Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjðlfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmaelendum fyrir viötöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Bankar seldir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur loks- ins látið hendur standa fram úr ermum í einkavæðingu ríkisviðskiptabankanna. í liðinni viku kynnti hún frum- varp til laga um sölu á hlutabréfum rikisins i Búnaðar- banka og Landsbanka og er markmiðið að sölunni ljúki að fullu á yfirstandandi tímabili. Hægagangur viðskiptaráðherra við einkavæðingu bankanna, sem hann tók í arf frá Finni Ingólfssyni, fyrr- um ráðherra og nú seðlabankastjóra, hefur haft alvarleg efnahagsleg áhrif. Gælur við sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka voru aðeins merki um pólitískan vand- ræðagang. í stað þess að nýta möguleika til að slá á mikla þenslu í efnahagslífinu á liðnu ári með umfangsmikilli einkavæðingu fjármálakerfisins gerðist ekkert. Afleiðing- in er sú að ríkissjóður þarf að líkindum að sætta sig við lægra verð á hlutabréfum sínum í bönkunum og heimili og fyrirtæki búa við mun hærri vexti en ella. En betra er seint en aldrei. Ákvörðun Valgerðar Sverr- isdóttur að óska eftir heimild Alþingis að selja rikisvið- skiptabankana er fagnaðarefni og gefur vonir um að hægt sé að tryggja eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði samhliða nauðsynlegri uppstokkun. En einkavæðing bankanna er aðeins skref í þá átt að draga ríkið út af fjár- málamarkaði, eins og itrekað hefur verið bent á. Á með- an nátttröll fær að halda fasteignamarkaði í heljargreip- um verður hagræðing á fjármálamarkaði takmörkuð. íbúðalánasjóður er sama marki brenndur og aðrar opin- berar fjármálastofnanir, þó reynt hafi verið að „nútima- væða“ hann með því að skipta um nafn fyrir nokkrum árum. Starfsemi íbúðalánasjóðs, eins og svo margra ann- arra opinberra lánasjóða, lýsir aðeins skilningsleysi ráðamanna á eðli og getu hins frjálsa fjármálamarkaöar. Samhliða því að selja hluti ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka hefur viðskiptaráðherra fallið frá þeirri hugmynd að setja hámark á hlut hvers hluthafa, eins og rikisstjórnin hafði látið sig dreyma um. Hugmyndin um að tryggja dreifða eignaraðild að fj ármálastofnunum á lítið skylt við raunveruleikann en er aðeins rómantísk hugsun, eins og bent var á í leiðara DV í ágúst 1999 en þar var einnig bent á afleiðingarnar: „Allar slíkar til- raunir munu leiða til þess að sparnaður almennings, sem bundinn er í hlutabréfum, er að hluta gerður upptækur - þjóðnýttur - og hlutabréfamarkaðurinn sjálfur verður ekki nema nafnið eitt. Möguleikar fyrirtækja til að afla áhættufjár til rekstrar verða stórkostlega skertir og það aftur mun draga úr möguleikum þeirra til framþróunar. Starfsmenn, hluthafar og almenningur er hlunnfarinn.“ Valgerður Sverrisdóttir hefur nú tekið undir þessa skoðun en þó er vert að hafa áhyggjur af hugmyndum um að auka völd Fj ármálaeftirlitsins með þeim hætti sem ráðherra leggur til. Samkvæmt frumvarpi sem við- skiptaráðherra ætlar að leggja fram verður eftirlit með eigendum sem eiga 10% eða meira í lánastofnunum, fyr- irtækjum í verðbréfaþjónustu og vátryggingafélögum aukið. Og þeir sem vilja eignast meira en 10% í fjármála- fyrirtækjum þurfa að sækja um sérstakt leyfi til Fjár- málaeftirlitsins. Verði frumvarp ráðherrans að lögum eru ótrúleg völd færð til einnar stofnunar - völd sem embættismenn eiga ekki að hafa. Áður en þingmenn samþykkja að færa embættismönnum slik völd ættu þeir að hugsa sig vel um. Óli Björn Kárason I>V 9000 tonn af rafeindaúrgangi Nú þessa dagana er verið að yfirfara í stjómkerfinu frumvarp umhverfisráð- herra um úrvinnslugjald. Þar er um að ræða laga- setningu til þess að ná tök- um á gríðarlegu magni úr- gangs og freista þess að fullnægja tilskipunum Evr- ópubandalagsins um ýmsar úrgangstegundir. Nýlega skoðaði ég í Noregi verk- smiðju sem tekur við not- uðum, ónýtum kæliskáp- um. í Noregi falla til um 150.000 ónýtir kæliskápar á ári. Þeim er safnað saman og þeir sendir í verksmiðju þar sem þeir eru hlutaðir í sundur og sendir til endurvinnslu. Þjöppur eru teknar sérstaklega, freonloftegund- um tappað af kælikerfum og úr ein- angrun. Það kom mér á óvart að ósoneyðandi loftegundir sjálfs kæli- kerfisins eru aðeins ’/4 hluti óso- neyðandi lofttegunda í kæliskápn- um. 3/4 hlutar eru í einangrun, ureþaneinangrun skápsins. Norð- menn mala einangrunina og ná úr henni þessum lofttegundum í þar til gerðum klefa með undirþrýstingi. í Noregi eru 93% kæliskápa með ósoneyðandi lofttegund- um, KFK. Þeir halda því fram að eft- ir fimm ár verði þetta hlut- fall komið niöur í 50%, en bann liggur við notkun þess- ara efna. Meðferð úrgangs- ins er að verða fræðigrein. Meðalkæliskápurinn hefur 12 ára lífaldur, vegur 50 kg og í honum eru um 400 g af ósoneyðandi lofttegundum. 70% skápsins er járn. Tíu þúsund kæliskápar Norðmenn eru um 15 sinnum fleiri en við. Neyslumynstur þeirra er svipað og okkar. Þetta þýðir að á ís- landi falla til um 10.000 kæliskápar á ári ónýtir. Úrgangsfjallið er ekkert smáíjall. Ögmundur, forstjóri Sorpu, sagði mér að tilraun hefði verið gerð með rafeindaúrgang í borginni. Á einni helgi söfnuðust á einni gáma- stöð sex tonn af rafeindaúrgangi. Önnur helgi sýndi sömu niðurstöðu. Mest var af tölvum, prenturum og sjónvörpum. Sorpa er að leita leiða til þess að fást við þennan þátt úr- gangs sérstaklega. Erlendis eru verk- Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur „Meðferð úrgangsins er að verða frœðigrein. Meðalkœli- skápurinn hefur 12 ára lífaldur, vegur 50 kg og í hon- um eru um 400 g af ósoneyðandi lofttegundum. 70% skápsins er jám. “ smiðjur sem taka á móti þessum úr- rífa hann í sundur í frum- Sé rafmagns- og rafeindaúrgangur skilgreindur sem búnaður sem fellur til við notkun og framleiðslu raforku Ef menn líta til baka, eins og grein- arhöfundur hefur verið að gera í tveimur síðustu greinum um veiði- stjórnunarreynslu íslendinga, þá hljóta menn að vera sammála um að ekki hefur tekist til eins og menn hafa vonast eftir. Meira enl6 ára reynsla hefur leitt í ljós, eins og áður er komið fram, að framkvæmd stjórn- ar fiskveiða með kvótakerfi er stór- gölluð. Hvernig á að bæta úr þeim göllum? Þaö er vandinn sem menn eru að glíma við og hafa sett á laggirnar Endurskoðunamefnd um stjórnun fiskveiða. Hún nær enn engu sam- komulagi. Auðlindanefnd hefur skil- að frá sér plaggi sem túlk- að er á mismunandi vegu og einstaka vilja stinga þeirri skýrslu undir stól og gleyma henni. Eins og þeir hafa séð, sem lesið hafa skýrsluna, þá er um fyrirvara að ræða hjá nefndarmönnum í ýmsu en þó er grundvallarsátt um meginatriði sem varöa aðgang aö auðlindum, (al- menningi íslands) sam- eign landsmanna. Gísli S. Einarssort, þingmaöur Samfyikingarinnar Þarf Salomonsdóm? Eftir þau 16 1/2 ár sem kvótakerfið „Hagur landsbyggðarinnar hefur byggst á þessum hugtökum frá ómunatíð en með núverandi framkvœmd fiskveiðistjórnunarkerfisins eru þau fótum troðin. “ hefur verið í gildi (fyrst sett á til bráðabirgða) verður að meta áhrif kerfisins á hlut- lausan hátt og opinskátt, á ein- faldan, skiljanlegan máta fyrir íslendinga og aðra. Það er vilji þjóðarinnar sem þarf að hafa að leiðarljósi og menn verða þá að horfa til upphaflegra markmiða (verndun og efling veiðistofna) og reynslu liðinna ára. Mér er það ljóst, eins og flestum, að hlutlægt mat á ár- angri kvótakerfisins er ekki auðvelt. Það eru þvílíkir hagsmunir í húfi. Taka þarf tillit til sveiflna í vist- kerfi, taka þarf til- lit til sóknar, taka verður tillit til stjórnarskrár- ákvæðis um sam- eign þjóðarinnar og einnig til al- þjóðlegs umhverf- is svo nokkuð sé nefnt af því sem fyrir liggur. Það sem áunn- ist hefur með fisk- veiðistjómunar- kerfi því sem við notum hefur verið dýru verði keypt. Mjög fámennur hópur ráðskast með auðlindina án þess að greiða fyrir afnot af henni. Ef þeir hefðu greitt eðli- legt gjald fyrir af- notin sem speglaði raunverðmæti þess sem þeir nýta þá tel ég að sátt væri uppi um hluta framkvæmdar veiðistjómunarinnar. Ég vil að völd- um hópi fræðimanna verði falið að gera tillögur um nýja framkvæmd kvótakerfisins. Þeir gætu myndað Salomonsdóm sem setja má lög um. Möguleíki allra. Sú niðurstaða sem þarf að ná fram er að jafnræði sé um aðgang að auð- lindinni og endumýjun geti átt sér staö í greininni. Annars verður úr- kynjun. Öllum útgerðarmynstrum séu gerð sambærileg skilyrði. Mann- réttindaákvæði í stjórnarskrá verður að virða varðandi frjálst val á at- vinnu. Viðurkenna ber að það er ekki hægt að einkavæða fiskistofna. Það er grundvallaratriði að þeir sem nýta auðlind greiði fyrir það eðlilegt gjald sem renni í sjóði til hagsbóta fyrir almenning og til stoð- greina þeirra sem tengdar em við- komandi auðlind. Almennar reglur um nýtingu og umgengni við almenn- inga / auðlindir þurfa að vera svo einfaldar og skýrar að þær séu óum- deildar. Menn geta aldrei orðið aftur hinn frjálsi og sjálfstæði sjómaður, trillu- karl eða togarajaxl, íslandsbersi eða einfari á miðum. En það er unnt að komast í námunda við ímynd hins frjálsa og óháða, ef hugtökin um frelsi einstaklingsins og jafnræði þegnanna eru í heiðri höfð. Hagur landsbyggð- arinnar hefur byggst á þessum hug- tökum frá ómunatíð, en með núver- andi framkvæmd fiskveiðistjórnunar- kerfisins eru þau fótum troðin. Gísli S. Einarsson Með og á móti Engin merki um skaða J „Ég veit ekki til jÉLm. þess að skógrækt jtí; sem stunduð hefur verið á Islandi hafi haft nein nei- kvæð áhrif á rjúpnastofninn og ég hef ekki séð neinar rannsóknir sem benda til þess. Vissulega geta allar framkvæmdir sem rýra upp- eldissvæði dýra eins og rjúpna haft skaðleg áhrif. Én enn sem komið er hef ég ekki séð nein merki þess að skógrækt hafi valdið þar skaða held- ur þvert á móti. Það er líka misjafnt Sigurður G. Tomasson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur á hvemig landi á að rækta skóginn, hvort þar eru mikil- væg beitarsvæði rjúpunnar eða ekki, og hversu mikið land er friðað. Þá er spurningin hversu mikið af landinu er tekið beinlinis undir skógrækt. Ég nefni sem dæmi Heiðmörk þar sem heildarlandsvæðið er 2.800 hektarar. Skógur er ræktaður á um 500 hekturum og ég hef engar efasemdir um að þessi skóg- rækt bætir lífsskilyrði rjúpunnar á svæðinu." Idisstöðvum rjúpunnar? Barrskógar dauöir rjúpunni „Það sem deilt hefur verið um eru « “ áhrifin af ræktun T þeirra barrskóga sem boðaðir eru. Héraðsskógar, Suðurlands- skógar, Vesturlandsskógar og Nórðurlandsskógar gera ráð fyrir að 750 til 800 ferkílómetr- ar af landi, sem allt er gróið land og líklega mólendi, verði lagðir undir barrskóga. Þetta land er uppeldisstöðvar fyrir rjúpuna og margar aðrar líf- verur, til dæmis heiðlóu, spóa, tittlinga og fleiri mófugla. Við fáum í þúsund fuglar." staðinn nýtt vistkerfi sem er barrskógur og það er dautt rjúpunni. Síðan getum við spurt hver sé fórnarkostnað- urinn ef við ræktum 750 til 800 ferkílómetra af barrskógi. Ef við gerum ráð fyrir að þetta séu 750 ferkílómetrar og allt mólendi og miðum við algeng- an varpþéttleika rjúpna gæti þetta þýtt að við töpuðum 50 til 60 þúsund rjúpnaungum úr hauststofninum í hámarksári. Heildarveiði íslendinga á rjúp- þúfu- um í síðasta hámarksári var um 160 Olafur K. Nielsen fugiafræöingur é Néttúru- fræöistofnun |||t Umhverfisráðherra sagði á Alþingi á dögunum að skógrækt gæti eyðilagt uppeldisskilyrði rjúpunnar á íslandi. og flutning hennar falla til í Noregi um 32 kg á íbúa á ári. Þetta svarar til um 9000 tonna á ári hérlendis. Innihaldið er m.a. ýmsir þungmálmar sem ekki er æskilegt aö safnist upp á venjulegum urðunarstöðum. í einni verksmiöju í Noregi unnu um 30 manns við þennan úrgang. Ábyrgð framleiðenda Það sjónarmið vinnur stöðugt á að framleiðandi vöru hætti ekki að bera ábyrgð á henni þegar hann hefur selt hana og ábyrgðartími rennur út. Nú telja margir að meðhöndlun úrgangs að notkun lokinni sé hluti framleiðslu- kostnaðar. Þetta kristallast í því kerfi sem komið hefur upp í mörgum lönd- um Evrópu varðandi umbúðir, Græna punktinum. Sama sjónarmið er komið fram varðandi bifreiðar, bildekk og fleira. Frumvarp umhverfisráðherra felur í sér snjalla millileið, úrvinnslugjald, sem innheimt verður við innílutning eða framleiðslu og notað til þess að koma úrgangi tO endurvinnslu. Mér segir svo hugur utp að með þessu frum- varpi verði þáttaskil í úrgangsmálum Islendinga, verði það að lögum. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Sannkölluö land- og lofthreinsun „Að losa Vatns- mýrina við ótrúlega fáránlegan flugvöll á besta mögulega bygg- ingarsvæði höfuð- borgar landsins, nýta það fyrir íbúabyggð og aðrar byggingar sem henta í tengslum við miðbæjarkjarnann væri sann- kölluð land- og lofthreinsun og borg- in ætti möguleika á að verða al- mennileg borg.“ Trausti Eiríksson verkfræöingur í Mbl. 6. mars. Aðild aö ESB óhugsandi nú „GrundvaUaratriði fyrir okkur er að hafa okkar markmið gagnvart Evrópusam- bandinu vel skU- greind. GUdir þá einu hvaða leið er farrn hvort sú tíð kemur að þarf að að styrkja ákvæði EES samningsins, taka upp tvíhliða viðræður eða taka upp við- ræður um aðUd aö Evrópusamband- inu. Sú aðUd er óhugsandi á þeim skUmálum sem nú eru uppi.“ Jón Kristjánsson alþm. í Degi 6. febrúar. Vafasamur ávinning- ur af vetni „Miklir möguleikar geta falizt i nýtingu vetnistækninnar. Þó ber að hyggja að hugsanlegum neikvæðum afleiðingum hennar. Til dæmis má spyrja hvort íslendingar myndu sætta sig við að framleiðsla vetnis tU útflutnings yrði svo mikU, aö hún kallaði á byggingu nýrra stór- virkjana. Líklega dettur þó fáum í hug að leysa umhverfisvanda með því að búa til nýjan.“ Úr forystugreinum Mbl. 6. mars. Vinapólitíkin „Hannes (Hólm- steinn Gissurarson) er bam í sandkassa Skjás eins og hann er hamingjusamt bam á köflum, en búinn að finna sinn guð. Hann veit, að guð er ís- lenskur og er Odds- son ... Hannes er aUs ekki einn um þessa vinapólitík. Mörður (Ámason) kaUar líka tU skoðanabræður sína og fleiri mætti nefna, t.d. í gleði- bankahorninu „Maður er nefndur". Og áhorfandinn situr uppi meö eins- leita og óþroskaða umræðu." Björn Þorláksson blm. í Degi 6. mars. Skoðun íslenska í kvikmyndum Rétt segja þeir Gunnar Stefánsson og Ulugi Jökuls- son: þrætur um þaö hvort syngja skuli popplag á ís- lensku eða ensku í Eurovision koma tjáningar- frelsi ekkert við. Það er i raun spurt um það með hvaða skilmálum íslensk ríkisstofnun (RÚV) styður viðleitni islenska poppara tU að koma sjálfum sér á fram- færi. Þeir segjast eiga meiri möguleika á því að selja sín lög og komast á samning ef þeir noti ensku og það er þetta við- horf sem er látið verða ofan á. Þetta skrýtna mál þarf ekki að vera rok í vatnsglasi. Það vísar út fyrir sig á ýmsan veg. Tökum miklu stærra dæmi: hvað um Kvikmynda- sjóð? Það hefur verið drjúg samstaða um að íslendingar hljóti að búa til kvikmyndir og að það verði ekki gert án opinbers stuðnings. Svo leng- ist söngurinn: íslenskur markaður er of lítUl, kvikmyndamenn verða líka að sækja fé og áhorfendur út fyr- ir landsteina. Gott og vel, enn eru aUir sammála. En þá gerast spurn- ingar öUu erfiðari. Hvemig á að haga þessari sókn og þessari fjáröfl- un - sem á sér þó frumforsendu í op- inberum innlendum stuðningi við kvikmyndagerð? Hættum sérvisku? Svörin eru smám saman að færast i þessa átt hér: Við megum ekki binda okkur um of við íslenska sérstöðu og íslenska tungu. Við verð- um að búa tU handrit sem snúast um það að útlend- ingur er kominn tU ís- lands. Við reynum að selja uppákomur sem verða þeg- ar FuUltrúi Heimsins rekst á þessa HámenningarviUi- mannaþjóð á köldum klaka. Óg þar með höfum við líka afsökun fyrir því að láta helstu persónur kvikmyndar tala ensku - og um leið með okkar eigin hreim. Þegar þessum áfanga er lokið tekur sá næsti við. Hann er sá að við verðum að gera myndimar bæði á íslensku og ensku. Á íslensku fyrir heimamenn eitthvað veröa þeir að fá fyrir sinn snúð grey- in. En um leið verði aUt tekið upp tvisvar. Leikaramir sjá alþjóðlegum markaöi fyrir enskum varahreyfing- um - og síðan er dubbað yfir með ekta ensku sem er laus við norðlægan afdalakeim. Og aö sjálfsögðu mun hér ekki lát- ið staðar numið. Sagt verður - eins og í poppdæminu úr Eurovisoninni: enska ER mál kvikmyndanna. Svo tU aUar myndir sem pluma sig á al- þjóðlegum markaði eru leiknar á ensku. Að því hljótum við að stefna - og láta okkur nægja það að íslenskt landslag verður í miklu hlutverki og hestar skeiða glatt yfir tjaldið og kannski er stuðst við einhvern þráð úr Njálu eöa Sjálfstæðu fólki og kannski verður annar leikstjórinn íslenskur og eitthvað af leikurunum og barasta allir statistamir. Heima- mönnum finnst þetta kannski heldur klént en þeir verða að átta sig á því að við þessari þróun verður ekkert gert. Þetta er bara svona. Vindhögg á markaði Eitthvað í þessa átt er og verður talað með vaxandi þunga. En áður en aUir taka undir er rétt að minna á þetta hér: Það er rétt að kvikmynd- in er að mestu á ensku, það er meira að segja rétt að kvikmyndin er bandarísk. I heiminum er það mynstur orðið tU að þjóðirnar horfa á amrískar myndir - en hver þjóð virðist um leið hafa mikla þörf fyrir myndir á eigin tungu sem lýsa henn- ar veruleika, á hverju ári berjast nokkrar slíkar á heimavelli um mikla aðsókn við bandaríska met- söluvöru. Gleymum því ekki. I ann- an stað: smáþjóðum reynist gífurlega erfitt að flytja út myndir. En erfiðast þó tU enskumælandi heims' - og Bandaríkin taka helst aUs ekki við erlendum kvikmyndum, heldur kaupa menn þar í landi t.d. hol- lenska mynd og búa til amríska upp úr henni. Aftur á móti virðumst við íslend- ingar enn eiga smávon um að fólk á Norðurlöndum og Þýskalandi og jafnvel víðar utan enskusvæðis geti hugsað sér að sjá eina og eina mynd héðan. Og þar er enskan ekki tU neins. íslensk mynd, hönnuð fyrir enskufólk, getur reynst náttúrulaust vindhögg á markaðnum. Árni Bergmann „Verðum við að láta okkur nœgja íslenska náttúru í stóru hlutverki og að hestar skeiða yfir tjaldið og að kannski verður rakinn upp einn þráður úr Njálu og annar úr Sjálfstœðu fólki?“ - Kvikmyndað í stóðréttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.