Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 10
Skoðun FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 DV 10 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. nrf vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af beim. Mestur mannauður Okkur hefur gengið vel á undanförnum árum, raun- ar betur en flestum öðum þjóðum, sem við berum okk- ur saman við. Samkeppnishæfni þjóðarinnar hefur auk- izt i samanburði við aðrar þjóðir. Við höfum á tveimur árum hækkað úr 19. sæti í 10. á heimslistanum. Við erum aftur komin í ílokk með þjóðum Norður- Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem við viljum vera. Velgengni okkar hlýtur að vekja nokkra athygli og draga að okkur suma þá, sem vilja íjárfesta i mannauði og traustum innviðum rekstrarumhverfis. Þetta eru þau atriði, sem valda mestu um góða stöðu okkar á heimslista Alþjóðastofnunar stjórnunarþróun- ar. Raunar erum við í efsta sæti listans í mannauði og hefur oft verið ástæða til að fagna af minna tilefni. Þetta er bezta auglýsingin, sem þjóðin getur fengið. Hagnýtar rannsóknir hafa eflzt i atvinnulífinu, en grundvallarrannsóknir hafa setið á hakanum í saman- burði við aðrar þjóðir, einkum vegna fjárskorts rann- sóknastofnana á vegum ríkisins. Með því að leiðrétta þetta getum við tryggt stöðu okkar betur. Þótt margt hafi batnað hjá okkur, eru enn til atriði, sem draga okkur niður í fjölþjóðlegum samanburði. Al- þjóðavæðing atvinnulífsins er enn á lágu stigi, styrk- leiki hagkerfisins ekki nógu mikill og stjórnun fyrir- tækja er síður en svo nógu góð hér á landi. Stjórnvöldum ber að gæta þess af alefli að hleypa verðbólgunni ekki aftur lausri. Á síðasta ári byrjaði sá draugur að láta á sér kræla á nýjan leik, en nýgerðir kjarasamningar ættu að geta vegið þungt á metaskálun- um við að kveða gamla óvininn niður aftur. Stjórnvöld þurfa einnig að greiða fyrir innkomu er- lendra fyrirtækja í þeim geirum atvinnulífsins, þar sem samkeppni hefur breytzt í fákeppni og síðan í fáokun. Við höfum séð þessa óheillaþróun í bönkum, í flugi, í benzini, í tryggingum og í neyzluvöru. Hræringar í millilandaflugi eru jákvæð merki. Sam- vinnuferðir-Landsýn hafa tekið upp samkeppni og á leiðinni er brezkt lággjalda-flugfélag. Mikilvægt er, að innviðum laga og stjórnsýslu sé hagað á þann hátt, að það auðveldi innkomu nýrra fyrirtækja á markað. Við verðum aldrei varanlega samkeppnishæf við samanburðarþjóðir fyrr en við höfum búið til trausta innviði og ramma fyrir alþjóðlega samkeppni á íslenzk- um heimamarkaði. Erlend fyrirtæki flytja okkur aukna þekkingu og efla mannauðinn i landinu. Jafn brýnt er, að íslenzk fyrirtæki haldi áfram að hasla sér völl í útlöndum eins og þau hafa verið að gera, þótt sums staðar hafi illa gengið. Ef íslenzk stjórn- un verður ekki samkeppnishæf í fjölþjóðlegum saman- burði, verður góð staða okkar ekki varanleg. Eðlilegt er, að menn misstígi sig í fyrstu tilraunum til að starfa í erlendu rekstrarumhverfi. Smám saman byggist upp þekking og reynsla, sem gerir þessi skref markvissari og traustari. Raunar byggjum við á gam- alli og góðri reynslu í fiskréttaverksmiðjum. Við eigum í senn að stefna að miklum ítökum ís- lenzkra aðila í erlendu atvinnulífi og miklum ítökum erlendra aðila í innlendu atvinnulífi. Við eigum að standa á krossgötum í vestrænu samfélagi kaupsýslu- þjóða og líta til allra átta eftir tækifærum. Við skulum opna allar gáttir viðskipta og framleiðslu og leyfa íslenzkum mannauði að magnast og njóta sín til hagsbóta fyrir landið og landsmenn alla. Jónas Kristjánsson Engar áhyggjur Vinstri menn í Evrópu þurfa eng- ar áhyggjur að hafa af áhrifum bandarískrar menningar, sérstak- lega draumasmiðjunnar miklu í Hollywood sem þeim verður svo tíð- rætt um. I flestum þeim bandarísku kvikmyndum sem flytja einhvern boðskap er fjandskapast við einstak- lingshyggju og auðsöfnun og lang- flestir leikarar og kvikmyndaleik- stjórar þar vestra aðhyllast vinstri stefnu. Draumasmiðjan mikla er að langmestu leyti undir stjóm vinstri manna. Nota markaðinn gegn markaðnum Það er að vísu rétt að bandarísk- ar kvikmyndir lúta lögmáli markað- arins í þeim skilningi að þær eru gerðar fyrir almenning, ekki úthlut- unamefndir styrkja eins og evr- ópskar kvikmyndir. Bandarískar kvikmyndir eru þvi oftast skemmti- legar, atburðarásin hröð, tækni- brellur margar, persónusköpun skýr og einföld, ólíkt evrópskum kvikmyndum, sem virðast stundum vera til þess eins að höfundarnir fái útrás fyrir sálarflækjur sínar. En kvikmyndagerðarmenn eins og Oli- ver Stone, sem kunna vissulega að selja kvikmyndir á markaði, nota kunnáttu sína líka til að læða vinstri stefnu inn í myndirnar. Wall Street Þetta sást skýrt í kvikmyndum Stones um John F. Kennedy og Ric- hard Nixon. Báðar voru þær vel gerðar en fullar af gömlum tuggum vinstri manna. Samkvæmt lýsingu Stones átti Nixon að vera sefasjúk- ur en samsæri hægri manna um víg Kennedys svo fjölmennt að Laugar- dalshöllin hefði varla nægt fyrir undirbúningsfundi um það! Þetta var auðvitað allt fráleitt. Munurinn á þessum tveimur Bandaríkjaforset- um var sá að Kennedy var léttúðug- ur pabbadrengur sem aldrei leit í bók en Nixon alvörugefmn og hugs- andi maður sem hófst upp af sjálf- um sér, þótt ekki væri hann galla- laus. Engin ástæða er heldur til að ætla að bandarískir hægri menn hafi gert samsæri um að ráða Kenn- edy af dögum. Skýrast sást mark- aðshatur Stones þó í myndinni Wall Street þar sem siðferði markaðarins var tekið saman í orðum Gordons Gekkos: Ágimd er góð. Gegn úthverfum og stórfyrirtækjum Ég sá nýlega tvær kvikmyndir úr draumasmiðjunni miklu sem báðar voru sama marki brenndar. Önnur var American Beauty sem hlotið „Samkvæmt lýsingu Stones átti Nixon að vera sefasjúkur en samsæri hægri manna um víg Kennedys svo fjöimennt aö Laugardalshöllin heföi varla nægt fyrir undirbúningsfundi um þaö! Þetta var auövitaö allt fráleitt. Munurinn á þessum tveimur Bandaríkjaforsetum var sá aö Kennedy var léttúöugur pabbadrengur sem aldrei leit í bók en Nixon alvörugefinn og hugsandi maö- ur. “ Myndin er af Anthony Hopkins í hlutverki Nixons. hefur fjölda óskarsverðlauna. Þótt hún væri skemmtileg og vel leikin var hún full (eins og kvikmyndin Pleasantville fyrir tveimur árum) af Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Erlend tíðindi gömlum tuggum um ömurlegt lífið í bandarískum úthverfum sem þeir Hollywood-menn hafa áreiðanlega aldrei komið inn í. Hin var The Insider sem var raunar ekki síðri skemmtun. Hún á að vera sann- söguleg en ég skal játa að mér fannst söguþráðurinn ótrúlegur. Samkvæmt þessari mynd virðast öll stórfyrirtæki vera vond, hvort sem þau reka fjölmiðla eða framleiða tó- bak, og fréttamenn hafa enga skyldu helgari en þá að leiða vonsku þeirra í ljós. í öðrum nýleg- um bandarískum kvikmyndum hafa kjarnorkuver og tryggingafélög fengið svipaða útreið. Hvað er sögulegt? Ef til vill má að nokkru leyti skýra val bandarískra kvikmynda- leikstjóra á viðfangsefnum með því, að það sé ekki í frásögur færandi þegar hundur bíti mann en hitt sé sögulegt þegar maður bíti hund. Það sé sögulegt þegar friðsamlegt lífið í bandarísku úthverfi fer úr skorðum eða þegar stórfyrirtæki of- sækja einstaklinga með öllum ráð- um, einmitt vegna þess að það sé undantekning, ekki regla. En þá vaknar spurning. Kvikmyndaleik- stjórar í Hollywood hafa margsinn- is beitt snilli sinni til þess að lýsa illvirkjum fasista og nasista, til dæmis í kvikmyndunum Missing og Schindler’s List. Hvers vegna hefur enginn þeirra beitt snilli sinni til þess að lýsa illvirkjum kommúnista á tuttugustu öld? i— "j ÁÍ3—JL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.