Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 13 Helgarblað DV Sveitarstjórinn í Grundarfirði: Við höfum ekk- ert „halelúja- samfélag“ hér burö,“með okkar lagi“, sennilega al- veg óbeðin. Ég man eftir aö hafa sagt „0“ með sérlegum tilþrifum og var ásamt einhverjum fleirum rekin úr tímanum. Og það sem maður skammaðist sín!“ segir Björg sém hafði gaman af því að skrifa á þess- um tíma og tók virkan þátt í útgáfu- málum skólans. „Ég fékk leiklistarbakteríu 15-16 ára og lék í'skólaleikritum og einnig með leikfélaginu á staðnum. Ég ætl- aði á tímabili að verða leikkona, fór m.a.s. í starfskynningu í Þjóðleik- húsinu en það fór eins fyrir leikar- anum og dýralækninum, náttúru- fræðingnum og kennaranum; lög- fræðingurinn sigraði þá,“ segir Björg sem eftir stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands hóf lög- fræðinám í Háskólanum og útskrif- aðist sem lögfræðingur árið 1994. mannlífi á allt annan hátt í svona starfi, bæði á góðan en einnig stund- um á miður skemmtilegan hátt,“ segir Björg. Sveitarstjórastaðan kitlaði Árið 1995 tekur Björg svo við starfi sveitarstjóra, þá 27 ára gömul. „Magnús Stefánsson, þáverandi sveitarstjóri í Grundarfirði, var kjörinn á Alþingi og starfið var aug- lýst. Ég hef oft velt því fyrir mér síð- an hvað hafi hlaupið í mann að sækja um svona starf þetta ungur en starfið kitlaði mig og mér var mikil alvara með því að sækja um; það var vandlega íhugað. Þetta var auðvitaö töluvert stökk en alveg gríðarlega lærdómsríkt. Ég er búin að vera í starfinu í 5 ár nú í byrjun ágúst og finnst ég endalaust vera að i baksyn. ustu hlutum í framkvæmd og fengið ýmsu áorkað með samstöðu og já- kvæðni, þó ég haldi því ekki fram að við höfum hér eitthvert „halelú- ja-samfélag“. En það er enginn vandi að rífa samfélag gjörsamlega á hol ef menn gá ekki að sér og það er öllu erfiðara að snúa hlutunum við þegar svo er komið. Grundfirð- ingar hafa borið gæfu til að forðast það,“ segir Björg. Sveitarstjðrlnn BJörg ásamt Sigríði Finsen oddvita og skipstjóra og áhöfn frönsku skútunnar Belle Poule sem helm- sótti Grundarfjörö um miðjan júní sl. Laganámið sjálft var mér að skapi Árin í lagadeildinni fannst Björgu vera skemmtilegur tími og var hún virk í félagslífinu. „Ég sat í stjóm Orators 1992-1993, var rit- stjóri Úlfljóts, tímarits laganema. Það var afskaplega dýrmæt reynsla sem hefur nýst mér í starfi við ótrú- legustu verkefni. Laganámið sjálft var mér að skapi, ég var alltaf viss um að ég hefði valið grein sem höfð- aði til mín. Auðvitað mátti ýmislegt segja um uppbyggingu námsins og kennslu- aðferðir. Stundum fannst manni að vantaði skírskotun til þess hvemig hlutimir gerðu sig úti á mörkinni, að tenginguna vantaði við praksís- inn,“ segir Björg sem viðurkennir að henni hafi alltaf langað heim í Grundarfjörð. „Ég hafði unnið heima á hverju einasta sumri á námsárunum og hafði miklar taugar til stáðarins. 1 mars 1994 hóf ég störf hjá Sýslu- manninum í Stykkishólmi, Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu. Ég starfaði þar sem löglæröur fulltrúi, bjó reyndar í Grundarfirði en keyrði í Hólminn. Þetta var skemmtilegur tími, ég hafði m.a. með lögreglumálin að gera og líkaði ljómandi vel samstarfið við „lögg- umar mínar". Maður kynnist lika fólki og læra og upplifa eitthvað nýtt,“ segir Björg og bætir við að í Grundarfirði hafi líka verið mikið að gerast und- anfarin ár. „Starfiö er mjög fjöl- breytt, sveitarstjóri getur verið að spekúlera í holræsalögnum fyrir há- degi og skipuleggja listsýningu eftir hádegi og svo allt þar á milli. Fjöl- breytnin er að mínu mati einn aðal- kosturinn við þetta starf, fyrir utan stjómunarreynsluna sem er mjög dýrmæt." Stöðugleiki í atvlnnumálum í desember 1999 voru 943 íbúar í Grandarfirði. Árið 1971 vora íbúar 717 og hefur því á tæplega 30 áram íbúum fjölgað um 31,5%. Árið 1989 vora íbúar 823 og á síðustu 10 árum hefur því fjölgunin verið um 15%. „Helstu skýringamar á þessari fjölgun eru þær að stöðugleiki hefur ríkt í atvinnumálum, ýmsar iðn- greinar og þjónusta hafa náð að byggjast upp samhliða nokkuð stöð- ugum rekstri sjávarútvegsfyrirtækj- anna,“ segir Björg sem vill einnig meina að á staðnum ríki góður andi, jákvæðni og atorka. „Ég þori alveg að segja það upphátt án þess að það sé mont eða innantóm orð. Það skiptir einfaldlega máli hvemig samfélag eins og okkar tekur á hlut- unum. Hver einstaklingur vegur svo þungt. Menn hafa hrint ótrúleg- Nú hefur þú vakiö athygli fyrir að fara árlega í gönguferö um sveitarfé- lagiö með íbúunum. Hvenœr byrjaó- iröu á þessu, hver var tilgangurinn og hvernig hefur þetta heppnast? „Þetta er nú ekki eins merkilegt og þú vilt vera láta. Ég býð fólki ein- faldlega upp á að ganga með mér, byggingarfulltrúa og verkstjóra að vorlagi og koma með athugasemdir um það sem því finnst betur mega fara í umhverfismálunum okkar, auk þess að fræðast um fyrirhugað- ar framkvæmdir sveitarfélagsins á árinu. Þetta verður sennilega þriðja eða fjórða árið í ár en ég ætla að breyta til núna, hafa göngu í haust og skoða sveitarfélagið eftir að aðal- framkvæmdatími ársins, sumarið, er liðinn og reyna að fá fram hug- myndir/óskir um umhverfisfram- kvæmdir fyrir fjárhagsáætlunar- gerð næsta árs,“ segir Björg. Ferðalög og franska Björg er gift Hermanni Gíslasyni og eiga þau það sameiginlega áhugamál að ferðast, sérstaklega um hálendi íslands og á fáfamari staði. „Þetta er í bland við jeppa- dellu, sem aðallega hann er haldinn - en ég bara þykist - jeppinn er þó mjög hagnýtt farartæki sem getur komið manni á dásamlega staði sem fáir eiga kost á að heimsækja. Þaö er til dæmis alveg einstök tilfinning að standa á góðum stað á hálendinu og sjá til allra átta, aö flestum mestu jöklum landsins á roðagylltu kvöldi. Svona ferðalög eru sennilega ein besta aöferðin til að slaka á og hlaða sig orku. Snæfellsjökull er svo í tún- inu heima og stendur alltaf fyrir sínu,“ segir Björg sem einnig hefur notað frítima sinn til fjamáms und- anfarin tvö ár. „1998-1999 fór ég í þriggja anna nám samhliða starfi hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands í opinberri stjómsýslu og stjómun. Og núna í vetur var ég í frönsku í fjamámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Frönskunámið var nú svona tilraun hjá mér en margir Grundfirðingar hafa verið í fjar- námi við VMA sl. vetur og tekið einn eða fleiri áfanga. Sá áhugi tengist tilraimaverkefni um fjamám unglinga á framhaldsskólastigi sem var í gangi hjá okkur sl. skólaár í samvinnu við menntamálaráðu- neytið og gekk út á að unglingar gætu verið lengur í heimabyggð en jafnframt stundað nám á framhalds- skólastigi í fjamámi við VMA,“ seg- ir Björg. Ef þú lítur til framtíöarinnar, Björg, hvernig sérðu GrundarfjörÓ fyrir þér í framtíöinni? „Mín framtíðarsýn er sú að stað- urinn nái áfram að vaxa og dafna og aðlagast nýjum tímum og tækni. Það er alveg ljóst að margt getur spilað inn í og hlutir breyst eins og hendi sé veifaö; okkur er hollt að muna það. Ég hef hins vegar trú á að Grund- firðingar sjálfir muni bera gæfu til að spila vel úr sínu. Ég sé reyndar fyrir mér að landslagið muni breyt- ast töluvert, sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi muni auka samvinnu sina og að lokum sameinast. Sveitar- stjómir hafa auðvitað vandasömu hlutverki að gegna, þeim ber að huga annars vegar að efnalegri af- komu og velferð bæði sveitarfélags- ins og íbúanna og hins vegar að al- mennri farsæld íbúanna á sem flest- um sviðum. Þetta er vandmeðfarið og oft erfitt að forgangsraða, sér- staklega þegar svo margt verður til þess að draga úr raunverulegu valdi og úrræðum sveitarstjórna, s.s. smæð sveitarfélags og einhæfni í at- vinnulífi, takmarkaöir og ótryggir tekjustofnar, fækkun íbúa o.fl. Það er tvennt sem ég held að skipti meginmáli og sé í raun spurn- ingin fyrir svona samfélag til að lifa af; að auka kosti ibúanna til mennt- unar heima fyrir, og þar leikur nám á framhaldsskólastigi meginhlut- verkið, og hins vegar að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu, að finna ný störf handa unga fólkinu okkar svo það geti gengið að fleiri kostum við sitt hæfi þegar það lýkur námi. Þar fyrir utan mega menn auðvitað ekki glata rétta andanum," segir Björg að lokum. -DVÓ Grundarfjörður hefur verið mikið í sviðsljósinu á undanfömum árum. Þar hefurfólki fjölgað jafnt og þétt. Árið 1995 tók ung stúlka, Björg Ágústsdóttir, við starfi sveitarstjóra og hefur staðið sig vel í að kynna sveitarfélagið. Helgarblað DV hafði áhuga á að vita meira um sveitarstjórann Björgu Ágústsdóttur og sveitarfélagið. „Ég er fædd i Grundarfirði 24. mars 1968. Foreldrar mínir era Dag- björt Guðmundsdóttir, ættuð úr Vogum á Vatnsleysuströnd, og Ágúst Sigurjónsson frá Norður-Bár hér í Eyrarsveit en hann lést árið 1982. Við erum 3 systumar, ég er elst, svo Steinþóra, fædd 1969, og Dagný, fædd 1981. Ég er alin upp í Grundarfirði og gekk hér í skóla. Þaö era í raun alger forréttindi finnst mér að hafa fengið að alast upp í samfélagi eins og okkar, í dreifbýli, á árum þar sem mjög margt var að gerast; þorpiö var að vaxa og þroskast um leið og við krakkarnir. Það var verið að mal- bika götur, stækka skólann, byggja sundlaug, íþróttahús o.s.frv. Ég var ósköp rólegt bam, held ég, og lífið var eins ljúft og það getur orðið hjá bömum; nóg aö dunda, ástríki foreldranna og alltaf sól, alla vega í minningunni," segir Björg, aðspurð um uppruna sinn. Ætlaði að verða leikkona Skólagangan reyndist Björgu ekki erfið. „Mér gekk vel að læra og var ábyggilega ekkert erfið við kennarana. Þó man ég eins og það hefði gerst í gær það eina skipti sem ég hef verið rekin úr tíma. Það var í dönskutíma í 7. bekk og við krakk- amir tókum upp á því að æfa fram- Snæfellsjökulllnn stendur alltaf fyrir sínu, aö mati Bjargar. Hér er hún á jökllnum áriö 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.