Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 22
22 Helgarblað FIMMTUDAGUR 20. APRlL 2000 I>V Þjóðmenning undir þak - gamla Landsbókasafnið við Hverfisgötu fær nýtt hlutverk Safnahúsið við Hverfisgötu er að margra mati einn af þjóðardýrgrip- um íslendinga enda hýsti það árum saman Landsbókasafn, Þjóðskjala- safn og um tíma Þjóðminjasafn og Náttúrugripasafn. Undanfarin ár hafa staðið yfir gagngerar endur- bætur á húsinu sem hlotið hefur nafnið Þjóðmenningarhús og verður opnað við hátíðlega athöfn 20. apríl nk. Húsið mun gegna fjölþættu hlut- verki sem sýningarsalir, veitinga- staður, fundaaðstaða, verslun og vettvangur fyrir móttökur á vegum stjórnvalda. Breytilegar sýningar eru í sölum á fyrstu hæð og rishæð en fastar menningarsögulegar sýn- ingar á 2. hæð og í rými milli 2. og 3. hæðar. I fjórum af sex fundarsöl- um eru síðan litlar sýningar tengd- ar menningarsögu íslands í einstök- um listgreinum, t.d. tónlist og leik- list. Á 1. hæð er verslun með minja- gripi, listmuni og bækur og veit- ingastaður fyrir almenning og sýn- ingargesti. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir að húsinu verði 300 kr. fyrir full- orðna og gildi á allar þær sýningar sem uppi eru hverju sinni. SUMARNAMSKEIÐI FRONSKU hefjast 2. maí boði eru hraðnámskeið og taltímar, námskeið fyrir börn og eldri borgara. Stuöningskennsla fyrir skólafólk. NÝTT NÁMSKEIÐ: FERÐAMANNAFRANSKA. 10 tíma hraönámskeiö til aS undirbúa Frakklandsfara fyrir dvöl í Frakklandi. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11 til kl. 18. AUiance Francaise Austurstræti 3, netfang af@ismennt.is ingu á ríkistáknum og þjóðlitum Is- lands, íslenskum gjaldmiðli og mynt og sýni'ngu á gömlum íslenskum landakortum. Bárujárn eða kopar Eins og fyrr segir er Þjóðmenn- ingarhúsið meðal merkustu húsa ís- lenskra en það var byggt á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi vorið 1909. Arkitektinn var dansk- ur, Johannes Magdal Nielsen en ís- lenskir iðnaðarmenn sáu um smíð- ina. Við smíðina var í flestu farið eftir fyrirmælum arkitektsins en þegar kostnaður fór að ógna mönn- um á lokastigi var horfið frá því að koparslá þakið en sett bárujárn samkvæmt íslenskri venju í stað þess. Við endurgerð hússins var hins vegar horfið aftur til uppruna- legra tilmæla arkitekts og þakið lagt kopar. Guðmundur Magnússon sagn- fræöingur hefur frá vorinu 1996 haft umsjón með endurbyggingu safna- hússins og skipulagi starfseminnar, fyrst með öðrum störfum 1 Þjóð- skjalasafninu en nú í fullu starfi sem forstöðumaður hússins, skipað- ur af forsætisráðherra en það ráðu- neyti fer með málefni hússins. I stjórn hússins sitja Salóme Þorkels- dóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðla- bankastjóri og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Allfr hljóta aö fagna - DV hitti Guðmund og bað hann að rekja tilurð þess að ráðist var í þessar framkvæmdir. „Upphaf þeirrar endurbyggingar sem nú er að ljúka og starfsemi sem er að hefjast má rekja til samþykkt- ar sem ríkisstjórnin gerði í febrúar 1996. Að tillögu menntamálaráð- herra var ákveðið að gamla safna- húsið skyldi verða þjóðmenningar- hús, vettvangur sýninga á sögu okk- ar og menningararfi. Menn höfðu um nokkurt árabil velt því fyrir sér Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu Húsiö veröur opnaö í dag eftir gagngerar endurbætur sem allar hafa miöaö aö því aö færa húsiö til upprunalegs horfs. Dýrgripir bundnir inn Til þess að gefa einhverja hug- mynd um viðfangsefni hússins er rýmið sem áður hýsti lestrarsal Landsbókasafns helsti sýningarsal- ur hússins þar sem verður sýning á fimm hundruð ára sögu íslenskrar bókmenningar með völdum dýrgrip- um frá upphafi prentlistar á íslandi á öllum sviðum. Þarna gefur að líta fágæta gripi s.s. Guðbrandsbiblíu frá 1584, elstu útgáfur íslendinga- sagna, Konungasagna og Eddu- kvæða, Passiusálmar og Vídalín- spostilla, lærdómslistarit, lögbæk- ur, jarðabækur, menningartímarit og skáldsögur Halldórs Laxness og fleiri rithöfunda, úrval ljóðabóka og Nóbelspeningur Halldórs Laxness sem ekki hefur áður verið til sýnis almenningi. Á rishæð er sýning sem heitir Landnám og Vínlandsferðir og fjall- ar um siglingar og landafundi nor- rænna manna. Á fyrstu hæð er sýn- ingin Kristni í 1000 ár, og verður hún opnuð 17. júní í sumar. Gjöröabók þjóöfundarins 1851 verður til sýnis í sérstöku herbergi í húsinu sem tileinkað verður þess- um merka atburði í sjálfstæöisbar- áttu þjóðarinnar. Einnig má nefna sérstakar sýningarstofur um Jón Sigurðsson forseta og Hannes Haf- stein ráðherra en í þeim báðum verða sýndir munir sem ekki hafa verið sýndir almenningi áður. Þessu til viðbótar mætti nefna sýn- hvað ætti að verða um húsið þegar söfnin væru öll flutt á brott og þarna fékkst niðurstaða sem ég held að allir hljóti að geta fagnað, þar sem hún tekur fullt tillit til sögu hússins og friðunar. Fyrsta verkefni mitt og stjórnarinnar var að annast rýmingu hússins, en það var ekki fyrr en í árslok 1998 sem bæði Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafn- ið fluttu endanlega út með bækur sínar og skjöl. Við hófumst handa um það vorið 1997 að taka húsið allt í gegn að utan og haustið 1998 hófust framkvæmdir á lóð hússins. Endurbætur innanhúss byrjuðu svo í fyrrasumar. Að verkinu hafa unn- ið okkar bestu fagmenn á öllum sviðum, en verkið hefur mest mætt á arkitektunum hjá Hornsteinum ehf., Framkvæmdasýslu ríkisins og aðalverktakanum, ístaki hf. Náið samráð var haft við húsfriðunar- nefnd ríkisins enda húsið alfriðað. Það hefur verið keppikefli okkar að koma húsinu i sem upprunalegast horf en hafa þó allar nútímakröfur um aðgengi, öryggi og þægindi að leiðarljósi." Opinberar mótttökur - Það var tillaga menntamálaráö- herra Björns Bjamasonar að húsið skyldi lúta forræði forsætisráðu- neytis en ekki heyra undir ráðu- neyti menntamála. Hver voru helstu rök fyrir því? „Ég held að meginástæðan fyrir þvi hafi verið sú að menn sáu fyrir að starfsemi hússins kæmi inn á mörg svið. Þetta er ekki aðeins sýn- ingarhús heldur er gert ráð fyrir því að ráðuneytin og stjórnsýslan hafi hér aðgang að fundarstofum og að einhverju leyti verða hér líklega opinberar móttökur á vegum ríkis- stjómarinnar. Svo má ekki gleyma því að forsætisráðuneytið hefur þeg- ar ýmsar skyldur sem varða menn- ingararf okkar, svo sem yfirumsjón með Þingvöllum og stjórn mála er varða þjóðfána og skjaldarmerki." Hvað kostaði húsið? - Hver hefur verið kostnaður við endurgerð hússins? Stóðst hann upphaflegar áætlanir? „Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 315 milljónir króna og hún hefur staðist eftir því sem ég best veit en annars er hin daglega fjármálastjórn og eftirlit framkvæmdanna í höndum Fram- kvæmdasýslu ríkisins. En ef þetta gengur eftir er ég afskaplega ánægð- ur með það því stundum hafa svona framkvæmdir farið úr böndum. Þess má geta að allur kostnaður er Landsbókasafniö var styrkt tii kaupa á einu verömætasta bókasafni landsins af þessu tilefni. Þaö veröur uppistaöan í bókasýningu Þjóömenn- ingarhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.