Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö OV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjaltí Jónssori Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Brœður munu berjast Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, eru komnir í hár saman. Sá fyrrnefndi gaf tóninn í kjallaragrein hér í DV siðastliðinn miðvikudag þar sem hann hélt því fram að Samfylkingin kæmi út úr sveitarstjórnarkosningunum sem þroskað og trúverðugt stjórnmálaafl. Formaður Samfylkingarinnar telur að kjósendur hafi tek- ið völdin í sínar hendur í kosningunum og hafnað fjór- flokkakerfinu: „Afhroð Vinstri grænna þýðir að á sveitar- stjórnarstiginu er nú þriggja flokka kerfi við lýði. Úrslitin á laugardag fela þannig í sér afdráttarlausan stuðning við sameiningu jafnaðarmanna.“ í huga Össurar Skarphéðinssonar er ljóst hvaða flokki stjórnarandstöðunnar kjósendur treysta best til að „verða öfgalaust og málaefnalegt mótvægi við ofurveldi Sjálfstæðis- flokksins. Kjósendur völdu Samfylkinguna. Hún er flokkur- inn sem kjósendur treysta best í dag til að verða hinn sterki póll vinstra megin á miðjunni.“ Enginn getur mótmælt því að úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna voru pólitískt áfall fyrir Vinstri græna sem náð hafa miklum árangri i skoðanakönnunum um fylgi flokka til Alþingis. Flokknum tókst ekki að ná þeirri fótfestu sem vonast var eftir í sveitarstjómum. Þótt erfitt sé, af ýmsum ástæðum, að draga ákveðnar og skýrar ályktanir um stöðu stjórnmálaflokkanna í landsmálum út frá niðurstöðu sveit- arstjórnarkosninga gefa kosningarnar á laugardag ákveðn- ar visbendingar. Og ekki skal dregið úr mórölskum áhrifum úrslitanna á innra starf flokkanna. Steingrímur J. Sigfússon svarar formanni Samfylkingar- innar þar sem hann telur að Vinstri grænir geti verið þokkalega sáttir við niðurstöðu kosninganna. Um leið vek- ur Steingrímur athygli á því sem hann kallar ósvífni að „eigna Samfylkingunni framboð sem alls ekki eru á hennar vegum frekar en annarra flokka. Síðan spyr Steingrímur J. Sigfússon athyglisverðra spurninga: „Er það þá niðurstaðan eftir allt saman að Samfylkingin hafi litið á okkur, félagana í stjómarandstöðunni og hinn flokkinn til vinstri í íslensk- um stjórnmálum, sem sinn höfuðandstæðing? Getur verið að ljóst, en þó aðallega leynt, hafi allt kapp verið lagt á að klekkja á okkur, samstarfsflokknum 1 Reykjavík og víðar, þar sem færi gáfust?“ Greinaskrif formanna vinstri flokkanna tveggja verða ekki skilin á annan veg en þann að djúpstæöur ágreiningur sé meðal vinstri manna. „Löngunin til að ganga milli bols og höfuðs á Vinstrihreyfmgunni - grænu framboði ber formann Samfylkingarinnar greinilega ofurliði. Hann missir alla dómgreind ...“ segir Steingrímur undir lok greinar sinnar. Tónninn fyrir komandi alþingiskosningar hefur verið gefinn milli hinna pólitísku bræðra og eitt sinn samflokks- manna: Bræður munu berjast. Stelpumar okkar Glæsilegur árangur íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu á undanfórnum mánuðum vekur verðskuldaða at- hygli. Árangurinn er glæsilegur - langt umfram þær vænt- ingar sem gerðar hafa verið. Með 3-0 sigri gegn Spánverjum á fimmtudag undirstrikar landsliðið þann góða árangur sem náðst hefur hér á landi í knattspyrnu kvenna. Með sigrinum á landsliðið raunhæfa möguleika á að komast í úr- slitakeppni HM í knattspymu í Kína á næsta ári. „Ég vona að íslenskar knattspyrnukonur nýti sér þennan meðbyr sem er núna í kvennafótboltanum hér á landi, geri enn betur, æfi enn betur og við fáum fleiri stelpur til að fara að æfa fótbolta,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði lands- liðsins, að leik loknum. Undir þessi orð fyrirliðans er vert að taka og óska stelpunum okkar til hamingju með glæstan árangur. Oli Björn Kárason Bóndi er bústólpi Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri Laugardagspistill 1 Mér skilst að ég hafi versnað í sambúðinni eftir að ég náði mér í nýju bókina sem nú bíður mín á náttborðinu á hverju kvöldi. Hún á hug minn. Það er hvorki skáldsaga né ljóðabók heldur raunveruleikinn uppmálaður, Handbók bænda. Ég orðtek þá góðu bók og tel ég mig í hópi þeirra eftir að ég eignaðist land- skikann fyrir austan fjall. Mig dreymir um að setja starfsheitið bóndi aftan við nafnið mitt í síma- skránni enda virðingarheiti að fomu og nýju. Konan fussar þegar ég nefhi þetta og telur mig galinn. Hún bend- ir mér góðfúslega á að svonefnd land- areign mín sé svipuð að fermetratölu og hektarafjöldi betri býla. Ég læt það ekki á mig fá, sæll með mitt. Land er land, hvemig sem á það er litið og önnur veraldleg verðmæti ekki merkilegri. Rekstur búvéla „Ættum við að fá okkur traktor?" spurði ég þegar við vorum komin upp í rúm í fyrrakvöld. Konan starði á mig. Svipurinn gaf það til kynna að réttast væri að leita sérfræðiaðstoðar vegna ástands eiginmannsins. Ég lét það ekki á mig fá heldur las upphátt úr handbókinni grein frá bútækni- deildinni á Hvanneyri um rekstur búvéla og reglubundið viðhald. Kon- an kom ekki upp orði fyrr en ég hafði lokið kafla þar sem sagði að viðgerðar- og viðhaldskostnaður bú- véla væri um helmingi meiri en olíu- og smurkostnaður. „Stopp,“ var hrópað þegar hún mátti mæla. „Ef þú heldur áfram geturðu verið frammi með þessa lesningu þína.“ Allt fas hennar gaf til kynna að hún meinti það sem hún sagði. „Svona, svona, elskan, ég var nú bara að hugsa um lítinn traktor, svona sem maður situr klofvega á og slær. Ég held að það sé mikið gam- an.“ „Má ég benda þér á það smáat- riði, minn kæri,“ sagði konan og reis upp við dogg, „að við þurfum ekkert að slá á þessu landi þínu? Þetta eru örfáar þúfur og mói. Þar er ekki sléttan flöt að fmna. Það væri varla hægt að hjakka á þessu með orfi og ljá, hvað þá gríntraktor eins og þú ert að tala um.“ Töðuilmur í draumi traktor að gera á þetta frímerki enda ekkert gras til að slá. í öðru lagi þarf ekki að segja þér að þú veist ekki einu sinni hvemig á að opna húdd á bíl. Á ég að gera viö þetta skrifli þitt, ef það bilar? Varla gerir þú það.“ Ég nefndi liðtæka ætt- ingja konunnar í því sambandi en hún tók því fálega. Ég felldi traktorstalið enda taldi ég mig ekki komast lengra með það að sinni. í draumi slóðadró ég nýja flöt á Fergusyninum og undirbjó upp- skera sumarsins. Síðar þá nótt var ég í heyskap á sama traktor og fann töðuilm blandaðan olíulykt þar sem ég sneri heyi hvað ákafast á trakt- oraum. Hugsað upphátt „Vissir þú?“ spurði ég konuna þeg- ar við hittumst í hádeginu, „að mykja einnar mjólkurkýr er 1200 kíló á ári?“ Ég var enn dálítið upp- tekinn af áhugmáli mínu, búskapn- um, og studdist við matar- borðið. „Maður missir alla matarlyst." Hissa leit ég upp og undraðist áhugaleysi mæðgnanna og hörð viðbrögð. Miðað við að- stæður áleit ég þó réttara að geyma með sjálfum mér að fullorðið svín skítur 400 kílóum á ári en hæna ekki nema 3-5 kílóum. Flestar beiddu upp Þótt aðrir í fjölskyldunni sætu fyrir framan sjónvarp- ið í gærkvöld sleppti ég því og las. Fróðleikurinn sem mér þótti einna merkileg- astur var að gangmál kýrinnar er ekki nema 20 tímar og því vissara að hafa naut, eöa sæð- ingarmann, nálægt „En gamlan, ódýran Ferguson, eins og í sveitinni í gamla daga?“ spurði ég vongóður, „alvöratraktor með ámoksturstækjum. Þá get ég sléttað nokkrar þúfur og komið mér upp flöt til þess að slá.“ Ég horfði bænaraugum á konuna en það virtist ekki breyta miklu. „Hugsaðu málið til enda, maður," sagði hún. „1 fyrsta lagi höfum við ekkert við úr Handbók bænda. Konan svaraði ekki svo ég hélt áfram og bar saman afúrðir kýrinnar við hross sem skil- ar ekki frá sér nema 600 kílóum af taöi. „Ansi skítur beljan mikið," hugsaði ég upphátt og tók ekki eftir því að konan flutti sig frá boröinu. „Ógeð geturðu verið, pabbi,“ sagði yngri dóttir okkar sem einnig sat við náttúran segir til sín. Það er samt ekki hundrað í hættunni þótt illa fari, eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.