Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 x>v Beckham er alltaf jafn sætur. Kanínan Katrín býr hjá tónlistarnemanum Sif Sveinsdóttur: Bannar gestum að loka baðherbergishurðinni Kaupstaðarferð Kaupstaðarferð hefur það til skamms tíma verið kallað þegar sveitamenn brugðu undir sig betri fætinum, hleyptu heimdraganum og héldu til verslunarstaða við ströndina, svosem einsog Reykjavíkur. Þegar ég fer í kaupstað liggur leið mín að sjálfsögðu til Reykjavíkur enda er ég raunar þaðan kominn upphaflega þó ég sé fluttur uppí Borgarfjörð úr skarkala „heimsborgarinnar“. Kaupstaðarferðir gátu orðið æði við- burðaríkar hér fyrr á árum og minnist ég þess æ með nokkrum trega að ættfaðir minn frá Neðra-Hundagerði á Kjalamesi drukknaði um hásláttinn í bæjarlæknum hjá Korpúlfsstöðum - Korpu - þegar hann var að koma úr kaupstað. Á lækjarbakkanum fór hann af baki í sumarblíðunni, svalaði þorsta sínum í læknum en náði svo ekki höfðinu uppúr þegar til átti að taka og endaði þar æfi sína, enda á leiðinni heim úr bæjarferð. í gær var ég einmitt á leið heim úr kaupstaðarferð og varð hugsað til þess þegar ég fór yfir Korpu hvað ég væri heppinn að vera ekki með jafnþungan haus og forfaðir minn og jafn þorstlátur. Og í sólskinsskapi á leiðinni uppí Borg- arfjörð var ég svona einsog að hugsa um þaö hve undurvænt mér þykir um bernskustöðvar mínar og æskuslóð, gamla miðbæinn í Reykjavík, sem er ekki nema von því ég er þar fæddur, uppalinn og hef raunar í Kvosinni alið mestallan minn aldur. Það er víst háttur skrifglaðra manna að drepa helst niður penna um það sem þeim er kærast, enda hef ég skrifað margar greinar um miðbæinn og einhverntímann heila bók um Kvosina. í þeirri bók minnir mig að ég hafi verið að hugleiða hvað mér hefur alltaf fundist Asturstræti ákaflega merkilegt og aö það hafi löngum, fyrir utan að vera gata, verið nokkurskonar spegilmynd af árstíðum, veðurfari, sálarástandi fólks og mannlíf- inu í Reykjavík. Austurstrætið er einhvern veginn þannig að þegar loftvogin fellur hverfur fólkið úr götunni og þegar kólnar í veðri leggst gatan í dvala. En um leið og sér til sólar er einsog lífsanda sé blásið í Austurstrætið af þeim fitonskrafti að mannlíf kviknar á hraða ljóssins í þessari furðulegu göngugötu. Spekúlantar að haska sér niðrí Lands- banka til að gera atlögu að krónunni, ósofnir bankamenn að skunda í vinnuna, loka fyrir gjaldeyrisverslun og gera önnur mannleg mistök, útsofnir mangarar að opna búðir sínar, flagarar við iðju sína, daðurdrósir að gefa falskar vonir, ungt fólk að draga sig saman, eða segja hvert öðru upp, og skransalar með kaupmann i maganum að breiða úr glingri sínu til að selja kaupglöðum vegfarendum óþarfa, ljóðelskir reikunarmenn með furðulega kokkteila á ennþá furðulegri flöskum, blómarósir, trúbadúrar, drukknir ofbeldis- menn og frelsaðir bindindismenn á bleiku skýi. Allir að njóta þess að spásséra um Aust- urstrætið í góða veðrinu einsog raunar hefur verið gert frá því það hét Langa- stétt. Og seinna á „Rúntinum". Og nú á síð- ustu árum hafa ungir og gamlir, fallegir og ljótir, blankir og ríkir, góðir og vondir fyllt Austurstrætið ásamt með lífgjafa sín- um, blessaðri sólinni, og notið þess að losna við bílana, tækniundur og guðsbless- un samtíðarinnar, úr augunum, eyrunum og nefinu rétt sem snöggvast. Austurstrætið er nefnilega göngugata. En það er fleirum en mér sem þykir vaent um Austurstrætið. í kringum ást sína á götunni, og raunar miðbænum öllum, stofnuðu fjáraflamenn á árunum „Miðbæjarsamtökin" til eflingar á heill og hamingju „Kvosarinnar" en gæfa þessa bæjarhluta virðist að þeirra dómi helst byggjast á því að greiðfært sé fyrir bíla um göngugötuna og sem mest geymslurými fyrir bifreiðar í miðbænum. Reglulega halda „Kaupmannasamtökin" Beckham heillar homma Enn einn titilinn er nú kominn í safn fótboltastjömunnar Beckhams. Manchester United-leikmaðurinn er ekki bara tekjuhæsti spilari Bretlands heldur er hann einnig sá sætasti í augum breskra homma. Drengurinn er langt fyrir ofan spilara eins og Michael Owen, David Ginola og Eric Cantona sem allir eru þó nefndir á fyrmefndum hommalista sem valinn var af breskri hommanetsíðu. Beckham klippti af sér sína ljósu lokka í lok síðasta leiktímabils en þrátt fyrir hárleysið sjarmerar hann enn þá kvenþjóðina. Og greinilega einnig karlpeninginn... „Það verða marg- ir hissa þeg- ar þeir koma í heimsókn og sjá gráa kanínu skjótast um íbúöina. Það er víst ekki vanalegt að kanínur séu hafðar lausar inni í íbúð- um,“ segir tónlistameminn Sif Sveinsdóttir sem átt hefur kan- ínuna Katrínu í 4 ár. Sif hafði aldrei ætlað að fá sér kanínu en einn daginn keypti hennar fyrr- verandi kærasti sér kanínu og mætti með hana til hennar í pappakassa. Kassinn fór síðan einhvern veginn aldrei heim til hans og kanínan hefur verið hjá Sif síðan. Bardot aftur á hvíta tjaldið Leikkonan og dýravemdunarsinn- inn Brigitte Bardot, sem hefur ekki sést á hvíta tjaldinu síðan 1973, hefur sagt já við að leika í nýrri kvikmynd. Myndin heitir Once upon a Time in Europe. Hún setur þó tvö skilyrði fyr- ir leik sínum og þau eru sú að hún fái prósentur af tekjunum í staðinn fyrir laun og að þau atriði sem hún á að leika í verði tekin upp nálægt heimili hennar í St. Tropez svo hún sleppi við að láta dýrin sín í hendurnar á öðr- um. Myndin fjallar um bamavændi í herbúðum nasista í heimstyrjöldinni síðari. Heyrst hefur að Míkhaíl Gor- batsjov hafi einnig verið boðið hlut- verk í myndinni og er hann að hugsa málið. fund á Borginni og er fundarefnið jafnan það að afleggja Austurstræti sem göngu- götu og „efla“ miðbæinn með aukinni bíla- umferð. Ef farsæld gamla miðbæjarins byggist á því að auka þar bílalíf á kostnað mannlífs þá legg ég til að asfalterað verði yfir allt draslið fyrir bíla og bísness og þeir sem hafa rómantíska væmni að leiðarljósi komi sér bara eitthvað annað til að njóta lífsins. Já, finni sér til dæmis stað án flugvallar í hlaövarpanum. Enda er ég svosem fluttur úr gamla góða miðbænum mínum og mun, ef að lík- um lætur, verða að láta mér nægja að njóta hans í minningunni. Ég á mér nefnilega þann draum að eyða ellinni einhvers staðar þar sem mann- eskjan er rétthærri en maskínan. Flosi Félagslynd kanína „Mér fannst alveg fáránlegt hvemig hún hoppaði á aftur- löppunum þegar ég fékk hana. Hún var svo lítil og minnti á kettling þannig að þetta kom svo skrýtilega út,“ segir Sif sem vissi þá ekkert um kanínur. í dag er staðan hins vegar allt önnur og Sif er búin að læra ým- islegt um dýrategundina eftir fjögurra ára sambúð með kanín- unni. „Þegar henni mislíkar eitt- hvað þá slær hún gjaman niður afturlöppunum. Það fer t.d. mjög 1 hana þegar ég er að æfa mig í tónheym og er að klappa mikið með höndunum. Henni finnst aft- ur á móti allt í lagi þegar ég er að spila á pianóiö," segir Sif og bæt- ir við að Katrín sé mjög félagslynd. „Hún vill helst vera nálægt mér og fylgjast með hvað ég er að gera. Hún vill hins vegar ekki láta ham- ast of mikið með sig,“ útskýrir Sif. Ba&herberglshurðin upp á gátt Annað sem kanínunni hefur skoðun á er að hún vill ekki láta loka baðherbergishurðinni. Katrín heldur sig að mestu leyti inni á baði þvi þar er hennar pissudallur og Kanínan Katrin fær að hlaupa laus um íbú&lna hjá Sif og kastar af sér vatni í dall inni á baði sem hver annar köttur. „Hún er sælkeri eins og ég,“ segir Sif. matarskál. Hún er hins vegar alfar- ið á móti því að hurðinni sé lokað og þegar gestir hafa viljað fara á klósettið hefur hún bara sest í gætt- ina svo hurðinni verði ekki lokað. Þetta hefur valdið töluverðum vand- ræðum á heimilinum enda alls ekki allir til í að gera þarfir sínar með klósetthurðina opna bara til að þóknast kanínunni. Nú eru kanínur nagdýr, hefur hún ekki eyöilagt eitthvað hjá þér? „Hún er reyndar mjög hrifin af snúmnum og nagaði einu sinni í borða hvað sem er því þá fær hún bara niðurgang. Henni finnst þó voða gott að fá sér popp og tekex með marmelaði með mér. Hún er sælkeri eins og ég,“ segir Sif sem liggur oft uppi í rúmi eða sófa með kanínuna sér viö hlið. Kanínan fær þó ekki að sofa uppi í hjá henni en eins og flestir krakkar vill hún ólm hoppa uppi í rúmi. -snæ sundur simasnúruna hjá mér. Ég er einnig með mikið af fumhúsgögn- um sem hún nartar í ef ég hef gleymt að gefa henni kornið sitt,“ segir Sif sem telur sér þó hafa tekist að £da kanínuna vel upp. „Það er nóg að sussa á hana ef hún er að gera eitthvað af sér.“ Hoppar uppi í rúml Katrín lifir á kanínufóðri og grænmeti en finnst einnig voða gott að fá sér það sem Sif er að borða hverju sinni. „Hún fær ekki að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.