Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 DV Ari Edwald er formaður Samtaka atvinnulífsins : „ S t j órnmálaáhuginn er falinn eldur“ Hann hefur sést í svo til öðrum hverjum frétta- tíma í vetur og orð eins og „þvermóðska“ hafa verið notuð til þess að lýsa honum. Sjálfur seg- ist Ari Edwald halda sig vera nokkuð sanngjaman og það ekki bara í kjara- viðræðum. DV hitti Ara til að forvitnast um það hvernig þetta fyrsta ár hans í nýju starfi sem formaður Samtaka at- vinnulífsins hefði liðið, sem og bara lífið í heild. Það fyrsta sem maður rekur aug- un í þegar maður kemur inn á skrif- stofuna hjá Ara Edwald er gul plast- önd sem trónir uppi á hillu. Öndin er mikil andstæða við brúna og valdsmannslega skrifstofuna og maður kemst einfaldlega ekki hjá því að hugsa: „Hvað er þessi önd eiginlega að gera héma?“ „Ég fékk öndina senda i pósti sem auglýsingu fyrir sundlaugar borgar- innar. Mér fannst hún einhvern veginn svo sæt að ég tímdi ekki að henda henni,“ segir Ari og kreistir fuglinn áður en hann setur hann aftur á sinn stað uppi í hillu. Öndin er bara til skrauts enda, eins og þeir sjálfsagt vita sem fylgst hafa með fréttum í vetur, hefur Ari alls engan tíma til þess að leika sér í vinnunni. Þessi fyrsti vetur hans sem formað- ur Samtaka atvinnulífsins hefur verið þokkalega strembinn. „Já, ég hef bætt á mig í vetur. Maður hefur ekki haft neinn tima til þess að æfa,“ segir Ari og klapp- ar á magann sem er þó varla teljan- legur. Ári á undan í skóla Ari er 36 ára gamall, fæddur og uppalinn í Vogahverflnu í Reykja- vík, næstyngstiu- fjögurra systk- ina. Sjálfur segir hann að það hafi ekki farið mikið fyrir honum sem bami, hann hafl verið frekar góður drengur. „Ég var líka einu ári á undan í skóla sem gerði það að verkum að maður var frekar óframfærinn fram eftir öllu þar sem maður var einu ári yngri en hinir og frekar seinn til,“ segir Ari og vill ekki kannast við það að hann hafi verið eitthvert séní sem barn. Ari lýkur stúdentsprófl frá MS árið 1993 og byrjar þá í lögfræðinni í Háskólanum. „Það kom eiginlega aldrei neitt annað til greina, ekki nema þá kannski viðskiptafræði," segir Ari sem var mjög öflugur i háskólalíf- inu á þessum tíma. Hann var m.a. ritstjóri Stúdentablaðsins og var í félagi umbótasinnaðra stúdenta. „Þetta var mjög skemmtilegur tími en menntaskólaárin voru ekki síðri. Reyndar fannst mér svo gam- an í Háskólanum að það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að fara til útlanda í framhalds- nám,“ segir Ari sem hélt ásamt konu sinni, Þórunni Pálsdóttur, til San Francisco til rekstrarhag- fræðináms árið 1989, eftir að hafa unnið eitt ár í fjármálaráðuneyt- inu. Jaröskjálfti í San Francisco Ari kynntist Þórunni á mennta- skólaárunum og hafa þau verið saman síðan. Hún vinnur I dag sem fjármálastjóri hjá ístaki og eiga þau tvö börn. Hjónin voru tvö ár í San Francisco og tóku námið fostum tökum. „Ég kunni afskap- lega vel við mig í San Francisco. Það er alveg draumastaður að vera á en það stóð aldrei neitt annað til en að við kæmum heim aftur,“ seg- ir Ari og bætir við að sumir félaga hans hafl nú sagt að hann hafi aldrei farið utan og alltaf verið heima í huganum. Til marks um það er saga af því þegar þau hjón- in upplifðu jarðskjálftann mikla, 7 á Richter, þar úti í október 1989. „Þetta gerðist í vikunni eftir að landsfundur Sjáifstæðisflokksins var haldinn á íslandi. Við Þórunn vorum bæði í skólanum þegar skjálftimT'reið yfir og komumst ekki heim tO okkar. Við ákváðum því að ganga til íslensks vinar okk- ar sem bjó stutt frá skólanum. Hann var úti í glugga þegar við komum og kallaði á móti okkur: „Eruð þetta þið, Ari og Þórunn? Hvað er að frétta?“ Þá kallaði ég til baka: „Davíð Oddsson var kosinn varaformaður Sjáifstæðisflokksins. „Þetta var haft til marks um það að ég hefði aldrei farið að heiman,“ segir Ari og hlær. Þorsteinn Pálsson þægilegur Þegar Ari kemur aftur til íslands eftir námið í Bandaríkjunum ræð- ur hann sig sem aðstoðarmann dóms- og kirkjumálaráðherra, sem þá var Þorsteinn Pálsson, og var síðan aðstoðarmaður hans í sjávar- útvegsráðuneytinu á næsta kjör- tímabili. „Þetta var mjög skemmtilegur tími. Árið 1991 tók við ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem glímdi við mjög erfiðan vanda I efnahagsmálum. Þetta var ríkis- stjóm sem náði mjög góðum ár- angri almennt. Fyrir mig sem áhugamann um stjómmál og efna- hagsmál fannst mér mjög spenn- andi að fá að taka þátt í þessu með þessum hætti,“ segir Ari sem ber Þorsteini góða sögu. „Það var mjög þægilegt að vinna fyrir Þorstein. Hann er mjög málefnalegur og það er gott að vinna fyrir menn sem maður áttar sig vel á. Okkur varð vel til vina og við höldum enn ágætu sambandi. Ég á góðar minn- ingar frá ýmsum verkefnum sem við höfum staðið í saman, bæði hér innanlands og utan. Mér fannst það t.d. mikið ævintýri þegar ég fylgdi honum sem sjávarútvegsráð- herra til Grænlands sumarið 1998. Við náðum að fara þar dálítið um. Landið er mjög stórbrotiö og vel var tekið á móti okkur.“ Póiitíkin lögð á ís Ari hefur alltaf haft mikinn áhuga á pólitík og tók m.a. þátt í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn haustið 1994. „Ég sóttist eftir sjö- unda sætinu í prófkjörinu en náði því ellefta. Það var ágætis árangur miðað við raunsætt mat. Það hafa góðir menn byrjað i þessu sæti. Við náðum bara 8 þingmönnum í Reykjavík vorið 1995 þannig að ég náði ekki að komast inn sem vara- maður á þessum tíma,“ segir Ari. En ertu búinn að gefa pólitíkina upp á bátinn? „Ég vil kannski ekki orða það þannig. Ég hefði verið til í að taka þátt aftur vorið 1999 en það þróað- ist þannig að það var ekkert próf- kjör þá og engar teljandi breyting- ar þannig að ég tók ekki sæti á list- anum heldur sneri mér að öðru. Það er náttúrlega ljóst að það væri ósamrýmanlegt þessu starfi að vera i pólítík þar sem ég er starfs- maður félagasamtaka sem 3000 fyr- irtæki eiga aðild að. Ég er að vinna að hagsmunamálum atvinnulifs- ins, óháð flokkastjórnmálum, þannig að stjórnmálin hafa verið lögð á ís,“ segir Ari en bætir við: „Satt að segja hef ég engan sérstak- an metnað til stjómmálaþátttöku eins og er en það segja reyndir menn að aldrei eigi að segja aldrei í þessum efnum því að stjómmála- áhugi sé eins og falinn eldur í mönnum og geti blossað upp hvenær sem er. Ég er of ungur til þess að útiloka nokkuð." Vonar aft samningarnir haldi Eftir að hafa verið aðstoðarmað- ur Þorsteins Pálssonar gerist Ari ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hann er þó ekki lengi í því starfl því fljót- lega býðst honum framkvæmda- stjórastarf hjá Samtökum atvinnu- lífsins. í september er eitt ár síðan Ari tók við því starFi og er ekki hægt að segja annað en að mikið hafi gengið á hjá honum i vetur. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður tími. Það er náttúr- lega verið að sameina tvenn samtök atvinnulífsins, Vinnumálasam- bandið og Vinnuveitendasamband íslands, og þó þessi samtök séu byggð á gömlum merg þá erum við að vinna við að byggja upp ný sam- tök. Það má segja að við séum enn í þeirri vinnu þvi hún hefur frest- ast nokkuð vegna þess að fljótlega eftir að samtökin voru stofnuð í fyrrahaust hófst undirbúningur að kjarasamningum. Við höfum í rauninni verið upp fyrir haus i þvi síðan og það er ekki fyrr en öll þessi samningagerð er frá að við getum í rauninni farið að leggja drög að ýmissi málefnavinnu og ýmsum hagsmunamálum atvinnu- lífsins sem við viljum gefa mun meiri gaum. Þessi samtök eru bæði stærri og breiðari heldur en þau sem áður hafa starfað á þessu sviði og undirstrika þær miklu breyting- ar sem orðið hafa hér á landi í þá átt að menn eiga að starfa saman óháð rekstrarformum og jafnvel pólitík," segir Ari. „Öflug samtök atvinnulífs eiga að geta haft mót- andi áhrif á starfsumhverfið og stuðlað að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri." Hvernig finnst þér þú hafa staðið þig í vetur? Hefurðu blómstrað í þessu starfi? „Ég get ekki gefíð sjálfum mér þá einkunn en ég hef kunnað ákaflega vel við mig. Mér hefur þrátt fyrir allt samningastreð fundist þetta að stærstum hluta spennandi viðfangs- efni og gaman að kynnast flestum þeim sem maður hefur þurft að vinna með gegnum þetta, enda eru margir af samstarfsmönnunum hjá SA og helstu forystumönnum verkalýðsfélaganna skemmtilegir karakterar. Það felst alltaf mikil áskorun í því að skipta um starf og takast á við eitthvað nýtt og þannig var það vissulega líka núna og má alveg líkja því við að vera hent út í djúpu laugina. Eins og þessir samn- ingar blöstu við fyrir fram virtist vera tiltölulega lítil von til þess að við næðum skynsamlegum lang- tíma-samningum og menn bjuggust við að þetta yrði mjög erfitt. Ég held að lykillinn að því að þetta náðist sé ekki síst framsýni og skynsemi þeirra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar sem fyrstir gengu til samninga. Þeir þekkja verðbólgusöguna og mátu stöðuna þannig að atvinnulífíð væri líklegra til að taka á sig meiri hækkanir í langtímasamningum en skammtímasamningum - og eins að hagsmunir þeirra umbjóðenda stæðu til þess að gera samninga um kaupmátt en ekki verðbólgu og sú varð niðurstaðan. Það varð að sam- eiginlegu markmiði samningsaðOa að gera samninga sem gætu staðist. Af atvinnulífsins hálfu eru menn að taka á sig dýrari samninga en ella hefði getað orðið á þeirri for- sendu að samningarnir nái að verða til langs tíma og menn geti unnið sig út úr þessum kostnaðar- hækkunum án þess að komi til ein- hverrar kollsteypu," segir Ari og vonar að samningarnir haldi. „Það Sanngjarn drengur „Mér finnst ég sjálfur vera sanngjarn og ég á almennt auðvelt með samskipti við fólk. Jafnvel þar sem um erfið úrlausnarefni hefur verið að ræða hafa persónuleg samskipti verið í mjög góðum farvegi. Þetta er svona mín upplifun á sjálfum mér en ætli nokkrum manni finnist hann sjálfur vera ósanngjarn. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.