Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Fréttir I>V DV-MYND FRIÐSTEINN VIGFÚSSON Tvær bandarískar konur fórust í flugslysi Mörg skip voru á leitarsvæöinu út af Vestmannaeyjum í gær sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Lík flugmannanna fundust sem og farangur og fleira. Mikil leit í vonskuveðri á sjó og úr lofti: Bandarísk flugvél fórst við Vestmannaeyjar - tvær konur á leið í flugkeppni um borð /Úvolsvöllui Hérfannst . brakið úr ' vólinni \ VESTMANNAEYJAR EEia Bandarísk tveggja hreyfla flug- vél af geröinni Aero Commander 56 hrapaöi í sjóinn suðvestur af Vestmannaeyjum í gær. Um borð í vélinni voru tvær konur, flug- maður og aðstoðarflugmaður, sem voru á leiðinni til London með fyrirhugaða millilendingu í Skotlandi. Flugvélin var á hring- ferð um jörðina og hefur verið fjallað ítarlega um ferðalagið á Netinu. Vélin hvarf af ratsjá um klukk- an nfu í gærmorgun og fannst brak í sjónum um tólf mílur suð- vestur af Vestmannaeyjum. Flug- vélin lagði af stað frá Keflavíkur- flugvellli klukkan 20 mínútur yfir Flugvélin sem fórst í gær Tveggja hreyfla, sjö sæta Aero Commander, árgerö 1973. átta í gærmorgun. Síðast heyrðist til hennar fimm mínútur í níu í gærmorgun þegar hún var í 15.000 feta hæð. Þá virtist allt i góðu lagi og var vélin þá rétt suðvestan Vestmannaeyja. Stuttu síðar, um klukkan nfu, hvarf flugvélin af ratsjá og spurðist ekkert til henn- ar þar til brakið fannst eftir há- degi f gær. Lík flugmannanna fundust svo síðdegis í gær. Leit var hafin af fullum krafti fljótlega eftir að vélin hvarf af rat- sjá. Auk flugvélar Flugmála- stjórnar tóku þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar þátt í henni ásamt varðskipinu Ægi og Herj- ólfi. Vonskuflugveður var á svæð- inu, mikið rok og rigning, auk þess sem mjög var lágskýjað. Flugvélin, sem var sjö manna, var komin nokkuð til ára sinna, smíðuð f Bandaríkjun- um 1973. Átti hún að taka þátt í flug- keppni milli London og Ástralíu. Alls hafa um 50 flugvélar frá átta löndum verið skráðar til þátttöku í keppninni í ár en hún á að hefjast næsta sunnu- dag. Að keppninni lokinni höföu konurn- ar hugsað sér að halda flugi sínu áfram og fljúga í kringum jörðu. Konurnar tvær frá Flórída, Bar- bara Gard, 52 ára flugmaður, og Gwen Bloomingdale, 59 ára að- stoðarflugmaður, voru miklir áhugamenn um flug samkvæmt upplýsingum af heimasfðu þeirra á Netinu. Voru þær með saman- lagða 30 ára reynslu af flugi, við- gerðum og endurbyggingu flug- véla. Þá voru þær samanlagt með um 3000 flugtíma og 45 keppnir að baki. -HKr. Flugmennirnir Barbara Gard fiug- maöur og Gwen Bloomingdale aö- stoöarflugmaöur. Loðnuvertíðin: Loks fannst „austurgangan" - um 250 þúsund tonna kvóti eftir - Víkingur AK aflahæsta skipið „Nú er þetta loksins orðið eins og það á að vera,“ sagði Sævar Þór- arinsson, skipstjóri á loðnuskipinu Erni KE, f gær en hann var þá á leið til hafnar með fullfermi sem fékkst í nokkrum köstum á stutt- um tíma suður af Hornafirði. Þar með gaf hún sig loksins til gangan sem kom að Austurlandinu en var alltaf svo djúpt að illveiðandi var úr henni nema fyrir skip með troll. Síðan týndist gangan f nokkrar vikur en nú er hún komin fram að nýju. Þetta þýðir miklum mun meiri veiði en áður - því verður að veiða bæði fyrir austan og vestan land og siglingatíminn styttist verulega. Sævar, skipstjóri á Erni, segir að loðnutorfan sem þeir veiddu úr hafi verið á 50-70 faðma dýpi þannig að hún á enn eftir að grynnka á sér. Hann sagði að mik- Aflahæsta skip vertíöarinnar. ið heföi verið af loðnu og hún væri miklu styttra komin í kynþroska en loðnan fyrir vestan land sem fer senn að hrygna. „Það verður ör- ugglega hægt að veiða úr þessari göngu hér fyrir austan út mánuð- inn ef ekki kemur til verkfalls," segir Sævar. Ef ekki kemur til verkfalls bendir ýmislegt til að Frá Eskifiröi Þar hefur mestu veriö landaö af loönu á vertíöinni. hægt verði að veiða allan kvótann, svo framarlega sem tíðarfar verður hagstætt. í gærmorgun nam heildarveiðin á vertiðinni 563 þúsund tonnum og þar af höfðu veiðst 437 þúsund tonn frá áramótum. Útgefmn kvóti var 818 þúsund tonn þannig að eft- ir var að veiða 255 þúsund tonn. Víkingur aflahæstur Víkingur AK frá Akranesi er afla- hæsta skipið á vertíðinni, var kominn með 33.380 tonn, samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva, i gærmorgun. Næstu skip í afla voru þá Örn KE 24.760 tonn, Sig- urður VE 23.280 tonn, Hólmaborg SU 22.972 tonn, Óli í Sandgerði AK 19.849 tonn, Júpíter ÞH 19.557 tonn, Faxi RE 19.428 tonn, Börkur NK 19.164 tonn, Grindvíkingur GK 18.493 tonn og Jón Kjartansson SU 17.969 tonn. Mestu landaö á Eskifirði Mestu hafði verið landað á Eski- firði eða 51.406 tonnum, en næstu löndunarstaðir voru Neskaupstaður 46.715 tonn, Vestmannaeyjar 45.881 tonn, Grindavík 35.605 tonn, Akranes 32.310 tonn, Þórshöfn 28.246 tonn, Seyðisfjörður 28.130 tonn og Siglu- Qörður 25.901 tonn. -gk Tannlæknabillinn af staö Egili Jónsson tann- læknir segir að nýr tannlæknabíll verði skömmu eftir dag- renningu í dag við Síðuskóla. Verið sé að hringja í foreldra og kanna hvort þeim þyki nokkuð að því að bömin séu tekin úr skólanum. Dag- ur greindi frá. Neitar aögerðum Samkeppnisráð hafnaði í gær beiðni Landssíma íslands um að það banni framkvæmd og efndir samnings Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Línu.Nets um skólanet. Stöð 2 kærir Hæstarétt Fréttastofa Stöðvar 2 hefur kært Hæstarétt íslands til dómsmálaráðu- neytisins þar sem hún hefur ekki enn fengið svör um fyrirspum sem hún sendi Hæstarétti fyrir mánuði. Fyrir- spumin varðaði öryrkjamáiið en Ai- þingi var svarað eftir þtjár klukku- Tíunda hver íbúö tóm í Bolungarvík munu um 40 íbúðir standa auðar sem er gríðarlega stórt hlutfall í 1000 manna byggðarlagi. íbúð- ir í Bolungarvík em um 390 talsins, þ.e. 9,7% þeirra standa tóm. Dagur greindi frá. Flóttamenn til Skagafjarðar Von er á 20-25 flóttamönnum frá Balkanskaga í sumar. Gert er ráð fyrir að þeir verði af blönduðum uppmna Serba og Króata. Aðeins hefur borist ein umsókn frá sveitarfélagi um mót- töku þeirra, en það er frá Skagafirði. Helmings lækkun Hrein skuidastaða rikisins hefur lækkað um helming á fimm áram, eða úr 34,5% af landsframleiðslu árið 1995 í 16-17% í ár. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar við fyrirspum Pét- urs Blöndals um niðurgreiðslu er- lendra skulda. Þúsund í framhaldsnám “Þau tímamót hafa nú orðið í starfi Há- skóla íslands að hann kemur nú fram í fyrsta sinn sem fuii- burða háskóli með eiginlegt meistara- og doktorsnám af fúiium krafti," sagði Páll Skúiason, rektor HÍ, sem kynnt hefur fyrstu kennsluskrá skólans fyrir meist- ara- og doktorsnám. - Dagur greindi frá. Hafnarstjórar á ráöstefnu Átta fulltrúar íslenskra hafna sækja nú sýningu og ráðstefnu um skemmti- ferðaskip i Flórída í Bandaríkjunum. Er þetta stærsta ráðstefna sem haldin er í heiminum. Heimilar einkarekstur Bjöm Bjamason menntamálaráðherra sendi Magnúsi Gunn- arssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, bréf þar sem hann heimlar Hafnarfjarðarbæ að bjóða út rekstur grunnskólans í Ás- iandi enda skuli hann vinna í sam- ræmi við reglugerðir og námskrá. Greiöa út 13% arö Aöaifundur Skeljungs hf var haldinn i dag. Á fundinum var samþykkt að taka upp rafræna skráningu og greiða 13% arð til hluthafa. Engin afskipti Samkeppnisráð telur ekki ástæðu tii að hafa afskipti af samningi Vegagerð- arinnar og Sæferða ehf. vegna reksturs Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.