Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Fjölskyldumál af nafninu mínu Þá eru páskarnir í nánd og efa- laust flestir að komast í páskafrí, nema auðvitað öll þau fjölmörgu sem þurfa að standa vaktina á einn eða annan hátt til þess að við hin getum notið þess að borða páskaeggin okkar áhyggjulaus. Páskarnir eru mikil gleðihátíð, vorið er að koma, náttúran að vakna til lífsins. Þeirri upprisu lifsins eftir langan vetur fagna allir, á sama tíma og kristnir menn, sem við íslendingar erum flestir, fagna upprisu Jesú Krists. Nú skýtur það ef til vill skökku við að velta fyrir sér sorginni, svona í miöri vorgleðinni, grill- stemningunni, skíðafjörinu og hinu almenna stuði sem ríkir um allt land. Og þó. Því stuðið nær „Nú skýtur það ef til vill skökku við að velta fyrir sér sorginni, svona í miðri vorgleðinni, grill- stemningunni, skíðafjör- inu og hinu almenna stuði sem ríkir um allt land. Og þó. Því stuðið nœr ekki til allra. “ hefur skilið eftir sig dúp sár. En með stuðningi ástvina er hægt að læra að lifa með sorginni og finna lífi sínu nýjan farveg. Við þekkjum öll einhvern sem sorgin hefur sótt heim, hvort sem það er nýlega eða fyrir einhverju síðan. Kannski er það einhver ættingja okkar, vinur eða kunn- ingi. Og við skulum ekki gleyma börnunum, því oft hefur þeirra sorgum verið ýtt til hliðar vegna þess að allir hafa svo miklar áhyggjur af hinum fullorðnu. Börnin syrgja líka á sinn hátt og þurfa huggunar með. Hvernig væri nú að taka sér tíma í miðju páskafjörinu til þess að líta við hjá þeim sem þannig er ástatt fyr- ir og láta hann eða hana finna að þér er ekki sama, að þú skilur og vilt bjóða fram þína öxl, þinn stuðning? það þarf ekki að kosta þig mikinn tíma af páskafríinu þínu. En heldurðu ekki að páska- eggið þitt eigi eftir að bragðast betur, ef þú veist að þú færðir sól- argeisla inn í hjarta þar sem sorg- in hafði knúið dyra? Gleðilega páska. - segir Heiðlóa Ásvaldsdóttir sorgin kom í heimsókn Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál í HelgarblaO DV ekki til allra. Það eru margir sem af einhverjum ástæðum eiga um sárt að binda, sem hafa lent í því að sorgin kom í heimsókn hjá þeim, annað- hvort nýlega eða fyrir ein- hverju síðan. Og þess vegna gerir páskagleðin ekki ann- að en að ýfa upp gömul sár. Sorgin á sér margar or- sakir, en oft syrgjum við eitthvað sem við höfum misst, eitthvað eða ein- hvern sem við söknum og sjáum eftir og ekkert getur komið í staðinn fyr- ir. Sumir syrgja hjóna- bandið sitt eða sambúðina sem lenti í erfiðleikum og endaði með upplausn. Aðrir syrgja glataða heilsu og berjast við heilsubrest, annaðhvort sinn eigin eða einhverra sem eru þeim nákomnir. Enn aðrir syrgja glöt- uð tækifæri, glataða vináttu eða hafa lent í fjárhagslegu basli sem breytti aðstæðum þeirra og lífi til hins verra. Og það er stór hóp- urinn sem syrgir horfna ást- vini, hvort sem þau hafa misst einhvern sér nákom- inn eftir langa og erfiða baráttu við sjúkdóm eða skyndilega af slysförum. Já, þær eru margar ástæðurnar sem valda því að sorgin knýr á dyrnar. Við vildum víst öll vera laus við þessa heimsókn sorgarinnar, hverjar svo sem ástæð- urnar eru fyrir inn- litinu. En það er enginn sem sleppur við heimsókn Þegar Mannanöfn hafa löngum verið vinsælt umræðuefni og ekki hefur áhuginn minnkað eftir að manna- nafnanefnd tók til starfa. Oft á tið- um hefur fólk hneykslast á úr- skurðum hennar á ólíkustu nöfn- um - og ekki sjaldnar nafngiftun- um sjálfum. Ekki lenda þó öll ný nöfn í vandræðum hjá manna- nafnanefnd. Fyrsta og eina mennska heiðlóan mætti engri mótstöðu - enda erfitt að hugsa sér íslenskari nafngift. Skírð Heiður Lóa Heiðlóa Ásvaldsdóttir er 28 ára gamall hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum: „Ég var skírð Heiður Lóa í höfuðið á ömmu minni Heiði Júlíusdóttur og Lóu kunningjakonu móður minnar. Pabbi vildi strax skella nöfnunum tveimur saman og skíra mig Heið- lóu en mömmu fannst það nú ekki viðeigandi. Ég var þó kölluð Heið- lóa upp frá þessu og hef ávallt skrifað nafnið mitt þannig.“ Hún er alin upp á Norðfirði og játar að stundum hafi henni verið strítt vegna nafnsins: „Ég lét það þó ekk- ert á mig fá því ég hef ávallt verið mjög stolt af nafninu mínu. Ég varð heldur ekkert vör við að það væri sérstaklega frábrugðið öðrum nöfnum fyrr en ég flutti til Reykja- víkur í nám.“ Nafninu breytti hún svo formlega árið 1992. Nafnaruglingur Heiðlóa leggur áherslu á að nafnið hafi þótt eðlilegt á Norðfirði og það hafi fyrst verið eftir að hún fór að umgangast ókunnuga í starfi sinu á Landsspítalanum að fólk hafi fariö að hvá við að heyra nafn hennar. Hún segist hafa lent í nokkrum sérstæðum aðstæðum vegna nafnsins og lætur eina sögu flakka í lokin: „Ég og Steinunn starfssystir min vorum að huga að öldruðum sjúklingi og kynntum okkur auðvitað fyrir honum. Ekki löngu síðar var hann spurður hvaða hjúkrunarkonur hefðu sinnt honum og svaraði hann þá hik- andi: „Önnur hét örugglega Stein- unn en hét hin virkilega Sól- skríkja?““ -BÆN Hafnarkirkja__________________________ Hornafjaröarbæ Skírdagur 20. apríl kl. 11.00. Prestur: sr. Gunnlaugur Stefánsson Fermingarbörn: Aöalbjörg Hrafnkelsdóttir, Austurbraut 17. Einar Smári Þorsteinsson, Mánabraut 1. Rnnur Smári Torfason, Smárabraut 13. Lóa Hrönn Ingvaldsdóttir, Noröurbraut 8. Óskar Davíð Sigurjónsson, Kirkjubraut 48. Steindór Sigurjónsson, Silfurbraut 35. Vilhjálmur Þór Ólafsson, Kirkjubraut 7. Hallgrímskirkia_________________________ Annar í páskum 24. apríl kl. 11. Prestar: sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Siguröur Pálsson. Fermingarbörn: Aeshatu Efúa Mensiwa-Mensah, Skúlag. 42. Agnar Már Júlíusson, Laufásvegl 10. Anton Heiöar Þórólfsson, Barónsstíg 59. Ásdís Guðmundsdóttir, Þingholtsstr.35. Baldur Snær Jónsson, Bakkageröi 8. Fannar Levy Benediktss., Skólav.st. 29a. Gunnar Skúlason, Barónsstlg 78. Hafsteinn Rannversson, Bragagötu 25. Jan Martin Martinsson, Njálsgötu 12a. Jón Pétur Jónsson, Njálsgötu 49. Lísa Hilmarsdóttir, Fannafold 95. Magnús Friðriksson, Laufásvegi 11. Olga Lára Jónsdóttir, Grettisgötu 61. Rakel Rut Karlsdóttir, Grettisgötu 31. Skúli Theódórs Ólafsson, Klapparstíg 10. Steingrímur Gauti Ingólfsson, Smárag. 12. Sylvía Björg Runólfsdóttir, Starengi 90. Þórður Steinar Hreiðarsson, Baldursg.39. Þórðlfur Freyr Þórsson, Gunnarsbraut 40. Heiður Lóa breytti nafni sínu í Heiölóa en bendir reyndar á að um leiöréttingu hafi verið að ræða. sorgarinncir einhvern tímann á æfinni og suma heimsækir hún svo oft að hún er eins og árviss gestur. Sorgin verður syrgjanda sjald- an erfiðari en einmitt á þeim stundum þegar gleðin og hátíðar- stemningin rikir allt i kring, eins og núna á páskum þegar vorfjör- ið gagntekur að því er virðist alla. Þá sækja að hugsanir um liðna tíð, um þá gleði sem einu sinni var og þá sorg sem nú er komin í hennar stað. Á slíkum stundum brýst jafnvel minn- ingin um einhverja löngu liðna heimsókn sorgarinn- ar upp á yfirborðið, minning sem syrgjand- inn hafði bægt frá sér lengi. Þá er gott að eiga einhvern að sem skilur mann og styður, sem veit að góður vinur getur styrkt og huggað og hleypt vorsól- inni að þar sem myrkur sorgar- innar hefur ríkt. Auðvitað losna menn aldrei alveg undan sorginni, sérstaklega ef hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.