Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 I>'V Fréttir Bitur yfir því að verða drottning Gömlu frúnni hefur haldist illa á fé að undanfómu. Yngri meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa þurft að ávíta þann sem þeim þykir vænst um, drottningarmóðurina er verður 100 ára 4. ágúst næstkom- andi. Hún fór nefnilega yfir á bankareikningum sínum og það með stíl. Það vantaði hvorki meira né minna en um hálfan milljarð króna í fyrra. Drottningarmóðirin, sem heitir Elísabet eins og dóttir hennar, er þó hvorki með kaupæði né er hún fórn- arlamb einhverra öfga. Hún lifir bara lífinu eins og menn gerðu forð- um í heimsveldinu. Árlegur fram- færslueyrir hennar er nær 100 millj- ónir íslenskra króna. Hún ver um 15 milljónum í þjálfun veðhlaupa- hestanna sinna. Þegar hún ferðast eru alltaf 6 til 7 þjónar í för með henni. Starfsmenn hennar eru á Erlent fréttaljós milli 30 og 40 og hún rekur heimili í fjórum húsum. Að taka þátt i há- degisverðar- og teboðum hennar er eins og að færast aftur til blóma- skeiðs breska konungdæmisins. Lafði Elísabet Bowes-Lyon hafði engar áætlanir á prjónunum um að verða drottning. Þegar hertoginn af Jórvík fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni hafði hún áhuga á aðstoðarforingja hans, James Stu- art, sem var verðandi jarl. Hann var ekki bara hugrakkur, hann hafði fengið tvö heiðursmerki í fyrri heimsstyrjöldinni, heldur var hann einnig hár og glæsilegur. Klaufalegur og feiminn Bertie, sem síðar varð Georg sjötti konungur, var klaufalegur og feiminn. Hann stamaði hræðilega, hann var erfiður í skapi, hann fékk oft æðisköst og hann var drykkfelld- ur. Lafði Elísabet, sem ólst upp í Skotlandi, var dóttir Strathmores jarls. Hún var níunda í röðinni af tíu systkinum. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út breytti móðir Elísabetar, lafði Strathmore, Glamishöllinni þeirra í hersjúkrahús. Elisabet hjálpaði særðum hermönnum við bréfaskriftir og hún sinnti erindum fyrir þá. Þegar bróðir Elísabetar, Fergus, féll árið 1915 brotnaði móð- ir hennar niður. Það var í raun El- ísabet sem rak Glamis eftir það. Þegar stríðinu var lokið var hún yf- irveguð, töfrandi og þroskuð ung stúlka. Bertie hitti hana fyrst í veislu í London sumarið 1920. Móðir hennar bauð honum til Skotlands og hann varð yfir sig ástfanginn. Elísabet sýndi honum engan áhuga. En svo var hún kynnt fyrir Mar- íu drottningu. Drottningin hreifst af ungu stúlkunni og skrifaði seinna „að hún væri sú eina sem gæti gert Bertie hamingjusaman." Hryggbrotinn tvisvar Hann bað hennar. Og hann bað hennar á ný. Hún hryggbraut hann í bæði skiptin. Þá ákvað móðir hans að grípa til sinna ráða. Með aðstoð móður Elísa- betar og annarrar vinkonu voru höfð áhrif á móður Jamies. Ungi keppinauturinn var fjarlægður af sviðinu. Hann var sendur til Amer- íku. Árið 1922 var Elísabet beitt þrýst- ingi. Drottningin lét vinkonur sínar bjóða Elísabetu í te þar sem ástir, hjónaband og einkum hertoginn voru meðal umræðuefna. Elísabetu var bent á að með því að giftast hon- um gerði hún landi sínu gagn. Henni var tjáð að hún væri sú eina sem gæti bjargað honum. Smátt og smátt breyttist álit hennar á hon- um. Hann var skyldurækinn eins og hún sjálf og hún fór að líta á hann sem trúan og traustan framtíðareig- inmann. Þegar hann bað hennar í þriðja sinn játaðist hún honum. Og hún kom lagi á hann. Hún fékk handa honum talkennara sem tókst að fá hann til að hætta að stama. Hann dró úr drykkjunni og í hvert sinn sem hann virtist vera að fá æðiskast lét hún eins og hún ætl- aði að mæla blóðþrýstinginn hjá honum. Það varð til þess að þau fóru bæði að hlæja. Krús eða kökubox Elísabet varð drottning þegar Ját- varður sjötti sagði af sér til að kvænast Wallis Simpson, fráskil- inni bandarískri konu. Að sögn sér- fræðinga í málefnum bresku kon- ungsfj ölskyldunnar varð lífið við hirðina eins og stórt teboð þegar El- ísabet var sest í hásætið. Þess vegna eru minjagripimir frá athöfnum í konungshöllinni nú annað hvort krús eða kökubox, að mati breskra sérfræðinga. Elisabet hafði í raun engan áhuga á að yflrgefa líf sitt sem hertoga- ynja. Hún var í fyrstu bitur yfir þvi að eiginmaður hennar skyldi neyð- ast til að verða konungur. Þegar nýju konungshjónin héldu fyrstu veisluna þremur mánuðum eftir krýninguna sagði einn gestanna: „Það mátti skynja hversu mjög hún hefði notið veislunnar hefði hún ekki verið drottning Englands." Það hefur aldrei verið neitt leynd- armál að drottningarmóðirin kann að njóta lífsins. Henni þykir gott að fá sér gin og Dubonnet. Hún hefur gaman af því að setja upp gaman- leiki og herma eftir öðrum. Fyrrver- andi forsetafrú Bandaríkjanna, El- eanor Roosevelt, var einu sinni gest- ur í Windsorkastala um helgi. Hún sagði að Churchill hefði setið ólund- arlegur í hægindastól en Elisabet drottning hefði gengið um með gerviskegg. Drottningarmóðirin er sögð hafa annan húmor en aðrir í konungsfjölskyldunni sem þykir fátt fyndnara en þegar einhver hef- ur klemmt fingur í dyragætt. Þegar Brosaö til Ijósmyndaranna Elísabet á leiö í veislu. bryti drottningarmóðurinnar hafði boðið félaga sínum til sín að kvöldi til hringdi hún niður til þeirra og sagði: „Ég veit ekki hvað þið drottn- ingamar þama niðri emð að sýsla en héma uppi er drottning sem vill fá drykkinn sinn.“ Elísabet heldur starfsfólki sinu enn við efnið þótt hún sé að verða 100 ára. Hún borðar morgunmat í rúminu. Á milli 10 og 10.30 er hún mætt í dagstofuna. Klukkan 11 er henni færður bakki með te sem hún drekkur á meðan hún fer í gegnum póstinn sinn. Hádegisverður í Cl- arence-House, dvalarstað hennar í London, er annað hvort fyrir fjóra, hirðdömuna hennar og til dæmis tvo fyrrverandi aðstoðarforingja, eða fyrir 14 gesti. Henni þykir 10 gestir of fáir og 16 of margir. Síðdeg- is gengur hún um í garðinum með hundana sína tvo. Að göngunni lok- inni drekkur hún te ein í dagstof- unni og hún snæðir oft kvöldmat ein. Henni þykir skemmtilegast að horfa á matreiðsluþætti í sjónvarp- inu en hún horfir einnig á uppá- haldssjónvarpsmyndaflokkana sína á myndbandi, eins og til dæmis þáttaröðina um strandhótelið þar sem allt er alltaf í uppnámi og saka- málaþættina með Morse. Drottningin spyr mömmu Elísabet hefur enn gífurleg áhrif innan bresku konungsfjölskyldunn- ar. Heimildarmenn innan hirðar- innar segja að Elísabet drottning veiti móður sinni enn neitunarvald. Og sé drottningin sjálf ekki ýkja spennt fyrir einhverju á hún til að segja: „Ég ætla að spyrja mömmu.“ Þá veit fólk að svarið verður nei. Karl prins er mjög háður ömmu sinni. Hann heimsækir hana á hverjum degi þegar þau eru bæði í London. Yfirþjónninn hans hringir í Elísabetu að morgninum og stuttu seinna kemur Karl við hjá henni. Komi hann ekki að morgninum til ömmu sinnar heimsækir hann hana síðdegis og fær sér drykk fyrir kvöldmatinn. Karl hikar ekki við að yfirgefa samkvæmi til þess að tala viö ömmu sína í farsíma og gera að gamni sínu með henni. Það kemur ekki á óvart að Elísa- bet er íhaldssöm inn við beinið. Hún ólst ekki upp í ópólítísku um- hverfi eins og kóngafólkið og henni hefur ekki alltaf þótt auðvelt að leyna skoðunum sínum. Hún elskaði Margaret Thatcher. Hún er andvíg skilnuðum. Þess vegna tók hún ekki þátt í brúðkaupi barna- barns síns, Önnu prinsessu, árið 1992. Hún er sögð hafa hatað Wallis Simpson sem gifti sig þótt hún ætti tvo fráskilda menn á lífi. Og þó að Elísabet hefði sjálf átt þátt í að koma í kring hjónabandi Karls og Díönu var hún í lokin farin að líta á Díönu sem Simpson númer tvö. Drottningarmóðirin hefur hesta- heilsu og hefur lítinn skilning á las- leika annarra, einnig þegar um eig- inmann hennar var að ræða. Það kom henni á óvart þegar hann lést af völdum lungnakrabba eftir stutt veikindi árið 1952. Bertie hafði ver- ið stórreykingamaður. Þó svo að drottningarmóðirin verið ekki 100 ára fyrr en 4. ágúst næstkomandi hefur þegar verið efnt til fjölda hátíða í tilefni aldarafmæl- isins. Hún hefur tekið þátt í þeim öllum, flutt ræður og leikið á als oddi. Henni er líka alveg sama hver borgar. Byggt á Reuter o. fl. Drottningarmóðirin og barnabarnið Elísabet og Karl prins skemmtu sér vel á skrautsýningu henni til heiöurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.