Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Qupperneq 26
34 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997 Vindareyk- ingar eru áhugamál sem hefur verið vinsælt þó að þeir sem þetta stunda séu ekki endilega jafn vinsælir sjálfir. Slóð sem allir vindlareykingamenn ættu að skoða er http://www.cigarsmokers. com. Fluguhnýtingar Það verða sífellt til ný mynst- ur af flugum til stangveiða. Áhugamenn um fluguhnýtingar ættu að skoða http://www.mindspring. com/~smarc en þar er bætt við nýjum hnýtingarmynstrum reglulega. Fyrrverandi kærustur Þeir sem hafa misjafnar til- finningar til gömlu kærustunn- ar flnna áreiðanlega samkennd með ýmsum sem segja sína sögu á http: //www4.1inknet.net/ babcock/ex.htm. Beavis & Butthead Þessir sívinsælu en jafnframt treggáfuðu grallarar hafa sitt aðsetur á Netinu á http: // www.scoreboard-canada. com/b&b.htm. Jennifer Wilde Ástarsögurithöfundurinn Jennifer Wilde hefur sína heimasíðu á http://www.geocities.com/ Athens/8774/wiIdej.htm. Hávaxið fólk Það hefur sína kosti og sína galla að vera hávaxinn. Hvort sem menn eru hrifnir af því eða ekki geta þeir fundið ýmislegt við sitt hæfi á http://www.tall.org. Hestar Mjög ítarlegur gagnabanki um hross hefur verið settur upp á http://www.hestar.is. Þar eru allar upplýsingar milli him- ins og jarðar sem varða islenska hestinn. Maitin Luther King Á vefnum hefur verið komið upp myndarlegu skjalasafni um Martin Luther King og geta menn orðið margs vísari þar um þennan mikilsmetna leið- toga. Slóðin er http: //www- leland.stanford.edu/group/ King. i. i k í 1 ; Ráðstefna um öryggi barna á IMetinu: Janet Reno lofar að vemda bömin Menn eru ekki vissir um hvernig eigi að vernda börnin á Netinu. I síðustu viku var haldin ráð- stefna í Bandaríkjunum þar sem fjallað var um hvort börn gætu ver- ið örugg á Netinu. Enginn hefur ef- ast um að það geti verið bömum hollt að kynnast Netinu og nota strax þær upplýsingalindir sem það hefur að geyma. Hins vegar getur alltaf komið fyrir að þau rekist á efni sem er alls ekki ætlað þeim. Ráðstefnan snerist einkum um hvemig bæri að koma í veg fyrir slíkt. Efast um heilindi Ýmsar efasemdir komu reyndar upp strax fyrir fundinn. Þær raddir heyrðust að netþjónustufyrirtækin sem stóðu að ráðstefnunni væru ekkert að þessu til þess að vemda börnin. Þau væm fyrst og fremst að hugsa um að græða peninga því það þætti góð auglýsing að segjast vilja gera allt til þess að Netið verði ör- uggt fyrir börnin. Fyrirtækin létu slíkar raddir ekk- ert á sig fá. Þau sendu frá sér álykt- un þar sem þau tilgreindu ýmislegt sem þau vildu gera til að gera Netið öruggara. Flest vildu þau fræða for- eldrana eða búa til sérstaka síðu ætlaða bömum þar sem þau gætu séð efni sem væri þeim ætlað. Þegar ráðstefnan svo hófst tóku ýmsir mætir menn til máls. Á öðr- um degi ráðstefnunnar tók t.d. A1 Gore til máls og tilkynnti að ríkis- stjómin vildi beita sér fyrir fræðslu til foreldra um það efni á Netinu sem gæti verið skaðlegt börn- um. Einnig hefðu netþjón- ustufyrirtæki samþykkt að vinna með ríkis- stjórninni að því að útrýma barnaklámi af Netinu. Þetta verði til þess að fjölskyldan gæti skemmt sér sam- an á Netinu. Reno vill vernda Einnig talaði á ráðstefnunni Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkj- anna. Hún hrós- aði netþjónust- unum fyrir það frumkvæði sem þau sýndu og hét því að gera allt sem hægt væri til að vemda börnin á Netinu. Hún upplýsti einnig að verið væri að vinna að lögum sem ná yfir þá sem reyna að hafa skaðleg áhrif á böm um Netið. I þessari viku mun hún síðan halda fund með leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims um þessi mál. Reynt hefur verið að koma slík- um lögum í gegnum bandaríska þingið áður. í júní stöðvaði hæsti- réttur í Bandaríkjunum slik lög þar sem þau þóttu brjóta gegn ákvæðum um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ný lög eru nú í smíðum en ekki er vitað hvenær þau koma fyrir þingið. Ráð til foreldra En að margra mati er stóra spurningunni enn þá ósvarað: Hvernig geta foreldrar komið í veg fyrir að börn komist í skaðlegt efni? Besta leiðin er talin vera sú að hreinlega vera með barninu þegar það skoðar vefinn og sýna hvernig á að nota miðilinn. Einnig er mikil- vægt að brýna fyrir barninu að gefa ekki upp rétt nafn, heimilisfang og DV-mynd Hilmar Þór símanúmer til ókunnugra. Einnig gæti skipt máli að láta tölvuna frek- ar vera inni í stofu heldur en inni í barnaherbergi. Þessi ráð gulltryggja þó ekki að bamið komist í skaðlegt efni. Þá er til alls kyns hugbúnaður sem kemur í veg fyrir að börn geti skoðað slíkt efni. America Online býður t.d. upp á að foreldrar geti haft vissa stjóm á því hvað bamið skoðar. Slík stjómun orkar þá alltaf tvimælis. Einnig er til forrit sem heitir Cybersitter. Það sýnir nákvæmlega hvaða síður barnið er búið að skoða. Þetta getur reynst gagnlegt fyrir foreldra til að benda á hvað má skoða og hvað ekki. -HI/Byggt á Reuter, CNN og ABCnews. Þráðlausar mýs og lyklaborð A Comdex-tölvusýningunni í Las Vegas var ýmislegt sýnt sem vakti athygli og hrifningu manna. Það sem meðal annars var kynnt þar var sérstakur pakki sem Logitech er að kynna. Þar hafa flestallar snúrur verið teknar burt til mikilla þæg- inda fyrir notandann. Nú verður sem sagt óþarft að tengja músina og lyklaborðið með snúrum. Þetta er einfaldlega þráðlaust. Tæknin við þessi tæki byggir ekki á sömu tækni og fjarstýrð sjónvarps- og hljómflutningstæki. Slík tæki nota innrauða geisla sem þarf að beina að tækinu til að þau virki sem skyldi. Lyklaborðið og músin sem kynnt voru á sýn- ingunni nota hins vegar útvarps- bylgjur þannig að ekki er nauð- synlegt að beina tækjunum beint að móttökutækinu. Jafnvel þó að einhverjir hlutir séu á milli tækis- ins og tölvunnar virka þau vel. Það eina sem þarf er að tengja tölvuna við venjuleg músa- og lyklaborðstengi. Tölvunotendur geta sjálfsagt ímyndað sér þau þægindi sem skap- ast af þvi að hafa tölvuna svona þráðlausa. Maður getur t.d. hallað sér aftur í þægilega stellingu með lyklaborðið í kjöltimni. Síðan getur maður tekið lyklaborðið af skrifborð- inu og geymt það annars staðar með- an maður er ekki að nota það. Fram- leiðendur ábyrgjast að hægt sé að skrifa á tölvuna þó að lyklaborðið sé í tveggja metra fjarægð. Þegar það var hins vegar prófað á sýningunni virkaði það vel þó það væri í ríflega fjögurra meta fjarlægð. Á meðan not- andinn er ekki að pikka á lyklaborð- ið er það í hægagangi. Þannig endast rafhlöðumar lengur, eða í um sex mánuði með tveimur rafhlöðum af stærðinni AA. í þessum pakka sem Logitech er að kynna er innifalið þráðlausa mús- in (sem gengur fyrir tveimur AAA rafhlöðum), móttökutæki, lyklaborð með stuðningi við lófa og rafhlöður. Áætlað er að þetta verði komið á markað í janúar og mun lílega kosta um 7.000 krónur. -HI/ABCnews Explorer dregur á Netscape Microsoft er að ná Netscape í kapphlaupinu um markaðshlutdeild í vefrápurum. Samkvæmt könnun sem Dataquest hefur gert hefur Netscape nú 57,6% markaðshlutdeild en Microsoft 39,4%. í lok síðasta árs var hlutdeild Microsoft aðeins 20% meðan hlutdeildin hjá Netscape var 73%. Dataquest spáir því að með þessu áframhaldi muni Microsoft hafa náð Netscape í þessu kapp- hlaupi um mitt næsta ár. Kathryn Hale, starfsmaður Dataquest, vildi þó vekja athygli á því að þessi hlutdeild var könnuð í lok september þegar Microsoft var nýbúið að senda frá sér Internet Ex- plorer 4.0. Hún segir því að næstu mælingar, sem verða líklega gerðar um mitt næsta ár, verði marktækari. Stríð Microsoft og Netscape um ráparamarkaðinn hefur verið nokk- uð hart. Fyrir þremur árum var Netscape einrátt á markaðnum og forrit þeirra var nánast eini valkost- urinn sem fólk hafði til að skoða heimasíður á vefnum. Microsoft hef- ur hins vegar verið í mikilli sókn með Internet Explorer, meðal annars með því að láta hann fylgja með Windows-stýrikerfinu sem notað er í níu af hverjum tíu nýjum PC-tölvum. Þetta síðastnefnda hefur farið fyr- ir brjóstið á keppinautnum, sem og dómsmálaráðuneytinu, en Microsoft neitar ásökunum um að þvinga tölvuframleiðendur til að taka við þessum rápara. Enn er ekki séð fyr- ir endann á því máli. Tölvupenni Tæki sem lítur út og virkar eins og kúlupenni en er raunar smækkuö útgáfa af tölvukerfi vann til verö- launa á tækniráðstefnu í Brussel nýlega. Þessi penni, sem hollenska tölvufyrirtækið LCI framleiðir, er til þess aö staöfesta undirskriftir þeg- ar þær eru notaðar, t.d. í viöskipt- um eöa öörum rafrænum athöfn- um. í pennanum eru skynjarar þannig aö ef maöur notar hann til aö skrifa nafnið sitt getur penninn strax staðfest hvort rétta mann- eskjan er aö skrifa þaö. Jay Leno gagnvirkur Einn vinsæiasti skemmtiþáttur heims, The Ton- ight Show, sem j Jay Leno sér um á sjónvarpsstöð- inni NBC, verö- ur aö hluta gagnvirkur í byij- un næsta árs. Aðdáendur þátt- arins munu strax í janúar geta séð ævifer- il gesta þáttar- ins, upplýsingar um hljómsveit, tekiö skyndipróf og séö auglýs- ingar t gegnum myndir sem veröa efst á skjánum. Upplýsingarnar eru vald- ar meö örvum sem hægt er aö stjórna meö sjónvarpsfjarstýring- unni. Talsmaöur NBC tók sem dæmi aö á meöan hljómsveit væri aö spila væri hægt aö fá upplýsingar um hljómsveitina og lagiö sem hún er aö flytja og jafnvel kaupa geisla- disk meö henni. NBC erfyrsta sjón- varpsstööin af þeim þremur stærstu sem reynir aö sjónvarpa gagnvirkt meö þessum hætti. Maix á Netið Minningarbókasafniö um Karl Marx er á leið á Netið. Þetta bókasafn var stofnaö 1933, 50 árum eftir dauöa Karls Marx, og í því eru geymdar um 150.000 bækur og skjöl sem tengjast leiötoganum. Þaö sem gerir þetta mögulegt er styrkur sem safniö fékk frá happ- drætti f Bretlandi. Ekki var tekið fram hvenær hægt væri aö sjá þessi skjöl á stafrænu formi. Netaðgangur á hótelum Fyrirtækiö AtHome Network, sem aöallega framleiöir kapalmótöld, ætlar í samvinnu viö netþjónustu- tyrirtækiö Fourth Communications aö hefja átak til aö veita hraövirka netþjónustu til hótelgesta. Fyrirtækin segjast líta á hótelin sem mjög hentugan markað því fólk á ferö, einkum í viðskiptaerindum, noti Netiö mjög mikið til aö afla sér upplýsinga. Mótöld í feröatölvum séu hins vegar ekki mjög öfi- ug enn þá svo aö biðtím- inn gæti oröiö ansi lang- ur fyrir notendur slíkra tækja. Byrjaö veröur á þessu verkefni snemma á næsta ári. Allir skólar nettengdir Evrópusambandiö hefur samþykkt ályktun þess efnis aö öll skólabörn ættu aö vera nettengd til aö búa þau sem best undir 21. öldina. Ágreiningur er hins vegar um hver eigi að borga brúsann. Sum lönd eru á því aö símfyrirtækin eigi aö leggja út í kostnaöinn, aörir vilja aö fyrirtæki bjóði í verkiö. Hvernig sem þessi ágreiningsmál veröa leyst er þaö vilji sambandsins aö öll skóla- börn eigi greiðan aögang aö Net- inu. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.