Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 23
JÉj\jr LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 fréttir Fátt tryggir einstökum byggðarlögum að skip og kvótar verði ekki seldir á brott: Varnaglarnir bognir og ryðgaðir - lög um forkaupsrétt sveitarfélaga halda ekki og alþingismenn munu krefjast lagabreytinga á næstu mánuðum „Ég hef áður sagt það, og yfirtaka Samheija á Guðjörgu ÍS ýtir enn frekar undir það, að óhjákvæmilegt er að fiskveiðistjórnunarlögunum verði breytt í vetur. Það er tvennt sem ég horfi á i því sambandi. í fyrsta lagi hljóta að verða breyting- ar á framsalskerfinu og í öðru lagi tel ég óhjákvæmilegt að verð á afla- heimildum lækki,“ sagði Einar K. Guðfmnsson, 1. þingmaður Vest- ijarða, í samtali við DV á fimmtu- dag vegna yfirtöku Samherja á Guð- björgu ÍS. Þessi ummæli Einars endur- spegla óánægju fjölmargi'a alþingis- manna og fleiri með þá galla og þau göt sem komið hafa í ljós á fiskveiði- stjórnunarlögunum, eða kvótalög- unum eins og þau eru gjarnan köll- uð manna í milli. Yfirtaka Samherja á flaggskipi íslenska fiskiskipaflot- ans, Guðbjörgu ÍS, verður ef til vill komið sem fyllir mælinn. Sú yfirtaka sýnir eitt af stóru göt- unum sem menn hafa fundið á lögunum. í þeim átti að vera var- nagli fyrir því að Einar K Guö. skip og kvóti fjnnsson alþing- væru seld úr ismaöur: Það byggðarlögum. verður að breyta Heimamenn eiga {iskveiðistjórn- samkvæmt lög- unarlögunum. unum að eiga forkaupsrétt. Það hefur hins vegar komið í ljós að fram hjá því er afar auðvelt að komast. Hlutafélag var lausnin Þegar lögunum um stjórnun fisk- veiða var síðast breytt var var- naglinn um forkaupsrétt heima- manna, ef selja ætti skipi og kvóta úr byggðalagi, settur inn. Þetta átti að spekja þá sem hæst létu í and- stöðu við framsalsréttinn í lögun- um. Það var ekki langt liðið frá þessari lagasetningu þegar gatið fannst sem gerði mönnum kleift að fara fram hjá þessu ákvæði að vild. Lausnin lá í því að stofna hlutafé- lag. Eitt fyrsta dæmið mun hafa ver- ið þegar menn frá Hvammstanga fóru til Vestmannaeyja, stofnuðu hlutafélag og skráðu í Eyjum með heimilsfang á hótelinu sem þeir gistu á. Síðan keypti þetta hlutafé- lag Sigurborgu VE. Þegar gengið hafði verið frá kaupunum fluttu þeir hlutafélagið til Hvammstanga. Annað dæmi er þegar Benedikt Pétursson á Hólmavík keypti rækju- bátinn Báru Björgu frá Hvamms- tanga og fór eins að. Á það var látið reyna fyrir dómi sem komst að því að aðferðin væri lögleg. Það var nefnilega ekkert í lögunum sem bannaði að flytja hlutafélög mUli staða. Bannið náði aðeins til skipa og kvóta. Einmitt vegna þessa gátu ísfirð- ingar ekki notað forkaupsrétt fisk- veiðistjómunarlaganna þegar Sam- herji yfirtók Guðjörgu ÍS á dögim- um. Útgerðarfélag hennar, Hrönn hf., sameinaðist einfaldlega Sam- herja og hluthafar Hrannar hf. eign- uðust hlut í Samherja sem getur nú farið með Guðbjörgina og 3.500 lesta kvóta hennar hvert á land sem er án þess að ísfirðingar geti þar nokkuð við gert. Samkvæmt þessu gætu þeir Sam- heijafrændur farið með allt sitt, skip og kvóta frá Akureyri hvenær sem er án þess að Akureyringar gætu sagt orð. Þeir geta ekki flutt einstök skip með kvóta án þess að reyni á forkaupsréttarákvæðið en þeir geta flutt hlutafélagið. Sömu- leiðis gætu nýir eigendur að Útgerð- arfélagi Akureyringa, ÚA, þegar þeir hafa eignast meirihlutann í fyr- irtækinu, flutt það burt frá Akur- eyri í heilu lagi ef þeim sýnist svo. Við slíku er engin vörn til fyrir Hvað er til ráða? Pétur Sigurös- son: Lífsbjörgin tekin frá vinn- andi fólki. Lögin um stjórnun fiskveiða enn einu sinni oröin mál málanna á íslandi og nú krefjast menn breytinga á þeim fyrir voriö. Eðlilega spyr fólk hvað sé til ráða í þessum málum. Það er auðvitað ljóst að aldrei verða samin lög sem ekki finnast ein- hver smágöt á. Það verður því eflaust mjög erfitt fyrir lög- gjafarsamkom- una að búa til skotheld lög um fiskveiðistjórn- un. Ýmsir hafa sagt að með því að setja á byggðakvóta sé hægt að stoppa upp í stærstu götin. Þingkon- ur Kvennalistans hafa verið helstu talsmenn þess að byggðakvóta verði komið á. Raunar var Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, hlynntur byggöakvóta meðan hann var þingmaður Vest- firðinga. Byggðakvóti byggist á því að sveitarfélaginu er úthlutað kvóta sem það svo endurút- hlutar til sinna skipa. Hætti einhver útgerð verður sá hinn sami að skila kvótanum aftur til sveitarfélagsins sem þá lætur aðra hafa hann. Þetta lítur ekki illa út en hefur líka sína galla. Þar má nefna að sú hagræðing sem fæst með samein- ingu og stækkun fyrirtækja næðist ekki fram ef byggðakvóti væri kerf- ið. Eins má taka dæmi af Vestfjörð- unum. Nú eru Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og ísafjörður orðin eitt sveitarfélag. Það væri því hægt að fara með allan kvóta Flateyringa yfir til ísafjarðar án þess að nokkur gæti sagt neitt. Það er því sjálfsagt mjög erfitt að semja lög og reglur um stjórnun fiskveiða sem ekki f’nnast götin á. fjöregg þess, er sett á fárra manna hendur. Þetta fjöregg geta kvótaeig- endur svo selt hverjum sem er hvenær sem er...,“ sagði Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við DV um Guðbjargarmálið. Þarna koma þeir Sighvatur og Pétur ekki síst inn á hið umdeilda kvóta framsal. Það er einmitt eitt þeirra atriða sem Einar K. Guðfinnsson al- þingismaður seg- ist vilja fá fram breytingar á i vetur. Sennilega verður þyngst fyrir fæti hjá kvótaandstæðingum að ná fram breytingum á framsais- rétti kvóta. Útgerðarmenn telja hann forsendu þess að kvótakerfið gangi upp. Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson Sólarstrandir Mörg dæmi er búið að nefna um óréttlæti sem getur falist í framsali kvóta. Þekktasta dæmið er óánægja sjómanna taka þátt í kvótakaupum en missa skipsrúm ella. Þeir setja það á odd- inn í komandi kjarasamningum að þessu verði breytt. Eftir að úthafsveiðamar hófust í Smugunni, á Reykjaneshrygg og á Flæmingjagrunni kom upp enn einn átakapunkturinn í framsalsmálinu. Fullyrt er að útgerðarmenn úthafs- togaranna kaupi kvóta og láti leigubáta veiða hann fyrir sig á íslandsmiðum á meðan togarinn stundar kvóta- lausar veiðar á fyrmefndum miðum. Þannig greiða þeir kvótann upp en skip þeirra veiða annars staðar á meðan. Útgerðarmenn, sem ekki eiga út- hafsveiðiskip, geta ekki stundað þetta og hljóta því að verða undir í baráttunni og kvótinn safnast á æ færri hendur. Loks er að nefha þá sem eiga bát eða báta og leigja frá þeim kvótann og lifa kóngalífi á sólarströndum fyrir afgjaldið. Eins eru dæmi um að kvótinn hafi fært mönnum óvænt milljónir upp í hendurnar. Þar má nefna þegar var af- numin og þeg- ar stein- bítur var fyrir- varalust sett- ur undir kvóta. sveitarfélögin að óbreyttum lög- um. Reynsla hundraða Sighvatur Björg- vinsson alþing- ismaöur: Örfá- um afhenfur yfir- ráðaréttur yfir fiskimiðunum samkvæmt reynslu sem vinna hundraöa manna hefur skapað. Það er í raun engin furða þótt mönnum fyrir vestan þyki yfir- takan á Guð- björginni órétt- lát. Eða eins og Sighvatur Björg- vinsson, þing- maður Vestfirð- inga, sagði í sam- tali við DV um yf- irtökuna á Guð- björginni og kvótakerfið: „Örfáum einstaklingum er af- hentur yfirráðaréttur yfir fiskimið- unum á grundvelli reynslu sem vinna hundraða hefur skapað." Þetta er mergurinn málsins. For- kaupsréttur heimamanna átti að tryggja að það sem Sighvatur er að lýsa gæti ekki gerst. En gatið í lögunum fannst og er notað. „Þessi sala á Guðbjörginni er bara enn ein sönnun þeirrar staðreyndar að með kvótalögun- um var lífsbjörg in tekin frá vinnandi fólki. Atvinnuör- yggi þess og ör- lög, SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-14 Baðkar Stærð 170x70 cm. o> WC í vegg eða gólf með vandaðri harðri setu í sama lit. Handlaug á vegg 43x55 cm RAÐGREIÐSLUR B d) MÓDELNÁMSKEIÐ 6 VHÍNA NÁAASKE© HEFST18. JANÚAR • iffrotrifcoma Áefling-á sjálfefrousli * Dqgsförðun & fcvöldförðun * úrrihirða riúðar • 1Pósur“ • Svart/Hvlt myndatafca • Videoupptafca • Alnœmis 8< 'Fikniefnafrœðsla • ElmaOsaifyriisaéta fcemur og gefurgöðTóð • Sför lísfeusýriipg ií ildldn• <Allir jþatftdfcendur ífö föfctmo /Wtodels bdl ag fcoroost é skra %rrr sjðnvaEpsauglýsingar • Verð fcr. 13.t9ð0.-• WfiíflSi SiréfeiriöTTisÍsað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.