Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 8
8 sælkerinn LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 UV Sverrir Jónsson, matreiðslunemi á Argentínu steikhúsi: Kjúklingabringur með appelsínu- valhnetusósu og laufskrúða Sverrir Jónsson er matreiöslu- nemi á Argentínu steikhúsi á þriðja ári. Sverrir er ættaður úr Hveragerði og hefur lengi haft áhuga á matreiðslu. Hann ætlar að gefa lesendum uppskrift að kjúklingabringum með appelsínu- valhnetusósu og laufskrúða og hafði að leiðarljósi að gefa upp- skrift að léttum rétti eftir jólin. 800 g kjúklingabringur eru kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Færðar yfir á bakka og settar í ofn við 180 gráður í 10-15 mínútur. Gott er að skera í fituna á bringunni áður en þær eru steiktar til þess að koma í veg fyrir að bringurnar vindi upp á sig. Laufskrúði Flest salat hentar vel með þessum rétti og gott er að hafa fleiri en eina tegund. Eitt dæmi er salat með stein- selju, salati, papriku, tómötum og agúrku. Steinseljan er rifin af stilkunum og paprika, tómatar og agúrka eru skornar í strimla og öliu blandað saman Frómas Frómas er oft mjög góður sem eftirréttur og þessi réttur er mjög góður eftir jólin j þar sem hann er ekki mjög fitandi. Átta plötur matarlím 5 dl AB mjólk 2 dl þeytirjómi 4 matskeiðar sykur sjóðandi vatn 5-6 dl blandaðir ávextir Hringform sem tekur í kringum 1 lítra. Leggið matar- límið i kalt vatn í tíu mínútur. Losið ykkur j við vatniö og hrærið saman um það bil V2 dl af heitu vatni. Kælið örlitið og blandiö matarlíms- Vinaigrette með salati 6 ml sérriedik eða rauðvínsedik 10 ml olífuolía ristuð sesamfræ eftir smekk salt og pipar rúsínur eftir smekk lítill þurrkaður chili, mjög fint saxaður Öllu er blandað saman og kryddað með salti og pipar. Gott er að gera vinaigrette nokkrum klukkustundum fyrir notkun. 2‘/2 dl kjúklinga- soð safi úr 4 appel- sínum safi úr V2 sítrónu 8-10 meðal- stórir sveppir 1 bolli gróf- saxaðar val- hnetur rifmn börkur af 1' appel- sinu 1 tsk. appel- sínumarmelaði 1 tsk. hunang 30 g smjör og smjör til steikingar 3 msk. soyasósa maisena til þykkingar Sveppir og valhnetur er steikt á pönnu í smjöri. Appelsínu- og sítrónusafa er blandað saman ásamt appelsínuberki og hellt út á pönnuna. Þessu er leyft að sjóða í nokkrar sekúndur en þá er kjúklingasoðinu hellt saman við ásamt appel smumar- melaði, hun- angi og soyasósu. Suðan er látin koma upp. Rétturinn er bragð- bættur með salti og pipar og þykkt með maisena. Smjörinu er bætt í rétt áður en á að gera sósuna. Sós- an má ekki sjóða eftir að smjörið er komið út í. tgæðingur vikunnar Guðrún Sigurðardóttir og Karl Sigmar Karlsson: Kínverskur pottréttur blöndunni við mjólk- ina. Þeytiö rjóma og sykur þar til það verður að léttu kremi. Blandið krem- inu saman við hálf- stífa mjólkina. Skolið formið í köldu vatni og hellið kremblönd- unni í það. Látiö : frómasinn stirðna í kæliskápnum. Dýfið forminu örstutt í vatn og hvolfið frómasinum á fat. Fyllið í gatið með blönduðum ávöxtum. -em Hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Karl Sigmar Karlsson á Reyðarfirði halda mikið upp á kínverskan pott- rétt sem þau hafa eldað með reglu- legu millibili í tuttugu og fimm ár nær óbreyttan. Þau gefa hér upp- skrift að honum ásamt góðri blá- berjatertu sem þau nota sem eftir- rétt. Kínverskur pottráttur y2 kg lamba- eða nautakjöt 2 gulrætur 1 geiri hvítlaukur 3 laukar y, tsk. engifer 1 tsk. HP sósa eða kínversk sósa V, bolli kjötsoð 1 msk. maismjöl salt, pipar og örlítill sykur Skerið kjötið, laukinn og gul- rætumar í litla bita og steikið í 1 % msk. af olíu. Setjið í pott ásamt hinu, nema maismjölinu sem er hrært út með vatni og bætt út í eftir um það bil !4 klukkustund til að gera sósuna þykka. Ljúffengt er að setja 1 msk. af þurra sérríi út í og einnig má setja fleiri tegundir af grænmeti. Rétturinn er borinn á borð með soðnum hrísgrjónum. Bláberjaterta 1-2 pk. hafrakex brætt smjör 2 egg 140 g sykur 500 g bláberjaskyr 7 blöð matarlím V, 1 rjómi 1 tsk. vanilludropar Myljið kexið og bleytið það í bræddu smjöri (ekki of mikið smjör.) Setjið það á botninn á formi Matarlímið er sett í kalt vatn og brætt í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur saman og bætið matar- líminu út í. Þá er rjóminn þeyttur og blandað saman við skyr- ið. Að lok- um öllu blandað saman og vanilludropun- um bætt út í og blöndunni hellt yfir kexið. Upp- skriftin passar í tvö meðalstór tertuform og er fyrir sextán manns. Efirrétturinn hentar mjög vel til frystingar. Guðrún og Karl skora á Jónu Ragnarsdóttur og ísak Ólafsson á Reyðarfirði. Hjónin Guðrún Siguröardóttir og Karl Sigmar Karlsson á Reyöarfirði halda mikiö upp á kínverskan pottrétt sem þau hafa eldað meö reglulegu millibili í tuttugu og fimm ár nær óbreyttan. DV-mynd Þórarinn Hávarösson Góðir aðalréttir: Lax með aspargus og vorlauk Eftir allt kjötið sem landsmenn hafa látið í sig um hátíðarnar er góð tilbreýt- ing að fá sér gómsæta flsk- og pastarétti sem ekki innihalda jafnmargar kalóríur. 800 gr bein- og roðlaust laxafilé salt og pipar 8 stilkar aspargus 200 g ferskir sveppir 2 laukar 2 matskeiðar ólívuolía 3 tsk. ferskt timian eða 1 tsk. þurrkað 2-3 vorlaukar 3 dl. þurrt hvítvín Súsa 4 dl soð af laxinum með örlitlum fiski- krafti 2-3 tsk. maisenamjöl 2 msk. sýrður rjómi smávegis sítróna \ örlítill sykur \ salt og pipar eftir smekk Skerið laxafiléið í fjóra ‘ góða bita. Fjarlægið öll bein. Skerið neðsta hlut- ann af aspargusnum og leggið hann í léttsaltað vatn í 2-3 mínútur. Látið vatnið renna vel af hon- um áður en hann er skor- inn í minni bita og látinn í fyllinguna af laxinum. Efri hlutinn af aspargusnum er notaður þegar rétturinn er borinn fram. Skerið sveppina og fínhakkið lauk og steikið hann í smjöri eða olíu þar til hann er ljósbránn. Stráið yfir timian, salti og grófum pipar og bætið við vor- lauk í skífum. Hellið síðan sveppablönd- unni í eldfast form og leggið laxabitana yfir. Hellið yfir laxinn hvítvíni og hyljið Imeð álpappír. Rétturinn er bakaður í ofni við 150 gráður í um það bil 20 mín- útur eða þar til laxinn er gegnumsteikt- ur. Hellið soðinu af og látið það sjóða. Jafnið það með maisenamjöli sem hefur verið hrært út í kalt vatn. Smakkið sós- una til með sýrðum rjóma, sítrónu, sykri, salti og pipar. Hrærið í sósunni þar til hún er orðin gljáandi og freyð- andi. Borið fram með kartöflum eða hrisgrjónum og aspargustoppunum. Grænt ravioli 375 g hveiti 3egg 2 tsk. ólífúolía lítið salt 1 búnt steinselja Fylling 300 g ricotta eða bóndaostur 2 egg 50 g parmesan salt og pipar Hvítlaukssósa 1 stór laukur 1 búnt basilika 3-4 hvítlauksrif 75 g pharma skinka, skorin 30 g smjör eða smjörlíki 1 bolli (200 g) sætur rjómi múskat Einnig þarf 1 egg og salt Hnoðið hveiti, egg, olíu og salt saman og látið standa í plasti í þrjátiu mínútur. Þvoið á meðan, hristið þurra og skerið steinseljuna. Deilið deiginu í fjóra jafna hluta. Rúllið út hverjum hluta eða látið fara í gegnum pastavélina. Dreifið helm- ingnum af jurtunum yfir helminginn af deiginu og rúllið því út aftur. Mixið saman allt hráefnið sem fer í fyllinguna ásamt því sem eftir er af jurtunum og bætið við salti og pipar. Setjið fyllingu í tvo hluta af deiginu og breiðið úr henni í raðir meö 10 cm millibili. Penslið brúnimar með eggja- hvítu og leggið hina tvo deighlutana yfir. Pressið báðum pastalögunum sam- an með servíettu og notið pastaskera til þess að forma ravioli. Sjóðið pastað í söltuðu vatni í 7-8 mínútur. í sósuna þarf að skera laukinn og basilikuna frekar fínt og pressið hvít- laukinn og skerið skinkuna í ræmur. Steikið í smjöri í tvær mínútur og bæt- ið rjómanum við. Sjóðið snöggt og bætið viö salti og múskati. Færið ravioli á for- hitaðan disk og hellið sósunni yfir og berið fram heitt. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.