Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Skoðun I>V Hvar myndiröu vilja vera? Kristinn Heiöar Freysteinsson nemi: I Japan, heillandi menning. Valdimar Olsen nemi: Ég vildi að ég væri kominn til Krítar. Hallgrímur Björnsson nemi: Á American Style meö Heavy Special. Davíö Már Bjarnason nemi: Ég vildi vera á skíöum í Austurríki. Ragnhildur Ágústsdóttir nemi: Ég vildi vera meö Davíö í Austurríki. Stefán Einar Stefánsson nemi: I The White House of USA og auövitaö í stólnum þar á bæ. Einar skrifar: Jæja, nú er hún loksins farin af stað. Umræðan um innflytjendur og innflytjendamál verður háværari með hverjum deginum. Þessu fagna ég innilega sem og aðrir. Eftir því er tekið og greinilega er þörf á umræð- unni. Það versta er þó að þeir sem ræðast við í fjölmiðlum eru öfga- menn í báðar áttir, þeir sem vUja enga útlendinga sjá á íslandi og svo þeir sem kjósa óheft flæði útlend- inga inn i landið. - Ég tel sjálfan mig vera þjóðernissinnaðan, en tel mikinn mun á heUbrigðri þjóðernis- vitund og öfga-hægrimennsku. Starfs mins vegna umgengst ég Ueiri útlendinga en margir aðrir. Það hefur vakið furðu mína að þeir útlendingar sem ég ræði við eru al- mennt á þeirri skoðun að of mikið sé af útlendingum á íslandi og skilja þá umræðu sem nú er aö hrökkva í Katrín Magnúsdóttir skrifar: Nú er þetta búið, eða það finnst mér! - í dag var að koma út könnun á afstöðu Reykvíkinga og annarra landsmanna tU Reykjavikurflugvall- ar. Rúmur helmingur viU hafa hann á sama stað en restin ýmist óákveðin eða vill flytja hann úr Vatnsmýrinni. Þar höfum við það. Einnig kom fram að bæjarstjórn Seltjamamess feUdi tUlögu um að standa í svona atkvæðagreiðslu sem eins og allir vita er algjörlega gagns- laust sjónarspU R-listans í Reykjavik. TU hvers á að eyða 50 milljónum í þessa atkvæðagreiðslu? Við vitum að þegar er hafið kapphlaup tveggja hagsmunahópa, reyndar hafa „Vinir „Það er til heilbrigð þjóð- erniskennd sem er í okkur flestum. Þeir sem vilja leyfa óheftan innflutning útlendinga til íslands eru í miklum minnihluta. Að lokum vil ég hrósa DV fyrir að þora að opna á þessa þörfu umrœðu.“ gang. Á mínum vinnustað er fólk af mörgum þjóðernum og við það að umgangast þetta fólk áttar maður sig betur á því hve menning okkar og siðir eru frábrugðnir þeirra. Þá hefur maður líka séð hve þessir ein- staklingar eru frábrugðnir hver öðr- um og oft hefur þurft að stilla tU friðar á vinnustaðnum þegar iUdeil- „Svo þegar kosningahátíðin er búin og 50 milljónir farnar: Hvað œtlar borgar- stjórinn þá að gera með niðurstöðu helgarinnar?“ Vatnsmýrarinnar" bæst við. Kapp- hlaupið mun síðan enda í Kringlunni og allir sem vettlingi geta valdið í þessum hagsmunhópum munu eggja hvern annan lögeggjan og storma i Kringluna. Til þess að bíta höfuðið af skömminni kom fram í viðtalsþætti á Skjá einum að borgin ætlaði að standa að einhverri karnivalstemn- ur og slagsmál hafa brotist út á milli útlendinganna vegna deUna þeirra á miUi. - Mig grunar að þeir sem tala hæst gegn þjóðerniskennd- inni séu íslendingar giftir nýbúum. í Silfri EgUs á Skjá einum áttust við varaformaður íslenskra þjóðern- issinna og annar sem ég kann ekki nánari deili á. Ég tel að báðir við- mælendurnir hafi orðið sér til skammar óg málstað sínum ekki til mikUs sóma. Við þjóðemissinna segi ég ein- faldlega; Vandið framsetninguna. Með hatur að vopni vinnst ekkert. Og við hina segi ég; Leggið hrokann til hliðar og ræðið málið af skyn- semi. Það er til heUbrigð þjóðernis- kennd sem er í okkur Uestum. Þeir sem vilja leyfa óheftan innílutning útlendinga tU Islands eru í miklum minnihluta. Að lokum vil ég hrósa DV fyrir að þora að opna þessa þörfu umræðu. ingu á kjörstað í Kringlunni, þar ættu m.a. að koma fram HaUi og Laddi og börnin fengju ís. Svo þegar kosninga- hátíðin er búin og 50 mUljónir farnar: Hvað ætlar borgarstjórinn þá að gera með niðurstöðu helgarinnar? Ekki nokkurn skapaðan hlut, hún getur ekkert gert því hún skrifaði upp á völlinn til næstu 20 ára. Að þessu er nú hlegið en þetta er sorglegt dæmi um dæmigert íslenskt pólitískt sjónarspU. Ég vona satt að segja að Ingibjörg Sólrún standi við orð sín og geri þessa endaleysu með flugvöUinn að kosningamáli næsta vor. - Vel á minnst ég á heima í Kópa- vogi og kýs þar af leiðandi ekki, en skyldu dætur mínar tvær fá ís á kosn- ingahátíðinni i Kringlunni? Viöhaldsskýli Flugteiöa á Keflavíkurflugvelli Haföi Tollgæslan ærna ástæöu? Eftirlitsmyndavél í flugskýli Þorvaldur hringdi: í fréttum af smygli flugvirkja Flug- leiða á hassi í einni vél félagsins tU KeflavíkurflugvaUar var sagt frá því að fyrir um fimm árum hefði eftirlits- myndavél verið komið fyrir i við- haldsskýli Flugleiða og sett upp að beiðni toUgæslunnar á veUinum. Vél- in var síðan fjarlægð skömmu síðar fyrir þrábeiðni og kvartanir starfs- manna í skýlinu. Mann rekur i rogastans yfir slíkum fi;éttum. Sam- þykkja toUayfirvöld og sýslumaður þegjandi og hljóðalaust slíka kröfu? - Nú er sem sé komið í ljós að toUgæsl- an á KeUavíkurflugveUi hefur haft ærna ástæðu til að koma myndavél fyrir í flugskýlinu. - Hér kemur enn og aftur í ljós hve íslensk löggæsla er vanburða gagnvart lögbrjótum hér og þar í þjóðfélaginu. Frá borgarstjórnarfundi Kjósendurnir ráöa. Kjósendur ráöa, ekki borgarfulltrúar Friörik Friðriksson skrifar: Vegna umræðu minni hluta borgar- stjórnar Reykjavíkur um að þeir styðji sinn oddvita áfram, þrátt fyrir að ein- hver annar sé tilnefndur sem hugsan- legur leiðtogi í væntanlegum kosning- um, er vert að gera þá athugasemd að auðvitað er hverjum manni frjálst að beina tUmælum tU annarra um að gefa kost á sér sem borgarstjóraefni. Borg- arstjórnarfuUtrúar, hvort sem þeir eru í R-lista eöa SjáUstæðisflokki, geta ekki stiUt kjósendum upp fyrir fram áður en tU kosninga kemur. Ekki síst verði prófkjör viðhaft eins og oftar en ekki er tíðkað. AUar fuUyrðingar nú- verandi borgarstjórnarfluUtrúa eru því ótímabærar og meira en það. Það eru kjósendur sem ráða, ekki núver- andi borgarfuUtrúar. Ótrúverðug könnun Siguröur Stefánsson skrifar: Hvernig er hægt að trúa niðurstöð- um úr könnun sem HoUvinir Reykja- víkurflugvaUar létu fyrirtækið „PricewaterhouseCoopers" fram- kvæma fyrir sig um afstöðu fólks tU atkvæðagreiðslu um flugvöUinn í Vatnsmýrinni? Hver biður um könn- un á afstöðu fólks tU málefnis sem er því afar kært án þess að vænta þess að niðurstaðan verði honum í hag? Og hún var heldur betur í hag hoUvinum Reykjavíkurflugvallar niðurstaðan frá fyrirtækinu með langa nafnið; Yflr 77% „allra landsmanna" töldu flug- vaUarmálið snerta aUa landsmenn!! Ég vU meina að hér sé um forherta og yfirgangssama spurningu að ræða sem beint hefur verið til fólks. Reyk- víkingar eru ekki á því að láta svona tilbúning draga úr sér máttinn. Það mun ekki verða þessum hoUvinum - sem sumir kaUa nú „hroUvini" Reykjavíkurflugvallar - til framdrátt- ar að beita svona vinnubrögðum í máli sem kemur ekki nokkrum íbúum við nema Reykvíkinum sjálfum. Við Reykvíkingar munum fjölmenna á kjörstað þann 17. mars tii að bjarga dýrmætu landi í Vatnsmýrinni úr viðjum landsetanna í Flugturninum og áhangendum þeirra. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. 13 brotnir á baksíðunni Það má segja að blað hafi verið brotið í sögu síðdegisblaðsins í gær. Dagfari sá ekki betur en þrettán manns væru beinbrotnir á baksíðu blaðsins þegar hann fletti því að venju á Hlemmi. Þar af einn ráðherra. Hinir höfðu verið í heilsubótarferð í ítölsku Ölpun- um. Ráðherrann þurfti reyndar ekki að fara tO útlanda til að brjóta sig en Valgerður Sverrisdóttir var þó á leið í heilsurækt þegar hún rann til á tröppunum heima hjá sér og handleggsbrotnaði. Það er ekki á allt kosið, hugsaði Dagfari með sér minnugur yfirlýstr- ar stefnu Framsóknarflokksins í jafnréttis- málum sem kveður svo á um að konur eigi að halda sig á bak við eldavélar. Ekki að vera í hlaupaskóm úti á tröppum í hálku. Beinbrot skíðakappanna í ítölsku Ölpunum eru átakanlegri þó fall ráðherrans hafl verið slæmt. Þeir höfðu keypt sér flugmiða, gistingu og fæði fyrir stórfé á Ítalíu og verða svo í margar vikur að ná sér eftir ferðina. Flestir hinna beinbrotnu höfðu víst aldrei stigið á skíði áður en vildu fylgja straumnum og fara í skíðaferö til útlanda eins og hinir. Einn mun hafa mjaðmagrindarbrotnað þegar hann renndi sér viðstöðulaust í gegnum kaffiteríu i fjallshlíð og hvarf eins og skíðastökkvari fram af út- Einn mun hafa mjaðmagrindarbrotnað þegar hann renndi sér viðstöðulaust í gegnum kaffiteríu i fjallshlíð og hvarf eins og skíðastökkvari fram af útsýnis- palli hinum megin. Sá ku hafa tékið með sér þrjá þýska ferðamenn i fallinu en þeir sátu grandálausir yfir bjórglasi... sýnispallinum hinum megin. Sá ku hafa tek- ið með sér þrjá þýská ferðamenn i fallinu en þeir sátu grandalausir yfir bjórglasi þegar fs- lendingurinn brunaði á skíðunum í gegnum veitingasalinn. Hann kunni ekki að beygja. Annar puttabrotnaði þegar hann féll af bar- stól á hóteli sínu þetta sama kvöld. Ekki ligg- ur ljóst fyrir hvað olli beinbrotum hinna. Fararstjórar ferðaskrifstofanna, sem skipu- lögðu þessar heilsubótar- og skíðaferðir í ítölsku Alpana, kannast ekkert við aö ferða- langarnir hafi brotnað í þeim mæli sem frá er greint. Enda ekki við því að búast. Það væri svona svipað og þeir myndu viður- kenna að sólarlandafarar þeirra væru timbraðir eftir tveggja vikna ferð til Benidorm. Það eiga líka að vera heilsubótar- ferðir og eru jafnvel skipulagðar sérstaklega fyrir alls kyns félög heilsutæpra. En i raun geta þessar ferðir verið lífshættulegar ef fólk er ekki við hestaheilsu og í toppformi. Dagfari veit hvað hann syngur. Hann fór fyrir nokkrum árum í tveggja vikna ferð til Benidorm og er ekki enn búinn að ná sér. Tel- ur sig heppinn að hafa ekki verið á skíðum þá. X>ð.of{Cki-i Skyldu dætur mínar fá ís?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.