Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 DV Skoðun Skoðanir annarra Fáir þora að vona „Bill Clinton forseti hefur sett stefnuna á nýjan leiðtogafund en vonar samtímis að stefna hafi verið sett fyrir þá leiðtoga sem hann yfir- gaf í Camp David, það er Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Mjög fáir þora þó að vona aö sendinefndunum tveimur takist tak- ist að ná endanlegu samkomulagi. Jaftivel fremur traust fréttabann hefur ekki komið i veg fyrir að svart- sýnisspár hafi lek- ið út frá Camp David. Það verður hlutverk Madel- eine Albright ut- anrikisráðherra að styðja leiðtog- ana þar til Clinton kemur frá G8- fundinum á Okinawa. En jafhvel þó að þeim takist að halda út er ekki vist að þeir komi í mark í þessari umferð friðarviðræönanna. Senni- legast verður þörf á nýjum fundalot- um. En vonimar era bundnar við það sem Clinton sagði í gær: Það hef- ur náðst árangur og hvorugur þátt- takenda viil gefast upp.“ Úr forystugrein Aftonbladet 20. júlí. Litlu landi ógnað „Stjórn Svart- fjallalands hefur undanfarna daga hvatt stjórnarand- stöðuna, sem styð- ur Milosevic Júgóslaviuforseta, til viðræðna til að sneiða hjá blóðsúthellingum í ríkinu. Samtím- is hefur forseti Svartfjallalands, Djukanovic, lýst yfir vilja til að ræða við Milosevic. Djukanovic á ekki von á að árangur verði af við- ræðunum en hann reynir að vinna tíma í deilunni milli ríkjanna tveggja sem eftir eru í júgóslav- neska ríkjasambandinu eftir að Milosevic breytti stjórnarskrá Júgóslavíu svo að hann gæti setið áfram við völd. Vesturlönd hafa veitt Djukanovic svo mikinn stuðn- ing að Milosevic hefur hikað við að reyna valdarán með herafli. En Milosevic hefur mörg önnur verk- færi gegn Svartfjallalandi. Hann nýtur einnig nægs stuðnings í Svartfjallalandi til þess að skapa nóg öngþveiti til að geta fullyrt að Svartfellingar hafi sjálfir hafið stríðið þegar hann er reiðubúinn. Þrýst er á Djukanovic að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiöslu um sjálfstæði. Vesturlönd ráða honum frá því af ótta við nýtt stríð á Balkanskaga. Sé hætta á slíku er það ekki síst vegna hiks Vestur- landa. NATO hefur varað Milosevic við hemaðaraðgerðum gegn Svart- fjallalandi en landið hefur ekki fengið neina tryggingu fyrir öryggi veröi strið.“ Úr forystugrein Politiken 18. júlí. Konur brenna út „Á undanfomum ámm hafa sænskir launþegar orðið æ veikari. Verst er ástandið hjá konum. Fleiri konur tilkynna um vinnuskaða en karlar. Þriðja hver kona er með bakverk i hverri viku. Fjórum af hverjum tíu konum og rúmlega þremur af hverjum tíu körlum finnst þau vera þreytt og duglaus. Myndin af útbrunninni mann- eskju er oft af karli: framkvæmda- stjóra sem vinnur tvöfaldan vinnu- dag, ferðast um allan heiminn og rekur sig skyndilega á vegg. En út- brunna manneskjan er oftar kona sem starfar hjá hinu opinbera. Nið- urskurður undanfarinna ára innan heilbrigðiskerfisins og menntakerf- isins hefur aukið vinnubyrði henn- ar. Konan ber mesta ábyrgð á böm- unum og heimilinu og lifir við fjár- hagslegan spennu. Duga peningam- ir í þessum mánuði? Þessa konu verða stjórnmálamenn að sjá.“ Úr forystugrein Aftonbladet 20. júlí. Góöur punktur vestur á fjörðum hvar hjónin eyddu sumarfríi sínu í að hlúa að koti nokkm sem þeim hafði áskotnast. Sjálfur hafði hann tekið rækilega tU hendinni og málað aUt að utan. Meðal annars hjaU einn ágætan sem stóð við hlið sumarhússins. Það hafði reynst honum erfiðara en orð fá lýst að komast upp snarbratt þak smáhýsisins hvar hann kom Reynir Traustason blaöamaöur niður á bílastæðiö þar sem hann beinbrotnaði. Þessi athyglisverða frétt um fasteign á hjólum og svíf- andi Svía hafði einhvem veginn brennt sig inn í vitund hans. Þegar hann málaði þök eftir þetta hafði hann þá reglu að fara afspymu var- lega og binda ekki stigann í fjöl- skyldubUinn. Daginn sem eigin- kona hans tU áratuga fékk punkt- ana var hann að mála þakið á hjaU- inum kastaníubrúnt. Það hafði tek- ið hann á aðra klukkustund að komast upp og í þá stöðu að geta byrjaö að mála. Þar sem komið var undir hádegi uppgötvaði hann að málningin dygði ekki. HcUin hróp- aði á konu sina sem var skammt undan að mála glugga. Hann sagði henni sem var að málningin væri senn á þrotum og ekki gott fyrir hann að fara niður. Einfaldast væri að hún skutlaðist 25 kUómetra leið í málningarbúðina. Hún tók erindi hans af stakri ljúfmennsku og eftir bifreiðin renndi í hlað með ívið minni látum en við brottfórina. Kona hans vippaði sér út úr bílnum og hurðaskeUurinn lofaði ekki góðu. Hann sá strax á reiðisvip hennar að best væri að halda sér sem fastast í mæninn og bíða þess er verða vUdi. „Þetta er dýr máln- ing,“ hvæsti hún þar sem hjónin náðu augnsambandi. Hann sagði ekkert og þar sem hún sveiflaði poka sem hún hélt á í hægri hendi og kastaði upp tU hans fraus hann eitt andartak skíthræddur um að fá málningardós í hausinn og detta niður af þakinu eins og Svíinn forð- um. Á sekúndubroti herti hann upp hugann og náði að grípa pokann og halda jafnvægi. Hún hélt áfram ræðu sinni og ekki fór á miUi mála hver átti sök. „Lögreglan stöðvaði mig á Skutulsfjarðarbrautinni. Ég fæ 8000 króna sekt og tvo punkta,“ sagði hún með þjósti og snerist á hæli og hvarf inn i kotið. Þessi sól- hjá þér,“ bætti hann við og ákvað að hægja ferðina. í þeim töluðum orðum sá hann skerandi blá leiftur- Ijós bera við húnvetnskt landslag. Korvettann snarhægði ferðina og lögreglumaður steig út úr bU sínum og benti honum að stöðva aftan við lögreglubUinn. Eftirfylgjan steig á hemlana um leið og hann brosti tU konu sinnar. „Sjáðu bara...,“ byrj- aði hann en þagnaði þegar hann sá að lögreglumaðurinn benti honum að stöðva. „Hvem fjandann vilja þeir mér eiginiega? Ekki taka þeir fleiri en einn í einu,“ sagði hann við konu sína og lagði aftan við bláa bUinn og skrúfaði niður rúð- una. „Þú mældist á 123 kUómetra hraða,“ sagði löggan og bætti við að sektin yrði lægri og punktamir færri ef hann borgaði strax með Visa. Þar sem hann játaði sekt sína sá hann út undan sér að konan glotti. ardagur vestur á fjörðum hafði á stundum orðiö honum efni tU mein- legra athugasemda og hann var óspar á að segja henni hver væri með hreinan ferU á heimUinu og hver ekki. Óvinir ökufanta Þó óku þegjandi fram hjá Blöndu- ósi og hann skynjaði að betra væri að tala ekkert um punkta. Á þessu áhrifasvæði helstu óvina ökuníð- inga og ökufanta ákvað hann að halda fræðsluerindi um það hvem- ig ætti að forðast löggxma. „Ég finn lykt af lögreglu í kílómetrafjar- lægð,“ sagði hann tU að brjóta þögnina. Engin viðbrögð komu úr hægra framsætinu og hann hélt áfram. „Galdurinn er líka sá að finna einhvem graðan og halda sig fyrir aftan hann. Löggan gómar hann en maður sleppur sjálfur," sagði hann í sömu svifum og blá Korvetta skaust fram úr honum þar sem hann var enn á 102 kUómetra hraða. Hann jók hraðann og fylgdi á hæla Korvettunnar. Hraðamælir- inn steig og konan fékk málið aftur. „Er ekki betra að fara hægar og komast á leiðarenda," sagði hún og hljómaði eins og tryggingaauglýs- ing. „Góður punktur," svaraði hcmn og dauðsá eftir að hafa minnst á punkt. „Jú, þetta er rétt að hann áætlaði að það vantaði svo mikið sem einn lítra renndi hún úr hlaði. Dýr málning Áfram hélt málningarvinnan á snarbröttu þakinu og sóttist verkið vel. Það stóð á endum að þegar kon- an kom var málningin búin. Hún kleif upp stigann og rétt honum lítradós af málningu auk þess að segja honum blíðlega að fara sér ekki að voða. Það leið ekki langur tími áður en hann uppgötvaði að lítrinn dygði ekki á þann hluta þaksins sem eftir var. Konan var enn að mála glugga á jörðu niðri og hann ákvað að styrkja stöðu sína örlítið og kaUaði tU hennar og spurði hvort hún væri tU i að rétta sér hina dósina. Henni virtist bregða og pensillinn rann af glugga- karminum út á rúðuna. Það var engin „hin dós“ þar sem hann hefði sjálfur beðið um einn lítra. Hann maldaði í móinn og benti henni á að það væri ekki mikið mál að renna eftir annarri dós. „Svona svipað og aka úr Grafarvoginum og niður í bæ,“ sagði hann við þung- búna konuna sem henti frá sér penslinum og settist upp í bUinn með tilheyrandi hurðaskeUi. Síðan ók hún á brott í rykmekki en hann sat á mæninum með hálfgert sam- viskubit sem þó hvarf umsvifalaust í allri vinnugleðinni. Það leið ekki langur tími þar tU hann sá tU botns í málningardósinni og enn stóð á „Þú verður að minnka hraðann, maður. Við erum að koma í Húna- vatnssýslu þar sem lögga er á hverju strái,“ sagði konan í þeim tóni að ekki varð misskUið þar sem ekið var á góðu skriði austur Húna- þing. Konan bar ábyrgð á því að fjölskyldan hefði nóg að bíta og brenna og því vUdi hún síst horfa upp á glottandi Blönduósslöggu með sektarmiða. Hraðamælirinn sýndi 108 kUómetra hraða sem var svo sem ekkert sérstakt á heims- visu en þónokkuð að mati sýslu- mannsins á Blönduósi. Hann hægði ferðina niður í 102 kUómetra á klukkustund og leit á eiginkonu sína og sagði: „Þú ættir nú kannski ekki mikið að tala um hraðakstur. Þú veist væntanlega að ég er ekki með einn einasta punkt á meðan þín ökuferilsskrá ber merki hraðaksturs." Hún svaraði glósum mannsins í engu en horfði þegjandi og með samanbitnar varir fram á malbikið. Hann fékk ekki færi á að rifja upp dagftm sem konan fékk punktana og nokkur þúsund krónur i sekt. Þar sem hjónin óku á hóflegum hraða austur sýsluna rifjaði öku- maðurinn upp í huga sér þá at- hurðarás sem varð til þess að kon- an, sem horfði þögul fram á veginn, fékk punkta. Svífandi Svíi Það gerðist einn sól- bjartan sumardag „Þetta er dýr málning, “ hvœsti hún þar sem þau hjónin náðu augnsam- bandi. Hann sagði ekkert og þar sem hún sveiflaði poka sem hún hélt á í hœgri hendi og kastaði upp til hans fraus hann eitt andartak skíthrœdd- ur um að fá málningar- dós í hausinn. sér fyrir á mæninum bundinn á tvo vegu í öryggisskyni. Einhvem tím- ann hafði hann lesið í dagblaði frétt um Svia nokkum sem málaði þakið á húsi sínu.Sá var með stiga sem lá á þakinu. Stiginn var bundinn þannig að kaðallinn lá yfir mæninn og niður á bílastæðið þar sem hann var bundinn í stuðara Volvóbifreið- ar fjölskyldunnar. Þar sem Svíinn taldi sig vera í hámarksöryggi flat- magandi í rigbundnum stiganum fann kona hans hvöt hjá sér til að skreppa út í búð. Hún ákvað að aka þetta spölkom og það var ekki fyrr en hún var búin að bakka nokkra metra að hún upp- götvaði að maður hennar kom svífandi á eftir bíln- um. Yfir mæninn og nokkra metra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.