Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 36
36 H <3 f g a rh l a ð H>”V‘ LAUGARDAGU R I. JÚNÍ 2002 Pólitískt í háborg Chandra Leuy er eins vel þekkt íBandaríkj- unum og Monica Leiuinskg. I rúmt ár hefur hvarf hennar og nú síðast fundur líkams- leifa hennar íalmenningsgarði í Was- hington verið á forsíðum blaða og fyrstu fréttir sjónvarpa og sífellt umfjöllunarefni fréttaskýrenda. Stúlkan hvarf30. apríl 2001 og var ákaft leitað þar til beinagrind henn- ar fannst 15. maísl. og staðfest var að hún var myrt. Höfuðkúpan var brotin. ÞAÐ SEM GERÐI HVARF CHANDRA að spennandi fréttaefni var ekki síst hve uppruni hennar og ferill var líkur stúlkunnar sem var nærri búinn að binda endi á forsetaferil Clintons. Að því undanskildu að Monica slapp lifandi frá sínu ævintýri. Feður beggja stúlknanna eru vel látnir og vel efnaðir læknar í Kali- forníu og eru fjölskyldurnar af húsi Davíðs. Báðar voru þær i starfsþjálfun i höfuðborginni og áttu vin- gott við kvensama stjórnmálamenn sem voru helm- ingi eldri en þær þegar ástarleikir stóðu hvað hæst. Ferill Kaliforníustúlkunnar i Washington var í stuttu máli að eftir að hafa lokið háskólaprófi í heimaríki sínu í septemer árið 2000, hóf hún starfs- þjálfun hjá Gary Davis ríkisstjóra. En hún stefndi hærra og eins og margt ungt efnisfólk hélt hún til höf- uðborgarinnar og fékk ólaunað starf hjá þeirri deild alríkislögreglunnar sem sér um fangelsismál. Hugur hennar stóð til að komast að hjá alríkislögreglunni að starfsnámi loknu. Þetta er sú leið sem ungt fólk í Bandaríkjunum vel- ur til að fá vel launuð opinber störf. Um 50 þúsundir ungra manna og kvenna sækja árlega til Washington til að fá þar ólaunuð störf hjá stjómsýslustofnunum eða komast í starfslið stjórnmálamanna. Þeir sem standa sig vel í starfsnámi og koma sér í mjúkinn hjá ráðamönnum geta átt von á ágætum stöðum eða æft sig til frekari frama í stjórnmálum. Yfirleitt eru það afkvæmi hinna betri borgara sem komast i eftirsótt starfsnám. Ekki sakar að fjölskyldurnar láti eitthvað af hendi rakna í kosningasjóði og dýrmætt er að eiga áhrifamenn við kjötkatla valdsins þegar koma þarf verðandi embættismönnum að við starfsnám eða stjórnmálamönnum til aðstoðar. Chandra Levy var greinilega hreykin af upphefð sinni í höfuðborginni og gekk vel í sínu illa launaða starfi. Hún montaði sig af því við vini sina að eiga vingott við sér eldri mann sem var áhrifamaður i stjórnmálum í Washingon. Eftir hvarf hennar leiddi það til þess að grunur vaknaði um að maðurinn sem hún sagðist halda við væri Gary Condit, sem var þingmaður fyrir kjördæmi heimabyggðar hennar. Skömmu fyrir hvarf nemans hjá fangelsismála- stofnun var stúlkunni hafnað er hún sótti um fasta stöðu með tilheyrandi réttindum og skyldum. Þá hafði hún samband heim og sagðist ætla að koma. Einnig hafði hún samband við frænku sina og sagöist vera á heimleið, en hefði einhverjar framtíðaráætlan- ir og bar ekki á öðru en að allt væri í flnasta lagi hjá stúlkunni. Síðan hvaf hún eins og jörðin hefði gleypt hana og var hennar leitað í rúmt ár þar til líkið fannst i garðinum sem reyndar var búið að leita í áður. Kjósendavænn pólitíkus Þegar lýst var eftir stúlkunni vakti hvarf hennar gríöarlega athygli fyrir þá sök að fylgst var grannt með framastúlkunum siðan upp komst um starfs- þjálfunina sem fram fór í ganginum milli sporlaga skrifstofunnar i Hvíta húsinu og stöðva forsetaritar- ans í næsta herbergi, þar sem námsmeyjan fékk blett- inn í kjólinn sinn, sem móðir hennar varðveitti svo vel að hann var óvéfengjanlegt sönnunargagn þegar sýna þurfti í hvaða kroppi hann var framleiddur. Ekki minnkaði áhuginn þegar upp komst að Chandra hafði átt í nánu ástarsambandi viö Gary Condit þing- mann. Við fyrstu yfirheyrslur neitaði hann að hafa átt vingott við nemann hjá fangelsismálastofnun en ját- aði síðar að hafa haldið við stúlkuna. Condit er 53 ára gamall og var lítið þekktur utan kjördæmis síns og í morðmál valdsins Gary Condit þingmaður var sléttur og felldur póli- tíkus á yfirborðinu en lauslætisgopi í einkalífinu. þingsölum á Capitol Hill. Hann var dugmikill stjórn- málamaður sem kaus að starfa fremur að tjaldabaki en í sviðsljósinu, sem hann forðaðist, andstætt flest- um öðrum þeim sem taka þátt í stjórnmálastarfi. Hann virtist hlédrægur en pólitísk þefvísi hans var næm og skýrir það frama hans. En hann hafði, eða hefur, líka persónutöfra, sem farið er að kalla kjós- endavænleik á leikvelli Davíðs og Ingibjargar Sólrún- ar. Þessi hlédrægi þingmaður sem sat í fulltrúadeild- inni fyrir velmegandi kjördæmi í Kaliforníu varð heimsfrægur á einni nóttu þegar upp komst um sam- band hans við fóngulegu stúlkuna sem komst í starfs- þjálfun hjá opinberri stofnun í sjálfri borg valdsins. Geðþekkt andlit og silfurgrátt hár þingmannsins var oft á dag á hverjum sjónvarpsskjá sem vildi kalla sig fréttamiðil ásamt dökku og úfnu hári stúlkunnar sem ætlaði að helga sig stjómmálum og opinberri um- sýslu. Alríkislögreglan, rannsóknardeildir lögreglunnar í Washington og her rannsóknarfréttamanna fóru ofan í saumana á öllum lífsháttum þingmannsins. Hann er kvæntur og á tvö börn. Hann gengur um glerfínn í tauinu, vel kllpptur og vandlega greiddur. Fyrir utan konur er Harley Davidson-mótorhjól eftirlætisleik- fang hans. Þrátt fyrir hneykslið sem hann átti þátt í reyndi Condit að komast í framboð í sjöunda sinn fyrir 18. kjördæmi Kaliforníu í marsmánuði sl. En félagar hans í Demókrataflokknum höfnuðu honum í próf- kjöri svo að nú verður hann að leita sér annarra starfa. Rannsóknin á hvarfi Chandra Levy leiddi til þess að ástarlíf þingmanns 18. kjördæmis Kalifomíu var gaumgæft af kunnáttufólki. í ljós kom að langt var frá að Chandra væri eina ástkona hans, heldur átti hann í tygjum við margar konur um dagana og hafði hann sérstakan smekk fyrir yngri konum. Forstöðumaður heittrúarsafnaðar hefur kært þing- manninn fyrir að hafa átt í tveggja ára ástarsambandi við dóttur sína sem núna er 18 ára og kveður hana ganga með barni. Flugfreyja, Anne Marie Smith, ber að hún hafi verið ástmey Condit í nokkur ár þar til í maí í fyrra, að hann tók upp samband við ungfrú Levy. Sagði flugfreyjan svo frá að eitt sinn hafi hún fundið nokkrar kvenmannsnærbuxur undir rúmi elskhugans og voru þær bundnar saman. Þetta telur hún gott dæmi um kynlífssmekk hans. Heima í héraði kom framferði þingmannsins í Was- hington á óvart. Þar er hann þekktur fyrir að vera ástkær heimilisfaöir og hvers manns hugljúfi, sem allir þekka og geta leitað til. Engum datt í hug að hann stundaði allt annað líferni í höfuðborginni þar sem hann tekur þátt í löggjafarstarfi. í Washington eru stjórnmálamenn aftur á móti hissa á hvernig þingmaðurinn hefur farið á bak við þá. Þar er hans höfuðsök að neita sakargiftum í fyrstu og láta síðan koma upp um sig. Þess hefur ver- ið krafist að hann láti af þingmennsku en kjörtímabil- inu lýkur í haust. En Condit situr enn sem fastast. Þeir sem best þekkja til segja að hjúskaparbrotið og viðhaldið við nema í starfsþjálfun sé ekki hið versta Chandra Levy hvarf fyrir rúmu ári og fannst beina- grind hennar með brotna kúpu í næstliðinni viku. heldur að hafa skrökvað að lögreglunni og tafið rann- sóknina á hvarfi stúlkunnar. Bent er á að Clinton bjargaði sér úr sinni klípu með því að játa að rennilásinn var auðveldur viðureignar þegar Monica var annars vegar. Það er ekki sjálfur verknaðurinn sem er athugaverður í Washington heldur hitt að skrökva að lögreglunni og tefja fyrir rannsókn máls eins og Condit gerði fyrst í stað. Leit verður að morðmáli Garðurinn sem beinagrindin fannst í er víða illur yfirferðar og ekki er sjálfgefið að lik finnist sem falið er þar í kjarrgróðri. Fólk skokkar í garðinum og það gerði Chandra oft þegar hún bjó í Was- hington. Beinagrindin fannst í um 6,5 km fjarlægð frá íbúð hennar. Það var hundur sem fólk var að skokka með sem fann beinagrindina sem í ljós kom að voru líkamsleifar stúlkunnar sem búið var að leita að í rúmt ár. Var búið að kemba garðinn aftur og aftur en án árangurs. Lögreglustjóri borgarinnar segir að rannsóknin standi enn yfir og því sé ekki hægt að segja frá öllum atriðum sem lögreglan hef- ur komist á snoðir um. Hitt er ljóst að þarna eru leifar týndu stúlkunnar. Við rannsókn á tönnum sannaðist það. Þá hefur lög- reglustjórinn upplýst að höfuðkúpan sé brotin og hafi Chandra augljóslega verið myrt og beinist rann- sóknin að því hver hafi verið þar að verki. Ekki er sannað að morðið hafi verið framið í garðinum, en lögreglustjórinn segir að beinin hafi legið þarna lengi, en getur ekki um hve lengi. Vitað er að Chandra var að yfirgefa Washington daginn sem hún hvarf. En hún hafði farið út og skil- ið eftir eigur sínar niðurpakkaðar í íbúðinni. Þar var einnig veski hennar og skilríki. Hún tók ekkert með sér nema lykla að íbúðinni. Verið er að fín- kemba svæðið þar sem líkið fannst í þeirri von að einhverjar vísbendingar komi í ljós. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu og engin sönnunargögn komið fram sem benda til að Condit hafi framið verknaðinn eða eigi neinn þátt í hvarfí stúlkunnar. En verið er að athuga hvort hann eða aðstoðarmenn hans hafi leynt gögnum eða tafið fyrir að Chandra fyndist. Langt er frá að það sé óþekkt að ráðist sé á skokk- ara eða annað fólk í almenningsgörðum eða opnum svæðum þar sem fáir eru á ferð eða illa sést til árás- armanna. Því voru menn, sem áður höfðu veist að fólki í garðinum þar sem Chandra skokkaði, yfir- heyrðir en árangurslaust. Fram til þess tíma að kennsl voru borin á líkið beindist rannsóknin að leit að horfinni manneskju. En nú er verið að rannsaka morðmál og er byrjað á upphafsreit á ný. Verða nú öll vitni og grunaðir yf- irheyrðir aftur í þeirri von að morðingi stúlkunnar sem leitað var í háborg valdsins finnist. Mál þetta er fyrir löngu komið á það stig að vera eitt af frægustu glæpamálum í Bandaríkjunum. Verður einskis látið ófreistað að finna morðingjann, því bæði er málið stórpólitískt og óþolandi að ungar stúlkur geti ekki óhultar starfað og hrært sig um í borg sem setur heiminum lög og lífsreglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.