Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 22
26 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 1 mttESSSSm 90 ára________________________________ Elísabet R. Jónsdóttir, Árskógum 2, Reykjavík. 80 ára________________________________ Friedel H. Jónsson, Hveravík, Drangsnesi. Tómas Grétar Sigfússon, Kelduhvammi 1, Hafnarfiröi. 75 ára________________________________ Helga Þráinsdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavlk. Ingibjörg J. Helgadóttir, Lyngmóum 2, Garðabæ. 70 ára________________________________ Auðbjörg Sigursteinsdóttir, Borgarsíöu 20, Akureyri. Emilía Jóhannesdóttir, Eyjabakka 6, Reykjavík. Þorsteinn Aðalsteinsson, Geiteyjarströnd 2, Reykjahlíö. 60 ára________________________________ Gunnar Friðrik Magnússon, Blönduhlíö 25, Reykjavík. Haukur Már Kristinsson, Dalbraut 9, Bíldudal. Óli Einar Adolfsson, Eyrargötu Ásgaröi, Eyrarbakka. Steingrímur Svavarsson, Ásabraut 29, Sandgerði. 50 ára________________________________ Bjarni Sveinn Sveinsson, Hátúni 25, Eskifirði. Ingigerður Á. Guömundsdóttir, Grenimel 26, Reykjavík. Óskar Vaitýsson, Bröttugötu 37, Vestmannaeyjum. Rakel Kristín Káradóttir, Klausturhvammi 36, Hafnarfiröi. 4Q.ára________________________________ Bjartþór Jóhannsson, Skólavegi 56, Fáskrúösfiröi. Hafsteinn Viðar Jensson, Guörúnargötu 6, Reykjavík. Helgi Arent Pálsson, Vallargeröi 26, Kópavogi. Jónas Magnús Ragnarsson, Skógarhlíð 37, Akureyri. Ósk Knútsdóttir, Lækjarhjalla 2, Kópavogi. Soffía Ófeigsdóttir, Rjúpnahæö 3, Garöabæ. Vilhjálmur Steinar Einarsson, Akurhúsum, Garði. mmm i i n g a r nv (D 550 5000 </> @ vísir.is 'OJ) = A 550 5727 03 '03 ■ E Þverholt 11, 105 Reykjavík C/) Andlát Kristín Leifsdóttir lést á líknardeild Landspítalans laugard. 3.3. Karen Árnadóttlr lést á hjúkrunarheimil- inu Eir laugard. 3.3. Skúli Pálsson lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi laugard. 3.3. Ólafur Helgi Þórðarson bóndi, Hlíðar- enda, Ölfusi, andaöist á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum, Selfossi, sunnud. 4.3. Lilja Jóhannsdóttir, Kjarnalundi, áðurtil heimilis á Sólvöllum 15, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ard. 3.3. Anna Magnúsdóttir, hjúkrunarheimilinu Droplaugarstööum, áöurtil heimiiis I Stórageröi 23, Reykjavík, andaöist sunnud. 4.3. DV Sjötagur Snorri Hjartarson rafvirkjameistari á Akranesi Snorri Hjartarson rafvirkjameist- ari, Heiöarbraut 38a, Akranesi, er sjötugur í dag. Starfsferill Snorri fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hann flutti á Akranes 1946 og stundaði þar nám við Iðn- skóla Akraness en 1947 hóf hann nám í rafvirkjun hjá Raftækja- vinnustofu Knúts og Ármanns. Að loknu sveinsprófi 1952 rak Snorri rafmagnsverkstæði á Akranesi ásamt Sigurdór Jóhannssyni raf- virkjameistara. Þá var hann um tíma við rafvélavirkjun í Reykjavík. Hann hlaut meistararéttindi 1955 og landslöggildingu 1957 en sama ár hóf hann störf hjá Sementsverk- smiðju ríkisins við uppsetningu á háspennubúnaði verksmiðjunnar. Snorri varð síöan aðstoðarverk- stjóri á rafmagnsverkstæði verk- smiðjunnar. Hann öðlaðist há- spennuréttindi 1962 eftir að hafa lokið tilskildu bóklegu námi, sem fram fór í Vélstjóraskólanum i Reykjavík á vegum Rafmagnseftir- lits ríkisins, og verklegri þjálfun sem fram fór á Akranesi. Hann starfaði á rannsóknarstofu tækni- deildar Sementsverksmiðju ríkisins 1975-96 en starfaöi siðan sem raf- verktaki á Akranesi. Fjölskylda Snorri kvæntist 21.6. 1952 Helgu Kristínu Bjarnadóttur, f. 2.3.1931, d. 27.5. 1990, húsmóður en hún var dóttir Bjarna Magnúsar Krist- mannssonar bifreiðarstjóra og Ást- hildar Guðmundsdóttur húsmóður. Sambýliskona Snorra er Ása Guð- mundsdóttir, f. 28.1. 1934, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Guðmundur Max Guðmundsson, húsasmiður á Rangá i Rangárvallasýslu, og Sigríð- ur Stefánsdóttir. Börn Snorra og Helgu Kristínar eru Hjörtur Snorrason, f. 11.3. 1957, rafmagnstæknifræðingur í Reykja- vík, kvæntur Ingibjörgu Maríu Jó- hannsdóttur, f. 24.4.1958, sjúkraliða, og eiga þau tvö börn, Bergþóru Ólafsdóttur, f. 29.9. 1984, og Helgu Kristínu Hjartardóttur, f. 30.6. 1989; Ásthildur Bjarney Snorradóttir, f. 14.9. 1952, talmeinafræðingur í Reykjavík, gift Þorsteini Sigurjóns- syni, f. 25.12. 1947, vélsmið og eiga þau tvö börn, Snorra Þorsteinsson, f. 10.9. 1983 og Guðrúnu Svövu Þor- steinsdóttur, f. 2.4. 1986; Margrét Snorradóttir, f. 22.10. 1961, banka- starfsmaður á Akranesi, gift Ár- manni Hauksssyni, f. 25.12.1957, raf- virkjameistara, og eru böm þeirra Haukur Ármannsson, f. 1.4. 1985 og Sigrún Eva Ármannsdóttir, f. 10.5. 1993. Snorri er elstur sjö systkina. Systkini hans: Hreinn Hjartarson, f. 31.8. 1933, sóknarprestur í Reykja- vik, kvæntur Sigrúnu Halldórsdótt- ur kennara og eiga þau flögur börn; Rafn Hjart- arson, f. 27.7. 1935, húsasmíða- meistari og nú bankastarfsmað- ur á Akranesi, kvæntur Elsu Guðmundsdótt- ur húsmóður og eiga þau tvö börn; Hróðmar Hjartarson, f. 25.10. 1939, raf- virkjameistari á Akranesi, kvæntur Svövu Finnbogadóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn; Jón Jóhann Hjartarson, f. 20.1. 1942, leikari í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Tryggvadóttur leikara og eiga þau tvö börn auk þess sem Jón á tvær dætur frá því áður; Aðalheið- ur Hjartardóttir, f. 19.8. 1947, nú lát- in, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, gift Valgeiri Ástráðssyni sókn- arpresti og eiga þau ijögur börn; Vigfús Hjartarson, f. 25.6. 1956, skrifstofustjóri í Reykjavík, kvænt- ur Sigurborgu dóttur og á hann þrjú börn. Foreldrar Snorra: Hjörtur Jóns- son, f. 28.10. 1902, d. 10.8. 1963, hreppstjóri á Munaðarhóli á Hellissandi, og Jóhanna Vigfúsdótt- ir, f. 11.6. 1911, d. 1996, húsmóðir og organisti á Munaðarhóli, síðar í Reykjavík. Ætt Hjörtur var sonur Jóns Jónsson- ar, hreppstjóra og formanns á Mun- aðarhóli á Hellissandi, og Jóhönnu Kristínar Jóhannsdóttur Mool, úr Bjamareyjum, Sigmundssonar. Jóhanna var dóttir Vigfúsar Jóns- sonar, trésmiðs á Gimli á Hell- issandi, og Kristínar Jensdóttur, húsmóður frá Bjarneyjum. Snorri veröur að heiman. Fertug Kristjana Sigríður Pálsdóttir starfsmaöur SVR Kristjana Sigriður Páls- dóttir, starfsmaður hjá SVR, Krummahólum 8, Reykjavík, er sjötug í dag. Fjölskylda Kristjana Sigríður gift- ist 30.6. 1951 Jóhanni Valdimar Guðmundssyni, f. 22.4. 1921 í Gilhaga í Hrútafirði. Hann er sonur Guðmundar Þórðarsonar á Borð- eyri, og Ragnheiðar Guðbjargar Sig- urðardóttur, frá Junkaragerði i Höfnum, Hieronymussonar. Börn Kristjönu Sigríðar og Jó- hanns Valdimars eru Helgi Vilberg, f. 22.5. 1952, bóndi í Arnardrangi i Landbroti, kvæntur Sigurdísi Þor- láksdóttur og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn; Sigurður Svan- berg, f. 11.4.1954, bólstrari í Reykja- vík, kvæntur Kristrúnu Erlends- dóttur og eiga þau þrjá syni; Guð- rún, f. 21.6. 1958, kaupfélagsstjóri á Borðeyri og á hún íjögur börn; Mar- grét, f. 26.12. 1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Kára Ólafssyni og eiga þau þrjú börn; Páll, f. 15.7.1964, starfsmaður Stáliðjunnar í Kópa- vogi, kvæntur Helgu Kristínu Sig- urðardóttur og eiga þau þrjú böm; Ragnheiður Guðbjörg, f. 7.12. 1967, húsmóðir í Reykjavík, gift ísleifi Er- lingssyni og eiga þau þrjár dætur. Systkini Kristjönu Sigríðar: Guð- jóna, nú látin; Steingrímur Kári húsasmíðameistari; Stefán, starfs- maður Rauða Krossins; Páll Reynir, starfsmaður Rauða Kross- ins. Foreldrar Kristjönu Sigríðar vora Páll Gísla- son, f. 23.7. 1903, nú lát- inn, vörubifreiðastjóri 1 Reykjavík, og Margrét Jónsdóttir, f. 18.10. 1908, nú látin, húsmóðir. Ætt Páll var sonur Gísla, snikkara á Patreksfiröi Sigurðssonar, bókbind- ara í Vestur-Botni, Gíslasonar, pr. í Sauðlauksdal, Ólafssonar. Móðir Gísla snikkara var Ingibjörg Þor- leifsdóttir, kaupmanns á Bíldudal, Jónssonar, og Ingibjargar Ólafsdótt- ur, í Miðhlíð á Barðaströnd, Björns- sonar. Móðir Páls var Kristjana Sigríður Pálsdóttir, b. í Pálshúsum, Stefáns- sonar, b. í Efri-Holtum II, Stefáns- sonar. Margrét var dóttir Jóns, frá Hamri í Flóa, Nikulássonar, frá Birnustöðum, Halldórssonar. Móðir Jóns var Vilborg Jóhannsdóttir, frá Efra-Langholti í Hrunamannasókn, Einarssonar. Móðir Margrétar var Hugborg Helga Ólafsdóttir, b. á Núpi undir Eyjafjöllum, Ólafssonar, í Holti í Álftaveri, Ólafssonar. Móðir Hug- borgar Helgu var Ragnhildur Ein- arsdóttir, á Ljótarstöðum í Skaftár- tungu, Bjarnasonar. Kristjana Sigríður verður að heiman á afmælisdaginn. Guðný Pálsdóttir flugafgreiðslumaður í Kópavogi Guðný Ólafia Pálsdóttir flugafgreiðslumaður, Sunnubraut 47, Kópavogi, verður fertug á morgun. Starfsferill Guðný fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Ármúlaskólanum í Reykjavík. Guðný hóf störf hjá Flugleiðum fyrir fimmtán árum og starfar nú hjá Flugfélagi íslands. Fjölskylda Guðný giftist 30.6. 1984 Kára Ing- ólfssyni, f. 16.1.1959. Hann er sonur Ingólfs Hannessonar, f. 8.1. 1924, d. 24.7. 1990, bónda, og Sigríðuar Run- ólfsdóttur, f. 25.11. 1925, húsfreyju. Börn Guðnýjar og Kára eru Anna María Káradóttir, f. 12.11. 1986, nemi við VÍ; Guðni Páll Kárason, f. 17.12. 1988, nemi við Þingholtsskóla. Bróðir Guðnýjar er Stefán Páls- son, f. 17.1. 1968, markaðsstjóri en sambýliskona hans er Rósa Berg- þórsdóttir, f. 13.6. 1971, skrifstofu- stjóri og er dóttir Stefáns Hjördís Ylfa, f. 18.4. 1995. Foreldrar Guðnýjar: Páll Stefáns- son, f. 10.5. 1941, d. 19.8. 1999, lengst af auglýsingarstjóri DV, og k.h., Anna Guðnadóttir, f. 20.8. 1941, hús- móðir. Ætt Páll var sonur Stefáns, stórkaup- manns í Reykjavík, bróð- ur Gísla læknis, fóður Páls læknis. Stefán var sonur Páls, kaupmanns i Reykjavík, bróður Sól- veigar, móður Einars 01- geirssonar. Páll var sonur Gísla, b. á Grund í Svarf- aðardal, bróður Kristínar, móður Páls Einarssonar, fyrsta borgarsjóra Reykjavíkur. Móðir Stefáns stór- kaupmanns var Stefanía Guð- mundsdóttir, hreppstjóra á Torfa- stöðum, Stefánssonar. Móðir Páls auglýsingastjóra var Hildur, systir Eðvald Bremstad Malmquist, fóöur Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofn- unar. Hildur var dóttir Jóhanns Pét- urs Malmquist, b. í Borgargerði í Reyðarfirði, Jóhannssonar. Móðir Jóhanns Péturs var Jóhanna Ind- riðadóttir, hreppstjóra í Seljateigi, Ásmundssonar. Móðir Hildar var Kristrún ljósmóðir Bóasardótfir, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, bróður Bó- elar, langömmu Geirs Hallgrímsson- ar. Bóas var sonur Bóasar, b. á Stuðlum Ambjömssonar og Guð- rúnar, systur Páls á Sléttu, afa Páls sem var afi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, og Harðar Einarssonar forstjóra. Anna er dóttir Guðna A. Jónsson- ar, úr- og gullsmiðs í Reykjavik, og Ólafíu Jóhannesdóttur. Merkír Islendíngar Sigurður Ólafsson, lyfsali í Reykjavíkur Apóteki fæddist á Brimilsvöllum á Snæ- fellsnesi 7. mars 1916. Hann var sonur Ólafs Bjamasonar, bónda þar, og k.h., Kristólinu Kristjánsdóttur, systur Guð- bjargar, ömmu Einars Magnússonar lyfjafræðings. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR 1936, stundaöi nám í læknisfræði við HÍ í tvö ár og síðan í lyfjafræði í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjafræðinga- skóla íslands, lauk lyfjafræöiprófi 1941, stundaði framhaldsnám við Phila- delphia College of Pharmacy and Science og lauk þaðan B.Sc.-prófi 1943. Siguröur vann allan sinn starfsferil við Reykjavíkur Apótek. Þar var hann lyfjafræð- Siguröur Ólafsson ingur frá 1943, oft staðgengill lyfsalans frá 1950 og lyfsali í Reykjavíkur Apóteki frá 1961-1982 er hann nýtti sér lögfræðilega sérstöðu Reykjavíkur Apóteks og afhenti Háskóla íslands lyfsöluleyfi þessa elsta apóteks landsins. Þetta gerði hann vegna þess að hann var ætíð mjög vel- viljaður Háskólanum og var umhugað um vandaða lyfjafræðikennslu hér á landi. Hann var síðan forstöðumaður Lyfjabúðar Háskóla íslands til 1991. Sigurður tók saman bókina Lyfja- samheiti sem er þekkt og mikið notað uppflettirit víða um heim. Hann var þrisvar kosinn formaður Lyfjafræðinga- félags íslands og var auk þess formaður Apó- tekarafélags íslands. Hann lést 14. ágúst 1993. Jarðarfarir Sigríður Guðmundsdóttir frá Þóröarkoti, Selvogi, Engjaseli 79, lést á Landspítal- anum Hringbraut 2.3. Útförin fer fram frá Áskirkju mánud. 12.3. kl. 13.30. Jóel Gautur Einarsson, Kirkjubraut 11, Seltjarnarnesi, sem lést á barnadeild Hringsins laugard. 24.2., verðurjarð- sunginn frá Seltjarnarneskirkju fimmtud. 8.3. kl. 13.30. Útför Guðmundar Kristins Sigurðssonar frá Hvassahrauni, Hlíðarbraut 4, Hafnar- firði, veröur gerö frá Hafnarfjarðarkirkju miövikud. 7.3. kl. 13.30. Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir, Heiöar- braut 9, Garöi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstud. 9.3. kl. 13.30. Kristín U. Kristinsdóttlr Gardner, elli- og hjúkrunarheimlinu Grund, áöur Fannar- felli 8, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni miðvikud. 7.3. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.