Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 5 DV Fréttir Ekki umtalsverð verðhækkun á fiski á Bretlandseyjum vegna kjötfársins: Mun hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið - segir Pétur Björnsson hjá Isberg Ltd í Hull „Það er ekki merkjanlegt að þetta nautakjötsfár hafi haft áhrif á verð á ferskfiskmörkuðunum hér i Bretlandi. Hins vegar hafa tilbúnir fiskréttir hækkað eitthvað í stór- mörkuðunum," segir Pétur Björns- son, framkvæmdastjóri ísbergs Ltd í Hull í Bretlandi, í samtali við DV. Hann telur samt að ekki séu öll þau áhrif sem kjötfárið hafi komin fram. „Það hafði örugglega sitt að segja að verð á fiski hækkaði ekki að verð á nautakjöti var lækkað um allt að helming í verslunum hér fyrir síð- ustu helgi. Það varð til þess að fólk gleymdi hættunni og kjötið seldist mjög vel. Hins vegar tel ég að hvað sem líður skammtímaáhrifum muni kjötfárið hafa töluvert að segja þeg- ar til lengri tíma er litið. Nauta- kjötsneysla hefur átt undir högg að sækja og ég er sannfærður um að þetta mun hraða þeirri þróun. Svo ég tali nú ekki um ef fiskiðnaðurinn myndi nú taka sig til og fara að aug- lýsa fisk á myndarlegan hátt, þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að fiskneysla myndi aukast,“ sagði Pét- ur Björnsson. Margir áttu von á því að nauta- kjötsfárið í Bretlandseyjum yrði til þess að verð á ferskfiski ryki upp en svo hefur ekki verið. Pétur segir að engin spenna hafl orðið í fiskverði í Bretlandi. Fiskverð hafi aðeins þok- ast upp á við í Frakklandi undanfar- ið og þá frekast á tObúnum réttum en Frakkar hafa verið ásamt ítölum stærstu nautakjötskaupendur frá Bretlandi. Það má raunar segja að það veki enn meiri athygli en ella að fiskverð skuli ekki rjúka upp að nú stendur langafasta yfir. Vanalega stóreykst fiskneysla á þeim tíma. Segja má að það sé því ekki hægt að sjá hvað verður í þessum málum fyrr en eft- ir páska að fólk fer aftur að borða kjöt. -S.dór Söngvari Blur á ís- landi „Ég kom til íslands því mig hefur lengi langað til þess. Það er frábært hérna,“ sagði Damon Albarn, söngv- ari bresku hljómsveitarinn Blur, í viðtali við DV í morgun. Albarn hefur dvalið hér í fjóra daga og hyggst vera fram á laugar- dag eða sunnudag. „Ég hef verið hér við skriftir, ég er að leggja síðustu hönd á plötu.“ Fyrir nokkrum mánuðum var sagt frá því í DV að hljómsveitin Blur hygðist koma hingað og taka upp lög. „Aðrir hljómsveitarmeð- limir voru ekki alltof hrifnir af hug- myndinni þannig að ég kom hingað einn og þá til þess að skrifa,“ sagði Albarn sem í dag ætlar að skoða Gullfoss og Geysi. -IBS Lionsklúbburinn Fjörgyn og Jóhannes í Bónusi afhentu Barnaspítala Hringsins heilasírita fyrir fjórar milljónir að gjöf 2. apríl síðastliðinn. Með þessu nýja tæki geta sjúklingarnir verið heima í sínu eðlilega umhverfi með tækið, en það hleður inn upplýsingum sem síðan er lesið úr á spítalanum, í stað þess að vera bundnir á sjúkrahúsi á meðan. Mynd- in er tekin við afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri Ólafur Oddsson, formaður Lionsklúbbsins Fjörgynjar, Jóhannes Jónsson í Bónusi og Pétur Lúðvígsson, læknir á Barnaspítala Hringsins. DV-mynd ÞÖK HEILDVERSIUN LYNGRiMA 16 SÍMI/FAX 587 3340 Kynningarfundur í Reykj, á Grana Hótel, Sigtún 38 • X 1 • ^ A '1 1 Hvers vegna að lesa til verkfræðings (diplomingeninr) eða útflutnings verkfræðings (eksportingenior) í Horsens í Danmörku? Al' Jtvi aö Ingeniorhojskolon í Horsons bvclur upp .i sc'rgreinar scni okki or iwgt að kvra á Islandi \l }">\ í aA lngoniorhojskolon i I lorsons or oinn al ('lslu og virtustu x orklTA'biskolum í Danmörku. \! }'vi aö Islondingum helur alltaf iiöiö \ ol i Ingonivu- hojskolon i I lorsons. \! }'\ i aö }'.u\ or stor Islondinganvlondn i I lorsons Ai því að i! lorsons or auðvclt að ta g<>tt og ódvrt liusna'ði. Koillið á kynningarfuiÍdi iLReykjavík og Ímí Akureyri! Menntun sem "diplomingonior \ lanm irkjas\ ið U mhverfissvið Hönnunarsvið Húlra'ðis\ ið Sjálfvirknibúnai\ I oosuðusvið Menntun sem "exportingenior l’antið upplysingalwkling oða ra'ðið við namsraðgjalann 1 iatið samhand við okkur i síma 0045 75 ú2 88 1 i milli kl. 8:30 15:30 eða moð e mail; phníéonh.th.dk Chr. M. 0stergaards 8700 Horsens, Oanm Sími 0045 'fvmtmmÍSi i?ÖK 0045 75 62 64 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.