Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 Kristín Sigurðardóttir Kristín Sigurðardóttir húsmóðir, Borgarbraut 65 A, Borgamesi, verð- ur áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Kristín fæddist á Þiðriksvöllum við Hólmavík og ólst upp á Drangs- nesi til átta ára aldurs og síðan á Akureyri til sextán ára aldurs. Hún stundaði nám við Bamaskólann á Akureyri. Kristín var húsmóðir á Hólmavík 1931-52, í Jafnaskarði í Stafholtst- ungum 1952-60 er hún flutti í Borg- ames þar sem hún býr enn. Fjölskylda Kristín giftist í janúar 1930 Andr- ési Konráðssyni, f. 15.6. 1906, d. 4.5. 1994, verkamanni og bónda. Hann er sonur Konráðs Konráðssonar, f. 14.6. 1870, sjómanns í Ólafsvík, og Jóhönnu Þórðardóttur, f. 25.5. 1878, húsfreyju. Börn Kristínar og Andrésar em Sæunn, f. 30.11. 1930, húsmóðir á Vonarholti á Kjalamesi, gift Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdarstjóra Loftorku ehf., og eiga þau fimm böm; Guðrún, f. 7.10. 1932, bankastarfsmaður í Reykjavík, gift Magnúsi Halifreðs- syni véltæknifræðingi; Konráð f. 7.10. 1932, framkvæmdastjóri Loftorku í Borgamesi, kvæntur Margréti Björnsdóttur húsmóður og eiga þau fimm börn; Ari Gísli, f. 25.9 1938, d. 12.11. 1950; Guðleif f. 19.6. 1941, for- stöðumaður félagsstarfs aldraðra í Borgarnesi, gift Ottó Jónssyni múrara- meistara og eiga þau þrjú böm; Anna María, f. 5.8. 1948, hjúkrunarráðgjafi í Kristiansand í Noregi; Amheiður, f. 6.11. 1950, þroskaþjáifi í Noregi, og á hún þrjú börn. Systkini Kristínar, sammæðra: Magnína Sveinsdóttir, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Úraníus Guð- mundsson, búsettur í Vestmanna- eyjum. Systkini Kristínar, samfeðra: Jó- hannes Sigurðsson, bóndi aö Hnjúki; Valdimar Sigurðsson verka- maður; Karitas Sigurðardóttir, dó ung; Ingibjörg Sigurðardóttir, rit- höfundur í Sandgerði; Jenný Sig- urðardóttir, búsett í Sandgerði. Foreldrar Kristínar voru Sigurð- ur Óli Sigurðsson, f. 2.1. 1875, bóndi í Súðavík-Rúfeyjum, og Pálína Samúelsdóttir, f. 10.6.1871, ættuð úr Reykjafj arðarhreppi. Fósturforeldrar Kristínar voru Jón Jónsson, kennari og bóndi á Drangsnesi, og Anna Ámadóttir, vinnukona og síðar húsmóðir. Kristín tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í samkomusalnum Borgarbraut 65 A,' Borgamesi, milli kl. 15.00 og 18.00. Kristín Siguröardottir. lil hamingju með afmælið 11. janúar 90 ára Lovísa Pálsdóttir, Akurgerði 9 B, Akureyri. 75 ára Ólafúr Ingi Jónsson, Álfheimum 68, Reykjavík. Runólfur Þórarinsson, fyrrv. deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, Hörðalandi 2, Reykjavík. Hann er að heiman. Magnús Davíð Ingólfsson 70 ára Guðný Guðnadóttir, Egiisbraut 9, Þorlákshöfn. Birgir Sigurðsson, Háaleitisbraut 153, Reykja- Magnús Davíð Ingólfssoh mat- sveinn, Fífurima 2, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Magnús Davíð fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Akranesi. Hann lauk prófum frá Hótel- og veitinga- skólanum 1962. Magnús Davíð fór til sjós fímmt- án ára og stundaði sjómennsku til 1989, fyrst á fiskibátum og togurum, var síðan á Freyfaxa í u.þ.b. áratug, þá á Akraborginni í þrjú ár. Þá starfaði hann þrjú sumur við sum- arhótel á Hvanneyri. Eftir að Magn- ús Davíð kom í land hefúr hann stundaði matseld, m.a. hjá SÁÁ. Magnús Davíð situr í stjórn Heymarhjálpar. Fjölskylda Magnús Davíð kvæntist 6.4. 1958 Kristínu G. Hall- dórsdóttur, f. 7.5. 1939, verslunarmanni. Hún er dóttir Halldórs Guð- mundssonar skipstjóra og Guðríðar Halldórsdóttur húsmóður. Börn Magnúsar Davíðs og Kristínar em Halldóra Guðríður, f. 2.4. 1960, hús- móðir í Reykjavík, en maður hennar er Lúðvík Davíð Bjömsson tæknifræðingur og eru böm þeirra Davíð Halldór, Heiðrún Kristín, Heimir Magnús og Bjöm Markús; Ingólfúr Friðjón, f. 26.3. 1961, rafsuðumaður í Dan- mörku, en kona hans er Sigríður Andrésdóttir húsmóðir og em börn þeirra Bjarki Már, Ásta Kristin og Linda Björk; Guðmundur Halldór, f. 26.10. 1962, þjónn í Reykjavík, og er sonur hans Óskar Halldór; Soff- ía Margrét, f. 16.1. 1967, þjónn í Reykjavík, en maður hennar er Halldór Bragason, starfsmaður hjá Halldóri Jónssyni hf., og em börn þeirra Krist- ín Elísabet og Bragi Þór; Magnús Kristinn, starfsmaður hjá B.M. Vallá, en kona hans er Þórkatla Jónsdóttir húsmóðir og er dóttir þeirra Elísabet Karen. Magnús Davíö Ingólfsson. FRÍSTUNDANÁM í MIÐBÆJARSKÓLA OG MJÓDD ÍSLENSKA íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga 1.-4. stig (í 1. stigi er raðað eftir þjóðemi nemenda) ERLEND TUNGUMÁL (Byrjendur- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ítalska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Pólska. Japanska. Arabíska. Kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR OG MYNDLISTARNÁMSKEIÐ Fatasaumur. Bútasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. GlerUst. Teikning. Olíumálun. Vatnslitamálun. Tréskreytihst. Prjónanámskeið. Leðurvinna. Öskjugerð. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Stærðfræðiaðstoð á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. DANSKA. NORSKA. SÆNSKA. ÞÝSKA fyrir 5-10 ára gömul böm til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Leiklist fyrir böm, 9-12 ára. ÖNNUR NÁMSKEIÐ Galdrar í heiðnum sið á Norðurlöndum. Galdrafárið í Evrópu. Galdrar í dag. Sex vikna námskeið. Dagur Þorleifsson. Trúarbragðasaga. Yfirlitsnámskeið. Dagur Þorleifsson. Ásatrú - Norræn goðafræði. Dagur Þorleifsson Listasaga. Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar. Þorsteinn Eggertsson. Ritlist. Að skrifa fyrir böm. Elísabet Brekkan og Ámi Árnason. Lestu betur. Námskeið til að auka lesskilning og lestrarhraða. Ami Ámason. Samskipti og sjálfefli fyrir konur. Jórunn Sörensen Heimjlisbókhald, Tveggja vikna námskeið. Raggý Guðjónsdóttir. Skokknámskeið. Byrjenda- og framhaldshópar. Jakob Bragi Hannesson. Tarotspil. Tákn og túlkun spilanna (kennsla fer fram á ensku). Calr Marsak. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 16. og 17. janúar, kl. 17-19.30 Upplýsingar í síma: 551-2992 og 551-4106 Kennt verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd á efri hæð skiptistöðvar SVR. [ Svo lengi lærir sem lifir. J Systkini Magnúsar Davíðs eru Helgi, f. 22.9. 1935, vélstjóri og mat- sveinn í Reykjavík; Erla Svanhild- ur, f. 4.4. 1938, matráðskona; Krist- ján Ámi, f. 12.12.1941, bifvélavirkja- meistari; Steinunn Sigríður, f. 29.12. 1944, bókasafnsfræðingur; Sigurður Bjöm, f. 8.2.1950, verkamaður; Guð- björt Guðjóna, f. 13.8. 1953, húsmóð- ir. Foreldrar Magnúsar Davíðs vom Ingólfur Sigurðsson, f. 23.5. 1913, d. 28.9. 1979, vélstjóri og síðar bifreiða- stjóri á Akranesi, og k.h., Soffía Jón- fríður Guðmundsdóttir, f. 23.6. 1916, húsmóðir. Ætt Ingólfur var sonur Sigurðar, sjó- manns á Móum á Skagaströnd, Jón- assonar, tómthúsmanns á Efra- Hliði á Álftanesi, Jónssonar, tré- smiðs á Sauðanesi, Brandssonar, b. í Hátúni, Brandssonar, b. á Ytra- Skörðugili í Skagafirði. Móðir Jónasar tómthúsmanns var Elín Semingsdóttir, b. í Hamrakoti, Sem- ingssonar, bróður Marsibilar, móð- ur Bólu- Hjálmars. Móðir Sigurðar var Helga Sigurðardóttir, b. í Blá- landi, Jónssonar, b. á Ytra-Hóli, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Sig- urlaug Jónasdóttir, prests á Hösk- uldsstöðum, Benediktssonar og Sig- ríðar Sigurðardóttur, b. á Hafsteins- stöðum, Jónssonar. Móðir Ingólfs var Björg Bjama- dóttir, b. á Björgum, Guðlaugsson- ar, b. á Tjöm, Guðlaugssonar, b. á Steinnýjarstöðum, Guðlaugssonar, b. á Þverá, Einarssonar. Móðir Bjargar var Guðrún Anna Eiríks- dóttir, b. á Hólum í Fljótum, Eiríks- sonar. Móðir Guðrúnar Önnu var Kristín Guðmundsdóttir, b. í Heiða- seli í Gönguskörðum, Jónssonar. Soffia er dóttir Guðmundar Bjama, sjómanns á Þingeyri, Jóns- sonar, b. á Auðkúlu, Ólafssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Kristin Guðmundsdóttir, b. í Meðaldal í Dýrafirði, Halldórssonar. Móðir Soffíu var Helga Jóna Jóns- dóttir, vinnumanns í Botni, Hall- dórssonar og Soffiu Eiríksdóttur, b. á Hrauni á Ingjaldssandi, Tómas- sonar og Þuríðar Pálsdóttur, b. í Álfadal, Hákonarsonar, prests á Álftamýri, Mála-Snæbjörnssonar Pálssonar. Móðir Hákonar var Kristín Magnúsdóttir í Vigur Jóns- sonar Arasonar. Magnús Davíð tekur á móti gest- um hjá dóttur sinni og tengdasyni að Berjarima 49 í dag, laugardaginn 11.1., milli kl. 16.00 og 19.00. vík. 60 ára Margot Helga Hausler, Espilundi 7, Garðabæ. Sigríður Guðlaug Sigurðar- dóttir (Silla), Álíhóls- vegi 133 A, Kópavogi. Eiginmað- ur hennar er Halldór Jónsson. Þau taka á móti vinum og venslafólki í Félagsheimili Kiwanismanna við Smiðju- veg 13 A, Kópavogi (ekið inn fyrir neðan Axishúsið), í dag, laugardaginn 11.1., milli kl. 17.00 og 20.00. 50 ára Ingvar Guömundsson, Aðalbraut 4, Árskógshreppi. Guðlaugiu- Karlsson, Breiðvangi 10, Hafnarfirði. Rósa Sigvaldadóttir, Marklandi 10, Reykjavík. Geir Ágústsson, Gerðum, Gaulverjabæjar- hreppi. Jón Rúnar Bjamason, Lyngmóa 2, Njarðvík. 40 ára Þorsteinn G. Hilmarsson, Funafold 89, Reykjavík. Kristinn Grétar Rögn- valdsson, Brekkubarði 2, Eskifirði. Tryggvi Júlíus Huebner, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Haraldur Bjömsson, Suðurgötu 91, Siglufirði. Vilborg Traustadóttir, Sunnuvegi 13, Reykjavík. Askrifendur fá imk aukaafslátt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.