Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Útlönd 1>V Viö góöa heilsu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj- anna, segist vera stálsleginn eftir aö æö til hjartans var blásin. Cheney kemur á ný til vinnu í dag Dick Cheney, varaforseti Banda- rikjanna, sagði að sér liði vel þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi i Washington, daginn eftir að æð til hjartans var hreinsuð. Varaforsetinn kemur aftur til vinnu í dag og ekki er búist viðp að hann slái slöku við, frekar en fyrri daginn. „Landið þarfnast visku hans og dómgreindar,“ sagðí George W. Bush forseti I gær um varaforseta sinn. Cheney hefur fengið fjögur hjarta- áföll síðan 1978 og aðgerðin á mánu- dag vekur enn á ný upp spurningar um hvort hann hafi heilsu til að gegna jafnþýðingarmiklu embætti. Læknar sögðu hins vegar að líkum- ar á að hann kláraði kjörtímabilið væru mjög miklar. Kona Arkans út- húðar morðingja Eiginkona serbneska stríðsherr- ans Arkans sagði fyrir rétti í Belgrad í gær að hún hefði séð manninn, sem ákærður er fyrir morðið á eigin- manni hennar, sitja fyrir aftan striðs- herrann skömmu áður en hann var skotinn til bana í hótelanddyri á sið- asta ári. „Herra dómari, ég get horft í augu hans allan daginn. Svikarapakk! Óþverri!,“ sagði Svetlana Raznatovic. „Ér er handviss um að þetta er hann,“ sagði Raznatovic, sem er vin- sæll söngvari i Serbíu. Sakbomingurinn, Dobrosav Gavr- ic, er ákærður fyrir morðið á Arkan ásamt níu öðmm. Hann hefur lýst yf- ir sakleysi sínu. Haraldur Noregskóngur Lýöveldissinnar hafa stofnaö sam- tök til höfuös konungdæminu. Vilja losna við norska kónginn Hópur norskra lýðveldissinna hóf í gær barátu fyrir því að konung- dæmið verði lagt niður þar sem kóngar og drottningar heföu enga þýðingu sem þjóðhöfðingjar ríkis sem stærir sig aí jafnrétti. „Það var kannski rétt að hafa kóng fyrir 100 árum en það er ekki rétt í dag,“ sagði Bernt Nilsen, leiö- togi lýðveldissinna. Hann gerir sér vonir um að konungdæmið verði afnumið 2014, á 200 ára afmæli norsku stjómarskrárinnar. ESB lokar mörkuðum með búfé vegna gin- og klaufaveikinnar: Frosið dýrasæði getur borið smit Innflutt frosið dýrasæði og fóstur- vísar geta borið smit af gin- og klaufaveiki, að því er norskur dýra- læknir segir í viðtali við blaðið Aftenposten í dag. „Það getur verið breytilegt frá líf- færi til líffæris hversu lengi veiran getur lifað. En við vitum að hún get- ur til dæmis lifað í frystu sæði,“ segir Trude M. Lyngstad sem starfar hjá embætti norska yfirdýra- læknisins. Það sem af er þessu ári hafa Norðmenn fengið fjórar sendingar af frystu sæði og eina með fósturvís- um. Efni þetta hefur komið frá lönd- um á borð við Danmörku, Þýska- land og Holland. í fyrra komu fjöru- tíu sendingar með stórgripasæði til Noregs, meðal annars frá Frakk- landi. Evrópusambandið ákvað í gær að setja öllum viðskiptum með búfénað mjög þröngar skorður. Allur flutn- Kindahræin fjarlægö Dýralæknar í Frakklandi fjarlægja kindahræ i suðausturhluta Frakklands. Dýrunum var fargaö vegna gin- og klaufaveikinnar. ingur dýra yfir landamæri hefur verið takmarkaður og mörkuðum með búfénað hefur verið lokað til að koma í veg fyrir að gin- og klaufa- veikifaraldurinn í Bretlandi breið- ist út til annarra landa. Dýralæknanefnd ESB ákvað líka á fundi sínum í gær að framlengja bann við útflutningi breskra gripa og kjöts um tvær vikur, til 27. mars. Rúmar tvær vikur eru nú liðnar síðan fyrstu tilfelli gin- og klaufa- veikinnar voru greind í Bretlandi, í fyrsta sinn í tuttugu ár. Til þessa hefur veikin, sem er mjög smitandi og leggst á svín, sauöfé, geitur og nautgripi, aðeins greinst í Bret- landi. Frönsk stjórnvöld hafa bann- að útflutning á dýrum sem eru í hættu, en Danir, Belgar og Þjóðverj- ar eru að prófa búfénað sinn. Yfir- dýralæknir Bretlands sagðist eiga von á því að veikin myndi ná hámarki í þessari viku. Hreinsaö til eftir snjóbyl aldarinnar íbúar Andover, eins noröurúthverfa stórborgarinnar Boston á norðausturströnd Bandaríkjanna, fengu svo sannarlega aö finna fyrir Vetri konungi þegar þeir ætluöu til vinnu í gærmorgun. Bílar voru á kafi í snjó og því eins gott aö vera vel á sig kominn til aö geta mokað þá út. Skólar og fyrirtæki í mörgum bæjarfélögum voru lokuð í gær. íhuga að leyfa Júgóslavíu- her að verja Makedóníu NATO íhugar að leyfa júgóslav- neskum hermönnum aö fara inn á hlutlausa svæðið við landamæri Kosovo og Makedóníu til að þeir geti aðstoðað við að hrekja al- banska uppreisnarmenn frá Makedóníu. Uppreisnarmenn hafa gert árásir frá svæðinu inn í Serbíu og Makedóníu. Óttast er að hernaður þeirra í Makedóníu geti leitt til nýrrar styrjaldar á Balkanskaga. í gær mátti heyra skothríð öðru hverju í fjöllunum. Slæmt veður kom í veg fyrir harða bardaga. Evrópusambandið fordæmdi í gær árásir albanskra uppreisnar- manna. Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu lýsti i gær yfir stuðningi við ósk yfirvalda í Makedóníu um alþjóðlega aðstoð. Friðargæsluliðar í Kosovo greindu í gær frá hand- Flóttakona Nurije Emini flýöi frá landamærabæ vegna bardaga. töku sex félaga í nýrri hreyfingu al- banskra uppreisnarmanna nálægt landamærunum. Samtímis for- dæmdu leiðtogar Albana í Kosovo aðgerðir öfgahreyfinga við landa- mærin. Ekki er ljóst hvers vegna upp- reisnarmenn hafa ráðist inn í Makedóníu en sérfræðingar segja öfgasinna meðal Albana dreyma um Stór-Albaníu. Meirihluti Al- bana í Kosovo, Makedóníu og Al- baníu er þó ekki sagður hlynntur Stór-Albaníu. Albanar í Makedón- íu, sem flestir eru múslímar, segj- ast vera meðhöndlaðir eins og ann- ars flokks þegnar og krefjast jafn- réttis. Herskáar hreyfingar meðal þeirra krefjast jafnréttis. Yfirvöld segja Albana vera um 20 prósent íbúanna en talsmenn Albana segja þá vera 40 prósent. Ætlar ekki að segja af sér Forsætisráðherra Japans, Yoshiro Mori, visar á bug frétt í dagblaði 1 dag um að hann ætli að segja af sér. Mori er undir mikl- um þrýstingi frá mörgum innan samsteypustjórnarinnar um að segja af sér þar sem þeir telja að sig- urmöguleikar í kosningunum í júlí verði meiri án hans. Kjarnavopn í Kaliningrad Njósnahnettir Bandaríkjanna hafa fylgst með flutningi kjarna- vopna til Kaliningrad í Rússlandi. Fullyrt er að kjarnaflaugunum sé beint að Evrópu. Sprenging í skóla 41 lét lífið og 27 slösuðust er skólabygging í Kina hrundi af völd- um sprengingar. Umbúðir teknar af Umbúðir hafa verið teknar af höndum litlu stúlkunnar sem fraus í Kanada fyrir rúmri viku. Erika er enn með umbúðir á fótunum. Flóttakonum nauðgaö Allt að fjórðu hverri konu í flótta- mannabúðum í heiminum er nauðg- að eða konan beitt annars konar of- beldi. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Öryggi ábótavant Áhöfn banda- ríska kafbátsins Greeneville, sem sökkti japönsku skólaskipi, var svo önnum kafin við að sinna gestum sín- um að öllum örygg- isreglum var ekki fylgt um borð. Tæknimaður lét til dæmis ekki vita af árekstrarhættu, meðal annars vegna þess að gestir stóðu í vegi fyrir honum og einnig vegna þess að skipstjórinn, Scott Waddle, vildi upplýsingar frá öðr- um tæknimönnum. Grænt Ijós á skert úran Sérfræðinganefnd á vegum Evr- ópusambandsins hefur úrskurðað að engin tengsl séu á milli notkunar skerts úrans í Bosníu og Kosovo og hvítblæðis meðal hermanna. Kútsjma veitir vikufrest Leonid Kútsjma Úkraínuforseti, sem sakaður er um að hafa fyrirskipað morð á gagnrýnum blaðamanni, sagði i gær ráðherrum sín- um og embættis- mönnum að hætta störfum eða hafna opinberlega tengslum við samtök stjórnarandstæðinga innan viku. Nokkrum klukkustundum síðar rak forsetinn orkumálaráðherra lands- ins. Réttarhöldum frestað Réttarhöldum í máli stærstu lyfjaframleiðenda heims gegn stjórn S-Afríku var frestað í gær. Lyfjafyrirtækin vilja koma í veg fyrir að stjómvöld flytji inn ódýr lyf gegn alnæmi. Lyfjafyrirtækin segja innflutninginn ólöglegan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.