Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 55 Tilvera 95 ára_______________________ Elísabet Benediktsdóttir, Álfheimum 36, Reykjavík. 80 ára_______________________ Eyjólfur Jónsson, Miðbraut 28, Seltjarnarnesi. Guðlaug Egilsdóttir, Álfgeirsvöllum, Varmahlíö. 75 ára_______________________ Aðalbjörn Benediktsson, Háaleitisbraut 54, Reykjavík. Ragnheiður Oddsdóttir, Ásabyggö 17, Akureyri. Lagarfljótsormurinn kemur fram á dýptarmælum: Ormalogia - rætt við sjónarvotta og náttúrufræðing 70 ára________________ Snorri Sigjónsson, Bjarnanesi 2a, Höfn. 60 ára________________ Bergþór Bergþórsson, Rfuhvammi 5, Kópavogi. Sveinn Þórarinsson, Selási 15, Egilsstöðum. Helga Guðrún Óskarsdóttir, Geitlandi 35, Reykjavík. Björg Kjartansdóttir, Rauöagerði 26, Reykjavík. Margrét S. Steinarsdóttir, Reynihvammi 14, Kópavogi. Ólína Guðmunda Elísdóttir, Grundarbraut 47, Ólafsvík. 40 ára___________________________ Auðbjörn Már Guðmundsson, Dalbaröi 13, Eskifiröi. Elsa Björk Sigurjónsdóttlr, Skagfiröingabraut 7, Sauöárkróki. Hjörtur Hjartarson, Hringbraut 87, Reykjavlk. 50 ára Smáauglýsingar u V—— bílar og farartæki a húsnædi markaðstorgið atvinna einkamál 1550 5000 Þegar staðið er á Fjarðarheiðar- brún á góðviðrisdegi og horft yfir Fljótsdalshérað líkist Lagarfljót einna helst ormi sem líður mjúk- lega yflr landið. Lagarfljótsormur- inn er stærstur allra orma á fs- landi og um hann eru einnig til flestar sögur. Lagarfljót fellur um Fljótsdalshérað tæplega 80 kíló- metra leið frá Fljótsbotni að Hér- aðsflóa. Fljótið er þriðja stærsta stöðuvatn á íslandi og er mesta dýpt þess 111,5 metrar. Rómantísk náttúrufræði Frásagnir um stóra vatnaorma þekkjast víðar en frá Fljótsdals- héraði. Það er t.d. ormur i Skorra- dalsvatni og flestir þekkja söguna um Loch Ness skrímslið i Skotlandi. Frá Kanada er að finna svipaða sögu, í Okanagavatni er skrímslið Okopoko sem á að hafa klakist úr risaeðlueggi sem lá óskemmt á botni þess í milljónir ára. Fræðin sem fást við að rann- saka dul- arfulla vatnaorma nefnast orma- logia og eru angi af rómantískri náttúrufræði sem teygir anga sína út í hið óþekkta og dularfulla. Snigill eða sæslanga Hugmyndum um uppruna Lag- arfljótsormsins ber ekki saman. Ein sagan gerir ráð fyrir að hann sé risa sæslanga sem hafi lokast í vatninu einhvem tíma i fymd- inni. Önnur saga segir að stúlku- kind á bæ einum við Lagarfljót hafi sett gull undir snigil og hafi snigillinn vaxið hratt og að lokum skriðið út í fljótið. Eftir að hann kom út í fljótið fór hann að ráðast á menn og skepnur sem reyndu að komast yfir það. Ormurinn hefur sést reglulega frá landnámi og er hans víða get- ið í annálum og þjóðsögum. Hon- um er lýst sem stóru, dökku flikki sem stundum skýtur upp krypp- unni en sjaldan sjáist haus eða hali. Sagt er að Guðmundur góði Arason biskup hafi bundið orm- inn niður með bænhita á sínum tíma og að ormurinn hafi átt að liggja fastur við botninn til dóms- dags. En svo virðist sem bænhiti Guðmundar góða hafi ekki dugað til því aö undanfama áratugi hef- ur oft sést til ormsins. Einn viðmælandi blaðsins, sem ekki vildi láta nafns sins getið, sagði að hann hefði trúað á orm- inn þegar hann var lítill en væri í meiri vafa í dag. „Það er reyndar erfitt að neita þessu alveg, það hafa margir séð Lagarfljótsorm- inn.“ Kom fram á dýptarmæli Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, sá orminn 5. október 1962 um klukkan hálfníu að morgni. „Ég var einn heima og var litið út um gluggann og sé eitt- hvað svart og ávalt koma upp úr Lagarfljótsormurinn Ormalogia er angi af rómantískri náttúrufræöi. Lagarfljótsormurinn Ungfrú Austurland „surfar“ á Lagarfljóti. vatnsfletinum og fara niður aftur og ganga þannig áfram eins og í bylgj uhreyflngu. Þetta minnti eina helst á hvalbak. Ég hringdi strax í nágrannakonu mina og bað hana að snarast út í glugga og sjá þetta líka. Við horfðum því bæði á fyrirbærið í u.þ.b. tíu mínútur þar til það hvarf fyrir nes. Þetta var á hreyfingu eins og það kæmi upp og dýfðist niður og færðist út eft- ir. Fyrirbærið var nokkuð stórt og getur ekki hafa verið sjónhvefing því við vorum tvö sem sáum það.“ Valdimar Benediktsson, verk- taki á Egilsstöðum, komst á sín- um tíma á forsíðu Familie Jo- urnal eftir að hafa orðið ormsins var þegar hann var að leggja síma- streng yfir Lagarfljót rétt eftir 1980. Valdimar vill lítið gera úr sínum þætti og tekur fram að hann hafi ekki séð orminn sjálfur heldur bara orðið hans var. „! grófum dráttum má segja að saga málsins sé sú að vorum að leggja streng sem var sérfram- leiddur og mjög sterkur. Til að vita hvað strengurinn átti að vera langur voru teknar myndir af botni fljótsins. Á myndunum sem teknar voru með dýptarmæli kom fram holbakki og undir honum var eitthvað sem var laust bæði frá botni og bakka. En svo ein- kennilega vildi til að einmitt á þessum stað skemmdist strengur- inn sem ekkert átti að vinna á og síst af öllu átti að vera hægt að snúa upp á hann. Þegar strengur- inn var tekinn upp var hann skemmdur og snúinn á tuttugu og tveimur stöðum. Auðvitað skáld- aði ég svo það upp að akkúrat þarna hafi verið lagt yfir hrygg- inn á kvikindinu og það tryllst. Ég hef ekki séð orminn, bara afleið- ingar hans og því miður er myndinn sem um ræðir ekki lengur til.“ „Dulrænt fyrirbæri" Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur hefur um árabil verið að skoða frásagnir um Lagar- fljótsorminn. Helgi segir að það séu eflaust til margar skýringar á orminum. „Ég læt mér þó helst detta í hug að þetta flokkist und- ir dulræn fyrirbæri. Ég get að minnsta kosti ekki heimfært þetta til venjulegrar náttúruÁ fræðiþekkingar með neinu móti og maður getur ekki neitað þessu fyrirbæri. Margt af þvi sem menn hafa eignað orminum er bara venjulegt gas eða jarð- vegsflikki sem rís af botninum. Þegar gasið nær yflrborðinu get- ur það myndað háa vatnsstróka eins og hvalablástur. Það er þó svo margt í þessu sem ekki er búið að skýra enn þá.“ Milljón í verölaunafé Benedikt Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri ferjunnar Lagar- fljótsormurinn, segir að ormur- inn hafl hvað eftir annað komiðTí fram á dýptarmælum hjá þeim þegar þeir sigla um fljótið. Hann segist vera viss um að það sé eitt- hvert óþekkt fyrirbæri i fljótinu þó að hann hafi ekki séð það sjálf- ur. „Það stendur til að greiða hverj- um þeim sem sannar tilvist orms- ins eina milljón króna í verð- launafé, bæjarsjóður Egilsstaða greiðir helminginn og við hinn. Eins og stendur er ég að reyna að fá tryggingu sem dekkar svona lagað en það er einhverjum vand- kvæðum bundið að finna hverstl^ hátt iðgjaldið á aö vera. Ég er al- veg handviss um að það á einhver eftir að mynda orminn því hann sést að minnsta kosti tíu sinnum á hverri öld. Hvers vegna ætti fólk ekki að trúa á Lagarfljótsorminn, það er fullt af fólki sem trúir á Guð almáttugan og það hefur eng- inn séð hann ófullur eða óruglað*- ur.“ -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.