Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 61
V. 73 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 I>V Tilvera Afmælisbörn Carmen El- ectra 28 ára í dag, fimmtudag, á bandaríska leikkonan og þokkagyðjan Carmen Electra 28 ára afmæli. Hún vakti fyrst athygli þegar hún vann á MTV-sjón- varpsstöðinni þar sem hún kynnti tónlistarmyndbönd við góðan orðstir. Einnig reyndi Electra fyrir sér í kvik- myndum en frægust er hún þó án efa fyrir hlutverk sitt í hinum geysivin- sælu Baywatch-þáttum þar sem hún leysti sjálfa Pamelu Anderson af. Carmen Electra. Elísabet Bretadrottning. Kátt í höllinni Á morgun, föstudaginn langa, á El- ísabet önnur Bretadrottning afmæli og verður því dagurinn bæði sorgar og gleðidagur á Bretlandseyjum. El- ísabet hefur verið drottning breska konungsveldisins síðan á öndverðum sjötta áratugnum og staðið sig vel þrátt fyrir að aðrir meðlimir konungs- fjölskyldunnar hafi þurft að glíma við ýmis vandamál og hneyksli. ___" Stjörnuspá Gildir fyrir föstudaginn 21. apríi og laugardaginn 22. apríl Vatnsberinn (20. ian,-i8. febr.): Spá föstudagsins: Einhver hefur mikil áhrif á daginn hjá þér og þú eyðir stórum hluta dagsins í að gera öðrum til geðs. Kvöldið verður rólegt. Spa laugardagslns Ekki draga ályktanir fyrr en þú ert búinn að líta vel í kringum þig. Það er mikið um að vera í fjölskyldunni um þessar mundir. Hrúturinn (21. mars-19. april): Spá fostudagsins: ' Dagurinn verður að mörgu leyti sérstakur og þú kynnist nýrri hlið á persónu sem þú umgengst mikið. Kvöldið lofar góðu varðandi ástarlifið. Spá laugardagsins Þú ert utan við þig á ákveðnum vettvangi í dag og það kann að koma verulega niður á afköstum þínum. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúníi: Þér reynist erfitt að fá mmJI fólk til að styðja ný- stárlegar hugmyndir þfnar í sambandi við vinnuna. Kvöldið verður fjörugt. Spá laugardagsins Þú ferö á gamlar slóðir og það rifjast upp fyrir þér atvik sem átti sér stað fyrir langalöngu. Ekki sökkva þér í dagdrauma um það sem liðið er. Llónið (23. iúlT- 22. ágústi: Spá fostudagsins: ' Þér tekst eitthvað sem þú hefúr verið að reyna lengi og það hressir þig við. Dagurinn verður með liflegra móti. Spá laugardagsins Mikilvægt er að ljúka þeim verk- efnum sem á þér hvíla strax. Ann- ars er hætta á aö þau vindi stöðugt upp á sig. Voein (23. sept.-23. okt.l: Einhver er í sam- keppni við þig og þér ' f leiðist framkoma þess- arar persónu. Einhver breyting verður á starfi þínu vegna þessa. Spá laugardagsins Þú þarft að sýna ákveðnum aðila að þú treystir honum því að ann- ars er hætt við að hann missi traust sitt á þér. Bogamaður (22. nóv.-?1. des.i: iwm fÞú ert i góðu jafhvægi j þessa dagana og lífið leik- | ur við þig. Spennandi tími er fram undan og tengist það breyting- um i einkalifinu á einhvem hátt. Dagurinn verður rólegur og þú ert í góðu jafnvægi. Svo er ekki um alfa í kringum þig en þú skalt ekki láta það hafa mikil áhrif á þig. Fiskarnir 119. febr.-20. marsl: Spá föstudagsins: •Fólkið í kringum þig þreyt- ir þig í dag og þú vilt eiga einhvern tíma í ró og næði. Það er þó ekki vist að þér takist það þar sem þú hefur margt á þinni könnu. Spá iaugardagsms Vinnan gengur að vissu leyti fyrir í dag og það er best fyrri þig að ljúka áríðandi verkefnum sem fyrst. Nautið (20. apríl-20. maí.i: Spá föstudagsins: Verðu deginum með r" fjölskyldunni eins mik- w ið og þú getur. Það má bæta samskipti þín og nokkurra annarra í fjölskyldunni. Spá laugardagsins Ættingi þinn lætur heyra frá sér og það samtal á eftir að hafa áhrif á nánustu framtíð þína. Kvöldið verður rólegt. Krabbinn (??. iúní-22. iúin: Spá föstudagslns: (Endurskoðaðu skoðun þína í sambandi við vin þinn. Þú gætir haft rangt fyrir þér um hann. í dag gæti orðið á vegi þinum óheiðar- leg manneskja sem þú skalt forðast að hitta. Spá laugardagsins Vinur þinn þarfnast athygli þinn- ar og þú ættir að verja meiri tima með honum. Ástvinir eiga saman góðan dag. Mevian (23. ágúst-22. seot.i: Spa fostudagsins: Skipuleggðu næstu ^^V^tdaga, sérstaklega það F sem viö kemur fritíma þinmn. Þú afkast miklu í vinn- unni í dag. Spá laugardagsins Þú gætir staðið frammi fyrir vali á milli tveggja möguleika í dag og þú átt erfitt með að gera upp hug þinn. Sporðdreki (?4. okt.-?1. nðv.i: Spá fóstudagsins: Þú gætir kynnst nýju fólki fí dag og hitt áhugaverðar í persónur. Happatölur þín- ar eru 3,15 og 35. Óvæntur atburður á sér staö í vinnunni. Spá laugardagsins Gættu þess að fara varlega með peninga í dag og notaðu skynsem- ina. Varastu kæruleysi. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Spá föstudagsins: Einhver kemur þér verulega á óvart með framkomu sinni. Fólk í kringum þig gæti leiðst í dag en það er ekki þín sök. Ekki vera svartsýnn þó að eitt- hvað bregðist í dag og þú missir af góðu tækifæri. Þér bjóðast fleiri möguleikar. Námskeið í notkun staðsetningartækja: Ekki trúa * alltaf nefinu - segir framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands „íslendingar eru mjög áttvísir en það er öryggisatriði að trúa ekki alltaf nefinu heldur staðfesta þaö með tækj- um og tólum,“ segir Inga Rósa Þórðar- dóttir, framkvæmdastjóri Feröafélags íslands, en í maí gengst félagið fyrir námskeiði í meðferð GPS-staðsetning- artækja. „Það eiga margir orðið GPS-tæki og það er eftirspurn eftir námskeiðum á þau en okkur þykir alger forsenda að fólk kunni grunninn og þess vegna ætlum við að halda áttavitanámskeið á undan. Vð vitum að fólk er að fikta sig áfram á GPS-tækin, með bókina í hendinni, sem út af fyrir sig er ágætt, en hefur ekki grunnþekkingu og við vonum því að það skili sér á nám- Inga Rósa Þórðardóttir „Fólk vill fræöast og kunna það sem það er að gera enda fá menn miklu meira út úr hlutunum þannig.' skeiðið," segir Inga Rósa. Námskeiðin standa hvort um sig yfir í eina kvöldstund en leiðbeinend- ur eru frá íslenska alpaklúbbnum. Áttavitanámskeiðið er 2. maí en GPS- námskeiðið 15. maí. Þá má geta þess að 9. maí verður bakpokanámskeið Dagbjartar Gunn- arsdóttur endurtekið en hún ætlar að kenna þátttakendum að raða i bak- poka fyrir ferðalög. „Fyrra námskeið- ið yfirfylltist og það verður að gera eitthvað fyrir fólkið sem lenti á biðlistanum. Það er svo ánægjulegt að fólk vill fræðast og kunna það sem það er að gera enda er það miklu létt- ara og þannig fá menn miklu meira út úr hlutunum," segir Inga Rósa. -GAR Lukkulegir styrkþegar DVWND S Sjóvá-Almennar úthlutuðu átta styrkjum úr menningarsjóði sínum á miðvikudag. Samtals námu styrkim- ir 2.250 þúsund krónum og komu 250 þúsund í hlut hvers styrkþega utan Bjarka Sveinbjömssonar sem fékk 500 þúsund til rannsókna á íslenskri tónlist. Aðrir styrkþegar voru Helga Ingólfsdóttir vegna sumartónleika í Skálholtskirkju, Þórunn Sigurðar- dóttir vegna útgáfu 17. og 18. aldar erfi- og harmaljóða, Kvenfélagið Hringurinn vegna ritunar sögu sinn- ar, Guðrún Þórisdóttir eða Garún — vegna myndlistar á Ólafsfirði, Martha Emstsdóttir til undirbúnings ólymp- íuleikum, Ragna Sara Jónsdóttir vegna dansmyndarinnar Örsögur í Reykjavik og Nora Kornblueh vegna námsefhis fyrir lesblinda. Y f irbor ðsh j óna- bandserfiðleikar Hilmar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir Hveragerði: Opna skólann sinn í dag Aðstandendur Garðyrkjuskóla ríkisins hafa sem fyrr lagt mikið á sig til að gera opið hús að miklum viðburði. Hér minna þau á fimmtu- daginn, sumardaginn fyrsta, sem er í dag, en þá er opið hús hjá þeim fyrir austan. Þá gefst tækifæri til að skoða bananahúsið, pottaplönturn- ar og ýmsar nýjungar hjá skólan- um. DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR Bruce Willis og Michelle Pfeiffer saman í rómantískri gamanmynd, leikstjóri Rob Reiner sem meðal annars leikstýrði When Harry Met Sally. Þessi samsetning á ekki að geta klikkað. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. The Story of Us er misheppnuð kvikmynd þar sem við fylgjumst með hjóna- bandserfiðleikum millistéttarfólks sem þolir ekki hvað annað lengur. Eitthvað hafa stórstjömumar séð við þessa sögu sem kvikmyndin nær ekki að skila því ef það eru einhverjir leikarar sem geta valið úr bitastæðum hlutverkum þá eru það Willis og Pfeiffer. Eða þá að þau þau hafi séð i gegnum lapþunnt handritið og treyst á að Reiner gæti bjargað málimum. Reiner er samt engin trygging fyrir gæðum og það hefði Bruce WiÚis átt að vita því hann lék í North, sem Reiner leik- stýrði, og verður að telja hana enn verri kvikmynd en The Story of Us. Myndin gerist í sólinni í Suður- Kalifomíu og eins og vera ber þar Bruce Willis og Michelie Pfeiffer Tvær stórstjörnur sem hafa ekki erindi sem erfiði. sem ameríski draumurinn gerjast er allt eins og á að vera á yfirborðinu hjá hjónakomunum Ben og Katie. Þau eru i eftirsóknarverðum störf- um og eiga tvö börn, strák og stelpu. Samband hjónanna er samt ekki mjög kært þótt brosin séu stór og þegar þau eru búin að losa sig við krakkana í sumarbúðum flytur eig- inmaðurinn að heiman. Það er óþarfi að rekja yfirborðskenndan söguþráðinn meira, lesendur geta getið sér til um hvernig endirinn er og hafa örugglega rétt fyrir sér. Það má alltaf spyrja þegar svona fyrirfram formúla klikkar hvað fór úrskeiðis. I fljótu bragði sýnist sem Bmce Willis, Michelle Pfeiffer og Rob Reiner hafi farið í sumarfrí til að létta á stressinu og gera ekki neitt nema að skemmta sér og fá síðan milljónirnar sendar í pósti, slíkt er metnaðarleysið. Þegar haft er i huga að þetta er efni sem marg- ir leikstjórar hafa náð góðum ár- angri með, meðal annars Woody Allen, þá er maður mest hissa á því hvemig jafnreyndur leikstjóri og» Rob Reiner hefur getað klúðrað því* jafnrækilega. Leikstjóri Rob Reiner. Handrit: Alan Zweibel og Jessie Nelson. Kvikmynda- taka Michael Chapman. Tónlist: Eric Clapton og Michael Saiman. Aöalhlut- verk: Bruce Willis, Michelle Pfeiffer, Rob Reiner, Paul Reiser, Rita Wilson og Julie Hagerty. Hilmar KarlssonJT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.