Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Hagnaður Húsasmiðj- unnar 318 milljónir Á heildina litið er afkoma Húsasmiðjunnar örlítið lakari en spáð hafðl verið, en stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 15% arður. Hagnaður Húsasmiðjunnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta nam um 889 milljónum króna eða 11,3% af rekstrartekjum, saman- borið við 549 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 318 millj- ónum króna, samanborið við 305 milljóna króna hagnað árið áður. Veltufé frá rekstri var 697 milljónir, samanborið við 513 milljónir króna árið áður. Á heildina litið er afkoma Húsa- smiðjunnar örlítið lakari en spáð hafði verið en í spám fjármálafyrir- tækja um afkomu var að jafnaði gert ráð fyrir 387 milljóna króna hagnaði eftir skatta. Hagnaður fyrir afskriftir er hins vegar heldur meiri en fjármálafyrirtækin bjuggust við, en þau spáðu 761 milljón í hagnað fyrir afskriftir. Rekstrartekjur Húsasmiðjunnar námu alls 7.885 milljónum króna á árinu 2000 og er þar um verulega aukningu að ræða á milli ára, eða 34,4%. Aukin velta skýrist meðal annars af fjárfestingum félagsins en á árinu 2000 sameinuðust félögin ís- kraft ehf., Byggingavörur ehf. og H.G. Guðjónsson ehf. Húsasmiðj- unni hf. undir nafni hennar. Þá keypti Húsasmiðjan allt hlutafé Blómavals um mitt ár og voru félög- in sameinuð i framhaldi af því. Rekstrarkostnaður án afskrifta sem hlutfall af sölutekjum er 88,7%, samanboriö við 90,7% árið á undan. í frétt frá Húsasmiðjunni kemur fram að það skýrist að mestu af minni vörunotkun sem var 62,0%, samanborið við 63,8% árið áður, og lækkun annars rekstrarkostnaðar úr 10,4% í 9,8%. Á móti hækka laun og launatengd gjöld sem hlutfall af sölutekjum úr 17,0% í 18,2%. Auk almenns launaskriðs á árinu skýrir aölögun upplýsingakerfa Húsa- smiðjunnar að þörfum nýrra rekstr- areininga hækkandi launahlutfall milli ára. Þess er vænst að þessi vinna muni skila sér í vaxandi hag- ræðingu á næstu misserum. Hrein fjármagnsgjöld námu um 159 milljónum króna, samanborið við hreinar fjármunatekjur að upp- hæð vun 61 milijón árið áður. Skýrist sú breyting að mestu með 187 milljóna króna gengistapi vegna lána félagsins í erlendum myntum. Söluhagnaður rekstrarfjármuna var um 62 milljónir króna. Eigið fé Húsasmiðjunnar hf. i árs- lok 2000 var um 2.958 milljónir króna og jókst það um 637 milljónir á árinu. Eiginfjárhlutfall er 36,7% en var 43,8% í upphafi árs. Rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2001 gerir ráð fyrir að rekstrar- tekjur verði um 9000 milljónir króna og að hagnaður eftir skatta verði um 5% af veltu, eða um 450 milljónir króna. Aðalfundur félagsins verður hald- inn þann 15. mars 2001, kl. 16.00, á Grand Hótel Reykjavík. Stjóm félagsins leggur til að greiddur verði 15% arður. Sigurður Smári Gylfason ráðinn framkvæmda- stjóri ÍSHUG Siguröur Smári Gylfason viöskiptafræöingur. Á aðalfundi íslenska hugbúnað- arsjóðsins hf. hinn 6. febrúar sl. voru kynntar fyrirætlanir um að hefja eigin rekstur í stað þess rekstrarfyr- irkomulags sem verið hefur í gildi undanfarin ár. í sam- ræmi við þær breyt- ingar hefur Sigurður Smári Gylfa- son verið ráðinn fram- kvæmda- stjóri félags- ins en hann var áður stjórnarfor- maður þess. Við stjórnarformennsku tekur Stefán H. Stefánsson og Guðmund- ur Guðmundsson verður varafor- maður í hans stað. Breytingar þessar taka gildi I dag. í frétt frá íslenska hugbúnaöarsjóönum hf. segir að á næstu vikum verði kynntar nánar nýjar áherslur í starfsemi félagsins í samræmi við fyrirætlanir sem kynntar voru á aðalfundi þess. Sigurður Smári Gylfason er við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands. Sigurður hefur setið í stjóm íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. frá upphafi og í stjórnum fjöl- margra hugbúnaðarfyrirtækja fyr- ir hans hönd frá stofnun árið 1997. Hann hefur starfað á sviði áhættu- fjárfestinga frá árinu 1993. Stefán H. Stefánsson stýrir stefnumótunar- og þróunarsviði Landsbanka íslands og hefur gegnt stjórnunarstörfum fyrir Lands- bankasamstæðuna síðan 1996. Stef- án útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá HÍ 1995 og M.Sc. i fjár- málum frá University of Reading 1996. Guðmundur Guðmundsson er forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbanka íslands hf. og hefur gegnt stjómunarstörfum hjá Bún- aðarbankanum síðan 1997. Guð- mundur er verkfræðingur frá HÍ 1990 og M.Sc. í verkfræði frá North Carolina State University 1992. 275 milljón króna tap hjá Eign- arhaldsfélaginu Alþýöubankinn Afkoma EFA, Eignarhaldsfélags- ins Alþýðubankinn hf., á árinu 2000 var mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir, en tap á árinu var 274,6 m.kr. að teknu tilliti til skatta, en 552,4 m.kr. hagnaður varð af rekstri félagsins á árinu 1999. Meginskýringin á þessari slöku afkomu er erfiðar aðstæður bæði á skuldabréfa- og hlutabréfa- markaði. Veröbréf sem flokkuð eru sem veltuverðbréf eru færð til eignar á markaðsverði. Mat á hlutabréfum i ársbyrjun 2000 hefur verið lækkað um 242,9 m.kr. og mat á skulda- bréfum hefur verið lækkað um 84,4 m.kr., eða samtals um 327,0 m.kr. Við þessar breytingar lækkar eigið fé í ársbyrjun um 228,9 m.kr., eftir að tekið hefur verið tillit til áhrifa tekjuskattsskuldbindingar sem lækkar um 98,1 m.kr. Hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi árs- ins 1999 lækkar um 64,6 m.kr. Sam- anburðarfjárhæðum í ársreikn- ingnum verið breytt til samræmis við breyttar reikningsskilaaðferð- ir. Hreinar fjármunatekjur á árinu voru neikvæðar um 34,7 milljónir króna í stað 86,9 milljóna króna hagnað árið áður. Meginskýringin á þessari lækkun er aukin skuld- setning félagsins vegna fjárfestinga 1 óskráöum hlutabréfum. Gengistap af annarri fjármála- starfsemi nam 519 m.kr., til saman- burðar við 418,5 m.kr. gengishagnað á árinu 1999. Breytingin á milli ára var því 937 m.kr. og skýrir að mestu lækkun hagnaðar frá fyrra ári. Þess má geta að EFA færir eignir sem skráðar eru í kauphöll, hvort sem þær eru í veltubók eða fjárfestingar- bók, á markaðsvirði í árslok. Meginstarfsemi félagsins er fiár- festingar í óskráðum hlutabréfum, eftirfylgni með þeim fiárfestingum og endursala þeirra með skráningu á markaöi eða beinni sölu. Ljóst er að erfiðar aðstæður á Qármála- mörkuðum á siðasta ári drógu úr möguleika félagsins á að innleysa verðmæti úr óskráðum félögum á árinu. Bókfært eigið fé félagsins í árslok nam 3.015,7 milljónum króna sam- kvæmt efnahagsreikningi, að með- töldu hlutafé að fiárhæö 1.267,4 milljónir króna, og hefur hækkað úr 2.895,5 milljónum árið áður. Arð- semi eigin fiár var neikvæð um 5,4% á árinu og raunávöxtun nei- kvæð um 8,9% og undanfarin 5 ár hefur raunávöxtun eigin Qár verið að meöaltali 16,4%. Niðurstaða efna- hagsreiknings er 6.860,9 milljónir króna og hefur hækkað úr 5.021 milljón króna frá árslokum 1999, eða 36,6%. Eiginfiárhlutfall félags- ins af niðurstöðu efnahagsreiknings var í árslok 44,5% og hefur lækkað úr 57,1% frá árinu áður. Eigið fé félagsins, samkvæmt ákvæðum 10. gr. laga um lánastofnanir, aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, er 27,8% en má samkvæmt lögum ekki vera lægra en 8%. Á árinu 2000 fiárfesti félagið fyrir um 2.070 milljónir króna í óskráð- um hlutabréfum, þar af 89 milljónir í óskráðum erlendum félögum. Félagið seldi hlutabréf í óskráðum félögum fyrir 268,5 milljónir króna á árinu. Stærsta einstaka fiárfesting- in á árinu var í Kaupási hf. IE og Roche semja um samstarf á sviði DNA-greiningarprófa - skilar ÍE umtalsveröum tekjum næstu fimm árin íslensk erfðagreining og Roche Diagnostics hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði DNA-greiningarprófa. Á næstu 5 árum mun Roche veita um- talsverðum fiármunum í rannsókn- ir sem framkvæmdar verða af ÍE, í formi fastra greiðslna, greiðslna sem tengdar verða ákveðnum áfóng- um í samstarfinu og hlutdeildar í sölu nýrra afurða sem fram kunna að koma. Samstarf fyrirtækjanna sam- kvæmt þessari viljayfirlýsingu er þegar hafið, að því er segir í frétt frá íslenskri erfðagreiningu. Erföafræðirannsóknir og upplýs- ingatækni ÍE verða notuð til að hanna samræmd próf til notkunar við greiningar á algengum sjúkdóm- um og til að spá fyrir um einstak- linga í áhættuhópum með það að markmiöi að finna skilvirkari meðferð og forvamir. Samstarfiö er byggt á þeirri sérþekkingu sem er til staðar inn- an fyrirtækjanna. ÍE leggur til einstæða að- ferðafræði við erfða- fræðirannsóknir og sérhannaðan hugbún- að og Roche Diagnost- ics er leiðandi i þróun greiningarprófa fyrir heilbrigðis- þjónustu. Auk samstarfs við þróun nýrra greiningarprófa hyggjast fyr- irtækin vinna saman við þróun upplýsingatækni og annarrar þjón- ustu fyrir heilbrigðisgeirann. Með þeim mun læknum og sjúklingum þeirra verða gert auð- veldara að meta niður- stöður greiningarprófa sem byggjast á grein- ingu á DNA og þau munu þannig styðja við ákvarðanatöku og auka möguleika á því að réttum meðferðar- úrræðum sé beitt tím- anlega og þannig kom- ið í veg fyrir myndun sjúkdóma. Tekið er fram i frétt ÍE að þessi samningur sé viðbót við rannsóknarsamning fyrirtækjanna frá 1998. Með honum verður efnt til samstarfs um rannsóknir á fleiri sjúkdómum en áður og hlutur ÍE í þróun nýrra afurða og þjónustu stóraukinn. DV HEILDARVIÐSKIPTI 2560 m.kr. - Hlutabréf 1300 m.kr. - Húsbréf 788 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin 546 m.kr. Össur 436 m.kr. Íslandsbanki-FBA 92 m.kr. MESTA HÆKKUN © Þormóöur rammi-Sæberg 19% 10 Nýheiji 5,1% ; ©Össur 2,7% MESTA LÆKKUN OMP-Bio 2% i ©Talenta-Hátækni 1,6% ©Jarðboranir 1,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1238 stig - Breyting O 0,72% Hrein ávöxtun Hlífar árið 2000 var 3,9% Hrein ávöxtun Lífeyrissjóðsins Hlifar fyrir árið 2000 var 3,9% en heildarávöxtun eftir kostnað var 8,2%. 5 ára meðaltal hreinnar raun- ávöxtunar er 11,9% en fyrir sl. 10 ár er meðaltal hreinnar raunávöxtun- ar 9,8%. Raunávöxtun verðbréfasafns Hlíf- ar var 7,4% en þar sem tap varð af vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamning- um minnkaði það raunávöxtunina í 3,9%. Þessir samningar voru gerðir í þeim tilgangi að minnka gjald- eyrisáhættu en reikna má með að gengishagnaður, sem er innifalinn í ávöxtun erlendra hlutabréfa og skuldabréfa, vegi upp á móti þessu tapi. Slaknar á vexti smásölu í Evrulandi Smásalar í Evrópu hafa tilkynnt að salan hafa vaxið hægar í desember en nóvember og gefið til kynna að hagvöxtur- inn sé að minnka. Aukning smásölu milli desember og nóvember var 0,1% en aukningin hafði verið 0,3% milli nóvember og október. Smásala jókst um 1,7% frá desember 1999. Vöxturinn innan evrusvæðisins hefur farið minnkandi þar sem hærri vextir hafa neikvæð áhrif á flárfestingu og verðbólgan rýrir kaupmátt almennings. Neysluverðs- vísitalan á svæðinu jókst 18 mánuði i röð, að desember meðtöldum, þar sem hærri olíukostnaður hækkaði orkukostnaðinn mikið á árinu. Evrópski seðlabankinn hélt stýri- vöxtum sínum óbreyttum i siðustu viku og bíður skýrra merkja þess efnis að verðbólga hafi náð hámarki áður en lánskostnaður verður lækk- aður. : KAUP SALA ÍDollar 85,520 85,950 faSiPund 125,610 126,250 B*llKan. dollar 55,550 55,890 l^Dónsk kr. 10,6940 10,7530 H—jNorsk kr 9,7170 9,7700 iSsrnnk kr. 8,8300 8,8780 HHn. matk 13,4198 13,5004 [Fra. franki 12,1640 12,2371 B iBeltl. franki 1,9780 1,9898 ; U Sviss. franki 51,8500 52,1400 L—Holl. gyllini 36,2074 36,4249 ^jpýskt mark 40,7963 41,0414 1 tiít Hra 0,04121 0,04146 L* Aust. sch. 5,7986 5,8334 jPort. escudo 0,3980 0,4004 [ T jspá. pesoti 0,4796 0,4824 | • jjap. yen 0,71550 0,71980 É lírskt pund 101,313 101,921 SDR 110,4800 111,1400 [§ECU 79,7906 80,2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.