Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 DV Anders Fogh Rasmussen. Ný dönsk inn- flytjendalög Danska þingið samþykkti í gær, eftir langar og heitar umræður, ný og hert innflytjendalög sem gera ráð fyrir mjög hertum skilyrðum um búsetuleyfi í landinu og skertum möguleikum innflytjenda til opin- berra styrkja. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, sem geröi innflytj- endamálin að aðalbaráttumáli sínu fyrir þingkosningarnar í vetur, sagði lögin góða fyrirmynd fyrir önnur Evrópuríki sem stæðu frammi fyrir sömu vandamálum. Ellefu ára öku- maður á jeppa „Ég hef verið lögreglumaður í 25 ár en aldrei kynnst neinu máli sem líkist þessu,” sagði John Helge Vang, lög- reglustjóri i norska bænum Mo í Rana. Hann ræddi um ellefu ára öku- mann sem tekinn var á aðalþjóðvegi Norðmanna, E-6, þar sem hann var á heimleið akandi á stórum jeppa. Vegfarandi veitti ökulagi jeppans athygli og fylgdist því með þegar hann stöðvaðist og út um farþegadyrnar steig sauðdrukkinn farþegi en bU- stjóramegin kom út bam. í ljós kom þar voru feðgar á ferð. Vegfarandinn lét lögregluna vita sem fljótlega kom á vetvang en þá höfðu feðgarnir haldið áfram for sinni. Skömmu síðar þurfti faðirinn að kasta af sér vatni og þá kom lögreglan að og tók feðgana i um- sjá sína. Við yfirheyrslur mundi faðirinn lít- ið eftir ökuferðinni en sonur hans greindi frá því pabbinn hefði fengið sér fuilmikið neðan í því og því verið ófær um að koma þeim heim. Því hafi það orðið að ráði að drengurinn sett- ist undir stýri. Hann hafði ekið u.þ.b. 10 kUómetra, um eitt mesta hættu- svæðið á þjóðveginum, þegar ökuferð- inni lauk. Lögreglustjórinn telur með ólíkindum hve langt drengurinn komst án þess að verða fyrir nokkru óhappi. Hann þakkar það því að jepp- inn var sjálfskiptur. -GÞÖ Bulet Ecevit Tyrklandsforseti. Neyðarlögum á Kúrda aflétt Tyrkneska öryggisráðið, sem skipað er forystumönnum rikis- stjórnar og hers, ákvað í gær að aflétta neyðarlögum í tveimur hér- uðum Kúrda sem sett voru fyrir meira en fimmtán árum síðan og lýsti því einnig yfir að sama yrði gert í tveimur öðrum héruðum í austurhluta landsins innan fjögurra mánaða. Þetta er -gert samkvæmt kröfu ESB, sem setti niðurfellingu neyðarlaganna sem skilyrði fyrir viðræðum viö Tyrki um hugsanlega inngöngu í bandalagið. Harðnandi átök milli Pakistana og Indverja: Erlendir borgarar eru hvattir til að forða sér Þúsundir erlendra borgara í Ind- landi hafa verið hvattar til að yfirgefa landið vegna yfirvofandi hættu á stríði gegn Pakistönum vegna Kasmír- deilunnar, en stjórnvöld í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Ástralíu og Nýja- Sjálandi hafa öll sent óbreyttum borg- urum og sendiráðsfólki viðvörun um yfirvofandi hættuástand. Áströlsk og nýsjálensk stjómvöld riðu á vaðið og vöruðu sitt fólk við í fyrradag og í gær gerðu bresk og bandarísk stjórnvöld það sama. í yfirlýsingu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði að hættan á stríði ykist sífellt með harðnandi skærum á landamærum ríkjanna og í héruðun- um Jammu og Kasmir. Ástandið væri komið á mjög alvarlegt hættustig og því ekki lengur hægt að útiloka að allsherjarstríð brjótist út miili þjóð- anna. Einnig er varað við ástandinu í Pakistan og hættunni á árásum múslímskra öfgahópa og hafa banda- rísk stjórnvöld þegar fækkað verulega Tilbúinn tll átaka Hardnandi átök hafa veriö á landa- mærum Indlands og Pakistans und- anfarna daga. í starfsliði sendiráðsins í Islamabad og sent það heim. Á sama tíma halda erlendir sendi- menn áfram tilraunum sínum til að koma á friði og ákváðu bandarísk stjómvöld í gær að senda Donald Rumsfeld á svæðið, þar sem hann mun hitta forystumenn ríkjanna fljót- lega eftir helgi. Pakistanar hafa þegar fagnað komu hans og sagðist Aziz Ahmed Khan, talsmaður pakistanska utanríkisráðu- neytisins, vonast til að hann segði Indverjum að hætta ögrunum sínum og snúa sér að friðarferlinu. Þá mun Pútin Rússlandsforseti reyna sitt til að koma á friði milli deiluaðila þegar þing sextán Asíu- þjóða fer fram í Kasakstan i næstu viku, en þangað hafa þeir Pervez Mus- harraf, forseti Pakistans, og Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, báðir boðað komu sína. Abdul Gani Bhat, pólitískur leið- togi aðskilnaðarsinna í Kasmír, sagði í gær að ef stríð brytist út væri það á ábyrgð Indverja. „Þeir bera ábyrgð á ástandinu í Kasmír og hafa staðið gegn lýðræðislegum umbótum í hér- aðinu með yfirgangi," sagði Bhat. REUTERSMYND Indverskir landamæraveröir ríðandi á úlföldum Þaö er í mörg horn aö líta hjá indverskum landamæravörðum viö aö gæta pakistönsku landamæranna og oft um langan veg aö fara í eldheitum eyðibyggöum. Þess vegna er úlfaldinn, sem erýmsu vanur, tilvalinn fararskjóti. Mesti matarskortur í suður- hluta Afríku í áratug Yfirvöld í Zambíu hafa lýst yfir yf- irvofandi neyðarástandi í landinu og segja aö um fjórar milljónir manna standi nú frammi fyrir algjöru hungri. Levy Mwamawasa, forseti landsins, sagði í gær að uppskera árs- ins myndi aðeins duga til að fæða sex milljónir af tíu milljónum ibúa lands- ins í stuttan tíma og fyrirsjánlegt væri að þjóðin stæði frammi fyrir al- gjörum matarskorti eftir tvo eða þrjá mánuði. „Ég ákalla alþjóðasamfélgið eftir hjálp á þessum erfiðu tímum og vissulega er neyðin mikil," sagði Mwanawasa. Þetta neyðarkall forsetans berst í kjölfar viðvarana Sameinuðu þjóð- anna fyrr i vikunni um að tíu milljón- ir manna stæðu frammi fyrir hung- ursneyð í íjórum löndum Suður-Afr- íku ef ekkert yrði að gert. Hann sagði að vegna mikils uppskerubrests í kjöl- far bæði flóða og þurrka á tveimur síðustu árum, hefði framleiðslan minnkað úr 700 þúsund tonnum í 490 þúsund tonn og vantaði nú um 600 Skrælnaölr akrar. þúsund tonn af maís til að fæða fólk- ið, en hann er aðalfæöutegundin í suð- urhluta Afríku. „Þjóðin verður þvi aðlrevs’ta ayt- anaðkomandi hjálp og ef -hún bm-st ekki fLjótlega þá er voðinn vís. Vatns- birgðir eru líka á þrotum og ár og brunnar eru við það að þoma upp, sem hefur í fór með sér aukna hættu á að smitsjúkdómar breiðist út,“ sagði Mwanawasa. Þetta er versta ástand í Zambíu í meira en áratug og sömu sögu er að segja um önnur nágrannaríki, sem flestöll horfa fram á mikinn matar- skort. Ekki aðeins vegna þurrka og flóða heldur einnig vegna aukinna efiiahagsþrenginga. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðfrnar birtu um miðja vikuna tilgreinir reyndar margar ástæður fyrir vand- anum og þar á meðal efhahags- og stjómmálalegar ástæður, eins og í Zimbabwe, þar sem samdráttur hefur verið i landbúnaðarframleiðslu vegna viðvarandi stjómmálaástands. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur þegar kallað eftir hjálp alþjóða- samfélagsins og segir í skýrslu þeirra að þörf sé fyrir fjórar milljónir tonna af matvælum næsta árið til að bjarga fólkinu frá hungri. Pútín vitni að dauðaslysi Lögreglubifreið sem ók á undan bif- reið Pútíns Rússlandsforseta í ná- grenni Moskvu í gær lenti framan á annarri bifreið sem kom úr gagn- stæðri átt með þeim afleiðingum að ungur bílstjóri hennar lét lífið. Að sögn sjónarvotta ók lögreglubifreiðin á miklum hraða beint á umræddan bíl og mun bílstjórinn sem var einn í bilnum hafa látist samstundis en tveir lögreglumenn klifrað lítið meiddir út úr flaki lögreglubflsins. Eldflaugavarnakerfi HM Miklar öryggisráðstafanir hafa ver- ið gerðar vegna HM-2002 í knatt- spymu sem hófst með leik heims- meistara Frakka og Senegala á Ólympíuleikvanginum í Seoul í Suð- ur-Kóreu í gær. Sem dæmi um við- búnaðinn hefur verið komið fyrir sér- stöku eldflaugavamakerfi í nágrenni vallanna tíu sem keppt er á í Suður- Kóreu og sagði Lee Han-dong, forseti landsins, að öryggið væri sett á odd- inn. „Þetta verður sannkallað öryggis- HM,“ sagði Lee. Stjórnarkreppunni lokið Flokksstjórn Shas- flokksins í ísrael, sem er flokkur heit- trúaðra gyðinga og hefur yfir að ráða sautján þingsætum, hefur samþykkt að ganga aftur tfl liðs við rískisstjóm Ariels Sharons og samþykkt að láta af andstöðu við niðurskurðartillögur Sharons sem varð til þess að fjórum ráðherrum flokksins var vikið úr rík- isstjóminni. Þar með ætti stjórnar- kreppunni að vera lokið, en brott- hvarf flokksins úr rikisstjóm varð til þess að hún naut aðeins fylgis helm- ings þingheims. Fundu nítján frosin iík Nítján frosin lík, þar af níu böm, fundust nýlega í fjallendi Austur- Tyrklands við landamæri írans og er talið að þau séu af ólöglegum innflytj- endum sem reynt hafi að smygla sér inn í landið. Líkin eru talin hafa legið þarna í nokkra mánuði, en þau fund- ust daginn eftir að lögreglan fann lík fimm Pakistana á Miðjarðarhafs- ströndinni, nálægt borginni Izmir. Saddam reynir olíusmygl Breskt eftirlits- skip stöðvaði í gær írakst olíu- flutningaskip sem reyndi að smygla olíu út úr landinu í trássi við olíu- sölubann Samein- uðu þjóðanna. Þetta er í annað skipti á einum mánuði sem írakar reyna olíusmygl, en í skipinu fundust um 3000 tonn af olíu. Það var leyni- þjónusta breska hersins sem þefaði smyglarana uppi og sagði talsmaður hersins að ágóðinn hefði átt að renna í einkasjóði Saddams til eigin nota. Fyrsta kven-grænhúfan Hún Phflippa Tattersall er fyrst kvenna til að komast i hóp Green Berets eða „Grænu- alpahúfanna" svokölluðu, sem er ofursveit inn- an breska hers- ins. Philippa, sem er 27 ára, á þó ekki von á því að verða send í fremstu víglinu og verð- ur í bakvarðarsveit þeirra allra hörð- ustu. Hún náði prófinu í þriðju tfl- raun og þykir það þrekvirki þar sem meðlimum sveitarinnar hefur frekar verið líkt við vélmenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.