Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 9 Fréttir Vinstri grænir neita að hafa rætt við R-lista um samstarf: Völd og skipting sæta við kjötkatlana - sett ofar málefnum, segir formaður Reykjavíkurfélags VG „Mér sýnist helst að fólk vilji meira ræða völd og skiptingu sæta við kjötkatlana heldur en að ræða hvaða málefni eigi að setja á odd- inn, í hvemig borg við viljum búa og hvernig hagsmunum borgaranna verði best komið,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, formaður stjómar Reykjavikurfélags vinstri grænna við DV, i kjölfar nýafstaðins fundar stjórnarinnar. Þar var gerð sam- þykkt þar sem bornar voru til baka þær fréttir fjölmiðla að vinstri grænir hefðu átt viðræður við full- trúa R-lista vegna hugsanlegs borg- arsamstarfs. Sigríður sagði þessar fregnir algjörlega úr lausu lofti gripnar. Hvorki hefðu farið fram formlegar viðræður né málaumleit- anir af neinu tagi. Samkvæmt heimildum DV er mikil andstaöa í röðum vinstri. grænna við sameiginlegt prófkjör umræddra flokka. Þar á bæ hyllast menn fremur að því að skipað yrði á lista, eftir að hver flokkur hafi valið sína fulltrúa með sínum hætti. Sigríður benti á að R-listinn væri ekki til sem slíkur nema út kjörtímabilið. Að því loknu stæðu eftir Samfylkingin og Fram- sóknarflokkurinn. Hvort vinstri grænir færu í samstarf fyrir eða eft- ir kosningar myndi byggjast alfarið á því hvernig þær áherslur sem VG vildu leggja fram í borgarmálum yrðu best tryggðar. „Við erum mjög fylgjandi því að félagshyggjuöfl standi saman,“ sagði Sigríður. „Ég geri ekki ráð fyrir að neitt okkar langi til að sjá borgina í höndum sjálfstæðismanna á nýjan leik. Vinstri grænir eru með mjög mikið fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Þá er sú spurn- ing ef til vill tímabær hvort kjósend- ur þurfi ekki í nafni lýðræðisins að fá að segja hvort þeir vilji leggja áherslurnar lengra til vinstri, þar sem við erum, heldur en t.d. Sam- fylkingin." Aðspurð um afstöðu vinstri grænna til prófkjörs fyrir borgar- stjórnarkosningar sagði Sigríður mjög mismunandi hvemig prófkjör leggðist í fólk. „Almennt séð er mín persónulega skoðun sú að það sé skelfilegt að sjá flokksfélaga eyða fé og kröftum í að berjast hver við annan um sæti á lista og fara síðan að safna saman brotunum af þess- um félagsmönnum og segja þeim að fara að vinna saman." -JSS Sigríður Stefánsdóttir. DV-MYND HARl Vjollca Krasniqi, bókmennta- og félagsfræðingur Hún talaði ásamt fleirum á ráöstefnunni Konur og Balkanstríðin sem haldin var í hátíðarsal Háskólans. Konur og stríð Ráðstefna var haldin á fóstudag- inn í Háskólanum undir heitinu Konur og Balkanstríðin og voru gestir þrjár konur frá Balkanskaga, þær Zarana Papic, aðstoðarprófessor í mannfræði við háskólann i Belgrad, Vesna Kesic, félags- og sálfræðingur frá Króatíu og Vjollca Krasniqi, bókmennta- og félagsfræðingur frá Kosovo. Konurnar þrjár eru allar þekktar á alþjóðavettvangi og fjölluðu á ráðstefnunni um pólitískt ástand á Balkanskaga með sérstakri áherslu á reynslu kvenna. Einnig voru gestir á ráðstefn- unni kvikmyndagerðarkonurnar Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska sem nú eru að vinna heimilda- mynd um konur í stríðinu á Balkanskaga. Ráðstefnan var vel sótt og gerð- ur góður rómur að málflutningi gestanna sem og þeirra heima- manna sem tóku til máls. -þhs Fyrirhuguð ræktun 750 ferkílómetra af barrskógi hér á landi: 50-60.000 rjúpuungar tap- ast í hámarksári - segir Ólafur K. Nielsen líffræðingur Ólafur K. Nielsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að fórnarkostnaður við fyrirhugaða ræktun barrnytjaskóga hér á landi sé mikill á kostnað rjúpnastofnsins. Sé miðað við 750 ferkílómetra rækt- un barrskóga og 10 rjúpnapör á fer- kílómetra, sem sé algengur þéttleiki viða i íslenskum móum, megi gera ráð fyrir að 50-60.000 rjúpuungar tapist úr hauststofninum í hámarks- ári. Talsverð umræða hefur spunnist um þau ummæli Sivjar Friðleifs- dóttur umhverflsráðherra á Alþingi að framtíð mikilvægustu uppeldis- svæða rjúpunnar verði ekki eyðilögð t.d. með skógrækt. Þeirri staðhæfingu að skógrækt eyði rjúpu hafa skógræktarmenn mótmælt. Ólafur veitti ráðherra þær upplýs- ingar sem ummælin byggðust á. „Það eru uppi áætlanir fjármagn- aðar af hinu opinbera um að rækta nytjaskóga til timburframleiðslu," segir Ólafur. „Skógræktarmenn segja mér að þetta eigi að vera einir 750-800 ferkílómetrar af grónu landi sem fara undir þessa skóga. Ég geri ráð fyrir að megnið af því sé mó- lendi. Þær trjá- tegundir sem not- aðar eru til viðar- framleiðslu eru fyrst og fremst vissar barr- tegundir, en einnig Alaskaösp og birki. Þegar þessir skógar vaxa upp, sem gerist á löngum tíma, verður alger umbylting á öllu gróðurfari og dýralífi. Rjúpan er ekki skógarfugl. Varplönd hennar eru fyrst og fremst opin svæði, s.s. móar af ýmsum gerðum. Hún sækir jafnframt inn i birkiskóga enda étur hún birkið. Þetta karp snýst um þessi stóru áform, það er barrskóg- ana. Rjúpan getur ekki étið barrtré, þannig að slikt skóglendi verður henni dautt land.“ Ólafur segir að alltaf þegar nefnt sé að rjúpan þríflst ekki í barrskóg- um bregðist skógræktarmenn reiðir við. En það sé ekki rétt að barrskóg- inum fylgi aukin gróska, fleiri teg- undir plantna og fugla. Hvað rjúp- una áhræri sé það kolrangt. -JSS Ólafur K. Nielsen S j ómannasamningarnir: Lokalotan að hefjast Tiðindalaust hefur verið frá við- ræðum forsvarsmanna sjómanna og útgerðarinnar undanfarna daga þrátt fyrir nokkrar fundarsetur í síðustu viku. Samningafundi sem boðað hafði verið til á mánudag var frestað að ósk útgerðarmanna en fundað var að nýju í gær hjá sáttasemjara. Við- mælendur DV voru í gær á einu máli um það að nú kynni að fara að draga til tíðinda í þessari deilu, verkfall væri að skella á eftir rúma viku og sáttasemjari færi að láta á það reyna fyrir alvöru hvort ein- hver grundvöllur væri fyrir því að ná samningum áður en til verkfalls- ins kemur. „Lokalotan hlýtur að fara að hefjast, tíminn í verkfall er orðinn mjög knappur og nú verður farið að setjast yfir þessi mál af miklum þunga,“ sagði viðmælandi okkar úr röðum sjómanna í gær. -gk — Glæsilega hönnuð og kraftmikil hljómtækjstæða með 2x100W útgangsmagnara, Power Bass hátalara og funkyblárri bakiýsingu. Einingar sem auðvelt er að taka sundur, gegnsætt lok fyrir CD spilara og allt það sem þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu og meira til. — BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.