Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 44
52 kvikmyndir LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Thx DIGITAL Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sýnd kl. 9 laugard. Sýnd kl. 9 og 11 sunnud. B.i. 16 ára. THE LONG KISS GOODNIGHT Forsýnlng laugardag kl. 11 Sími 551 6500 Laugavegi 94 Sýnd kl.3,5,7, 9 og 11. DCCMOArilMM Sími 551 9000 Sýnd kl. 2.30, 4.45, 6.50, 9 og 11.15. Sýnd kl. 2.30, 4.45, 6.50, 9 Sýnd kl. 3, 5 og 7. og 11.15. EINSTIRNI HETJUDÁÐ Sýnd kl. 9. B.i. 14 ára. Sýndkl. 11. B.i. 14 ára. 3 J A ii JII j 'j1 U Einstirni irkiri. Mikið og gott drama um þrjá lögreglustjóra í smábæ í Texas sem starfa hver á sínu tímaskeiði. í sérlega vel skrifuðu handriti verður það sem byrjaði sem morðsaga að sögu um leyndarmál og tiifmningar þar sem fjöldi persóna kemur við sögu. Besta mynd Johns Sayles tO þessa. -HK Djöflaeyjan krkiri. Nýjf sta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er mikið og skemmtilegt sjónarspii sem sveiflast á milli gamans og alvöru. Gísli Halldórsson og Baltasar Kormákur eru bestir i sterkum hópi leikara þar sem margar persónur verða eftirminnilegar. -HK Brimbrot irkiri. Ákaflega mögnuð kvikmynd hins danska Lars von Tri- ers um ástir og örlög tveggja ungmenna í samfélagi strangtrúaðra kalvínista í Skotlandi í byrjun áttunda áratugarins. Óvenjuleg ástarsaga og óvenjusterk, með al- deilis frábærum leik. -GB Reykur ★★★ Framúrskarandi vel skrifuð og leikin mynd um fólk í Brooklyn sem segir sögur í gríð og erg, sumar sannar en aðrar ekki. Sprelllifandi mannlýsingar. -GB Ríkharður III. ★★★ Áhrifamikil og sterk kvikmynd upp úr leikriti Shake- speares sem fært er yfir á fjórða áratuginn. Ian McKell- an er í miklu stuði sem hinn lævísi og grimmi konung- ur sem í nútímagervi sínu minnir á nútímastríðsherra sem hafa haft valdagræðgi að leiðarljósi. -HK Matthildur krirk Danny DeVito, sem bæði leikstýrir og leikur, hefur gert heilsteypta ævintýramynd sem gerist í nútímanum og er óhætt að mæla með Matthildi fyrir alla íjölskylduna. Mara Wilson í titilhlutverkinu er hvers manns hugljúfi og geislar af leikgleði. Hringjarinn í Notre Dame ★★★ Nýjasta Disney-myndin hefur klassíkina sem fyrirmynd. Nokkuð skortir á léttleika sem er að fmna í meistara- verkum Disneys á sviði teiknimynda en er samt góð, al- hliða skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Oft hefur þó tón- listin verði betri og skemmtilegri. -HK Hamsun kkri Max Von Sydow fer á kostum sem norski rithöfundurinn Knut Hamsun í mynd um eftirmál þess að skáldið lýsti yfir aðdáun sinni á Hitler og stefnu hans. Áhrifamikil kvikmynd en óhófleg lengd skemmir fyrir. -GB Hetjudáð ★★★ Tveimur athyglisverðum og dramatískum sögum úr Persaflóastríðinu eru gerð góð skil i vel skrifuðu hand- riti. Denzel Washington er góður í hlutverki herforingja sem þarf að eiga við samvisku sína en Meg Ryan er ekki beint leikkona sem er sannfærandi í fremstu víglínu í stórhemaði. -HK Dragonheart ★*★ Dragonheart er ævintýramynd upp á gamla mátann þar sem nýjustu tækni og brellum er beitt og gengur myndin ágætlega upp þótt ekki sé hún hnökralaus. Góður húmor hefur sitt að segja um útkomuna. -HK - aðsókn dagana 3. - 5. janúar. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur. Travolta og Cruise vinsælir Aðra helgina í röð er Michael með John Travolta í aðalhlutverki mest sótta kvikmyndin I Bandarikjunum en þrátt fyrir þetta er það Jerry Maguire með Tom Cruise í aðalhlutverki sem stendur uppi sem sigurvegari jólanna en frá því hún var frumsýnd 13. desember eru aðgangstekjur af þessari rómantisku gamanmynd komnar upp i 83 milljónir dollara og lít- ið lát er á aðsókninni. Þeir sem best þekkja til segja aö hún eigi eftir aö fara í 130-150 milljónir dollara og veröur því fimmta kvikmyndin í röð hjá Tom Cruise sem fer yfir 100 millj- ónir dollara í tekjur. Sömu menn spá því að Michael nái ekki aö skriða yfir 100 milljónirn- ar. Ástæðan er aö nú er verið og á að fara að frumsýna margar stórmyndir sem sumar hverjar hafa veriö forsýndar viö mikla hrifningu. Má þar nefna Evitu og The People vs Larry Flynt sem voru settar í fjöldadreifingu á föstudag. Af öðrum myndum, sem frumsýndar eru i janúar, má nefna nýjustu kvikmynd Eddies Murphys, Metro, stórslysamyndina Dante’s Peak, gamanmyndina Rerce Creatures og Absolute Power, nýjustu kvikmynd Clints Eastwoods. Alls verða nítján kvikmyndirfrumsýndarí janúar. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) Michael 12.144 52.733 2.(2) Jerry Maguire 12.030 83.006 3.(5) Scream 10.015 39.084 4.(3) 101 Dalmatians 7.342 121.788 5. (6) One Rne Day 6.218 32.246 6. (4) Beavis & Butt-head 5.755 54.149 7- (-) The Ghost of Mississippi 5.016 5.782 8. (7) The Preacher's Wlfe 4.925 38.655 9-(8) Mars Attacks 3.433 33.799 10. (9) My Fellow American 3.330 18.004 11. (14) The English Patient 2.732 28.007 12. (10) The Evenlng Star 2.277 10.129 13. (13) Ransom 2.218 129.137 14. (12) Daylight 1.825 29.133 15. (15) Star Trek: First Contact 1.760 89.128 16. (17) Shine 1.614 6.694 17. (11) Jingle All the Way 1.557 57.194 18. (16) Space Jam 1.378 85.422 19. (18) The Cruclble 1.319 4.652 20.() Evlta 1.064 2.225 HVERNIG VAR MYNDIN? ThatThing You Do Frans Guðni Ásgeirsson: Rosalega góð. Anna Gunnarsdóttir: Mér fannst hún ógeðslega góð. Guðjón Sigurðsson: Ákaflega slöpp. Ólafur Garðar HaUdórsson: Mér fannst hún mjög góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.