Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1 JÚNÍ 2002 11 Skoðun „En gamlan, ódýran Ferguson, eins og í sveit- inni ígamla daga?“ spurði ég vongóður, „al- vörutraktor með ámokst- urstœkum. Þá get ég sléttað nokkrar þúfur og komið mér upp flöt til þess að slá. “ Ég horfði bœnaraugum á konuna en það virtist ekki breyta miklu. skepnan ferill er 21 dagur, það er að segja tími á milli gangmála. Þetta er heldur rýmra meðal ánna þvi þær gefa hrútum 48 tíma til að nálgast sig. Ég var þó reynsl- /unni ríkari frá þvi í hádeginu og lét það vera að orða þetta sér- ræðu um þennan mun. Kaus þó að gera það ekki enda voru mæðgumar að kynna sér annars konar gangmál. Þær sátu sem límdar fyrir framan Beðmál í borginni. Þótt ég væri upp- tekinn við lestur handbókarinnar sá ég ekki betur en aðalpersónurnar í þeim þætti beiddu flestar upp. Geispan Af langri reynslu á maður auðvitað að átta sig hvenær nóg er að gert. Ég reyndi það svo sannarlega. Þvi lét ég þær mæðgur um beðmálin og fór einn með mína bók í háttinn. Þar las ég um haustbötun sláturlamba, raf- gfrðingar og hvemig vetrarrúgur er til beitar. Allt var það áhugavert en ég gætti þess að nefna ekkert af þessu þegar konan kyssti dóttur okkar góða nótt og taldi nóg komið af sjónvarps- glápi. í rúminu las hún sína bók og ég mína. Ég las í hljóði kaflann um fóð- urþarfír jórturdýra enda ekki víst að það sé á sérstöku áhugasviði konunn- ar. Hins vegar gat ég ekki hamið mig þegar kom að framkvæmd gróður- setningar með handverkfærum. Ég veit að kona mín er með græna fing- ur og er drjúg í garðstörfum. Ekki fór á milli mála að traktorskaup fóra fyr- ir bijóstið á henni. Því taldi ég ekki aðeins rétt heldur mér beinlínis skylt að fræða hana nánar um handunna gróðursetningu. „Hlustaðu nú á þetta, elskan mín,“ sagði ég svona rétt fyrir svefninn: „Hér stendur að handvirk gróður- setning fari annaðhvort fram með plöntustaf eða svokallaðri geispu. Geispan sem er finnskt gróðursetn- ingarverkfæri,“ hélt ég áfram af inn- lifun, „hefur þann kost fram yfir plöntustaf að ekki þarf að beygja sig þegar plantan er gróðursett." Þessari frábæra og ódýra gróðursetningarað- ferð lýsti ég í nokkrum vel völdum orðum til viðbótar og bætti síðan við og ætlaði að sýna konunni teiknaðar skýringarmyndir til frekari áherslu: „Eigum við ekki að ná okkur i svona geispu?" Ekkert svar barst frá frúnni þótt ég gengi eftir svari. Vera kann að hún hafi geispað áður en hún sofn- aði en svo mikið er víst að hún steinsvaf við hliðina á mér. Ég er enn í nokkurri óvissu um það hvort hún náði nokkra af þvi sem ég sagði um geispuna. staklega. Fjölskylda mín veit því ekki það sem ég veit, að yngri ær, tvílemb- ur og marglembur ganga að jafnaði skemur með en eldri ær og einlemb- ur. Auðvitað þótt mér súrt að geta Listalandið ísa Glæsilegri listahátíð er lokið í Reykjavík, þeirri sautjándu i röð- inni. Erfitt er að bera hana saman við hinar fyrri, enda minningar tengdar hrífandi listum einatt svo rauðar í þankanum að allur saman- burður verður amasamur og snú- inn. Fráleitt verður hins vegar kvartað yfir þeim á að giska áttatíu listviðburðum sem stjórnendur listahátíðarinnar hafa boðið lands- mönnum upp á síðustu þrjár vikur. Miklu fremur ber að þakka og taka ofan hattinn. Þvílík veisla. Þvílík snilld. Skrifari þessa pistils staldrar einkum við fimm viðburði sem að hans mati standa upp úr eftir hátíð- ina í ár. Þar ber fyrst að nefna Hol- lendinginn fljúgandi, fjölþjóðlega uppfærslu sem tókst með ólíkindum vel, einnig söngtónleika June And- erson og fiðluleik Maxíms Venger- ovs, sem líkja verður við tæra snilld, og loks tónleika Kronos sem er ekki hægt að hrósa i orðum. Ónefndur er galdur hátíðarinnar, kenndur við hrafna Óðins. Jafnvel sjálf Laugardalshöllin er ekki söm eftir þá tónleika. Andleg stóriðja Listahátíð í Reykjavík rekur sögu sína aftur til 1970 og er orðin andleg stóriðja hér á landi. Það er með hreinum ólíkindum hvemig þrir fastir starfsmenn hennar ná að end- urtaka leikinn hátíð eftir hátíð og færa landsmönmun fjölbreytt úrval af því besta sem er að gerast í lista- lífi heimsins á hverjum tíma. Að einhverju leyti er árangurinn að þakka ímynd hátíðarinnar en hún nýtur þess enn að Vladimir Ashken- azy gaf henni gæðastimpil í byrjun sem ekki verður máður af. Rösklega 30 ára saga Listahátíðar er einhver glæsilegasti kafli í lista- sögu landsmanna. Hátiðin hefur komið landsmönnum í návígi við mikinn fjölda kunnustu listamanna heims. Orðspor hátíðarinnar er með þeim hætti að heimsfrægir lista- menn líta á það sem heiður að koma til íslands. Örðsporið er á þann veg að stjórnendur annarra listahátíða úti í löndum koma til íslands til að skoða og sjá. Stórblöð á borð við The Times fjalla um Listahátíð í Reykjavík eins og hátíð meðal stór- þjóða. Virk menningarþjóð Og auðvitað er ísland stórþjóð á þessu sviði. Ekki þarf að líta á ann- að en blessaða tölfræöina til að sannfærast um að íslendingar eru á meðal virkustu menningarþjóða í heimi. í rauninni fellur þar hvert heimsmetið af öðru. Einu gOdir hvert litið er: engin þjóð sækir kvikmyndahús og bókasöfn jafn oft og íslendingar, hvergi eru færðar upp jafn margar leik- og listsýning- ar miðað við fólksfjölda og á íslandi. Og hvergi er að finna jafn marga listamenn í fullu starfi. Á tiltölulega fáum árum hefur orðið samfélagsbylting í þessum efnum. I árdaga Mokka fyrir fjórum áratugum þótti tíðindum sæta ef hengd voru upp listaverk á veggi kaffihússins. Öll blöð sögðu frá við- burðinum og næstu daga mátti lesa hversu mörg verk listamaðurinn hafði náð að selja. í byrjun SÚM- tímabilsins, upp úr 1973, þótti það tíðindum sæta ef tvær listsýningar voru opnaðar um sömu helgi. Núna, við dagsbrún nýrrar aldar, baða landsmenn sig í listum og allskonar kúnst. Mörg hundruð sýninga Hjá þessari tæplega 300 þúsund manna þjóð era þrjú atvinnuleik- hús rekin af ríki, borg og bæ. Þau færa landsmönnum á fjórða tug leikverka á ári. Á höfuðborgarsvæð- inu eru starfandi hátt í 25 atvinnu- leikhópar sem sýna í góðu meðalári á fjórða tug verka, mörg hver ís- lensk. Þá era ónefnd áhugaleikfélög- in um allt land, en þau eru um 70 og færa að jafnaði upp eitt til tvö verk á hverju leikári. Óhætt er því að segja að árlega séu á milli 150 og 200 leikverk sýnd á íslandi. Um tvö þúsund starfandi listamenn segja mikla sögu um menningarstig þjóðarinnar. Enn meiri og ótrúlegri sögu segja á fjórða þúsund listvið- burðir sem eru í boði á íslandi á hverju ári, varla færrí en stórt hundrað atburða um hverja einustu helgi árs- ins. Úrvalið og fjölbreytn- in sem í boði er í þessum geira mannlífsins er með ólíkindum ... Myndlistarflóran er enn fjöl- skrúðugri. Listasafn Islands er með um 20 sýningar á ári, Listasafn Reykjavíkur heldur á þriðja tug sýninga á ári, Listasafn Akureyrar um 15 sýningar, ekki færri en 25 listsýningar eru í Listasafni ASÍ, nær 20 í Gerðarsafni, ívið færri í Hafnarborg og að minnsta kosti 15 í Nýlistasafninu. Ónefnd eru gallerí- in sem eru á annan tug. Það lætur því nærri að 250 myndlistarsýning- ar séu settar upp á íslandi á ári, ná- lega ein hvem virkan dag ársins. Marghamir í skrifum Ritstörf íslendinga hafa oft á tið- um þótt þróttmeiri en annarra þjóða og kemur þar að einhverju leyti arfleifðin til. Fáar ef nokkrar þjóðir geta hallað sér á koddann með nálega þúsund ára sögur og komist til botns í þeim. Og enn er það svo að landsmenn skrifa sem marghamir væru. Árlega koma út á íslandi upp undir eitt þúsund bókatitlar, þar af nálega hundrað skáldsögur og Ijóðabækur íslenskra höfunda. Upplestrar höfunda era ekki færri en dagar ársins. Og þá að tónlistinni, sem líklega er sú listgrein sem erfiðast er að færa í tölur. Þeir sem gerst þekkja til íslensks tónlistarlifs segja að ekki færri en 10 tónleikar séu í boði á landinu í hverri viku og þá eru að- eins nefndir þeir viðburðir sem tengjast sígildri tónlist og sönglög- um. Langtum fleiri eru giggin sem svo heita í dægurlagadeildinni, enda alþekkt að með kráarbylting- unni margfaldaðist framboðið af lif- andi tónlist. Hér er tölfræðin flókin, enda er mörgu hægt að bæta við, svo sem kirkjutónlist. Rík sköpunargleði Ef til vill er það galin þjóð sem hagar sér með þessum hætti en fjör- leg er hún og full af sköpunargleði. Listamenn ýmiss konar, sem hafa fullan starfa af sköpun sinni hér á landi, eru reyndar fleiri en svo að útlendingar geti með nokkru móti trúað. Á áttunda hundrað myndlist- armanna líta á sig sem starfandi listamenn á íslandi, álíka margir hafa lifibrauð sitt af tónlist og tugir rithöfunda sinna skrifum sínum all- an daginn og hundruð til viðbótar semja sögur og ljóð í frístundum. Um tvö þúsund starfandi lista- menn segja mikla sögu um menn- ingarstig þjóðarinnar. Enn meiri og ótrúlegri sögu segja á fjórða þúsund listviðburðir sem eru í boði á Is- landi á hverju ári, varla færri en stórt hundrað atburða um hverja einustu helgi ársins. Úrvalið og fjöl- breytnin sem í boði er í þessum geira mannlifsins er með ólíkindum og óhætt er að segja að gæðin stand- ist samjöfnuð við hvaða þjóð sem er. Það er enda svo að listnám hér á landi er ákaflega gott og metnaðar- fullt. Röng hlutföll Þessi nokkuð mærðarlega grein er skrifuð að lokinni Listahátíð í Reykjavík. Hún er skrifuð í vimunni af veislu og gleði sem stað- ið hefur í þrjár vikur. Hún er að nokkru leyti skrifuð til heiðurs ís- lenskum listamönnum og stjórnend- um listhúsa og hátíða sem tekist hefur að lyfta grettistaki þrátt fyrir oft á tíðum lítinn skilning stjóm- valda. Rétt ríflega 100 milljóna króna framlag hins opinbera til Listahátíðarinnar í ár eru til dæmis smámunir miðað við árangurinn sem hún skilar. Það segir svo auövitað sína sögu að ekki tókst íslenskum stjómvöld- um að reisa almennilegt fjölnota menningarhús á siðustu öld. Enn þurfa listamenn á borð við June Anderson að syngja í bíói. Á síðustu tíu árum hafa að minnsta kosti 30 íþróttahús verið reist hér á landi eða eru í byggingu, sum hver á með- al stærstu bygginga landsins. Á sama tíma hafa fjögur menningar- hús risið. Þessi hlutföll eru röng. Og þau ber að leiðrétta. Virkni íslend- inga í listalifinu hrópar á það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.