Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 34
 + 34 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 47 * Helgarblað DV DV Helgarblað Feimni trúðurinn - Laddi talar um ferilinn í 30 ár, sambandið við föður sinn, börnin sín og Bakkus í Noregi spiluðu Faxar og A1 Bis- hop samt inn á eina hljómplötu en það var gert upp í gamla skuld Bis- hops og tekið upp heima í stofu hjá gömlum manni í Osló. „Þetta er eina platan þar sem ég hef spilað á trommur en ég er feg- inn að hún kom aldrei á markað á íslandi. Þegar ég varð að drífa mig heim því ég gat engan pening haft upp-þá lánaði trommuleikarinn sem leysti mig af mér pening fyrir far- inu heim.“ Hlæjandi leikmyndasmiðir Laddi var ekki af baki dottinn þrátt fyrir þetta. Hann fór að læra hús- gagnasmíði og komst að sem starfs- maður í leikmyndadeild Sjónvarpsins árið 1969. Halli bróðir hans var þar líka og þeir bræður létu eins og fifl allan daginn og hlátrasköllin bárust alltaf frá þeirra vinnusvæði um allt hús. Þetta leiddi til þess að Flosi Ólafsson fékk þá bræður til að leika i tveimur atriðum í áramótaskaupi 1970 og þar hefst ferillinn. „Við lékum í ýmsum skemmtiþátt- um í sjónvarpinu en síðan réð Egill Eðvarðsson okkur í þátt sem hét Kvöldstund í sjónvarpssal. Þar voru Gisli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjáns- son með sína Kaffibrúsakarla og þar kynntumst við. Ég var í hópnum sem samdi efni fyrir þá. Það var Gísli Rúnar sem kynnti okkur fyrir Spike Jones og grínsöng hans og það varð síðan til þess að við Halli klipptum saman atriði þar sem við „mæmuðum“ við lag eftir Spike. Þetta var flutt í skemmtiþætti og þótti svo sniðugt að upp úr því fórum við að fá beiðnir um að skemmta á þorra- blótum og árshátíðum." Hvaða fíflalæti eru þetta? „Ekki var atriði þeirra bræðra burðugt til að byrja með. Það sam- anstóð af þeim tveimur og einu seg- ulbandi með Spike Jones og síðan geifluðu þeir sig í takt við lag og söng. Þetta féll ekki alltaf í frjóa jörð hjá rosknum þorrablótsgestum. Ég man eftir gömlum manni sem stóð upp og spurði hvaða djöfuls fíflalæti þetta eiginlega væru.“ Þessi ár fæddu af sér Saxa lækni sem var fyrsta persónan sem Laddi skapaði og einnig fæddust þeir fé- lagar Eiríkur Fjalar og Þórður hús- vörður á þessum árum. Það var síð- an fyrir áeggjan Gunnars Þórðar- sonar og í samvinnu við Gísla Rún- ar Jónsson sem fyrsta plata þeirra bræðra, Látum sem ekkert C, varð til árið 1975. Það ár hætti Laddi að starfa hjá Sjónvarpinu og hefur síð- an starfað að því að skemmta fólki. „Ég býst við að það megi segja að „Það fylgir þessu starfi að maður er alltaf að gefa af sér en fœr oftast aldrei neitt til baka aft- ur. Þetta getur fyllt manni þynglyndi og það hafa komið þœr stundir á ferlinum sem ég hef orðið óskaplega þreyttur á sálinni. “ Gísli Rúnar og Spike Jones hafi ver- ið mínir helstu áhrifavaldar." Þessu fylgdi frægð af stærri gráðu en Laddi hafði áður kynnst. Hvern- ig gekk honum að höndla hana? Frægðin er góð og slæm Var óþægilegt að vera frægur á ís- landi á þessum árum? „Mér fannst það bæði gott og slæmt. Stundum pirraði það mig óskaplega en samt naut ég þess á viss- an hátt. Mér fannst ég fá þarna viður- kenningu sem ég hafði í raun lengi þráð. En þessu fylgdi mikið ónæði og um tíma var ég alls ekki skráður í símaskrá því fólk hringdi stöðugt nótt og dag. í dag er ég í símaskránni því það er svo miklu auðveldara að verja sig fyrir þessu nú tO dags.“ Leitaði að pabba Laddi er yngstur fjögurra albræðra í níu systkina hópi. Þegar hann var þriggja ára skildu foreldrar hans og Laddi og Hermóður ólust upp hjá móður sinni í Hafnarfirði en Harald- ur og Valgarður fóru í fóstur til afa og ömmu í Miðey í Landeyjum en þar var Laddi iðulega á sumrin. Hann kynntist því aldrei fóður sínum að ráði fyrr en á fullorðinsárum en faðir hans var Sigurður Haraldsson, róm- aður hestamaður og ræktandi, oftast kenndur við Kirkjubæ á Rangárvöll- um. „Ég var alla mína æsku að leita að honum. Það var fátækt og óregla á heimilinu og það var sárt að eiga ekki pabba. Mér var strítt á því af öðrum börnum. Ég var fikinn í tónlist og sat löngum stundum og hlustaði á útvarp- ið og kunni öll lög og texta. Svo hélt ég sýningar fyrir mömmu þar sem ég dansaði uppi á stofuborðinu, söng og fiflaðist. Ég gat alltaf komið mömmu til að hlæja og hún sagði að ég yrði áreiðanlega góður dansari." Gleymi því hrósi aldrel Laddi var á sumrin austur í Miðey hjá afa og ömmu en kynntist fóður sínum aldrei þar. „Hann leitaði svolítið til okkar þeg- ar hann fór að eldast og breytast. Þó hann segði það eiginlega aldrei sjálfur þá vissi ég að hann var stoltur af okk- ur og fylgdist með ferli okkar. Við buðum honum einu sinni á sýningu hjá okkur á Hótel Sögu og það er eina skiptið sem ég vissi til að hann mætti á skemmtun hjá okkur. Þá kom hann og hrósaði okkur fyrir frammistöðuna og því hrósi gleymi ég aldrei. Þannig sættist ég við hann að lokum þótt ég væri lengi beiskur yftr því hve hann var fjarlægur þegar ég var barn. Ég varð líka stoltur af því hve honum gekk vel á sínu sviði sem var hrossa- ræktin." Laddi sver sig í ættina að því leyti að hann hefur fengist við að halda hross og átti meðal annars Kirkjubæ- ing sem hann seldi bróður sínum sem býr á fóðurleifðinni í Kirkjubæ en Laddi segist ekki hafa tíma til að halda hross um þessar mundir. Auðvelt að tæma tankana Þrjátíu ára ferill Ladda spannar grín, eftirhermur, leikrit, lagasmíðar en hann hefur samið um 100 lög, hljómplötur, leik í auglýsingum, kvik- myndum, leikritum og talsetningar án þess að listinn sé tæmdur. Hann hefur alltaf leikið grínhlutverk í kvikmynd- um með einni undantekningu en það var í sjónvarpsleikriti eftir Hrafn Gunnlaugsson sem hét: Hver er sinn- ar gæfu smiður. „Hrafn var sannfærður um að ég væri dramatískur leikari," segir Laddi og glottir hárfínt. Margir þekkja að bilið milli hláturs og gráts er oft stutt og trúðurinn sem kemur okkur til að hlæja hvað inni- legast getur sjálfur verið með grátstaf- inn í kverkunum án þess að við sjáum það. Hefur leiði eða þreyta aldrei sótt á háðfuglinn og grínarann? „Það fylgir þessu starfi að maður er alltaf að gefa af sér en fær oftast aldrei neitt til baka aftur. Þetta getur fyllt manni þynglyndi og það hafa komið þær stundir á ferlinum sem ég hef orðið óskaplega þreyttur á sálinni og spurt mig af hverju ég geti ekki bara stundað venjulega vinnu og mætt frá níu til fimm á skrifstofuna. En ég hristi þetta af mér aftur þvi það er svo skemmtilegt að skemmta fólki.“ Á skólabekk í LA Laddi er einn þriggja félagsmanna í Félagi íslenskra leikara sem ekki hef- ur hefðbundna leikaramenntun. Hinir eru Egill Ólafsson og Magnús Ólafs- son (ekki bræður). TO þess að verða gjaldgengur í félagið fór Laddi til Uni- versity of California í Los Angeles og lærði leiklist þar heilan vetur. Þetta var árið 1982 og hvað skyldi nú grín- ari með 12 ára starfsreynslu hafa lært í amerískum leiklistarskóla? „Ekki nokkurn skapaðan hlut ann- an en þann að maður á að beita sig aga og æfa mikið til að vera góður. Ég var ekki nógu vel heima í málinu, al- veg grútfeiminn og ómögulegur og engan veginn fær í þá spunavinnu sem þarna var stunduð. Ég fór einu sinni upp á svið og flutti þá atriði úr kvikmyndinni Dagar víns og rósa sem Jack Lemmon gerði fræga. Ég klúðraði því algerlega og eyði- lagði þetta fína númer alveg fyrir stelpunni sem lék á móti mér. En þetta var góð reynsla í heildina og gaf mér spark í rassinn og svo auðvitað komst ég inn í félagið þegar ég kom heim og það var fyrir mér langþráð viðurkenning á því að ég væri at- vinnumaður, viðurkenndur leikari." Árið á barnum Hitt hliðarsporið sem Laddi tók var þegar hann ásamt Sigríði Thoraren- sen eiginkonu sinni keypti krá við Ingólfsstræti fyrir fáum árum sem hét Sir Oliver. Þau hjónin ráku staðinn í eitt og hálft ár og Laddi segist hafa verið reynslunni ríkari en fátækari að peningum eftir það. Þórhallur Sigurðsson er frekar yf- irlætislaust og dagfarsprútt nafn sem gæti vel hæft húsgagnasmið. Þórhall- ur Sigurðsson er 53 ára leikari sem ætlaði að verða húsgagnasmiður og sér alltaf svolítið eftir því að hafa ekki lokið því námi en hann var kominn talsvert áleiðis með það. Þór- hallur Sigurðsson er Laddi, leikari og grinari sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allt per- sónugalleríið sem hann hefur skapað á 30 ára ferli sem skemmtikraftur en nöfn eins og Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Þórður húsvörður, Skúli raf- virki, Magnús bóndi, Stefán á Úti- stöðum og Skrámur eru kumpánar sem flestir Islendingar kannast við. Um þessar mundir er Laddi með skemmtidagskrá í Bíóborginni undir heitinu Laddi 2000 þar sem flestir þessir karakterar skjóta upp kollin- um en Laddi skemmtir einnig sjálfur með hefðbundnu uppistandi sem verður stöðugt stærri þáttur af hon- um sem skemmtikrafti. „Mér finnst það skemmtilegast að vera ég sjálfur. Þessar persónur sem ég hef skapað eru ágætar en mér fmnst að ég geti þróað mitt eigið efni í dag án þess að skýla mér bak við einhverjar figúrur. Það er stutt síðan Lacldi er stööugt að þróa skemmtiefni sitt og er smátt og smátt að losa sig við fígúrurnar og gera meira af þvi að vera hann sjálfur. ég áttaði mig á því að ég gæti verið án þeirra. En þeir eru góðir, blessað- ir, samt.“ 30 ára afmælisdagskráin í Bíóborg- inni skiptist í tvennt þar sem hinir gamalkunnugu karakterar ríða hús- um fyrir hlé meðan beðið er eftir Ladda sem gengur illa að finna húsið en leitinni er lýst í stuttmynd sem er sýnd í hlutum. Fimm manna hljóm- sveit leikur undir fyrir Ladda og hinn gamalkunna HaÚa bróður hans eða Harald Sigurðsson sem kemur nokkuð við sögu í fyrri hlutanum. Faxarnir fæðast Ferill Ladda sem skemmtikrafts byrjaði nokkuð brösulega. Árið 1965 varð hljómsveitin Faxar til austur á Seyðisfirði og þar sat Laddi við trommur og var aðalsöngvarinn í bandinu. „Ég átti að vera gítarleikari en kunni bara þrjá hljóma. Bjarni Har- aldsson vinur minn átti að vera trommari en um svipað leyti og það komst upp hvað ég kunni lítið á gít- arinn hætti hann við að vera með. Þá settist ég við trommurnar þó ég hefði aldrei reynt að spila á tromm- ur áður og söng allt sem var á prógramminu." Hljómsveitin var nefnd eftir bát sem hét Faxi en einnig átti að felast í nafninu tilvísun í síða hárið sem var að ryðja sér til rúms. Faxar urðu harla vinsælir og fóru víða um land og spiluðu við miklar vinsæld- ir og fljótlega var Halli bróðir Ladda kominn um borð til að aðstoða bróð- ur sinn við sönginn. „Hann kom á ball á Egilsstöðum með okkur og stökk upp á svið og tók einhver lög. Ég var dauðfeginn að fá hann því það var brjálað að gera við að tromma og syngja." Heimsfrægðin í Noregi Faxarnir fengu lítinn skammt af heimsfrægð þegar A1 nokkur Bishop söngvari fékk þá til liðs við sig og ferðaðist með þeim um allan Noreg. A1 hafði komið til íslands sem einn af Deep River Boys, sem var amerískur kvartett sem söng negrasálma, en ílentist á íslandi og raulaði á Hótel Borg. „Við fórum um þveran og endilang- an Noreg og það var æði skrautlegt ferðalag á köflum. Við vorum með bíl- stjóra sem vann stöðugt gegn okkur, söngkonur sem varð sundurorða svo varð að reka aðra þeirra og fengum aldrei borgaða krónu fyrir enda kom í ljós að Bishop kallinn var stórskuld- ugur hvar sem hann kom.“ Þórhallur Sigurösson leikari Hann ætlaði að verða húsgagna- smiður en varð vinsælasti skemmti- kraftur þjóðarinnar og hefur halcliö okkur hlæjandi i 30 ár. „Mig hafði langað til að reyna fyrir mér i eigin atvinnurekstri og var þá aðallega að hugsa um veitingastað fyr- ir sælkera. Svo bauðst þetta og við ákváðum að slá til. Þetta var gríðarleg vinna og hefst ekki nema maður standi sjálfur yfir þessu dag og nótt og ég var alltaf að skemmta svo þetta gekk ekki vel og við töpuðum pening- um á þessu. En það er grunnt á svona ævintýramennsku í mér og nú er ég að fást við að kynna sumarhús á Spáni fyrir Islendinga." Best að gæta sín á Bakkusi Margir myndu segja að það að eiga bar væri draumur allra fyllibyttna og Laddi hefur lengi starfað í veröld þar sem áfengi er mikið haft um hönd. Hvernig hefur sambúðin við Bakkus konung gengið hjá honum? „Það hefur gengið á ýmsu. Ég hef í meira en 30 ár starfað í heimi þar sem Bakkus karlinn er tíður gestur, sér- staklega átti þetta við um tónlistina þar sem Bakkus var aldrei langt und- an. I dag reyni ég að halda mig á strik- inu og tel að Bakkus sé mér ekki til trafala. Ég hef ekki farið í meðferð og nota áfengi en læt það ekki trufla mig og mína vinnu. í því sambandi er mikilvægt að láta starfið ekki ganga of nærri sér og fá góða slökun. Ég á góða konu sem hjálpar mér við þetta." Að gera ekki sömu mistökin Laddi á þrjá syni frá fyrra hjóna- bandi og þó enginn þeirra hafi fetað beinlínis í fótspor hans er sá elsti, Marteinn, þátttakandi í sýningunni í Bíóborginni þar sem hann leikur Saxa lækni. Sá í miðið hefur einnig unnið i leikhúsi og reyndi við Leik- „Mér fannst það bœði gott og slœmt. Stundum pirraði það mig óskap- lega en samt naut ég þess á vissan hátt. Mér fannst ég fá þama viðurkenn- ingu sem ég hafði í raun lengi þráð. “ listarskólann en komst ekki inn. En hefur þú reynt að vera nálægari í upp- vexti þeirra en faðir þinn var í æsku þinni? „Þegar þeir eldri voru litlir var ég mikið að skemmta og óskaplega upp- tekinn af sjálfum mér og því sem ég var að gera og sinnti þeim ekki eins og skyldi. Ég hef síðan reynt að styðja þá og reynt að gera ekki sömu mistök- in og ég upplifði. Ég hef reynt að hvetja þá til að ljúka námi þvi ég þekki vel að það er mikilvægt að hafa starfsréttindi í einhverri grein.“ Laddi segist vera sáttur við lífið og ferilinn. Hann hefur dvalið af og til á Spáni við fararstjórn og fleira og seg- ir að draumurinn sé að flytja þangað að hluta til og hafa vetursetu í hlýrra loftslagi. „En það gengur hægt þvi það er mest að gera á veturnar við aö - skemmta hérna heima." En hefur hann eitthvað breyst frá því að hann lék Saxa lækni í fyrsta sinn. Er hann enn sami æringinn? „Á sviðinu er ég það en almennt held ég að ég sé rólegri og afslappaðri, Mér finnst ég vera kominn á beinu brautina í lífinu." -PÁÁV 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.