Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 13 Fréttir Tilboð í hækkun Blöndustíflu: Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð lægst Ræktunarsamband Flóa og Skeiða var með langlægsta tilboð í hækkun Blöndustíflu í útboði Landsvirkjunar fyrir páska. Tilboð- ið var 51% af kostnaðaráætlun eða upp á rúmar 80 milljónir króna. Áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar, Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen, hljóðaði upp á 159 milljónir króna. Alls bárust 7 tilboð og mun stjórn Landsvirkjunar ákveða í lok apríl hverju þeirra verður tekið. Völur átti næstlægsta tilboð, 71% af áætlun, en aðrir sem buðu í verk- ið voru Ingiieifur Jónsson, ístak, Háfell, Suðurverk og Fjörður og Rögnvaldur Árnason, sem áttu hæsta tilboð, 94% af áætlun. Verkiðp er fólgið í því að Blöndu- stífla við Reftjarnarbungu verður hækkuð um 3,5 metra og yfirfall við Blöndustíflu hækkað um 3,7 metra. Yfirfall verður lengt um 130 metra eins og ráð var fyrir gert við upp- haflega hönnun virkjunarinnar. Verktaka ber að skila verkinu eigi síðar en 1. nóvember 1996. Við þessar framkvæmdir vex flat- armál Blöndulónsins úr 39 í 56 fer- kílómetra og miðlunarrými úr 220 í 400 gígalítra. Þar með verður lónið orðið þriðja stærsta stöðuvatn landsins en var áður í 4. sæti. Hefur skotist upp fyrir Mývatn. -bjb |í Sl Vinningstölur miðwikudoginn 3.4/96 I 27X41X46 13X23 44)í Vinningar Fjöldi vinninga Vinningsupphæð 1, 6 af 6 ,lV, .2 24.960.000 2. Saft1 íto'0 o 1.086.793 3.5afi 4 54.730 4. 4 af 6 172 2.020 S.3af6x H°'fe58 220 Heildarvinnlngsupphxð 51.717.913 Á Islandi 1.797.913 trs:Q®@® ■ “1 KÍN H- 1 @@(26) KÍN H 1 Færeyingarnir í lokahófinu. DV-myndir ÆMK Anægðir Færeying- ar í Bláa lóninu DV, Suðurnesjum: „Þau voru rosalega ánægð með ferðina hingað og hissa á hve bati þeirra var góður. Allir Færeying- arnir voru slæmir af psoriasis en löguðust allir mikið. Húð þeirra var alveg orðin slétt og fín eftir ver- una í lóninu,“ sagði Ásdís Jónsdótt- ir, framkvæmdastjóri hjúkrunar- göngudeildar við Bláa lónið. Sextán Færeyingar voru þar til meðferðar á húðsjúkdómnum psor- iasis frá 1.-29. mars og komu hing- að á vegum psoriasis-félagsins í Færeyjum sem greiddi fyrir með- ferðina. Allir vdru þeir með erfiða húð en meðferðin tókst vel og þeir voru ánægðir með hve vel var að öllu staðið. Hjúkrunarfræðingur sinnir sjúklingunum meðan á með- ferð stendur og læknisskoðun er í upphafí og síðan í hverri viku. Allt tölvuskráð. Færeyingarnir böðuðu sig í lón- inu 2 tíma á dag, sex daga vikunn- Grindavík. Aðstaða eins og hér býðst er ekki tO í Færeyjum en þar er notuð sterameðferð með sterkum kremum. Frá áramótum hafa 700 manns verið í meðferð á göngu- deildinni en 1995 voru þeir alls 3497. „Meðferðin hefur verulega góð áhrif á sjúklinga en við fáum of fáa íslendinga. Þeir eru 6 núna og Tryggingastofnun rikisins greiðir alveg fyrir meðferð þeirra," sagði Ásdís Jónsdóttir. -ÆMK Hlýleg og góð fermingargjöf handa stúlkunni Satínnáttföt, bómullarfóðruð, margir litir á frábæru verði, aðeins kr. 2.990. Stuttbuxna satínnáttföt, margir btir á fermingar-tilboði, aðeins kr. 2.990. cos GLÆSIBÆ, sími S88-S575 Senduni í póstkröi'u Ásdís Jónsdóttir framkvæmda- stjóri. ar, en frí var á sunnudögum. Siðan var farið í sérstök ljós. Þeir bjuggju á hótelinu við Bláa lónið og í lokin var haldið mikið kveðjuhóf í Vör i Stöö 3 opin út apríl DV, Akranesi: Dagskrá Stöðvar 3 verður opin út april, að sögn forráðamanna stöðv- arinnar. Afruglarar, sem stöðin hef- ur verið að bíða eftir, koma til landsins eftir páska og þá verður farið að dreifa þeim til áskrifenda. Töf á afruglurum stafar af því að framleiðandi lyklanna lenti í vand- ræðum með að samræma þá mark- aði í Evrópu en þeir ganga á mark- aði í USA. -DÓ Stjörnu-Apótek á Akureyri: KEA réð Jónínu sem apótekara Kaupfélag Eyfirðinga hefur ráðið Jónínu F. Jóhannesdóttur til að hafa á hendi faglega forstöðu Stjörnu-Apóteks í samræmi við ný lög um lyfjaverslun og hefur heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið veitt henni lyfsöluleyfi við apó- tekið. Baldur Ingimarsson mun áfram veita apótekinu . stjórnunarlega og rekstrarlega forstöðu þar til hann lætur af störfum vegna aldurs 31. ágúst næstkomandi. Þá mun Jónína taka við öllum völdum. leð Trimform hefur náðst mjög góður árangur tfl gren- ningar, alttaðlOsm grennra mitti eftir tíu túna meðhönd- lun. í baráttunni við gellulite" (appelsínuhúð) hefur náðst mjög góður árangur með Trimform. Trlmform er mjög gott tll pess að þjálfa upp alla vöðva líkamans, s.s. magavöðva, læri, handleggsvöðva o.fl. fltlí Við bjóðum ókeypis pru- futíma. Komið og próflð því þlð sjáið árangur strax. Elnnlg höfum vlð náð mjög góðum árangrl við vöðvaból- gu og þvagleka. Við erum lærðar í rafnuddi. Hrbigið og fálð nánarl upplýsingar um Trimform í síma 3818. TRImFORM Grensásvegi 50, sími 553 8818. Berglindar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.