Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V Myndbandagagnrýni Kevin Smith: Dogma *** @ Guðlast eða góð- látlegt grín? Kevin Smith ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fjórðu mynd sinni, Dogma, þar sem hann leikur sér með kennisetningar kaþ- ólsku kirkjunnar, sem hafði ekki húmor fyrir uppátækinu, og hefur myndin valdið miklu fjaðrafoki vestra. Myndin segir frá síðasta núlif- andi ættingja Jesú, henni Bethany, sem vinnur á fóstureyðingastöð. Henni birtist engiU sem felur henni það verkefni að stöðva tvo fallna engla sem eru að reyna að komast aftur inn í himnaríki (og eyða sköp- unarverkinu í leiðinni). Hún fær að- stoð hjá svertingjanum Rufus (þrett- ándi lærisveinn Krists) og tveimur spámönnum, þeim Jay og Silent Bob, en föllnu englamir fá einnig aðstoð frá djöfli nokkrum og undir- sátum hans. Eins og við er að búast af Kevin Smith er myndin full af skemmtileg- um hugmyndum og hann virðist hafa einstaklega gaman af að snúa út úr kennisetningum kaþólskunn- ar á all-ósvífinn hátt. Hann býr til ansi fyndna og skemmtilega mynd en það fór nokkuð í taugamar á mér hvemig hann upplýsti sögufléttumar jafnan með því að láta persónumar út- skýra þær hver fyrir annarri. Kevin Smith getur gert betur en maður er alltaf þakklátur fyrir myndir sem rísa upp úr meðalmennsku amerísku fjöldaframleiðslunnar -PJ Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kevin Smith. Aóalhlutverk: Linda Fiorentino, Ben Affleck, Matt Damon, Chris Rock, Jason Mewes, Kevin Smith, Salma Hayek og Alan Rickman. Bandarísk, 1999. Lengd: 128 mín. Bönnuð innan 16 ára. Afsprengi tölvuleikja og teiknimynda Leikstjórhm Kevin Smith er einn af þeim athyglisverðustu sem komu fram á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Hann ólst upp við teiknimyndasögur, tölvuleiki, íshokkí, búðaklasaráp og Star Wars og myndir hans bera þess merki. Þær era misalvarlegar kómedí- ur, uppfullar af pælingum um hugðar- efni hans og oftar en ekki eru sam- skipti kynjanna i brennideph þótt þau hafi vikið fyrir trúarlegum pælingum í nýjustu mynd hans, Dogma. Kvikmynd í kjörbúðinni Kevin Smith er borinn og bamfædd- ur í New Jersey. Eftir tvær misheppn- aðar tilraunir til skólagöngu, fyrst við ritsmíðar og síðan í kvikmyndafræð- um, sneri hann heim og fór að vinna sem afgreiðslumaður í kjörbúð. Hugur hans stefndi þó annað og hann hóf undirbúning að ódýrri kvikmynd í samvinnu með fyrrum skólafélaga sín- um. Þeim tókst að nurla saman 27.000 dollurum með lánum frá foreldrum sínum, skuldasöfnun á kreditkortum og sölu á hjartfólgnu teiknimynda- blaðasafhi Kevins Smiths. Hann fékk að taka myndina í búð- inni sem hann vann í og kláraði verk- ið á þremur vikum. Á daginn afgreiddi hann viðskiptavini og á kvöldin leik- stýrði hann myndinni sinni sem hann byggði á eigin reynslu af afgreiðslu- störfum. Clerks var fyrst sýnd á Sund- ance-kvikmyndahátíðinni 1994, sló í gegn og samningar náðust við Miramax um að dreifa henni í kvik- myndahús. Á endanum tók myndin inn margfalt meira en hún kostaði. Dýfa og uppsveifla Kevin Smith skellti sér strax í næstu mynd, Mallrats (1995), aðra Chasing Amy Lokamyndin í New Jersey-tríólógíunni. myndina í New Jersey trílógíu leik- stjórans, um tvo unga menn sem gera allt vitlaust í búðaklasa hverfisins eft- ir að kærastur þeirra segja þeim upp, en myndin á víst að gerast daginn á undan Clerks. Þrátt fyrir að bjóða upp á flest það sem Clerks bauð upp á fékk hún litla aðsókn og lélega dóma hjá gagnrýnendum sem virtust taka henni sem hverri annarri unglingamynd. Kevin Smith gekk svo langt að biðjast opinberlega afsökunar á henni en per- sónulega fannst mér hún þræl- skemmtileg og betri en næsta mynd hans en flestir gagnrýnendur era mér algjörlega ósammála. Chasing Amy (1997), lokamyndin í New Jersey trílógíunni, er þó kannski þroskaðasta verk leikstjórans og gagn- rýnendur bókstaflega elskuðu mynd- ina sem fjallaði um teiknimyndasagna- höfund (Ben Affleck) sem verður ást- fanginn af lesbíu. Það var alvarlegri tónn í myndinni en fyrri myndum hans og hann hélt aftur af sér í grin- inu. Athyglisverðar lifsspekipælingar fyrirfmnast í öllum myndum hans en þegar hann hefur hemil á gríninu eiga nærsýnir gagnrýnendur auðveldara með að meðtaka þessar pælingar. Kevin Smith náði alla vega að sanna sig sem marktækur leikstjóri. Jay og Silent Bob Orðspor hans gerði honum fært að eyða slatta af peningum og fá stóran Angelina Jolie: Heitasta kvenstjarna Hollywood í dag Það er varla hægt að fletta blaði í dag nema minnst sé á Angelinu Jolie. Hún er brennheit eins og sagt er. Nýustu fréttir eru þær að hún muni leika Lara Croft í Tomb Raider, mynd er gerð er eftir mjög vinsælum tölvuleik. Einnig er hún í kvikmyndahúsum borgarinnar í Gone in 60 Seconds. Þrátt fyrir allt þetta er stúlkan ekki nema 25 ára. Hún náði þeim merkisaldri þann 4. júní. Af frægu fólki komln Hún er engan vegin ókunn Hollywood, stúlkan, þó við áhorf- endur höfum ekki fylgst með henni í fjölda ára. Faðir hennar er enginn annar en Jon Voigt sem er nú kom- inn i flokk Islandsvina og móðir hennar er Marcheline Bertrand. Angelina á einu sinni að hafa látið þess getið við pabba sinn að hann væri nú frábær leikari en mun betri faðir. Sagt er að hún hafi erft varir fóður síns og sé velgengni hennar í dagþeim að þakka, ja ásamt öðrum eiginleikum, skulum við vona. Angelina er fædd og uppalin í kvikmyndaborginni Los Angeles. Hún hefur þó ekki fest sig 100% við borgina því t.a.m. þegar hún fór í háskóla valdi hún sér og fékk inn- göngu í New York háskóla með kvikmyndir sem aðalfag. Villt stelpa Hún er þekkt fyrir að vera kraft- mikill eldhugi og gera hlutina svo nær gangi öfgum. dæmi má nefna að þegar hún gift- ist fyrri eig- inmanni sínum, Johnny Lee Mffl- er, var hún í hvitri skyrtu sem hún hafði málað nafn eigin- manns- ins á með eigin blóði yfir Sem bakið. Einnig hefur hún látið tattóvera stafinn H á innan- verðan vinstri úlnlið sinn. H-ið stendur fyrir þær tvær manneskjur sem hún þekkir, sem hafa staðið henni næst og hafa H í nafni sínu; bróður hennar James Haven og fyrr- ver- andi manns Johnny Lee Mffler. Annars hefur hún fjölmörg önnur tattó. Mikið hefur verið látið af sérlega nánu sambandi Angelinu og bróður hennar, James. Margir hafa talið að samband þeirra færi út fyrir öU systkinamörk. Þau þurftu að koma opinberlega fram, sérstaklega, til að deyða niður þann orðróm að þau stæðu í kynferðislegu sambandi. Svona er frægðin. En stundum er það svona orðrómur sem gerir fólk einmitt eftirminnilegra en það var. Því er spum hvort öfgar Angelinu eigi við ímynd hennar eða hana sjálfa. Kemur á óvart Hún getur leikið, stúlkan. Það fer varla fram hjá fólki. Þó það hjálpi stundum aö eiga þekkta að dugir það ekki eitt og sér nema e.t.v. pabb- inn beri Spelling-nafnið. Angelina hefur haft tækifæri til að leika ólík hlutverk og getað sýnt að eitthvað er i hana spunnið sem leikkonu. Ásamt áðurnefndum myndum er hægt að sjá hana í Girl, Interruped, þeu sem hún vann til óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Svo lék hún átta- vfflt módel í Gia. Sjálf þekkir Angel- ina módelstarfið til hlítar þar sem hún vann nokkurn tíma við það auk þess sem hún lék i tónlistarmynd- böndum. Hvað svo sem öðru líður er þetta stelpa sem gaman er að fylgjast með. Guðrún Guðmundsdóttir hóp af stjömum í næstu mynd sína, Dogma (1999), þar sem hann yfirgaf New Jersey og pælingar um mannleg samskipti og sneri sér að ævintýraleg- um pælingum um trúmál. Dogma er langdýrasta myndin hans og þótt hún hafi ekki hlotið jafneinróma lof og Chasing Amy náði hún til fleiri áhorf- enda og treysti stöðu hans sem einn af helstu ungu leikstjórunum í Banda- ríkjunum. Kevin Smith er einnig eigandi teiknimyndasagnabúðarinnar Jay and Silent Bob’s Secret Stash í New Jersey og gefur einnig út teiknimyndasögur. Jay og Silent Bob era fastar aukaper- sónur í myndum kappans, komu lítil- lega við sögu í Clerks og Chasing Amy en vora mjög áberandi í Mallrats og Dogma. Kevin Smith leikur sjálfúr þögla helminginn af þessum dúett. Ekki heíúr enn verið tilkynnt um næsta verkefni leikstjórans en í lokin á Dogma lofar hann því að Jay og Si- lent Bob muni snúa aftur í Clerks II. Pétur Jónasson Myndband 9HSN The Insider ★★★Á ÍMr, Tó- baks- iðnaðurinn og völdin bak við milljarðana Sígarettur era og hafa alltaf verið skaðlegar. Nú í dag finnst öllum þetta augljóst og auðvitað mál. Það sem hins vegar er verið að þræta um núna í fjöl- mörgum réttarsölum í Bandaríkjunum er hvenær tóbaksframleiðendumn- vissu af því að sigarettur væra skað- legar og/eða hvort þeir gerðu eitthvað til að þær yrðu skaðlegri. Dr. Wigand er visindamaður sem nýverið hefúr verið sagt upp starfi sínu hjá þekktu tóbaksfyrirtæki, ein- um af risunum sjö í tóbaksiðnaðinum. í starfi sínu kemst hann ekki hjá því að vita allt er viðkemur framleiðslu sí- garettna og efnainnihalds þeirra. Dr. Wigand misbýður það gróflega athæfi sem framkvæmt er innan iðnaðarins og telur það sitt hlutverk að reyna að gera sígarettur skaðlausari en ekki skaðlegri. Sökum ágreinings síns og forstjóra fyrirtækisins sem hann vinn- ur hjá er honum sagt upp. Reyndar era honum gefnar upp aðrar skýringar en engan veginn nægar. Hann er ekki sáttur við gang mála og leikurinn æs- ist er Lowell Bergmann, fréttastjóri fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur, fer að ganga eftir honum varðandi upplýs- ingar. Myndin hefði verið góð hefði hún verið styttri - svo einfalt er það. Sjónarhom myndavélarinnar vekur eftirtekt manns í byrjun en þó er þetta ekkert nýtt sjónarhom. Stundum er eins og myndavélinni sé beinlínis klesst upp að leikurunum til að fá ákveðið návígi. Fyrir vikið aukast túlkunarmöguleikar leikaranna. Russel Crowe leikur stórvel og hafa líkamshreyfmgar og tjáning hans mik- il áhrif. í síðasta fjórðungi myndarinn- ar fer eitthvað að gerast og manni fmnst myndin eiginlega hafa verið bara ágæt þó svo æ myndarinnar hafi maður kvartað yfir langdregni hennar. Sumar myndir eru einfaldlega oftnetnar. Utgefandi: Myndform. Leikstjóri: Michael Mann. Aðalhlutverk: Al Pacino, Russel Crowe, Christopher Plummer, Diane Venora, Philip Baker Hall, Lindsay Crouse, Debi Mazar. Bandarísk, 1999. Lengd: 160 mín. Leyfð ÖIL um aldurshópum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.