengur heill til skógar. Hann veldur tjóni í Ön- undarfirði í júní 1993, er hann veð- ur inn í hús og kveikir í tveimur húsum, við það „að hita sér“, að sögn. Fyrir vestan er ekki svo kalt 1 júní að menn þurfi að koma við á hverjum bæ til að kveikja eld og hita sér! Auðvitað ekki, og hér er eitthvað að. Skaðabótakröfum upp á samtals á áttundu milljón króna var vísað frá Halldór Eyjólfsson skrifar: Nú, þegar framkvæmdir eru að hefjast við hin umdeildu neðansjáv- argöng, kemur ýmislegt í ljós. Hin- um fornfrægu Geirsbeygjum er ætl- að veglegt hlutverk þarna niðri. Beygja á í þveröfuga átt við höfuð- stefnu þjóðvegar 1 (Vestur- og Norð- urlandsvegur), og síðan gerður við- snúningur með hringtorgi á vega- mótum aðkeyrslubrautar Akranes- bæjar og þjóðvegar 1. - Slíkar hringekjur henta e.t.v. innanbæj- arakstri, en mjög illa á þjóðvegi 1 (hraðbraut). Með þessari handvömm lengist vegur 1 um u.þ.b. 4 km og minnkar þar með ávinningur þeirra sem hugðust nota göngin til vestur- og norðurlandsferða. Svona beygju- kúnstir á aðalvegum slá öll fyrri met ef af verður. Á hestvagnaárun- um tíðkaðist þessi aðferð til þess að milda brekkur upp frá lækjum, ám eða upp á heiðina. Þá var hraði lítt þekktur hér á landi, enda hestöfl fá og vandfengin. Nú eru orka og hraði nefnd fram- tíðarþróun, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr. Samgöngubætur munu því miðast við beina vegi eft- ir megni, sérstaklega á þjóðvegi 1, sem og á öðrum hraðbrautum. Haft var eftir þjóðkunnum og traustum sérleyfíshafa að hinn forn- sjálft á staðinn til að kynna sér mál- in. Og alla vega þessi 20% sem lág- markið er miðað við. Ég hef til að mynda verið með í því að samþykkja samninga í mínu stéttarfélagi við sjöunda mann, og var þó einn auk þess ekki hæfur til atkvæðagreiðslu sökum ölvunar. Hópurinn hefði rétt eins getað fellt þá. í framhaldinu var gefin út yfir- lýsing þess efnis að samningar hefðu verið samþykktir einróma! Var þetta auðvitað afar villandi, dómi. Kröfunum þótti ekki fylgja nægur rökstuðningur. Dómur á ísa- firði er því út í hött: 6 mánaða skil- orðisbundinn dómur þýðir það að maðurinn er stundum undir eftirliti í 6 mánuði. - Er þetta hægt? Maður- inn væri betur kominn á togara þann tíma sem launin hans dygðu til að borga skaðann sem hann olli. Ég er sjálfur Önfirðingur í húð og hár og veit vel að umræddir bústað- ir voru mjög vel búnir báðir tveir og þetta tjón er örugglega ekki und- ir 10 milljónum króna hér í Önund- frægi Geirsbeygjudraugur væri dauður, hann hefði kafnað í beygju- gerinu á flatlendinu ofan Þorláks- hafnar hér um árið. Gott væri ef satt væri. Efasemdir um dauða kauða gera nú vart við sig sunnan þótt ekki væri það rangt sem slíkt. Á þessari vitleysu tekur einmitt hið nýja frumvarp félagsmálaráð- herra. Einnig er gefið grænt ljós á vinnustaðafélög þar sem 250 manns eða fleiri vinna. Stéttarfélög sem myndu þá búa við öll réttindi og skyldur stórs launþegafélags. Þess vegna kem ég ekki auga á hættuna sem á að felast í þessu umdeilda frumvarpi og sögð er vera til óheilla fyrir verkalýðinn í landinu. arfirði. I Reykjavík teldist tjónið mun meira. Það kostar ekki minna að byggja hús eða endurnýja á landsbyggðinni en í Reykjavík. En hvað um það. Á vegum ríkisins eru byggð alls kyns hæli og fangelsi, en það gleymist að afplánendurnir hafa ekkert að gera. Finna þarf eitthvað til þess að hægt sé að að nýta starfskrafta þess- ara manna, virkja þá, kenna þeim að vinna. Akrafjalls. - Vonandi gegnur þessi nýbreytni í samgöngubótum slysa- laust fyrir sig og eftir áætlun, þannig að uppátækið gagnist þjóð- inni um ókomin ár. DV Stuðningur sjálf- stæðismanna Björn Ólafsson skrifar: Það skyldu þó aldrei verða sjálfstæðismenn sem verða hvað ákafastir við að afla fylgis við forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar? Helsta andstæðing borgaralegra sjónarmiða hér um árabil. Eru líklega að launa Ólafi óvinsældir hans sem formaður í Alþýðubandalaginu og því aflað Sjálfstæðisflokknum fylgis. Verði þetta niðurstaðan fyrir tO- stuðlan sjálftæðismanna brestur þar með grundvöllur fyrir frekara pólitísku starfi Sjálf- stæðisflokksins sem fjöldahreyf- ingar. Hvar er bisk- upinn eiginlega? Sigurbjörg skrifar: Maður er orðinn yflr sig undr- andi og hneysklaður á fram- komu biskups íslands. Hann dvelur nú langdvölum erlendis og sendir boðskap hingað sím- leiðið með aðstoð flölmiðla. Hvar er biskupinn eiginlega? Er hann að hugleiða að ganga í klaustur eða hvað? Biskup verður að takast á við sín mál af einurð og manndómi. Hann á auðvitað að segja af sér embætti á meðan á þessum málarekstri stendur. Fjarvera hans hér á mestu hátíð kristinna manna eykur á afsagn- arkröfu á hendur biskupi. Frumvarp Gísla Einarssonar Ragnar skrifar: Margir telja að frumvarp Gísla S. Einarssonar alþingis- manns sé eitt besta og raunhæf- asta frumvarp sem komið hefur fyrir Alþingi á seinni árum. Frumvarpið til laga um lág- markslaun er í senn mjög sann- gjarnt og rökrétt og setur þing- menn ekki í mikinn vanda til samþykktar - eða synjunar. Hvaða þingmenn myndu standa á móti þessu frumvarpi? Auðvit- að á að útkljá þessi launamál á þingi þjóðarinnar. Hér hefur Gísli lagt sinn skerf til að minnka launamuninn, útiloka eftirvinnupláguna og auka ráð- stöfunartekjur þeirra lægst laun- uðu. Þakklæti til Dagsljóss Gunnar Jónsson skrifar: Ég vil koma á framfæri besta þakklæti til þáttarins Dagsljóss í Sjónvarpinu. Mér finnst samt sem gagnrýnendur í þættinum setji blett á. - Tveir þeirra, þ.e. Árni og Vignir, kunna sitt fag, sem verður tæplega sagt um hina. Það er ekki nóg að hafa löngunina til að gagnrýna, held- ur og getu og hæfileika. Þegar maður hefur t.d. séð í leikhúsi gott verk, og heyrir þaö síðan gagnrýnt á mjög neikvæðan hátt, jafnvel svo að gagnrýnandi sér engan ljósan blett, missir maður tiltrú á gagnrýnandanum, tekur ekki mark á honum eftir það. Ekki síst ef hann er jafnframt svo súr á svip að maður fær þá tilfinningu að honum liði ekki vel. Eins með bókmenntagagn- rýnandann. Hann þarf að ná betri tökum á verkefni sínu. Kjallaragreinar Guðbergs Jóhann Gunnarsson skrifar: Ég lýsi mikilli ánægju minni með greinaskrif Guðbergs Bergs- sonar rithöfundar í DV og reynd- ar fleiri góðra pistlahöfunda. En Guðbergur er með alveg sérstök- um hætti. Hann fer ekki alfara- leið í framsetningu sinni. Skrif hans eru tilbreyting frá þessu sí- fellda „sannleiks- og staðreynd- arugli“ sem tröllríður texta hér á landi. Handónýtt dómskerfi Hvalfjarðargong og Geirsbeygjudraugar „Meö þessari handvömm lengist vegur 1 um u.þ.b. 4 km,“ segir bréfritari m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.