Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 27
35 LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1997 mik Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháöa söfnuðinum, hefur sópað að sér safnaðarmeðlimum: Ekki í sva rtsta kkastó ðin u „Ég nýt þess að vera ég sjálfur og læt engan hafa áhrif þar á. Þrátt fyr- ir að hafa vígst sem prestur hef ég ekki tileinkað mér þær fóstu hefðir sem tíðkast innan þjóðkirkjunnar. Ég vil tala við fólkið eins og ég kem til dyranna klæddur. Ég er óháður og sé mig ekki fyrir mér sem prest- ur í sókn þar sem allt er niður njörv- að. Mér líður vel þar sem ég er. Kannski að biskupinn og þjóðkirkj- an þurfi fleiri presta á borð við mig frekar en einhverja markaðsfræð- inga. Fyrst og fremst þarf að líta til Jesú og sjá hvers konar markaðs- fræðingur hann var. Hann var al- þýðlegur, gaf sig á tal við fólk og át með því. Þannig vil ég starfa." Maðurinn sem hér mælir í viðtali við DV er séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykja- vík. Pétur hefur verið þar prestur frá haustmánuðum 1995 og náð að fjölga meðlimum safnaðarins um ríf- lega 500 á þeim tíma. Líklega er það íslandsmet á jafn skömmum tíma í jafn litlum söftiuði. Fyrsti klerkurinn í ættinni Pétur er fæddur fyrir rúmlega flörtíu árum að bænum Mið- Fossum í Andakílshreppi í Borgarfirði, son- ur hjónanna Þorsteins Péturssonar og Ástu Hansdóttur, elstur af sjö systkinum. Fjölskyldan fLuttist að Hömrum í Reykholtsdal þegar Pétur var 10 ára. Pétur lauk landsprófi í Reykholti og fór þaðan í MR. Stúd- ent varð hann 1976 og skömmu síðar skráði hann sig í guðfræði við Há- skóla íslands. Hann segist ekki hafa eina ákveðna skýringu á því af hverju hann valdi guðfræðina, ekki „einn einasti kjaftur" í hans ætt væri prestlærður og hann hefði meira farið í guðfræði til að mót- mæla þeim hugmyndum sem þar væru uppi. Hann hefði t.d. ekki ver- ið mjög kristinn í menntaskóla. Afdjöflaðist á öðrum vetri „Á öðrum vetri í guðfræðinni má segja að ég afdjöflaðist, eða varð kristinn," segir Pétur en hann kláraði guðfræðina 1983. Tólf ár liðu þar til hann gerðist prestur. Á þeim tíma starfaði hann á Elliheirfiilinu Grund sem félagsmálafulltrúi, sem hann gerir enn að hálfu leyti og vili kalla sig frekar „æskulýðsfulltrúa" Grundar. Allt gerðist á einum mánuði Það var síðan árið 1995 sem hlut- irnir fóru að gerast, ef þannig má að orði kveða. Reyndar gekk þetta yflr á einum mánuði, maímánuði þegar Pétur varð fertugur. Hann nefnir þetta væga jarðarfór. Fimmtán árum áður hafði hann nefnilega lofað vin- um sínum að fyrir fertugt myndi hann vera búinn að gifta sig, vígjast tii prests, kaupa sér hús og skíra barnið sitt. Þetta gekk nánast allt upp nema að hann skírði stjúpdóttur sína, Karen, sem þá var 12 ára og hafði ekki tekið skírn. Árið eftir eignaðist hann stúlkubarn með eig- inkonu sinni, Helgu Briem kennara. Auk Karenar átti Helga fyrir Stefán, sem nú er á sautjánda ári, og gekk Pétur þeim í föðurstað. Pétur tók við Óháða söfnuðinum haustið 1995, valinn úr hópi sex um- sækjenda. Hann segist vera ánægður í störfum sínum þar og hann viti ekki annað en að það sé gagnkvæmt hjá sóknarbömunum. Óháði söfnuð- urinn er heimssókn, eins og Pétur orðar það. Lögheimili meðlima sé ekki lengur bundið við Reykjavík og Kópavog heldur geti allir íslending- ar gengið í söfnuðinn, óháð því hvort þeir séu búsettir hér á landi eða erlendis. Þegar Pétur tók við voru meðlim- ir safnaðarins rétt rúmlega 1 þúsund talsins, hafði fækkað um 800 á síð- ustu 30 árum. I dag eru þeir hins vegar orðnir liðlega 1.500, þar af búa nærri 50 erlendis. Markmið Péturs er að árið 2000 verði meðlimir orðn- ir 2 þúsund. „Ég tel þetta góðan meðbyr. Kannski af því að maður hefur boð- ið vinum og vandamönnum að koma yfir til okkar. Þannig hef ég náð mörgum mínum bekkjar- félögum úr m e n n t a - skóla og vinnufélögum mínum á Grundinni. Fólk hefur ekki komið til mín út af Möðruvalla- misskiln- ingnum og L a n g - holtslöngu- vitleysunni i alríkiskirkj- unni. Það hefur kom- ið hingað af f ú s u m vilja,“ segir Pétur. Missti af líkfylgd Aðspurður segir hann ýmis skondin atvik hafa komið upp í prestsstarfinu. Frá einu atviki er greint í nýlegri bók, Þeim varð al- deilis á í messunni. Þess má til gamans geta að til að fá Pétur ör- ugglega í bókina gekk annar höf- undanna, Pétur Ingi Eiríksson, í Óháða söfnuðinn og öll hans fjöl- skylda! Atvikið er þegar Pétur var nærri því búinn að „ræna“ líki frá Pálma Matthíassyni í Bústaða- kirkju. í góðlátlegu gríni, að sjálf- sögðu, er nefni- lega stundum talað um að p r e s t a r s é u Tíu útgáfur af orðabókinni Eins og áður sagði hefur Pétur getið sér gott orð fyrir Pétrísk- ís- lensku orðabókina. Hún hefur komið út i 10 útgáfum, í um 100 tölusettum eintökum í senn, fyrst áriö 1988. Dæmi um nokkur orð má sjá á meðfylgjandi orðalista en alls eru hátt í 500 orð og orðasambönd í bókinni. Ailur ágóði af sölu bók- arinnar hefur runnið til Kristilegs félags heilbrigðisstétta, til „afdjöfl- unarstarfs" þess félags eins og Pét- ur kemst að orði. Þótt það sjáist kannski ekki utan á Pétri þá er hann mikill matgæð- ingur og innbyrðir mikið af nær- ingu í föstu og fljótandi en óá- fengu formi. En hann borðar ekki hvað sem er. „Ég borða ekki ruslarétti eins og falskar kartöflur (franskar kartöfl- ur), kjetkrullsam- lokur (hamborg- ara) og ekki kransæðakítti (majones) og þessa rétti sem lúguliðið liggur f á þessum rusla- réttastöðum. Þangað fer ég bara alls ekki. í staðinn borða ég rollukjöt og rjóma og styð Bænda- samtökin í einu og öllu. Slátur og andlitaát finnst mér því vera afar nauðsynlegur hlutur. Ég hef alist upp hjá mömmu og mömmumatur er auðvitað bestur,“ segir Pétur. Til marks um matarást Péturs stóð hann fyrir „gúllasguðsþjón- ustu“ síðasta vor í söfnuðinum. Að lokinni messu settust kirkjugestir að snæðingi og borðuðu ungversk- an gúllasrétt með íslensku rollu- kjöti að hætti organistans, Peter Maté, sem er ungverskur að upp- runa. Þetta gafst vel og verður lík- lega fastur liður í safnaðarstarfinu, að sögn Péturs. Pétur hefur einnig tamið sér sér- staka siði, eins og t.d. það að horfa aldrei á sjónvarp. „Sjónvarp er forheimskunarfjöl- miðill sem mér finnst vera alveg dæmalaus. Þetta er heimilisaltari sem fólk tilbiður á kvöldin og steinþegir á meðan. Stundum er þetta bænabók djöfulsins þar sem er verið að kenna fólki að stela, slátra, eyða og aðra miður góða hluti. Ég get alveg verið án sjón- varpsins því það er margt annað skemmtilegra með tímann að gera.“ Þegar Pétur er beðinn að lýsa sjálfum sér verður honum fátt um svör. Aðspurður segist hann á viss- an hátt vera kyndugur klerkur þar sem hann fari ótroðnar slóðir, mið- að við aðra presta, án þess þó að meiða eða særa nokkurn. „Ég er léttur og kannski létt- geggjaður í leiðinni. Ég er alþýðleg- ur og reyni að sjá hið grínathugula við lífið og tilveruna. Þannig finnst mér að við flestar jarðarfarir eigi að létta aðeins ímyndina á Jesú. Hann er sá sem sigraði djöfulinn og dauðann og er upprisinn. Það eru fagnaðarfréttir sem við eigum aö færa, samanber fagnaðarerindið í jólaguðspjallinu. Ég er ekki kerfiskarl og myndi aldrei tilheyra svartstakkastóðinu í kirkjunni. Á síðustu prestastefnu var ég til dæmis sá eini sem var í stutterma bol. Mér leið ágætlega þama inni í 25 stiga hita á meðan hinir voru kappklæddir i jakkafötum, jafnvel í peysum, og emjuðu undan hitan- um,“ segir Pétur Þorsteinsson að endingu. -bjb „Ég er léttur og kannski léttgeggjaður í leiöinni. Ég er alþýðlegur og reyni að sjá hið grínathugula við lífiö og tilveruna," segir sr. Pétur Þorsteinsson m.a. í viötali við DV en hann er hér fyrir utan kirkju Óháöa safnaöarins, klæddur stuttermabol með mynd af „randabrauði" með rjóma. DV-mynd GVA Úr Pétrísk- íslensku orðabókinni afdjöfla: snúa til kristinnar trúar auðkúla: vömb á karlmönnum biskupstunga: biskupsritari blaðka: kvenkyns blaðamaður bleðill: karlkyns blaðamaður bráðabrauð: vöfflur bumbubúi: ófætt barn fálkaungi: barn fálkaorðuhafa fjandafæla: signing graðgreiðslur: barnsmeðlög gráfíkja: kona fikin í gráa og gisna karlmenn grængandur: gúrka Hálftíminn: dagblaðið Dagur- Tíminn hrökkbrauð: embætti farprests kúkakróna: holræsagjald limlesta: þegar karlmenn pissa pottbrauð: kristniboði í Afríku sem starfar mitt á meðal mannætanna ranaryk: neftóbak randabrauð: kökur með rjóma skaufaskjól: sundskýla skófluskattur: kirkjugarðs- gjöld svartbaunaseyði: kaffi svertingjasviti: kók svipting: gifting vínarbrauð: presftm SÁÁ „líkræningjar" jarði þeir einhvern sem ekki hefur verið í þeirra sókn. Pétur segist líklega hafa komist næst því innan stéttarinnar að ná þessum vafasama titli. „Þetta var þannig að ég var að jarða einn mann í Óháða söfnuðin- um. Var svolítið seinn fyrir, var ekki á bílnum mínum og ekki var pláss í líkbílnum. Ég fékk far með bónda austan úr Kirkjubæjar- klaustri til að aka mér upp í Gufu- neskirkjugarð. Hann var á góðum bíl og ók svolítið greitt á Vestur- landsveginum. Þegar við vorum komnir á móts við Laxalón sáum við líkbil og skelltum okkur inn í líkfylgdina. Líkbíllinn stoppar við hliðina á gröfinni, við fórum út og sem ég er að ganga þar að sé ég lík- mennina opna skottið. Kannaðist ekki alveg við þá en þegar ég sá Tíska (orð Péturs yfir Pálma Matthíasson „tískuprest“ - innskot blm.) koma út úr líkbílnum upp- götvaði ég að við höfðum lent í vit- lausri líkfylgd. Við sáum okkar óvænna og hófum leit að okkar manni í kirkjugarðinum. Þegar við fundum hann loksins vorum við síðastir til að signa yfir líkið. Yfir- leitt byrjar presturinn á því þannig að greftrunin snerist alveg við,“ segir Pétur um atvikið og bætir við að engir eftirmálar hefðu verið að hálfu aðstandanda hins látna. Þeir hefðu sýnt skilning á hans hremm- ingum. S ~--------------------------N Leiðistþér stundum?... Leiðist þér að skilja ekkert ítilgangi tífsins? • Ertu einn af þeim sem finnst líf sitt hálfinnantómt og sjá lítinn tilgang í þessu „hangsi" hér á jörðinni frá vinnudegi til vinnudags? • Vissir þú að sálarrannsóknir undanfarin 150 ár hafa sýnt hverjum sem heyra vill að mikill og merkilegur tilgangur virðist vera með lífinu þegar litið er til þeirra afar merkilegu niðurstaðna að spenn- andi líf sé eftir dauðann í flestum tilvikum? • Langar þig að vita hvar látnir vinir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru í dag og hversu örugg meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með stoð miðla. - í skóla þar sem skólagjöldunum er stillt í hóf? • Langar þig að setjast í mjúkan skóla eitt kvöld í viku, eða eitt laugardagssíðdegi í viku, þar sem reynt er á sem víðsýnastan hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar séu raunverulegar niðustöður þessara handanheimafræða sem milljónir manna hafa haft persónulega reynslu af undanfama áratugi í öllum löndum heims? Þrír byrjunarbekkir hefja brátt nám í sálarrannsóknum I nú á vorönn '91. Skráning stendur yfir. - Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar, kl. 14-19 y^Sálarrannsóknarskólinn A... \ - Mest spennandi skólinn i bænum - Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.